Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 Eignaupptaka í sjávarútvegi?: Þjóðnýting að tékkn- eskri fyrirmynd? spyr Þorvaldur Garðar Kristjáns- son í þingræðu Forsætisráðherra sagði í ræðu sinni að eigin fé i sjávarútvegi hafi lækkað um helming á síðasta ári. Það minnkaði úr 26 milljörð- um f 13 milljarða. Ég ætla að slík eignaupptaka sé með eindæmum. Það er ekki nema von að spurt sé um það, hvort þetta sé leiðin til þjóðnýtingar. Það var Þorvaldur Garðar Krist- jánsson (S/Vf) sem þannig komst að orði í þingræðu um stöðu sjávarút- vegsins í landinu. Hann sagði að svo stórfelld eignaupptaka sem hér hefði átt sér stað beindi huganum að „valdatöku kommúnista í Tékkóslóv- akíu árið 1948. Það þykir máske ýmsum langt til jafnað. Má vera að svo sé, en þó“. Orðrétt sagði þing- maðurinn: „Kommúnistar hafa ekki komist til valda nema með byltingu eða hemaðarinnrás í viðkomandi ríki. Að vísu má segja að ein undantekn- ing sé á þessu. Það var í Tékkóslóv- akíu. Það land hafði sérstöðu í hópi þeirra landa sem kommúnistar hafa komizt til valda í. Það var háþróað lýðræðisríki. í Tékkóslóvakíu var búið við þingrseði, eins og hér á landi og I öðrum lýðræðisríkjum. Komm- únistar komust þar til valda eftir lýðræðislegar þingkosningar. Þeir náðu að vísu ekki meirihluta á þingi. En þar var til staðar einnig jafnaðar- mannaflokkur. Foringi jafnaðar- manna, Fierlinger, tók upp samvinnu við Gottwald, foringja kommúnista, sem var voldugasti ráðherrann í ríkisstjóminni, líkt og hv. fjármála- ráðherra, Olafur Ragnar, í okkar rikisstjóm nú. Það er í annála fært, að Fierlinger hafði alls ekki verið kommúnisti, hann hafi verið jafnað- armaður. í raun og sannleika var hann þeirra Jón Baldvin, hv. utanrík- isráðherra. En saman stóðu þeir Fier- linger og Gottwald á rauðu ljósi og tryggðu þannig valdatöku kommún- ista í Tékkóslóvakíu. Ekki vom allir ánægðir með þetta þar í landi. Það vom bundnar vonir við ráðherrann Masarik, sem var hvorki jafnaðarmaður eða kommún- isti, en vinsælasti stjómmálamaður landsins. En honum var kastað út úr ríkisstjóminni, kastað með hand- afli út um glugga stjómarráðsbygg- ingarinnar, þar sem hann lét lífið samstundis. Ég vona, raunar geri ég ekki ráð fyrir að slík ósköp eigi eftir að henda vinsælasta stjómmála- manninn hér á landi, Steingrím Her- mannsson, hv. forsætisráðherra. En fyrr má nú vera. Það var spumingin um þjóðnýt- ingu sjávarútvegsins sem kom mér til að víkja að valdatöku kommúnista í Tékkóslóvakíu. Það hefur nefnilega lengi verið athyglisvert hvemig menn Sólveig Pétursdóttir: Skylda löggjafans að tryggja að skattþegn- um sé ekki mismunað Þorvaldur Garðar Kristjánsson. bám sig að þar í landi við að þjóð- nýta atvinnuvegina. Það vom engar hástemmdar yfirlýsingar eða lagaboð um þjóðnýtingu. Það var boðað að einkareksturinn skyldi halda áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. En böggull fylgdi skammrifi. Stjómvöld sáu einfaldlega um að fyrirtækin hefðu ekki rekstrargmndvöll. Þegar kvartað var undan því vom stjóm- völd öll að vilja gerð til að veita lán úr opinbemm sjóðum til að forða greiðsluerfiðleikum og rekstrar- stöðvun. Þannig var hægt að lengja hengingarólina eftir þörfum þar til svo var komið að eigendur fyrirtækj- anna vom þeirri stundu fegnastir þegar ríkið tók kaleikinn frá þeim, tók sjálft við rekstrinum, þjóðnýtti fyrirtækin. Það er spurt nú: Er verið að þjóð- nýta sjávarútveginn hér á landi? Er nema von að spurt sé“. SÓLVEIG Pétursdóttir (S/Rvk) mæltí fyrir frumvarpi um breyt- ingu á lögum um tekju- og eign- arskatt í efri deild Alþingis i gær. í frumvarpinu er gert ráð fyrir þvi, að persónuafeláttur verði að fiillu millifæranlegur milli hjóna, en samkvæmt gild- andi iögum er aðeins heimilt að millifeera 80% óráðstafaðs per- sónuafeláttar. Sólveig bentí í ræðu sinni á að með þessu væri fjölskyldum mismunað