Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstofiarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjöm Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 70 kr. eintakið. V arafluffvöllur Enginn ágreiningur hefur verið um nauðsyn þess að byggja varaflugvöll hér á landi. Hins vegar hafa verið skiptar skoðanir um staðsetningu slíks flugvallar og hvort til umræðu væri af okkar hálfu, að hann yrði byggður fyrir fé úr Mann- virkjasjóði Atlantshafsbanda- lagsins. Þeir sem hafa haft efasemdir um, að rétt væri að byggja þennan flugvöll með framlagi úr þeim sjóði, hafa haft áhyggj- ur af því, að slíku framlagi fylgdu þau skilyrði, sem í raun þýddu, að byggð væri ný vam- arstöð í landinu. Nú hefur Man- fred Wömer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ritað utanríkisráðherra bréf, þar sem afstöðu Atlantshafsbandalags- ins er lýst með afdráttarlausum hætti: þótt varaflugvöllur yrði byggður fyrir fé úr Mannvirkja- sjóðnum mundi Atlantshafs- bandalagið ekki líta á hann sem herflugvöll, heldur flugvöll, sem yrði mannaður og starfræktur af óbreyttum borgurum. í bréfí framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins segir m.a.: „Að höfðu samráði við hlutaðeigandi stjómunaraðila innan Atlantshafsbandalagsins get ég staðfest, að flugvöllur sá, sem tillaga liggur fýrir um, mun á engan hátt gegna hem- aðarhlutverki á friðartímum. Flugvöllurinn yrði mannaður og starfræktur af óbreyttum borg- umm og ekki talinn herflugvöll- ur nema á stríðstímum. Þannig yrði í öllu tilliti litið á þennan flugvöll, sem borgaralegan flug- völl. Að sjálfsögðu yrði að gera ráð fyrir, að herflugvélum jafnt sem borgaralegum flugvélum, yrði beint til þessa varaflugvall- ar, þegar veður eða neyðar- ástand gerði slíkt óhjákvæmi- legt. Til að tryggja öryggi í flug- rekstri og að flugmenn kynnist staðháttum við flugvöllinn myndu herflugvélar stöku sinn- um og í takmörkuðum mæli æfa þar aðflug og lendingu." Þessi yfírlýsing fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins er afdráttarlaus og ótvíræð. Með henni er svarað á skýran hátt spumingu um það, hvort framlagi úr Mann- virkjasjóði bandalagsins fylgi skilyrði. Svo er ekki. Þess vegna er ljóst, að við eigum kost á því, að slíkur flugvöllur verði byggður fyrir fé úr þessum sjóði án þess að því fylgi, að byggð sé önnur vamarstöð í landinu. Auðvitað getum við íslend- ingar sagt sem svo, að tími sé til kominn, að við byggjum sjálf- ir flugvöll í landi okkar. Bretar byggðu Reykjavíkurflugvöll á ámm heimsstyijaldarinnar síðari og Bandaríkjamenn Keflavíkurflugvöll. Á hinn bóg- inn er ljóst, að gerð varaflug- vallar kostar mikið fé. Við höf- um lagt mikið af mörkum til sameiginlegra vama Atlants- hafsbandalagsríkjanna, þótt ekki hafí það verið í reiðufé. Það er mikið framlag að leyfa erlendum her að dveljast í landinu áratugum saman. Þess vegna er ekkert óeðlilegt við það að taka við fjárframlagi af þessu tagi, þegar svo afdráttar- laus yfirlýsing liggur fyrir um, að engar kröfur verði gerðár til þess að byggja þar mannvirki í þágu vamarliðsins. Hitt er meiri spuming, hvort nokkur ástæða sé til þess fyrir okkur Islendinga að fara fram á það við Bandaríkjamenn, að þeir kosti rekstur slíks flugvall- ar, eins og Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra, hef- ur sagt, að hann muni gera. Hvers vegna? Við höfum efni á því að standa undir kostnaði við rekstur varaflugvallar, þótt sá rekstur kosti 100 milljónir króna á ári og jafnvel þótt sú upphæð yrði hærri. Það er eng- in ástæða til að við verðum háðir Bandaríkjamönnum um eitt eða annað í þessu sam- bandi. Mat á nauðsyn þess, að bandarískt vamarlið dveljist í landinu á að ráðast af öryggis- hagsmunum og þess vegna fer bezt á því, að við höfum ekki fjárhagslega hagsmuni af því, að það verði áfram. Vamarliðið á aðeins að greiða fyrir þjón- ustu, sem því er látin í té. Á þessu stigi málsins þarf einungis að taka ákvörðun um, hvort heimild verði veitt til for- könnunar á þessari fram- kvæmd. Hvorki Alþýðubanda- lagið né aðrir geta fært fram nokkur skynsamleg rök fyrir því, að slík heimild verði ekki veitt, eftir að bréf fram- kvæmdastjóra Atlantshafs- bandalagsins hefur verið birt. í forystugrein hinn 23. nóv- ember sl. sagði Morgunblaðið um þetta mál: „Morgunblaðið tekur undir með þeim, sem segja, að ekki eigi að reisa nýja herstöð f landinu, en á hinn bóginn hljótum við að kanna hagkvæmni varaflugvallar til hlítar og taka afstöðu að því búnu.“ Yaxtastefnan eftirJón Sigiirðsson í vikunni sem leið gerði ríkisstjóm- in mikilvæga samþykkt um peninga- og vaxtamál sem forsætisráðherra greindi frá í ræðu á Alþingi. Þetta er víðtæk samþykkt sem markar stefnu ríkisstjómarinnar í peninga- og vaxtamálum á næstu misserum. Nokkuð hefur á því borið að þessi stefnumörkun hafi verið afflutt eða misskilin. Meira að segja hafa sést í því sambandi fyrirsagnir á borð við „stríðsrekstur stjómvalda gegn eig- endum sparifjár" og „einangrunar- stefna í fjármálum þjóðarinnar". Fullyrðingar af þessu tagi eru flarri sanni eins og sýnt mun fram á hér á eftir. Agreiningur um peninga- og vaxtamál Undanfarin tvö ár hafa peninga- og vaxtamál verið mikið ágreinings- efni hér á landi. Þessi ágreiningur hefur einkum snúist um tvennt: Ann- ars vegar um verðtryggingu fjár- skuldbindinga og verðlagsmæli- kvarðann sem algengast hefur verið að miða hana við, lánskjaravísi- töluna. Hins vegar um það hvemig stuðla ætti að lækkun raunvaxta. Grundvelli lánskjaravísitölunnar hef- ur nýlega verið breytt í því skyni að friður geti um hana orðið og óvissu eytt þannig að sparifjáreigendur hafa tryggingu fyrir því að sjjarifé þeirra heldur verðgildi sínu. Eg ætla ekki að gera lánskjaravísitöluna að um- ræðuefni hér, en viðskiptaráðuneytið mun á næstunni birta ítarlega grein- argerð um hana. í þessari grein mun ég fyrst og fremst fjalla um vaxta- málin og stefnumörkun ríkisstjómar- innar í þeim. Ágreiningtir um leiðir en ekki markmið Um það markmið í vaxtamálum að lækka raunvexti hefur lítið verið deilt að undanfömu en þeim mun meira um leiðimar að því. Agreining- urínn hefur ekki farið eftir flokkslín- um í stjómmálum heldur hafa menn skipað sér í hópa eftir því hvort þeir hafa talið vænlegra að ná raunvöxt- unum niður með almennum aðgerð- um til að bæta jafnvægi á lánamark- aði eða með þvf að hlutast til um vaxtaákvarðanir með beinum hætti. Þessi skipting ræðst að því er virðist mest af því hvort menn líta fyrst og fremst á vexti sem verð sem ráðist af framboði og eftirspum