Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
29
Borgarráð:
Skipulag gerir ráð fyrir iðn-
aðarsvæði við Arbæjarhverfi
Bókanir vegna sorpböggunarstöðvar
í SVARI Þorvaldar S. Þorvaldssonar forstöðumanns Borgarskipu-
lags, vegna fyrirspurnar AJfreðs Þorsteinssonar fulltrúa Fram-
sóknarflokksins um sorphauga og sorpmóttökustöð, kemur fram
að á staðfestu aðalskipulagskorti er gert ráð fyrir iðnaðarsvæði
á Hádegismóum og við Eggjar innri og hafi ekki komið fram
athugasemdir við það. Fyrirspurnin var lögð fram í borgarráði
vegna mótmæla íbúasamtaka Árbæjarhverfis við fyrirhugaðri
sorpböggunarstöð ofan við byggðina.
I fyrirspum Alfreðs segir, að
samkvæmt skipulagsreglugerð um
aðalskipulag skuli auðkenna svæði
fyrir sorphauga eða sorpeyðingar-
stöðvar og að auki svæði fyrir iðn-
að, sem hefur í för mað sér meng-
un eða aðra hættu. „í nýlega sam-
þykktu Aðalskipulagi Reykjavík-
ur, sem gilda á til ársins 2004,
er ekki gert ráð fyrir slíkri starf-
semi í svokölluðum Hádegismóum,
austan Suðurlandsvegar, í ná-
grenni við Árbæjar- og Selás-
hverfi, en nú hafa borgaryfírvöld
lýst áhuga sínum á að koma þar
fyrir sorpmóttökustöð, sem
tvímælalaust fellur undir fyrr-
greind ákvæði.“
Spurt er hvort það hafí verið
mistök eða talið ónauðsynlegt að
gera grein fyrir möguleikum á
sorpmóttökustöð á þessu svæði
með því að auðkenna það sérstak-
lega. Hyggjast borgaryfirvöld
halda því til streytu að byggð verði
sorpmóttökustöð á þessu svæði
þrátt fyrir öflug mótmæli íbúa og
fyrirtækja í næsta nágrenni. Og
loks, verði sú raunin á, hvemig
ætla borgaryfírvöld að bæta úr
þeim ágalla aðalskipulagsins sem
lýst hefur verið?
í svari borgarskipulags segir
að í greinargerð Aðalskipulags
Reykjavíkur sé kafli um sorphirðu
og áætlun borgaryfírvalda í sam-
vinnu við Samtök sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu. Þar eru
raktir allir kostir sem til greina
hafa komið og gerð grein fyrir
þeim kostum sem stefnt er að.
„Þessi kafli er hluti staðfests aðal-
skipulags og komu ekki fram nein-
ar athugasemdir við hann hvorki
við vinnslu né kynningu skipulags-
ins, né heldur við umfjöllun í skipu-
lagsstjóm eða ráðuneyti. Á stað-
festur aðalskipulagskorti er gert
ráð fyrir iðnaðarsvæði í Hádeg-
ismóum og við Eggjar innri og
hafa ekki komið athugasemdir við
það. Samkvæt upplýsingum um
pökkunarstöð er hún ekki talin
mengunarvaldur né hættuleg
byggðu umhverfí. Ekki er hér um
að ræða sorphauga eða sorpeyð-
ingarstöð í venjulegum skilningi."
í framhaldi af svari borgar-
skipulagsins lét Alfreð Þorsteins-
son bóka að í viðtali við Morgun-
blaðið hafi Davíð Oddsson borgar-
stjóri viðhaft ummæli um stjóm
Framfarafélagsins í Árbæjar-
hverfí, sem eru lítt sæmandi borg-
arstjóranum í Reykjavík þegar
hann líkir andstöðu íbúa í Árbæj-
arhverfi við mótmæli bænda gegn
lagningu símastrengs í upphafi
aldarinnar. Með þeim ummælum
er borgarstjóri með óbeinum hætti
að koma því á framfæri, að íbúar
Fiskverð á uppboðsmörkuðum 16. febrúar.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta MeAal- Magn Helldar-
verö verA verA (lestir) verA (kr.)
