Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 Sri Lanka: Kjörsókn góð þrátt fyrir morðhótauir Colombo. Reuter. KJÖRSÓKN var betri í gær í fyrstu þingkosningunum sem haldn- ar eru á Sri Lanka í 12 ár en búist hafði verið við. Þjóðfrelsis- fylkingin, samtök vinstrisinnaðra skæruliða, og tamílar höfðu hótað þeim dauða sem greiddu atkvæði í kosningunum. 29 manns hafa týnt lífi í átökum sem tengjast kosningunum, að sögn stjórnar- erindreka. Kjörsókn var á bilinu 50-60 af hundraði í suðurhluta landsins þar sem sinhalesar eru í meirihluta en færri kusu í bæjunum Matara og Galle, þar sem Þjóðfrelsisfylkingin ræður lögum og lofum. Lögreglan hefur sakað liðsmenn Þjóðfrelsisfylkingarinnar um morðin en sjónarvottar segja að þau megi einnig rekja til átaka innan stjómmálaflokkanna. Minna bar á átökum í norður- og austurhluta landsins, þar sem skæruliðasamtök tamfla beijast fyrir sjálfstæðu rfld, og kjörsókn þar var á bilinu 65-70 af hundraði. Níu stjómamálaflokkar bjóða fram og beijast um 225 sæti á þingi landsins. Aðalbaráttan stendur á milli Sameinaða þjóðar- flokksins, sem farið hefur með völd í landinu frá 1977, og Frelsis- flokksins, flokks fyrrum forsætis- ráðherra landsins, Sirima Banda- ranaike. Leiðtogi Sameinaða þjóð- arflokksins er Ranasinghe Premadasa, sem kosinn var for- seti landsins í desember síðastliðn- um eftir kosningabaráttu sem kostaði 400 manns lífið. Talsmenn beggja flokka hafa heitið því að koma á friði og bæta lífskjör meðal íbúa landsins sem em 16 milljónir talsins. ‘f-4 ía> £ i % <3 < GRENSÁSVEGUR Q- FAXAFEN EPAL RÉTTARHOLTSVEGUR - þegar þú vilt vandaða vöru. VA FAXAFEN 5, SÍMI: 68 56 80 Reuter Mið-Ameríku- leiðtogar ræða lýðræði Forsetar fimin Mið- Ameríku- ríiga hófii Qórða firnd svo- nefiidra Arias-viðræðna um frið og lýðræði í Mið-Ameríku á mánudag. Viðræðumar fara fram í El Salvador en hin rfkin em Guatemala, Nicaragua, Honduras og Costa Rica. Sam- komulag ríkir um nauðsyn þess að erlendum aðilum verði leyft að fylgjast með ástandinu á landamærum ríkjanna. Hins veg- ar vill Nicaragua-stjóra að ýms- um mannréttindasamtökum, þ. á m. bandariskum, verði leyft að fylgjast með kosningum og framferði stjórnvalda i mann- réttindamálum. Hin ríkin em þessu andvig og viþ'a að Mið- Ameríkuþjóðir annist slikt eftir- lit sjálfar. Á myndinni sjást Jose Napoleon Duarte (t.v) forseti EI Salvador, og Daniel Ortega, for- seti sandinistastjómarinnar i Nicaragua. Júgóslavía: Slóvenskir j a&iaðarmenn stoftia stj órnmálaflokk Belgrad. Reuter. FLOKKUR jafiiaðarmanna verður f dag, fimmtudag, formlega stofii- aður i lýðveldinu Slóvenfu i Júgó- slaviu. Þetta er í fyrsta skipti sem óhaðum stjóramálasamtökum er komið á fót þar í landi frá þvi kommúnistar komust til valda eft- ir síðari heimsstyijöldina. Fyrsta þing flokksins hefst f dag f Ljublj- ana, höiuðborg Slóvenfu, en helsta stefiiumálið er að efla lýðræði i landinu og hyggjast flokksmenn taka þátt