eftir þvi hvernig tekna er aflað; skatt- byrði fjölskyldu þar sem fyrir- vinnan er ein væri hærri en fjöl- skyldu þar sem hjónin afla bæði tekna. Hún Iagði áherslu á að þessu þyrfti að breyta, þar sem það væri skylda löggjafans að tryggja að skattþegnum sé ekki mismunað. í upphafi máls síns benti Sólveig á þann mismun, sem er í skattlagn- ingu heimila, eftir því hvemig tekna er aflað. Nefndi hún sem dæmi, að skattleysismörk hjóna eða tveggja einstaklinga, sem báðir afla tekna á árinu 1989, væru 1.134.627 kr. en hjá hjónum, þar sem einungis annað aflaði teknanna væru skatt- leysismörkin 1.021.066 kr., eða 113.461 kr. lægri. Síðamefndu Rafinagnsleysi í Árneshreppi: Þetta gengur ágætlega ef maður á nógar spýtur - segir Kristján Albertsson á Melum RAFMAGN var komið á alls staðar á Norðurlandi og Vestflörðum f gær nema í Ámeshreppi á Ströndum þar sem rafinagnlaust hafði verið frá þvf um sex leytíð á þriðjudag. Einnig hafði orðið vart smávægilegra truflana á Þórshöfn, Hólmavfk, f Bitru og á Skaga- línu. Þá fór rafinagn af einum bæ f Svínadal eftír hádegi f gær, en tekist hafði að koma rafinagni aftur á á öllum þessum stöðum. Áfram var það selta sem var aðalorsök rafinagnstruflananna, nema f Ámes- hreppi þar sem bilun varð á lbmnni milli Hólmavíkur og Ámes- hrepps. I fyrradag fimdust einnig bilanir á linnnni yfir Tröllatungu- heiði. Þar höfðu slár og staurar brunnið á tveimur stöðum. Þorsteinn Sigfússon svæðissfjóri Orkubús Vestflarða á Hólmavík sagði að ekki væri hægt að gera við bilunina á línunni til Ámes- hrepps á meðan veður væri vont. „Til þess að komast að þessu þurfum við að fara á snjósleðum yfir flöll 0g við komumst ekki í aftakaveðri,“ sagði hann. „En þama býr dugiegt fólk sem er ýmsu vant. Það kann að bjarga sér og taka þessu. Flestir eru með búnað til að hita upp húsin og einn- ig ljósavélar, þótt til séu bæir sem hafa einungis rafmagnskyndingu. Verst er að símasamband er mjög slæmt á þessum slóðum og oft nær fólk ekki sambandi til að láta okk- ur vita um bilanir." Morgunblaðið hringdi á nokkra bæi í Ámeshreppi í gær til að spyij- ast fyrir um ástandið. Oddný Einarsdóttir í Ámesi sagði að þar væri hitaketill þannig að ekki væri kalt í húsum. Ekki vildi hún gera mikið úr ófærðinni í vetur og sagði að oftast hefði verið hægt að fljúga þangað, þótt ein og ein ferð hafi fallið niður. „Hér er ekki sérstaklega mikill snjór, en þó nóg til þess að allir vegir eru lokaðir. Það er hægt að komast á einstaka stað á dráttar- vél. Þetta hefur verið leiðindatíð í vetur, en engin harðindi,“sagði hún. Kristján Albertsson bóndi á Mel- um sagði að ástandið í rafmagns- málum væri vægast sagt lélegt. Rafmagnslaust hefði verið annað slagið frá þvf á fóstudag og alveg frá því nóttina áður. Á Melum brenna menn spýtum í katli og hita þannig upp húsin.„Þetta gengur ágætlega ef maður á nógar spýtur, og við eigum þær eins 0g er,“ sagði hann. „Annars hefur ástandið verið ágætt í vetur þangað til fyrir síðust helgi. Það er ágætt hljóð í fólki og það tekur þessu eins og vera ber. Þetta ástand er svo sem ekkert nýtt. Hér verður rafmagnslaust á hveijum vetri og oft hefur raf- magnsleysið varað lengur en nú.“ I Kjörvogi er eingöngu raf- magnskynding. Hávarður Bene- diktsson bóndi þar sagði að ástand- ið hefði verið fremur bágborið allt frá þvf á föstudaginn var. í Kjör- vogi er nýtt hús og sagði Hávarður að það væri vel einangrað og ekki væri orðið kalt í því þrátt fyrir að alveg rafmagnslaust hefði verið í tæpan sólarhring þegar hann spjallaði við okkur. Fram að því hefði rafmagnið alltaf komið af og til og það hefði dugað til að halda húsinu heitu. „Þetta fer að verða erfítt ef raf- magnsleysið varir mikið lengur. Við eldum á gasi, en höfum ekki notað það til að hita upp. Við förum sennilega að gera það ef ástandið lagast ekki bráðlega." Hávarður sagði að færðin í sveit- inni væri afleit. Allir vegir væru lokaðir og búnir að vera nokkuð lengi. „Þetta hefur verið bölvuð ótíð og er orðin langvarandi. En fólk ber sig vel. Það þýðir ekkert annað.