Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
&5
Kaupmannahöfn:
Allt með
friði og
spektí
Krístjaníu
Kaupmannahöfn. Reuter.
FRIÐUR ríkti að nýju í
„fríríkinu" Krisljaníu í
Kaupmannahöfn í gær eftir
átökin, sem urðu á þriðjudag,
þegar lögreglan lokaði öllum
veitingastöðunum þar.
Lögreglan réðst inn á 13
veitingastaði, sem fengið höfðu
frest til 1. febrúar til að sækja
um vínveitingalejrfí, en ekki
hirt um að verða við kröfum
hins opinbera, áður en frestur-
inn rann út. Fríríkið hefur ver-
ið fleinn í holdi stjómvalda allt
frá því að til þess var stofnað,
skömmu eftir að danski herinn
rýmdi byggingamar þar fyrir
sautján árum.
Fjölda hústökufólks, hvað-
anæva að úr Kaupmannahöfn,
dreif að, þegar fréttist um að-
gerðir lögreglunnar. Kastaði
fólkið steinum og bensín-
sprengjum, en lögreglan beitti
táragasi og kylfum.
Flestir af íbúm Kristjaníu
héldu sig í hæfilegri fjarlægð
og fýlgdist með átökunum.
„Við færðum lögreglunni kaffí
og blóm,“ sagði Jorgen Tulipan,
sem á sæti í stóm fríríkisins.
íbúamir hafa hummað fram af
sér allar tilraunir til að koma
Kristjaníu undir umsjón hins
opinbera.
í aðgerðunum á þriðjudag,
hreinsaði lögreglan allt úr kæli-
geymslum veitingahúsanna og
fjarlægði drykkjarföng. Að
sögn dómsmálaráðuneytisins
meiddust fímm lögreglumenn í
átökunum, en enginn þeirra
alvarlega. Átta voru handtekn-
ir.
Jorgen Tulipan sagði, að
veitingahúsin hefðu opnað aft-
ur strax og lögreglan hefði
horfíð af vettvangi. „Hér er
allt komið í eðlilegt horf aftur,“
sagði hann.
Fhigslysið
á Azoreyjum:
Hvorki um að
ræða bilun né
skemmdarverk
Lissabon. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR sem vinna að
rannsókn flugslyssins á Azoreyj-
um í síðustu viku, þegar Boeing
707-flugvél í eigu bandarísks
flugfélags rakst á fjallstind á
eyjunni Santa Maria með þeim
afleiðingum að 144 manns fór-
ust, hafa visað á bug tilgátum
að skemmdarverk eða bilun hafi
valdið slysinu. Báðir flugritar
vélarinnar hafa fundist og búist
er við að niðurstöður rannsókn-
arinnar liggi fyrir innan mánað-
ar.
„Ég hef hlustað á samræður
flugmannsins og flugumsjónar-
manna í flugtumi og allt virðist
hafa farið fram með eðlilegum
hætti,“ sagði Antonio Alves Junior,
yfírmaður portúgalska flugráðsins.
Hann sagði að ekki væri hægt
að ráða af segulbandsupptökunum
að skemmdarverk hefði verið unnið
eða bilun orðið í flugvélinni áður
en hún rakst á fjallstind á Santa
Maria á miðvikudag í síðustu viku.
Þegar flugvélin fórst var hún á
leið með ítalska ferðamenn frá
Bergamo á Ítalíu til Dóminikanska
lýðveldisins.
Já, ótrúlegt en satt.
Viö hjá Heimilistækjum hf. erum tilbúnir aö
gefa allt aö 5.000 krónur fyrir gamla tækiö
þitt; sjónvarpið eöa þvottavélina og kr 3.500
fyrir gamla kæliskápinn þinn, án tillits til
gerðar, ástands og aldurs.
Við tökum tækið sem greiðslu upp í nýtt
PHILIPS eða PHILICO sjónvarp, þvottavél
eða kæliskáp.
Tilboð þetta gildir aðeins í stuttan tíma.
Sækjum og sendum.
Að sjálfsögðu sendum við nýja tækið
heim til þín og sækjum það gamla þér
að kostnaðarlausu.
Hafðu samband eða láttu sjá þig
í verslunum okkar við Sætún 8
eða Kringlunni.
Heimilistæki hf
Sætúni 8 • Kringlunni
SÍMI: 69 15 15 SÍMI:69 15 20
ísanuuK^utK