f kosningum gegn full- trúum kommúnistaflokksins í þessu skyni. Samtök sem nefnast „Bandalag slóvenskra jafnaðarmanna" birtu á þriðjudag yfírlýsingu þar sem skýrt var frá fyrirhugaðri stofnun flokks- ins. Fjölmörg óháð samtök hafa ver- ið mynduð að undanfömu í Slóveníu og er talið að ástand efnahagsmála og deilur innan forystusveitar júgó- slavneska kommúnistaflokksins valdi þar mestu um. Verðbólga er nú um 300 prósent, lífskjör hafa farið ört versnandi og skuldir hlaðast upp er- lendis. „Bandalag slóvenskra jafnaðar- manna" birti fyrr í þessum mánuði stefnuskrá sína en önnur óháð sam- tök hafa enn ekki skýrt opinberlega frá helstu baráttumálum sínum. í stefnuskránni er hvatt til þess að innleitt verði fjolflokkakerfí þannig að frambjóðendur óháðra samtaka geti keppt við fulltrúa kommúnista- flokksins í fijálsum kosningum. Sam- tökin kveðast ennfremur beijast fyr- ir því að gerðar verði breytingar á stjómarskrá Slóveníu „til að tryggja fullveldi lýðveldisins". Einn talsmað- ur samtakanna, France Tomsic, sem starfar sem vélvirki í verksmiðju einni í Ljubljana, sagði í viðtali við júgóslavneskt vikurit að jafnaðar- menn vildu „fylla upp í það tómarúm" sem skapast hefði vegna þess komm- únistaflokkurinn hefði glatað trausti almennings. í máli Tomsic kom fram að slóv- ensku jafnaðarmennimir væm reiðu- búnir til samstarfs við önnur lýðræð- isleg stjómmálasamtök jafnt í Júgó- slavíu sem erlendis og kvað hann þegar hafa verið leitað eftir stuðn- ingi erlendra jafnaðarmannaflokka. Svíþjóð-Asíulönd: Póstsendar eiginkonur Stokkhólmi. Reuter. EFTIR níu mánaða rannsókn hef- ur opinber umboðsmaður, er hef- ur kynþáttamisrétti i Sviþjóð á sinni könnu, komist að þeirri nið- urstöðu að ekki sé neitt ólöglegt við það að flutt séu inn eiginkonu- efiii frá Asiulöndum. Stjómvöld fyrirskipuðu rannsókn- ina eftir að kvenréttindahópar kvört- uðu yfir hjónabandsskrifstofum er hétu því að útvega mönnum Asíu stúlkur, er væm hlýðnar, óvenjuleg ar, kynþokkafullar og duglegar. „Það getur verið erfítt að dragí mörkin í fijálsu þjóðfélagi," sagð umboðsmaðurinn, Gunilla Upmark „Jafnvel þótt kona, sem flyst ti Svíþjóðar, sé misnotuð af mann sínum, hún þrælkuð og réttindi henn ar fótum troðin, er erfitt að varpí sökinni á hjónabandsskrifstofuna." Vor og sumar '89 1113 síður. Frægustu merkin í fatnaði. Búsáhöld, sportvörur, leikföng o.fl. Kr. 190 án burðargjalds dregst frá fyrstu pöntun. B.MAGNUSSONHF. Hólshrauni 2,Hafnarfirði sími 52866. LISTGLER Fegrið heimilið með listgleri. Blý- lagtgleríótal mynstrum og lit- um, einfalt eða tvöfalt. Tilvalið í úti- hurðir, svalahurðir, forstofuhurðirog alls konar glugga, t.d. þarsem erfitt eraðkomavið gardínum. Fram- leiðum einnig spe- glasúlur, hengi- myndir, lampa, blý- lagða spegla og ýmsa smáhluti til- valda tilgjafa.. Skerum og slípum spegla eftir máli. LISTGLER, KÁRSNESBRAUT110, SÍMI45133.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.