á fjár- magni — og þá um leið sem áhrifa- vald um jafnvægi í efnahagsmálum — eða eingöngu sem framleiðslu- kostnað, sem best sé að hafa sem lægstan. Þó heyrir það nú til undan- tekninga að menn mæli neikvæðum raunvöxtum bót þótt enn kunni að eima eftir af því sjónarmiði, meðvitað eða ómeðvitað. Sem betur fer hefur skilningur á því að sparifé megi ekki brenna upp og að endurgreiða eigi raungildi lánsfjár að viðbættum hóf- legum vöxtum farið vaxandi. Enn greinir menn þó á um það hvort vext- ir séu eins og hvert annað verð á markaði sem ráðist af framboði og eftirspum. Reyndar hefur skilningur á því einnig vaxið, sem meðal ann- ars birtist í því að þeir sem gagnrýna háa vexti benda á það að á íslenskum fjármagnsmarkaði sé samkeppni tak- mörkuð, sem haldi vöxtum uppi. í slíkri gagnrýni felst ákveðin viður- kenning á því að vextir skuli ráðast á markaði ef samkeppni er fullnægj- andi. Vextimir em svo mikilvægur áhrifavaldur í þjóðarbúskapnum að nauðsynlegt er að víðtækt samkomu- lag ríki um grundvallaratriði varð- andi ákvörðun þeirra. Með þeim ákvörðunum sem ríkisstjómin hefur nú tekið hefur fundist farsæl mála- miðlun. Það er einmitt helsta verk- efni stjómmálanna að finna slíka málamiðlun. Lagfæring á fyrirkomulagi vaxtaákvarðana Kjaminn í samþykkt ríkisstjómar- innar um peninga- og vaxtamál eru samræmdar tillögur um lagfæringu á því fyrirkomulagi vaxtaákvarðana sem leitt var í lög á ámnum 1985— 1987 og byggist á grundvallarregl- unni um samningsfrelsi. Þetta fyrir- komulag tók við af ákvörðunum Seðlabankans á vaxtakjörum innl- ánsstofnana. Óhætt er að fullyrða að frá sjónarmiði sparifláreigenda hafi það fyrirkomulag að fela Seðla- bankanum einum að ákveða vexti ekki gefíst vel því raunvextir af inn- lánum í bankakerfínu voru neikvæðir á þeim tíma sem þetta fyrirkomulag var við lýði. Sá óstöðugleiki sem ríkt hefur í efnahagsmálum hér á síðustu árum með mikilli umframeftirspum á öll- um sviðum, þar á meðal eftir lánsfé hefur hins vegar reynt mjög á þetta fijálsræðisfyrirkomulag varðandi vaxtaákvarðanir um leið og það hef- ur verið að slíta bamsskónum. Öllu frelsi þarf að fylgja ábyrgð og agi. Það er því að vonum að komið hafí í Jjós að þetta fyrirkomulag þurfí lagfæringar við. Þetta á við um heim- ild Seðlabanka til að hlutast til um vexti, um samræmi í vaxtaákvörðun innlánsstofnana; um heimild til að ákveða að vextir á verðtryggðum skuldbindingum skuli óbreytilegir og um breytingu á vaxtalögum til þess að girða fyrir ósanngjamar vaxta- tökur. Um þetta snúast tillögur ríkis- stjómarinnar. Skerping á heimildum til íhlutunar í vaxtaákvarðanir Meðal tillagna sem ríkisstjómin hefur orðið sammála um er breyting á lögum um Seðlabanka íslands sem felur í sér að heimildir Seðlabankans til að binda vaxtaákvarðanir innláns- stofnana takmörkunum, ef vextir keyra úr hófí, verði skerptar og skýrðar. Jafnframt leggur ríkis- stjómin til að hliðstæð ákvæði komi inn í frumvörp sem nú liggja fyrir Alþingi um verðbréfafyrirtæki og verðbréfasjóði og um eignarleigufyr- irtæki. í þessu felst alls ekki grund- vallarstefnubreyting og hér er ekki um að ræða neitt afturhvarf til mið- stýrðra vaxtaákvarðana. Hér er fyrst og fremst um lagfæringu á löggjöf- inni að ræða sem reynsla hefur sýnt að