Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
17
Fiðluveisla
Eftir Rafh Jónsson
Unnendur fíðlutónlistar eiga
von á góðum skammti á 9.
áskriftartónleikum Sinfóníu-
hliómsveitar Islands í Há-
skólabíói í kvöld kl. 20.30. Þetta
verða fyrstu tónleikarnir á
síðara misseri starfsársins. Þijú
verk eru á efhisskránni: Konsert
fyrir tvær fíðlur í d-moll eftir
J.S. Bach, Fiðlukonsert Chain
II eftir Lutoslavsky og að lokum
Sinfónfa nr. 7 eftir Bruckner.
Hljómsveitarstjóri er Petri Sak-
ari, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníuhljómsveitarinnar.
György Pauk verður gestur
hljómsveitarinnar á þessum tón-
leikum. Hann er tónleikagestum
Sinfóníuhljómsveitarinnar að góðu
kunnur. Hann hefur nokkrum sinn-
um komið hingað til tónleikahalds
og síðast fyrir tveimur árum.
Guðný Guðmundsdóttir, sem mun
leika með Pavk í Bach-konsertin-
um, minnist hans með hlýhug:
„Hann kom hingað fyrst, þegar
ég var nýorðinn konsertmeistari
hér, tiltölulega nýkomin úr námi.
Það var mikils virði fyrir mig að
fá að kynnast svona ágætum fiðlu-
leikara, sem ég gat spilað fyrir og
fengið ráðleggingar hjá og það
gerði ég fyrstu árin sem hann kom
hingað. Síðan fékk ég hann til að
halda svokallaðan „Masterclass"
fyrir nemendur mína í tónlistar-
skólanum fyrir rúmum áratug og
nú ætlum við að endurtaka þessi
námskeið. Síðast þegar hann kom
hingað sýndi hann áhuga á því að
fá að leika þennan tvíkonsert Bachs
og þegar í ljós kom, að hann kæmi
hingað ti að leika verk Lutoslav-
skys, sem tekur um 17 mínútur f
flutningi, fannst honum ófært að
spila ekki meira og óskaði eftir því
að leika þennan tvfkonsert og bauð
mér að spila með sér og er mér
mikill heiður að því. Hann frum-
flutti fiðlukonsert Lutoslavskys í
Lundúnum 198_6, en áður hafði
verkið verið flutt í Póllandi."
Klassík og nútímaverk
Tvíkonsert Bachs er dæmigerður
fyrir barokk-tímann; hljómsveitin
er lítil, aðeins strengir og sembal
og í stað einleiks er tvíleikur, þar
sem annað hljóðfærið eltir gjaman
hitt. Algengt var að einleikshljóð-
færin væru t.d. fiðla og selló eða
fiðla og óbó en þessi tvfleikur fiðl-
anna var eina verk Bachs af því
tagi. Að sögn Guðnýjar er óvenju-
legt að hljómsveitin leiki verk sem
þetta. Fiðlukonsert Lutoslavskys
er hins vegar dæmigerður fyrir
nútímatónlist. Guðný segir: „Þrátt
fyrir að þessi verk séu mjög ólík
eru þau bæði mjög falleg og merki-
leg fyrir sinn tíma og György Pauk
hefur fullkomið vald á hvaða tón-
list sem er.“
„Gleymdi að fara heim“
Fyrir ekki alllöngu birtist viðtal
við György Pauk f breska tónlistar-
blaðinu The Strad, þar sem hann
greinir m.a. frá uppvaxtarárum
sínum í Ungverjalandi. Hann hóf
fiðlunám komungur og lék víða í
Austur-Evrópu áður en alþjóðlegur
ferill hans hófst í Lundúnum. For-
eldrar hans, sem báðir vom tónlist-'
armenn, fórust í seinni heimsstyij-
öldinni og hann ólst upp hjá ömmu
sinni. 1949 gekk hanní Franz Liszt-
-akademíuna í Búdapest, þá yngsti
nemandi, sem þar hafði lært. Sam-
tíða honum í akademfunni var Pet-
er Frankl, hinn frábæri ungverski
György Pauk
Guðný Guðmundsdóttir
píanisti. Þrátt fyrir að vera báðir
snillingar í tónlist og stunda nám
við sama skóla, kynntust Pauk og
Frankl á fótboltavelli, en íþróttir
em mikið áhugaefni Pauks. Þeir
félagar stofnuðu síðar tríó í Lund-
únum ásamt Ralph Kirshbaum,
sellóleikara, sem lék nýlega á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar
og nýtur það mikilla vinsælda f
Bretlandi og víðar.
