Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
19
Tónlistarfræðslan
Staða hennar og framtíðarhorfiir
mmmmm
I TAKT VIÐ TIMANN
Viltu skara fram úr á hörðum
vinnumarkaði?
Við bjóðum þér upp á hagnýta
kennslu í viðskipta- og tölvu-
greinum, ásamt því helsta sem
gerir þig að hæfum og dugandi
starfskrafti.
Þú getur valið um morgun- eftir-
miðdags- eða kvöld tíma, eftir því
sem þér hentar.
Að námskeiðinu loknu útskrifast
þú sem skrifstofutæknir.
Innritun og allar nánari upp-
lýsingar færðu í símum 68 75 90
og 68 67 90.
Við erum
við símann til
kl. 22 í kvöld.
Kristján Sveinsson
„Ég haföi fariðánámskeiö hjáTölvu-
fræðslunni og líkað vel. í framhaldi af
því ákvað ég að drífa mig í skrifstofu-
tækni.
Námið var mjög fjölbreytt og
skemmtilegt og hópurinn samhentur
Það kom mér samt á óvart hve námið
hefur nýst mér vel í starfi"
JÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartún 28
eftirHjört
Þórarinsson
Menntamálaráðuneytið stóð fyrir
ráðstefnu um tónlistarfræðslu laug-
ardaginn 21. janúar sl. Á ráðstefn-
unni voru flutt 12 stutt en gagn-
merk erindi auk ávarps mennta-
málaráðherra, Svavars Gestssonar,
í upphafi ráðstefnunnar. í lok ráð-
stefnunnar voru fyrirspurnir og
pallborðsumræður. Þar sem fyrir-
heit var gefíð um að birta þessi
ágætu erindi og greinargóðu upp-
lýsingar verða þeim ekki gerð sér-
stök skil á þessum vettvangi.
Tilgangur þessa greinarkoms er
að mótmæla áður framkominni til-
lögu í verkaskiptum ríkis og sveitar-
félaga. Þar er gert ráð fyrir að
sveitarfélög taki alfarið að sér
launakostnað við tónlistarfræðsl-
una undir þeim formerkjum að sam-
an skuli fara Qárhagsleg ábyrgð
og framkvæmd verkefiia. í um-
ræðum var þetta atriði sérstaklega
dregið fram. Það er alls ekki sjálf-
gefið að menntamálaráðuneytið
haldi áfram með faglega náms-
stjóm, raunhæft og samræmt
námsmat, eftirlit með stigsprófum,
annist nauðsynleg tengsl við grunn-
og framhaldsmenntun. Þetta hefur
verið hlutverk námsstjóra og starfs-
manna menntamálaráðuneytisins
auk fjármálaeftirlits og aðildar að
kjarasamningum kennara. Það væri
bein þversögn við markmið verk-
efnatilfærslunnar, ef þessum af-
skiptum yrði haldið áfram í
óbreyttri mynd og jafnvel er það
álitamál hvort núgildandi lög um
tónlistarfræðslu geti staðist, ef fjár-
hagsleg ábyrgð og framkvæmd
verður sett á hvert einstakt sveitar-
félag.
Þéttbýlissveitarfélögin munu
vafalaust halda í horfinu hvað fjár-
veitingar snertir. Ég hefi mestar
áhyggjur af dreifbýlissveitarfélög-
um að þar verði önnur verkefni
sett framar á §árhagsáætlun þegar
syrtir í „fjárhagsálinn“. Einnig má
búast við að hinar tímabundnu
sveiflur, sem koma á fjögurra ára
fresti, muni eitthvað segja til sín.
Eftir stendur það álit mitt á þess-
um fyrirhuguðu breytingum að
bæði stjómarfarslega og menntun-
arlega er tónlistarfræðslunni stefnt
sé í hættu, ef eftirlit og yfirstjóm
menntamálaráðuneytis verður svipt
í burtu.
„Verði lögð áhersla á
að breyta núverandi
skiptingn launakostn-
aðar við tónlistar-
kennsluna, þá eiga tón-
listarskólarnir að vera
verkefiii ríkisins en
ekki sveitarfélaganna.“
Tónlistarfræðslan hefur blómstr-
að og dafnað í skjóli þessara laga.
Ef litið er til hinna Norðurland-
anna, sem hafa reynslu af þessum
fyrirhuguðu tillögum verkaskipta-
nefndarinnar, þá þolir það engan
samanburð. Þá reynslu ættu áhuga-
menn um breytinguna að kynna
sér. „Verði lögð áhersla á að breyta
núverandi skiptingu launakostnað-
ar við tónlistarkennsluna, þá eiga
tónlistarskólarnir að vera verkefni
ríkisins en ekki sveitarfélaganna."
Meðan fræðsla almennings og
menning þjóðarinnar er talin grund-
vallarréttindi, þá má ekki gera
þessa menningarþjónustu að versl-
unarvöru eða skiptimynt fyrir verk-
legar framkvæmdir sveitarfélag-
anna.
Höfundur er rekstrarstjóri Tón-
listarskóla Arnessýslu.
Farsímar:
Mánaðarreikn-
ingnreftalað
er fyrir meira
en 5 þúsund
SÚ nýbreytni hefur verið tekin
upp hjá Pósti og síma að farsíma-
eigendur, sem greiða meira en
5.000 kr. á mánuði fyrir notkun
símans, fá nú mánaðarlegan
reikning í stað hins hefðbundna
ársQórðungsreiknings.
Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar,
blaðafulltrúa Pósts og síma, er tek-
ið upp á þessu notendum til aukins
hagræðis. „Menn eiga auðveldara
með að hafa yfírsýn yfir notkunina,
ef þeir fá sérstakan reikning mán-
aðarlega, og það léttir þeim
greiðslubyrðina," sagði Jóhann.
Hann segir að febrúarmánuður sé
fyrsti mánuðurinn, sem greiddur
verði með þessu fyrirkomulagi.
Hjá innheimtudeild Pósts og síma
fengust þær upplýsingar að margir
farsímaeigendur hefðu kvartað
undan því að geta ekki fengið mán-
aðarlegan reikning til þess að átta
sig betur á því hvað síminn væri
mikið notaður. Þetta ætti til dæmis
við um útgerðarmenn, en á bátum
væru oft farsímar þar sem yfir tíu
manns væru um notin.
TH0RPAC FILMA
TTOFALT LENGRI
75 METRAR AF GÓÐRI FILMU
í EINUM PAKKA
THORPAC-FILMAN E R MJÚK
OG L0KAST VEL.
|TH0RPAC-FILM AN
HENTAR VEL í
FRYSTINN OG
0RBYLGJ.U0FNINN
Thorpac
Dreifing: I. Guðmundsson og Co.-hf Sími: 24020.'
P&Ó/SlA