full þörf er á, það er að segja að Seðlabankinn geti með samþykki við- skiptaráðherra hlutast til um vaxtaá- kvarðanir, ef raunvextir keyra úr hófí. í samþykkt ríkisstjómarinnar felst að Seðlabankinn geti lagt á þetta efiii sjálfstætt mat. Samkeppni á íslenskum Qármagnsmarkaði Menn verða að átta sig á raun- vemleikanum á íslenska flármagns- markaðinum. Hann er lokaður mark- aður þar sem samkeppni á útlánahlið er ekki mjög virk. Samkeppnin um spariféð er hins vegar mun virkari. Þar keppa ríkið, bankar og sparisjóð- ir, verðbréfasjóðir og aðrir spamað- arkostir hart um hveija krónu. Við upphaf vaxtafrelsisins báru ríkis- skuldabréf einna lægsta vexti. Það var því óhjákvæmilegt að raunvextir hækkuðu nokkuð samfara umröðun vaxta á markaðinum í samræmi við traust lántakenda, en það var hins vegar í raun og veru áhalli I sam- keppni á lokuðum fjármagnsmarkaði sem í ofþenslu síðustu ára keyrði raunvextina úr hófí. Það er auðvitað rétt að við þenslu- aðstæður er eðlilegt að raunvextir hækki. Hækkun raunvaxta við þensluaðstæður í markaðshagkerfi gegpiir reyndar því mikilvæga hlut- verki að draga úr þenslunni og hefur til dæmis án efa átt þátt í því að úr innflutningi dró í fyrra. íhlutun í vaxtaákvarðanir getur því ekki helg- ast af því einu að raunvextir hafi hækkað. Hins vegar getur verið nauðsynlegt og rétt að grípa til henn- ar tímabundið ef augljóslega skortir á fullnægjandi samkeppni á fjár- magnsmarkaði og til þess að stuðla að stöðugleika í verðlagsþróun eins og til dæmis er mikil þörf á um þess- ar mundir, og til þess að flýta því að áhrif aðhaldsaðgerða á öðrum sviðum efnahagsmála komi fram á fjármagnsmarkaðnum með lækkandi vöxtum. Við þensluaðstæður á ófullkomn- Jón Sigurðsson „Það er auðvitað rétt að við þensluaðstæður er eðlilegt að raun- vextir hækki. Hækkun raunvaxta við þensluað- stæður í markaðshag- kerfí gegnir reyndar því mikilvæga hlutverki að draga úr þenslunni og hefiir til dæmis án efa átt þátt í því að úr innflutningi dró í fyrra. Ihlutun í vaxtaákvarð- anir getur því ekki helgast af því einu að raunvextir hafi hækk- að.“ um fjármagnsmarkaði er nauðsyn- legt að stjómvöld hafí heimildir til þess að hlutast til um vaxtaákvarð- anir í undantekningatilfellum til þess að þau geti gætt hagsmuna hinna dreifðu lántakenda sem ekki eiga í mörg hús að venda til að verða sér úti um lánsfé. Nánari tengsl íslenska fjármagnsmarkaðarins við umheiminn Þau rök sem ég hef lýst hér að framan hníga einnig að því að brýnt sé að stefna að opnun íslenska fjár- magnsmarkaðarins gagnvart útlönd- um. Þetta hefur verið deilumál í íslenskum stjómmálum um langt skeið. Það er því sérstaklega mikil- vægt að í ríkisstjóminni hefur tekist sögulegt samkomulag um þá framt- íðarsýn að til þess að búa þjóðinni bætt lífskjör þegar til lengri tíma er litið þurfí að tryggja íslensku at- vinnulífi sambærilega aðstöðu á Qár- magnsmarkaði og er í helstu við- skiptalöndum. Þess vegna undirbýr . ríkisstjómin nú stefnumótun um nánarí tengsl íslenska ijármagns- markaðarins við helstu viðskiptalönd íslendinga ekki síst í því skyni að auka samkeppni á lánamarkaðnum hér. Þessi stefnumörkun er mikilvæg vegna þeirra breytinga sem eru að verða á viðskiptaháttum með fjár- magn og fjármálaþjónustu í um- heiminum