“ Sólveig Pétursdóttír hjónin greiddu 42.820 krónum hærri skatta en hin. Sólveig sagði að í þessu fælist mismunun gagnvart þeim fjölskyld- um, sem háðar væru því að annað hjónanna aflaði teknanna, en hitt væri heimavinnandi og vitnaði síðan í ályktun Kirkjuþings, þar sem sagt var að vegið væri að hjónabandinu í skattalögunum. Sagði hún að nú- gildandi reglum yrði að breyta, þar sem það væri skylda löggjafans að tryggja, að skattþegnum væri ekki mismunað. Skattlagning heimil- anna ætti að ráðast af tekjum, en ekki af því hvemig þeirra væri afl- að. Þingmaðurinn fjállaði um ýmsar þær röksemdir, sem notaðar hafa verið gegn því að persónuafsláttur- inn verði að fullu millifæranlegur, meðal annars að samsköttun hjóna bryti í bága við sérsköttunarreglu skattalaganna. Sagði hún að ekki væri verið að breyta þeirri reglu, heldur að tryggja fjölskyldum frelsi til að velja hvemig heimilistekn- anna er aflað. Einnig andmælti Sólveig því, að með þessu væri ver- ið að hvetja konur til að fara aftur inn á heimilin. Benti hún á, að auk þeirra kvenna og karla sem kysu að vera heima hjá bömum sínum, hefði verið sýnt fram á að fjöldi kvenna væri í hálfu starfi og nýtti ekki persónuafslátt sinn að fullu. Að endingu sagði Sólveig Péturs- dóttir, að sú breyting sem boðuð væri í frumvarpinu ætti ekki að koma til framkvæmda fyrr en á næsta tekjuári. Þannig ættu fjár- málayfirvöld að fá aðlögunartíma til að búa sig undir breytingamar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáaugíýsingar Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s: 28040. Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Rœðumaöur: Friörik Schram. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almennur bibllulestur f kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. I.O.O.F. 6 = 17021681/2 = 9.1. □ St.: St.: 59892167 VII □ Helgafell 59891627 IV/V -2 AD-KFUM Hátíðarfundar AD-KFUM er I kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstlg 2b vegna 90 ára afmælis félags- Ins. Nýir félagsmenn eru sér- staklega boðnir velkomnir. Stjórnin. Skipholti 50b, 2. hæð. Samkoma I kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. as FREEPORTKLÚBBURINN Freeportklúbburinn Fundur fimmtudaginn 16. febrú- ar kl. 20 í Bústaðakirkju. Matur, leynigestur. Fjölmennið. Stjórnin. fámhjólp [ kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma ( Þribúðum Hverfisgötu 42. Fjölbreyttur söngur. Vltnis- burðlr. Samhjálparkórinn tekur lagið. Ræðumenn eru Brynjólfur Ólafsson og Kristinn Ólafsson. Allir velkomnir. Samkomur ( Þrfbúðum alla sunnudaga kl. 16.00. Samhjálp. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagavlstin í kvöld fimmtud. 16. febrúar. Veriö öll velkomin. Fjölmenniö. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 18.-19. febrúar Skíðagönguferð f Innstadal. Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan á skiðum á ánlngarstað. Gist i húsi. Brottför kl. 08.00 laugar- dag. Komið með og njótið vetr- arríkisins ! Innstadal. Kjörin æf- ingaferð fyrir skfðagöngufólk. Farmiðasala og upplýsingar á skrif8tofu Ferðafólagsins. Ferðafélag [slands. Hjálpræðisherinn, Kirkjustrætl 2. [ kvöld kl. 20.30. Almenn samkoma. Verið velkomin. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Dagsferð sunnudaginn 19. febrúar Kl. 13. Innstidalur- skíðagönguferð Ekið að Kolviðarhóli og gengið þaðan um Hellisskarð í Innsta- dal. Þægileg gönguleið fyrir skíðagöngumenn. Verö kr. 600. Brottför frá Umferöarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiöar við bn. Aðalfundur Ferðafélagsins verður f Sóknarsalnum, Skip- holti 50a, fimmtudaginn 2. mars. Ferðafélag fslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.