Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
fUUfiLHPffi
Alþýðubanka-
mót í brids
HIÐ árlega Alþýðubankamót
Bridsfélags Akureyrar og Al-
þýðubankans verður haldið í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri laugar-
daginn 18. febrúar.
Um er að ræða tvímenningsmót
með Mitchell-fyrirkomulagi. Mótið
hefst klukkan 10.00 og lýkur því
um kl. 18.00. Tekið er á móti þátt-
tökutilkynningum í Alþýðubankan-
um á Akureyri á afgreiðslutíma.
Þátttökugjald er 1.300 krónur
á par, en innifalið í verði er kaffi
meðan á spilamennsku stendur.
„Börn norðursins“
opnuð í Dynheimum
Myndir úr norrænum barnabókum
Sýningin „Börn norðursins" verður opnuð i Dynheimum í dag klukk-
an 17.00. Sýningin samanstendur af 70 til 80 myndskreytingum úr
norrænum barnabókum. Hún er hingað komin á vegum Norræna
hússins og Bamabókaráðsins, en þetta er sama sýning og haldin var
í Osló dagana 26.-30. september 1988 í tilefni af 21. Alþjóðaþings
IBBY þar. Þing þetta bar yfirskriftina „Barnabókmenntir og nýju
miðlamir".
Skipuleggjendur og umsjónar-
menn þingsins voru fulltrúar
IBBY-deildanna á Norðurlöndum í
sameiningu. Frá íslandi voru send
verk eftir Brian Pilkington, Önnu
Cjmthiu og Sigrúnu Eldjám. A
meðan á sýningunni stendur í Dyn-
heimum verður lesið upp úr bama-
bókum og sagðar verða sögur fyrir
böm og unglinga í grunnskólum
Akureyrar. Lesarar verða þær
Kristín Steinsdóttir, Þórey Aðal-
steinsdóttir og Sigríður Schiöth.
Það er Norræna upplýsinga-
skrifstofan á Akureyri sem skipu-
lagt hefur sýningarhaldið hér norð-
anlands. Forstöðumaður hennar er
Bergljót Jónasdóttir. Upplýsinga-
skrifstofan tók til starfa þann 1.
mars 1988. Hlutverk hennar er að
sinna upplýsinga- og kynningar-
starfsemi um norræn málefni, nor-
ræna menningu og listir. í sam-
vinnu við Norræna félagið í
Reykjavík veitir skrifstofan upplýs-
ingar um það helsta sem er á döf-
inni svo sem ferðir og ferðamögu-
leika til handa þeim, sem í félaginu
eru. Þá eru einnig handbærar upp-
lýsingar um norræna lýðháskóla
og möguleika ungs fólks til að
stunda nám í þeim og auk þess
veitir skrifstofan upplýsingar um
Nordjobb, sem er sumarvinna ungs
fólks. Skrifstofunni berast einnig
bækur og blöð fi-á Norðurlanda-
ráði, Norrænu ráðherranefndinni
og frá Norrænu upplýsingaskrif-
Siglugörður:
Félag sjó-
stangaveiði-
manna stofiiað
Siglufírði.
NÝLEGA var stofhað hér á
Siglufirði Félag sjóstangaveiði-
manna. Formaður í því félagi er
Helgi Magnússon og með honum
í stjóm em Viðar Ottesen,
Kristrún Halldórsdóttir, Ragn-
heiður Rögnvaldsdóttir og
Sveinn Aðalbjörasson.
Félagið er opið öllum Siglfirðing-
um, hvort sem þeir eru búsettir á
Siglufírði eða annars staðar.
- Matthías
Fjárhags-
áætlun Akur-
eyrarbæjar
samþykkt
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæj-
ar fyrir árið 1989 var samþykkt
á bæjarstjómarfundi á þriðjudag
með niu atkvæðum gegn tveimur
atkvæðum fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins. Fulltrúar minni flokk-
anna, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks, lögðu fi-am sfnar
breytingartillögur á fundinum, en
þær vom allar felldar. Breytinga-
tiUögur bæjarráðs vom allar sam-
þykktar.
Fulltrúar minnihlutans vildu nýta
tekjuafgang af vatnsveitunni til
reksturs og framkvæmda á vegum
bæjarsjóðs. Einnig vildi minnihlutinn
gera ráð fyrir að skuldir bæjarsjóðs
myndu vaxa á milli ára. Ekki yrði
því gert ráð fyrir að greiða niður
skuldir bæjarins, eins og nú er áætl-
að, heldur að hafa Iántökur jafnháar
afborgunum. Breytingatillögur bæj-
arráðs fólust í nokkrum smáatriðum,
eða ákveðnum leiðréttingum sem upp
komu á milli umræðna auk þess sem
ákveðið var að hækka framlag til
vélasjóðs um þtjár milljónir og til
nýframkvæmda um 3,2 milljónir kr.,
að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar
bæjarfulltrúa.