vegna sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins frá og með árslokum 1992. Þegar hefur verið ákveðið að þessi stefnumótun verði byggð á tillögum ráðherra- nefndar Norðurlanda um Efnahagsá- ætlun Norðurlanda 1989—1992 en skv. þeim tillögum skal afnema höml- ur á fjármagnsflutningum milli Norð- urlanda áður en innri markaði EB verður komið á. Hér er um mikil- vægt framtíðarmál að ræða sem brýnt er að ötullega verði unnið svo tryggt sé að íslendingar dragist ekki aftur úr nágrannaþjóðunum í umbót- um á skipan efnahagsmála. Fyrsta skrefið í þessari aðlögun var tekið nú um áramótin þegar almenn heim- ild var veitt til þess að taka vöru- kaupalán til allt að þriggja mánaða án bankaábyrgðar vegna hvers konar vöruinnflutnings en áður var slík heimild bundin við tiltekna vöru- flokka. Á næstunni verða frekari áfangar undirbúnir. Fyrr var þörf á bættu skipulagi íslenska bankakerf- isins en nú er það nauðsyn til þess að Íslendingar geti tekið virkan þátt í fijálsari viðskiptum með fjármála- þjónustu milli landa á næstu árum. Það er hins vegar ljóst að þessi þró- un mun taka alllangan tíma, en til þess að íslendingar haldi sínum hlut verða þeir að búa sig undir nýsköpun á fjármagnsmarkaði innanlands og utan. Lækkun raunvaxta Þótt ríkisstjómin telji nauðsynlegt að skerpa nú heimildir til íhlutunar í vaxtaákvarðanir er alls ekki þar með sagt að stjómvöld muni binda vaxtaákvarðanir takmörkunum þar til fjármagnsmarkaðurinn hafí verið opnaður. Ríkisstjómin hyggst sem fyrr fyrst og fremst beita almennum aðgerðum til að ná raunvöxtunum niður á hóflegt stig. Hún hefur sett sem markmið að raunyextir á ríkis- skuldabréfum verði ekki hærri en 5%, sem miðast við efri mörk sam- bærilegra vaxta í helstu viðskiptal- öndum okkar. Þessu marki þarf að ná í sem fæstum skrefum eftir því sem markaðsaðstæður leyfa. Ríkis- stjómin mun veita ríkisútgjöldum eins mikið aðhald og frekast er kost- ur og draga þannig úr lánsfjárþörf ríkissjóðs. Ríkisstjómin mun að sjálf- sögðu neyta aðstöðu sinnar sem langstærsti lántakandi á fjármagns- markaði og sá eini sem getur boðið viðhlítandi tiyggingar fyrir háum lánsfjárhæðum til að fá fram lækkun raunvaxta í samningum um sölu á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum byggingarsjóðanna m.a. til lífeyris- sjóðanna. En hún ætlast til að raun- vextir á öðrum sviðum lánamarkað- arins lagi sig að raunvöxtum á ríkis- skuldabréfum. Til þess að ná því fram er nauðsynlegt að sambærileg- ar reglur gildi um öll fjármálafyrir- tæki sem stunda svipaða starfsemi. Þetta á við um ákvæði er lúta að bindi- og lausafjárskyldu, íhlutun í vaxtaákvarðanir o.fl. sem ég orðlengi ekki hér. íhlutun í vaxtaákvarðanir og framkvæmd vaxtastefiiunnar Að svo stöddu hefur engin ákvörð- un verið tekin um það að Seðlabank- inn í samráði við viðskiptaráðuneytið noti auknar heimildir til þess að binda vaxtaákvarðanir takmörkunum enda á eftir að koma í ljós hvort þess gerist þörf. Ég vona að ná megi þessum árangri án beinnar íhlutunar. Ég hef þegar mælt fyrir frum- varpi á Alþingi til laga um breytingu á Seðlabankalögum þar sem m.a. er lagt til að 9. gr. laganna verði breytt þannig að Seðlabankinn geti með samþykki viðskiptaráðherra betur tryggt að raunvextir útlána í