Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 21 Tannlæknafélag Islands: Tannlæknavakt verði á Borgarspítalanum Engin neyðarvakt starfrækt síðastliðið ár „ÞAÐ hefiir engin neyðarvakt tannlækna verið í eitt ár en stefiit er að því að hún taki aftur til starfa i haust og þá á Borg- arspítalanum í tengslum við slysadeild spítalans," sagði Börk- ur Thoroddsen, formaður Tann- læknafélags íslands, í samtali við Morgunblaðið. „Það vantar peninga og pláss til koma þessari neyðarvakt á fót en ég á von á að þau mál leysist. Það er reyndar ósk okkar að við fáum til að byrja með aðstöðu til að sinna langlegusjúklingum og neyðarvakt á öllum stærri sjúkrahúsum," sagði Börkur Thoroddsen. upp húsnæði neyðarvaktarinnar í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur fyr- ir tveimur árum. Það gekk ekki að vera með neyðarvaktina á tann- læknastofum úti í bæ, því fólk vissi til dæmis ekki hvar hún var hveiju sinni," sagði Börkur Thoroddsen. „Það þurfti að leigja læknavakt- inni húsnæðið sem tannlæknavakt- in hafði í Heilsuvemdarstöðinni en tannlæknafélaginu stóð til boða að hafa þar áfram eina stofu. Sú að- staða var hins vegar ekki talin full- nægjandi og því var þetta boð ekki þegið," sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir. Höfum fengið söluumboð fyrir hina þekktu austurþýsku rafmótora, VEM. Eigum á lager flestar stærðir þriggja fasa og einfasa mótora fyrir mismunandi hraða. Einnig þriggja fasa gírmótora. Mótorarnir eru í I.E.C. málum. Þéttleiki IP 54. Afgreiðum sérpantanir á mjög stuttum tíma. Hagstætt verð! 3ÖTIJMM HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SIMI: 685656 og 84530 „Reyiq'avíkurborg sagði okkur Proline-sími fyrir sjóndapra og hreyfihamlaða. Símar fyrir sjónskerta og fatlaða fást hvergi SÉRSTAKIR símar af gerðinni „Proline“, ætlaðir sjónskertum og hreyfihömluðum, hafa ekki verið fáanlegir hjá söludeild Pósts og síma um tæplega árs skeið. Um er að ræða síma með mjög stórum hnöppum, sem auð- velt er að lesa og þrýsta á. Að sögn Jóhanns Hjálmarssonar, blaðafulltrúa Pósts og síma, hefur verið hætt að framleiða símana er- lendis. Mikið hefur verið reynt að fá sambærilega síma, en ekki tekizt, að sögn Jóhanns. Þær upplýsingar fengust hjá söludeildinni að mikið hefði verið spurt um Proline-símana, enda eru þeir auglýstir í símaskránni. Fjöldi fatlaðra og sjónskertra bíður því eftir símum, sem þeir geta notað. Hjá einkareknum símtækjaverzlun- um, sem Morgunblaðið hafði sam- band við, fengust þær upplýsingar að símar af þessu tagi hefðu ein- göngu verið fáanlegir hjá Pósti og síma. Staðnir að innbroti TVEIR piltar, 16 og 19 ára, voru staðnir að innbroti í verslun við Bergstaðastræti aðfaranótt þriðjudagsins. Piltamir höfðu hlaðið sig sæl- gæti og sígarettum þegar lögreglan kom á staðinn og tók þá í sína vörslu. Annar þeirra hefur margoft áður gerst sekur um svipuð brot. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! SOLUMADURINN KEMUR í HEIMSÓKN TIL YKKAR MEÐ SÝNISHORN OG BJEKLINGA! Ertu að hugsa um að endurnýja eldhús- eða baðinnréttinguna, skápana í svefnherberginu, parketið, dúkinn í eldhúsinu eða eitthvað annað. Hringdu þá í síma 8 20 33 og við sendum þér sölumann okkar heim til þín, til skrafs og ráðagerða, án nokkurra skuldbindinga. Sölumaðurinn kemur á staðinn með bækl- inga, sýnishorn og góð ráð. Láttu hann taka mál, reikna út og setja upp fyrir þig greiðslu- áætlun sem þér er að skapi. Hjá okkur færðu allar byggingavörur frá A til Z á einum og sama staðnum. Og svo bjóðum við þér að dreifa greiðslum á allt að 24 mánuði. Pantaðu sölumanninn heim til þín strax í dag, hann finnur fyrir þig hagkvæma lausn. Opið laugardag kl. 9-5. BYGGINGAVORUR KRÓKHÁLSI 7 - SÍMI 82033 BETRI ÞJÓNUSTA - BETRI SKILMÁLAR. hzl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.