Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 „Það vildi til að él var að stytta upp“ Friðrik Jóhannsson skipstjóri á Óskari. Hann hafði ekki komist út úr stýr- ishúsinu fyrr en báturinn var kom- inn á hvolf og líkamshiti hans var víst kominn niður í 32 stig þegar hann kom á spítalann. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég var búinn að ná þeim inn var að biðja um sjúkrabíl á bryggjuna og svo fór ég beint inn. Það tók eitthvað um fímm mínútur. Það síðasta sem ég sá til Kolbrúnarinnar var að hún maraði í kafí og var farin að síga að aftan," sagði Friðrik. Friðrik segist ekki gera sér nokkra grein fyrir hversu langur tími leið frá því hann sá bátnum hvolfa og þar til hann og Viðar Ægisson skipsfélagi hans, höfðu náð mönriunum um borð. „Maður missir allt tímaskyn við svona að- stæður," segir hann. Hann segist hins vegar ekki vera í nokkrum vafa um að það hafí orðið Gísla og Haraldi til lífs að vera í flotgöll- unum. »Ég er sjálfur búinn að ganga í svona flotgalla á sjó í ein 6 ár. Þessir strákar höfðu sömu reglu og ég: Fara í flotgallana áður en sleppt er á morgnana og fara ekki úr þeim fyrr en komið er að bryggju. Þeir eru gagnslaus- ir uppi í koju eða einhverstaðar hangandi. Þegar eitthvað kemur uppá hjá þessum litlu bátum gerist Morgunblaðið/GIsli Úlfarsson Óskar ÁR 44, eitt klakastykki kominn til hafnar á ísafirði á þriðju- dagskvöldið. það svo snöggt að það er enginn tími til neins," segir hann, og telur brýnt að taka öryggismál á báta- flotanum til endurskoðunar. „Nú búið að lögleiða flotgalla á togur- um og stærri skipum, fragtskipum og þeir eru núna að setja reglur um galla niður að 12 tonnum. En hættan eykst eftir því sem bátam- ir eru minni og því hefði átt að byija á smábátunum. Þessir gallar eru á sárafáum bátum héma enda ekki skylda. Þetta er dýrt og menn borga lúxustolla, söluskatt og ann- að, af þessum öryggis- og björgun- arbúnaði. En það ætti ekki að þurfa að skikka menn til að halda lífi,“ segir Friðrik. Hann segir að þetta mál sé dæmigert fyrir þann ólestur sem sé á öryggismálum manna í þessari stétt. „Við á báta- flotanum búum til dæmis við falskt öryggi með þessum sjálfvirka sleppibúnaði sem er búið að skylda menn til að ausa stórfé í. Báturinn frá Kolbrúnu kom ekki upp þegar á þurfti að halda. Báturinn af Dóra að öllum líkindum ekki held- ur. Þetta eru ekki einu dæmin um það að þessi búnaður virkar ekki þegar á reynir. Hins vegar hafa bátar verið að missa frá sér björg- unarbátana hingað og þangað í brælu. Það þarf að endurskoða öll okkar öryggismál. Það er mikill hiti í mönnum héma út af þessu." Friðrik Jóhannsson segir frá^ björgun áhaftiar á Kolbrúnu f S FRIÐRIK Jóhannsson skipstjóri á Óskari ÁR 44, sem gerður er út frá ísfirði, kom Gísla Jóni Kristjánssyni og Haraldi Kon- ráðssyni til bjargar við hafiiarmynnið á ísafirði á þriðjudags- kvöld þegar Kolbrúnu ÍS hvolfdi og sökk síðan á örskots- stundu. Bátar þeirra höfðu haft samflot frá miðunum við Æðey en Gísli Jón á báða bátana, ásamt bróður sínum, Arnari. „Það bilaði hjá mér um miðjan daginn og ég var að því kominn að reka upp í svokölluð Brestsker sem eru þama innfrá," sagði Frið- rik. „Þama vora allir rækjubátam- ir í blíðskaparveðri fram eftir degi Fundið brak MotgunbhÓKVGOI HMcro Brak fannst við Ogumes LEIT AÐ mönnunum tveimur á Dora IS 213 var frestað vegna myrkurs á áttunda timanum í gærkvöldi. Mennirnir heita Ólaf- ur N. Guðmundsson og Ægir Ólafsson. Ólafur er 43 ára, kvæntur og á 4 börn og Ægir er fimmtugur og fjögurra barna faðir. Bátar fundu brak, lestarborð og fleira, undan Ögumesi í fyrrinótt en ekki er fullvíst að það tileyri Dóra ÍS. Björgunarsveitir munu hefia leit aftur strax klukkan átta í dag, að sögn Jóhannesar Jónsson- ar, formanns Björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal. en svo skall þetta veður á eins og kjaftshögg. Eg bað um aðstoð og Kdlbrúnin var fyrst að mér. Við náðum að setja taug á milli áður en mig rak upp í skerin og þeir drógu mig síðan áleiðis út að Æðey. Þá var komið það vont veð- ur að við báðum Gissur hvíta, sem fylgdi okkur, að taka við og draga mig, hálfvélarvana. Um það leyti heyrðum við síðast í Dóra. Hann var að leiðbeina okkur hvemig væri best að fara heim í þessu veðri, með bát í togi.