innláns- stofnunum séu hóflegir og að jafnaði ekki hærri en í helstu viðskiptalönd- um íslendinga. Þá er einnig lagt til að Seðlabankinn geti bundið vaxtaá- kvarðanir innlánsstofnana takmörk- unum til þess að draga úr óhæfileg- um vaxtamun inn- og útlána að teknu tilliti til annarra tekna innláns- stofnana. Með þessum breytingum er áréttuð heimild Seðlabankans til þess að veita vaxtaákvörðunum innl- ánsstofnana aðhald og leggja sjálf- stætt mat á vaxtaþróunina. Hér er fyrst og fremst verið að skerpa íhlutunarrétt Seðlabankans án þess að raska í meginatriðum því fyrirkomulági vaxtaákvarðana sem í gildi hefur verið. Reynslan hefur sýnt að það er erfítt að meta ná- kvæmlega raunvexti til samanburðar milli landa og þá er mat á vaxtamun inn- og útlána ekki síður vand- kvæðum háð. Þess vegna er eðlilegt að gefa Seðlabankanum heimild til þess að meta hvað hóflegt getur tal- ist í þessum efnum, bæði hvað varð- ar raunvexti og vaxtamun. En í gild- andi lögum hefur hann reyndar þessa heimild hvað varðar vaxtamun. Um leið og ég tók við starfí við- skiptaráðherra sumarið 1987 skrifaði ég Seðlabankanum bréf og óskaði eftir því að hann gerði ársfjórðungs- lega grein fyrir samanburði raun- Morgunblaðið/Sverrir Helgi Þórsson forstöðumaður Reiknistofliunar Háskólans og Jón Hjaltalín Magnússon verkfrœðing- ur. Islenskur hugbúnaður fyr— ir mál- og hreyfihamlaða ÞRÓAÐUR hefiir verið íslenskur hugbúnaður, ísbliss, fyrir mál- og hreyfihamlaða, sem gerir þeim kleift að tjá sig með tölvubúnaði. Viðkomandi þarf einungis að styðja á rofa með þeim líkamshluta sem hann hefúr mesta stjórn á. ísbliss ri- tvinnslukerfið byggist á þvi að hefðbundinni Bliss-töflu, með táknum og tilheyrandi texta, er hliðrað til á tölvuskjá og not- andinn velur tákn sem fært er inn í ákveðinn glugga á skjánum. , „Kennsla í notkun ísbliss- hugbúnaðarins er að hefjast í Öskjuhlíðarskólanum,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræð- ingur, en upprunalega hugmynd- in að hugbúnaðinum er þróuð af honum. „Þessi hugbúnaður er þannig uppbyggður að nokkuð auðvelt er að setja texta á erlend- um tungumálum við Bliss-tákn- in. Nú er unnið að því að þýða íslenska textann yfir á ensku og Norðurlandamál." Jón sagði, að til að auðvelda hreyfihömluðum að velja tákn til að tjá sig með hefðu á undanf- ömum árum verið þróuð ýmis hjálpartæki, til dæmis ljósatöfl- ur, rofabúnaður og nokkur tölvu- forrit. „ísbliss-forritið er hins vegar talið það besta á þessu sviði, þar sem það gerir öllum tal- og hreyfihömluðum kleift að tjá sig, hversu erfið sem fötlun þeirra er,“ sagði hann. „Verið er að skoða möguleika á að þróa og tengja íslenskt tölvutal við ísbliss, þannig að við val á ákveðnu Bliss-tákni segi hljóð- gervill merkingu þess. Nú þegar er til stofn að íslensku tölvutal- kerfi sem Reiknistofnun Háskól- ans hefur unnið. Einnig er hugs- anlegt að nota ísbliss-kerfið til að senda skilaboð á Bliss-tákn- máli í gegnum síma.