Þær breytingar, sem orðið hafa á
niðurstöðutölum frá fyrri umræðu,
gera ráð fyrir að rekstrargjöld lækki
um rúmar 8,5 milljónir króna.
Rekstrargjöld eru því áætluð nú
929.549.000 krónur.
SLj.
m $9
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Berg-ljót Jónasdóttir, forstöðumaður Norrænu upplýsingaskrif-
stofunnar, og Halldóra Ágústsdóttir í stjóra Norræna félagsins
unnu að uppsetningu sýningarinnar í Dynheimum í gær.
stofunum, sem starfandi eru á hin-
um Norðurlöndunum.
Upplýsingaskrifstofunni á Akur-
eyri er ætlað að efla tengsl við
norrænu félögin á Hvammstanga,
Blönduósi, Skagaströnd, Sauðár-
króki, Ólafsfírði, Dalvík, Húsavík
og Kópaskeri. Þess má geta að
Norræna ráðherranefndin setur
það að frumskilyrði að sltkar upp-
lýsingaskrifstofur, sem reyndar eru
starfandi á öllum Norðurlöndunum,
séu sem flærstar höfuðborgum
landanna.
Sýningin „Böm norðursins" er
opin til 22. febrúar. Opið er virka
daga frá kl. 15.00 til 19.00 og um
helgar frá kl. 15.00 til 18.00.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Flugleiðavélin á maganum i skafli utan flugbrautar. Á efri mynd-
inni sést er hlaðmenn bera póstinn á bakinu inn í flugstöðina og
á myndinni til hliðar sjást skemmdirnar á nefhjóli vélarinnar
Flugleiðavél hlekktist á í lendingu:
Sáum ekkert út, en vissum að vélin
var ekki lengur á flugbrautinni
- sagði einn af farþegunum 32
„VÉIIN virtist lenda eðlilega. Þá fór hún að dansa til á brautinni og
þegar hún svo stöðvaðist mjög snögglega, urðum við greinilega vör
við að hún var ekki lengur á brautinni. Við höfðum hinsvegar ekki
hugmynd um hvar hún staðnæmdist þvi hún þyrlaði upp svo miklum
snjó að við sáum ekki glóru út. Þá kom flugstjórinn aftur í vélina
og sagði hana hafa lent í smáskafli og bað farþega að halda ró sinni,“
sagði Jón Lárusson, einn af 32 farþegum, sem komu með Fokker-vél
Flugleiða, TF Náttfara, til Akureyrar kl. 14.07 í gær. Auk farþeganna
voru þrir i áhöfii vélarinnar.
Vélinni hlekktist á í lendingu með í nótt. Viðgerðarmenn Flugleiða
þeim afleiðingum að hún fór út af komust ekki norður í gær sökum
brautinni austanmegin beint á móti ófærðar, en von er á þeim með vara-
flugstöðinni. Hún keyrði beint inn í hluti strax nú í morgunsárið. Flug-
metersháan snjóskafl og sat í honum vallaiyfirvöld á Akureyri lokuðu
flugvellinum fyrir allri umferð í gær
þar sem vélin var of nálægt braut-
inni, en búast má við að hann verði
opnaður um leið og flugvélin verður
fjarlægð.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að orsök óhappsins væri
ókunn. „Vélin kom inn til lendingar
við góð skilyrði, í 20 hnúta vindi af
norðvestri. Bremsuskilyrði voru
ágæt á brautinni. Aðflug og lending
virðast hafa verið eðlileg. Þegar vél-
in var komin um það bil hundrað
metra inn á brautina, fór hún að
rása til vinstri og þrátt fyrir tilraun-
ir flugstjóra til að snúa vélinni inn
á brautina aftur, tókst það ekki.
Vélin stefndi út af og stöðvaðist í
ruðningi utan brautar. Farþegamir
32 gengu frá borði án þess að meið-
ast nokkuð og fengu þeir farangur
sinn afhentan þar, eins og venju-
lega. Þetta virðist allt hafa farið
blessunarlega vel og farþegar voru
hinir rólegustu," sagði Einar.
Nefhjól vélarinnar skemmdist
töluvert. Aðrar skemmdir eru ókunn-
ar og virtust hreyflar og skrúfublöð
vera heil. Rannsóknarlögreglan á
Akureyri vann að athugunum í gær
fyrir Loftferðaeftirlitið. Að því búnu
var farið að grafa snjóinn undan
vélinni svo hægt verði að fjarlægja
vélina af staðnum. Óvíst er um fjár-
hagslegt tjón, sem hlotist hefur af
óhappinu og ekki heldur vitað hvað
viðgerð tekur langan tíma.
Þetta var eina flugvélin, sem lenti
á Akureyri í gær. Óllu öðm flugi
Flugleiða til Akureyrar hefur verið
frestað þar til búið er að fjarlægja
Náttfara og er farþegum, sem bókað
eiga frá Akureyri, bent á að hafa
samband við afgreiðslu Flugleiða
klukkan 10.00 árdegis.