“ Svo föram við sem leið liggur frá Æðeynni og með Snæfjalla- strönd út að Sandeyri. Tökum svo stefnuna yfír á Skutulsfjörðinn á undanhaldi. Síðan þegar við kom- um inn á Prestabugtina fyrir utan kaupstaðinn, losum við á milli og ég kemst fyrir vélarafli inn á höfn- ina. Veit þá að Kolbrúnin er á eft- ir okkur. Þeir koma til okkar með- an við eram að hala inn vírinn og kalla hvort ekki sé allt í lagi. Síðan taka þeir hring og era að fylgjast með okkur. Þegar við eram komn- ir með vírinn inn lít ég við og sé þá að Kolbrúnin er lögst á hliðina og fer áfram yfír á hvolf. Það vildi til að það var nýbúið að stytta upp él, annars hefði ég ekki tekið eftir neinu. Um leið og ég sé þetta kalla ég út hvað hefur gerst, set á fulla ferð í átt til þeirra og sé báða strák- ana. Þeir era komnir nokkuð frá bátnum og báðir í flotgöllum. Ég fer hlémegin til að bátinn reki ekki yfír þá og kasta til þeirra bjarghring, sem þeir ná taki á. Þá getum við að dregið þá að, og náum þeim síðan inn fyrir borð á sitt hvorri báranni. Það er þung undiralda þama. Gísli var orðinn ansi þrekaður. Rétt náði að draga and- ann áður en ég fór í kaf - segir Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri á Kolbrúnu IS 267 „ÉG VAR inni f stýrishúsinu en Haraldur á dekki, þegar Kolbrún lagðist á hliðina. Harald tók strax út og hann rak frá, en stýris- húsið fylltist af sjó og ég rétt náði að draga andann áður en ég fór á kaf.“ Þannig sagði Gísli Jón Kristjánsson skipstjóri á Kolbrúnu ÍS 267 frá því þegar bátur hans sökk rétt undan Norðurtanga- bryggjunni á ísafirði á tfunda tímanum á þriðjudagskvöld. Gísli Jón Kristjánsson segir að þótt bátamir hafí á leiðinni inn verið að beijast við mikla ísingu hafí hún ekki ráðið úrslitum um að bátnum hvolfdi. „Hún hafði áhrif en réði ekki úrslitum. Ég var nýbúinn að berja ís af lunningu, mastri og stögum, en báturinn var ísaður og það hefur áreiðanlega ekki bætt úr skák.“ „Við höfðum verið að fylgjast með hvort allt væri í lagi um borð í Óskari en hann hafði verið dreg- inn vélarvana inn að höfninni. Þeg- ar ég sá að allt var í lagi hjá þeim sneri ég undan og var því þvert á ölduna þegar þung alda kom á bátinn. Hann fór á hliðina, síðan yfír og á hvolf," sagði Gísli. „Hurðin aftan á stýrishúsinu opnast inn þannig og ég komst eiginlega strax út, síðan undan bátnum og frá honum. Ég hafði þá verið í kafi í töluverðan tíma. Síðan biðum Haraldur meðan þeir á Óskari sneru við og komu að okkur og hentu út bjarghring sem við náðum báðir taki á. Hins vegar Iosnaði þessi björgunarbátur, sem við voram skikkaðir til að setja upp, aldrei úr sleppibúnaðinum frekar en svo oft áður.“ Gísli sagð- ist ekki gera sér grein fyrir hvað hann hefði verið lengi í sjónum, en sér hefði fundist það vera heil eilífð. Vegna þess hvað hann var lengi á kafi var hann orðinn kaldur og þrekaður þegar hann náðist úr sjónum og hann segír að tvímæla- laust hafí flotgallamir ráðið úrslit- um um það að þeir félagar lifðu af vistina í hrollköldum sjónum. Gísli var rakleiðis fluttur í sjúkra- húsið á ísafirði en þegar þangað kom mældist líkamshiti hans 32 gráður. Hann hresstist hins vegar fljótt og fékk að fara heim í gær- morgun. Kolbrún ÍS 267. Morgunblaðið/Snorri Mynni ísafjarðar- hafriar. Til vinstri er Norðurtanga- bryggjan og hring- ur er dreginn um bauju, sem markar staðinn, þar sem Morgunblaðið/Gísli Úlfarsson Kolbrún SÖkk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.