“ Jón sagði ísbliss hafa verið þróað með stuðningi Norrænu nefndarinnar um málefni fatl- aðra og Norræna menningar- málasjóðsins. Sjálf hugbúnaðar- vinnan hefur farið fram við Reiknistofnun Háskólans og for- stöðumaður hennar, Helgi Þórs- Merking Bliss-táknanna er skrifúð fyrir ofán þau á við- komandi tungumáli. son, hefur haft umsjón með henni. Friðrik Skúlason, tölvu- fræðingur, og Jón hafa hins veg- ar unnið forritunarvinnuna. Þá hafa Snæfríður Egilsson, iðju- þjálfari, og Sigrún Grendal Magnúsdóttir, talmeinafræðing- ur, lagt fram sérfæðiþekkingu sína á Bliss-táknkerfinu og kennslu mál- og hreyfihamlaðra bama. Byggingamefiid Þjóðleik- hússins er tekin til starfa Hönnun endurbóta á áhorfendasvæði að hefjast Menntamálaráðherra hefúr skipað byggingarnefrid Þjóðleik- hússins í framhaldi af því að Alþingi samþykkti verulega Qárveit- ingu við afgreiðslu fjárlaga til endurreisnar Þjóðleikhússins með hliðsjón af tillögum starfshóps um endurreisn leikhússins. Reikn- að er með að aðalsviði Þjóðleikliússins verði lokað hluta á þessu ári og einnig á næsta ári, en endurreisn þess hluta hússins sem að áhorfendum snýr á að vera lokið haustið 1990. Menntamálaráð- herra skipaði Skúla Guðmundsson, forstöðumann framkvæmda- deildar Innkaupastofriunar, formann bygginganefiidar, en hann átti sæti í starfshópnum sem lagði línurnar og skilaði þeim tillög- um sem Alþingi tók afstöðu til þegar Qárlög voru afgreidd. Form- aður þess starfshóps var Arni Johnsen, fyrrverandi alþingismað- ur, en hann er varaformaður nýskipaðrar byggingarnefiidar Þjóð- leikhússins. vaxta hér á landi og í helstu viðskipt- alöndum og fyrir þróun vaxtamunar en þetta eru viðmiðanimar í 9. gr. Seðlabankalaganna. Mér virðist nú ljóst að eini öruggi samanburðurinn á raunvöxtum milli landa felist í sam- anburði á raunvöxtum af ríkisskulda- bréfum. Þessir vextir gegna einnig lykilhlutverki þar sem þeir hljóta að öllu jöfnu að vera neðri mörk á vaxta- rófínu í hveiju landi. Seðlabankinn fær nú það verkefni að vinna með ríkisstjóminni að því að tryggja sam- ræmi í vaxtakjörum á peningamark- aðnum út frá raunvöxtum af ríkis- skuldabréfum. Ég hef þegar rætt þetta mál ítrekað við bankastjóm Seðlabankans og mun á næstunni fylgja þessu eftir. Varðandi framkvæmd vaxtastefn- unnar skiptir miklu máli að ekki verði mikið umrót í verðlagi á næst- unni þannig að hvað styðji annað til lækkunar vaxta og verðlags. Breyt- ingin sem tillaga er gerð um við 9. gr. Seðlabankalaganna heimilar íhlutunarrétt í vaxtaákvarðanir á gmndvelli mats stjómvalda á öllum aðstæðum, en ekki eingöngu litið til vaxta í öðmm löndum eða vandmet- ins vaxtamunar. En ég vil einnig geta þess að á vegum ríkisstjómar- innar verða gerðar tillögur í fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar sem nú fjallar um frumvörpin um verðbréfasjóði og verðbréfafyrirtæki og um eignarleigustarfsemi, að inn í þau komi hliðstæð ákvæði um heim- ild Seðlabankans til íhlutunar um vaxtakjör þeirra þannig að jafnræði ríki á fjármagnsmarkaðnum hvað snertir þessar heimildir. Að sjálf- sögðu verður að gæta þess við beit- ingu þessarar heimildar að um sam- bærilega áhættuflokka sé að ræða þegar ávöxtunarkjör em borin sam- an. Fyrirfram á ég ekki von á því að mikið muni reyna á þetta ákvæði, en hins vegar þykir rétt að samræm- is sé gætt milli allra aðila á lána- markaði eftir því sem við getur átt. Ég held að það eitt að slík íhlutun vaki í veðri geti gert mikið gagn ef — og það er mikilvægt ef — almenn- ar forsendur em jafnframt skapaðar fyrir hóflega vexti. Hér er lærdómsríkt