Pauk „gleymdi" eitt sinn að
koma heim til Ungveijalands úr
tónleikaferð og settist að í Hollandi
en að ráði Yehudis Menuhins flutt-
ist hann til Lundúna, „sem var þá
höfuðborg tónlistarinnar", segir
Pauk. „Við deildum kjömm þama,
ungu listamennimir, þ. á m. Ashk-
enazy, Barenboim, Frankl og fleiri.
Nútímatónlist verður
að leika vel
György Pauk fmmflytur gjaman
verk eftir nútímahöfunda: „Igamla
daga hittust gjaman tónskáldin og
hljóðfæraleikaramir og höfðu áhrif
hver á annan. Þannig er það hjá
mér. Ég frumflyt gjaman ný verk
og mér finnst gaman að vinna með
tónskáldunum, og sting þá upp á
einu og öðru í sambandi við
tónsmíðina. Ég hef áhuga á nútí-
matónlist," segir hann. „Mér finnst
að allir fiðluleikarar ættu að leika
nútímatónlist. Maður getur ekki
bara leikið Beethoven og Brahms.
Mér finnst þeir frábærir, en það
em aðrir líka. Nútímatónlist þarf
að spila vel, ekki síður en klassíska.
Fólk segir gjaman: Ó, nútímatón-
list! Hún er ekkert mál, maður
heyrir ekki hvað er verið að spila.
Slíkt er léleg frammistaða. Nútíma-
tónlist verður að spila vel!“
Fiðlan sem György Pauk leikur
á á sér langa sögu. Þetta er
Stradivaríusar-fiðla frá 1714, sem
György Pauk fékk til afnota eins
lengi og hann vill hjá auðugum
kaupsýslumanni, sem varð síðar
mikill vinur hans. Hann segir um
þessa fiðlu að fyrir utan það að
vera góð Stradivaríusar-fiðla, þar
sem háu tónamir em sérstaklega
sterkir og bjartir, em djúpu tónam-
ir afar hljómmiklir.
Höfundur er blaðafulltrúi Sin-
fóniuhljóms veitarinnar.
Ævintýri Hoffinanns:
Fjórar sýn-
ingar eftir
SÍÐASTA sýning á óperunni
Ævintýri Hoffinanns verður i
Þjóðleikhúsinu i lok næstu viku.
Aðeins Qórar sýningar eru eftir,
en óperan hefur nú 'verið sýnd
um 30 sinnum. Að sögn Gísla Al-
freðssonar Þjóðleikhússtjóra var
upphaflega gert ráð fyrir að sýn-
ingar yrðu um 25 talsins.
Alls hafa fimm sýningar fallið
niður á Ævintýmm Hoffmanns af
ýmsum ástæðum. Fyrst féllu þijár
sýningar niður vegna veikinda. Einni
sýningu varð að aflýsa vegna veðurs
og á sunnudaginn féll sýning niður
vegna rafmagnsleysis í Reykjavík.
Ekki er fyrirhugað að fjölga sýning-
um á ópemnni vegna þessa.
„Það er ekki gerandi fyrir ópem-
söngvara að syngja ópem á borð við
Ævintýri Hoffmanns í marga mán-
uði. Þetta er þvflík ofraun að það
er fágætt að söngvari geti lagt slíkt
á sig, eins og Garðar Cortes hefur
gert í þessu hlutverki sínu. En
óperan hefur gengið mjög vel og það
er ástæðan fyrir því að sýningamar
hafa orðið þetta margar," sagði Gísli
Alfreðsson.
Bæjarbíó
Fjarðar-rokk
TÓNLEIKAR verða haldnir í
Bæjarbíói Strandgötu 6 Hafhar-
firði í kvöld.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 og fram koma hljómsveitimar
Ný dönsk, E-X og laglausir, einnig
mun ljóðskáldið Sjón koma og flytja
frumsamin ljóð. Tónleikamir ganga
undir nafninu Fjarðar-rokk og von-
ast aðstandendur tónleikanna til að
þetta verði árviss viðburður.
(Fréttatilkynning)
Oryggisbók -Trompbók
.. Tværí
oruggiun vexti
Sparisjóðirnir bjóða tvo góða kosti sem heuta mismunandi
þörfum sparifjáreigenda.
TROMPBÓK er nýtt og betra Tronip - alltaf laust og án
úttektargjalds. - Vaxtaauki reiknast um áramót á óhreyfða
imistæðu. 67 ára og eldri fá hærri vaxtaauka en aðrir \ið-
skiptavinir.
ÖRYGGISBÓK er bmidinn 12 mánaða reikningur með
stighækkandi vöxtum á allri upphæðiiuii eftir því sem inn-
stæðan hækkar. Á báðum bókum er ávöxtmi þeirra borin
saman við verðtryggð kjör og vexti tvisvar á ári og sú ávöxt-
un látin ráða sem hagstæðari er sparifjáreigendum hverju
sinni.