að hafa í huga reynsluna af vaxtalækkunum á síðasta hausti. Með fortölum og óbeinni tilvísun í heimildarákvæði 9. gr. Seðlabankalaganna tókst að fá innlánsstofnanir til að lækka vexti verulega samhliða hjöðnun verðbólgu vegna verðstöðvunarinnar. Árangur- inn sem náðist með þessu móti var ótvíræður. Nafnvextir af óverð- tryggðum skuldabréfum í bönkum og sparisjóðum lækkuðu úr um og yfír 40% í ágústmánuði í 12% í des- ember sl., en em nú um 15%. Einnig náðist fram nokkur lækkun raun- vaxta af verðtryggðum lánum eða úr 9—11% í 73/4-9%. Hins vegar var óhjákvæmilegt að nafnvextir hækk- uðu þegar verðbólguhraðinn jókst að nýju um áramótin vegna aðgerða í skattamálum og lækkunar á gengi krónunnar. Nú er mikilvægt að lækk- un vaxta geti haldið áfram. Skylda stjórnvalda í bráð og lengd Þær breytingar sem ríkisstjómin boðar á lögum og reglum um fjár- magnsmarkaðinn miða allar að því að lækka raunvexti og draga þannig úr fjármagnskostnaði fjölskyldna og fyrirtækja, sem keyrt hefur úr hófí undanfarin misseri. Það er hins veg- ar fjarstæða að í þessu felist árás á sparifjáreigendur. Þegar til lengdar lætur fara hagsmunir sparifíáreig- enda og lántakenda saman. Osann- gjamar leikreglur á fjármagnsmark- aði leiða í raun til mikillar óvissu um langtímaávöxtun sparifjár þótt ávöxtunin geti verið rífleg til skamms tíma. Þetta á bæði við um fyrirkomu- lag vaxtaákvarðana og vísitöluvið- miðun í verðtryggðum lánssamning- um. Hér er ekki eingöngu spurt um efnahagsmál heldur einnig stjóm- mál. Séu veilur í virkni markaðarins ber stjómvöldum að rétta við hlut þeirra sem halloka fara. Stefnumörk- un ríkisstjómarinnar í peninga- og vaxtamálum nú er dæmi um það hvemig ríkisvaldið á að starfa að almannaheill með því að bæta virkni markaðarins — í bráð með íhlutun ef þörf krefur en í lengd með þvi að opna markaðinn fyrir aukinni samkeppni. Höfundur er viðakipta- ogiðnað- arráðherra. í byggingamefndinni eru; auk Skúla og Áma, þau Helga Hjörvar skólastjóri, Runólfur Birgir Leifs- son deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, Guðni Jóhannesson verkfræðingur og Sveinbjörn Óskarsson, deildarstjóri í fjármála- ráðuneytinu, en hann er ritari byggingamefndar. Gísli Alfreðs- son Þjóðleikhússtjóri starfar með nefndinni, en menntamálaráð- herra hefur ráðið Gunnar St. Ól- afsson byggingarverkfræðing, sem verkefnisstjóra í þjónustu byggingamefndar. Byggingamefnd er ætlað að- gera nýtingaráætlun fyrir Þjóð- leikhúsið í heild til grundvallar endurbótum á þeim hlutum leik- hússins sem ekki var fjallað um í áfangaskýrslu starfshópsins frá í haust. Jafnframt er byggingar- nefnd ætlað að meta þörf á stækk- un núverandi húsrýmis Þjóðleik- hússins í ljósi endurskipulagningar innra starfs hússins sem nú stend- ur fyrir dyrum. Starfshópurinn frá í haust lagði til aðgerðir í grundvallaratriðum sem fjárveitingavaldið tók mið af, en tillögur lágu fyrir upp á 240 milljónir króna á tveimur ámm. Fyrir liggja nú nærri 100 milljónir króna á þessu ári, 75 milljónir í endurreisnarstarf og 13 millj. kr. í viðhaldsfé sem mun nýtast einn- ig til endurreisnarstarfs. Reiknað er með að framkvæmdir við endur- reisn Þjóðleikhússins hefjist þegar í vor að loknu leikári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.