Þorskur 70,00 67,00 67,65 13,266 897.511
Þorskur(ósK) 62,00 39,00 47,81 6,232 298.017
Ýsa 118,00 94,00 98,66 2,531 249.703
Ýsa(ósl.) 121,00 106,00 120,21 0,548 65.874
Steinbítur 42,00 41,00 41,71 1,398 58.351
Steinbítur(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,013 195
Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,025 383
Ufsi(ósl.) 15,00 15,00 15,00 0,014 218
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,017 255
Lúða 350,00 300,00 334,91 0,079 26.625
Langa 31,00 31,00 31,00 0,093 2.907
Keila 18,00 18,00 18,00 0,197 3.546
Samtals 65,67 24,417 1.603.585
Selt var aðallega úr Núpi ÞH, frá Stakkholti hf., Gullfara HF,
Guðrúnu Björgu ÞH og Björgu HF. I dag verða meðal annars
seld 3 tonn af þorski frá Tanga hf., 4 tonn af ýsu frá Enni hf.,
3 tonn af ýsu og 10 tonn af þorski frá Eskey hf. og 0,1 tonn af
laxi frá íslandslaxi.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 74,00 66,00 68,09 6,215 423.185
Þorsk.(ósl.l.bL) 86,00 48,00 53,30 0,900 47.970
Þorsk.(ósl.dbL) 41,00 26,00 38,42 0,552 21.207
Þorskur(dbL) 52,00 52,00 52,00 2,260 117.520
Þorsk(ósl1-4n) 47,00 40,00 46,20 5,598 258.646
Ýsa 112,00 86,00 98,02 0,796 78.026
Ýsa(ósL) 105,00 96,00 98,47 0,254 25.012
Steinbltur 56,00 49,00 52,68 14,434 760.408
Koli 87,00 85,00 85,93 0,921 79.141
Langa 15,00 15,00 15,00 0,025 375
Lúöa(smó) 290,00 215,00 288,19 0,166 47.840
Skötuselur 110,00 110,00 110,00 0,011 1.210
Hrogn 220,00 45,00 165,34 0,268 44.310
Samtals 58,79 32,400 1.904.850
Selt var frá Heimaskaga hf., Krossnesi SH og Farsæli SH. I
dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski úr Far-
sæli SH og Ólafi Bjarnasyni SH.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 59,00 54,50 56,39 25,193 1.420.567
Undirmál 30,00 28,00 29,48 0,690 20.340
Ýsa 110,00 61,00 99,69 4,945 492.997
Ufsi 22,00 22,00 22,00 0,050 1.100
Karfi 44,50 15,00 32,77 3,855 126.316
Steinbítur 54,00 35,00 42,13 1,390 58.560
Lúöa 400,00 250,00 302,67 0,090 27.240
Langlúra 12,00 12,00 12,00 0,033 396
Kella 12,00 12,00 12,00 0,100 1.200
Skata 71,00 71,00 71,00 0,050 3.550
Samtals 59,13 36,396 2.152.266
Selt var aðallega úr Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, Eldeyjar-Boða
GK og Þorsteini Glslasyni GK. f dag verður selt úr dagróðrabát-
um ef á sjó gefur.
heils bæjarhverfis séu illa upplýst-
ir og á móti framförum í meðferð
sorps en það er ekki rétt. Ekki sé
verið að.leggjast gegn nýrri tækni
heldur hafí þeir sem um málið
hafi fjallað, fagnað þeim breyting-
um sem fyrirhugaðar eru í með-
ferð sorps. <
„Hins vegar hafa íbúamir rétti-
lega bent á, að staðsetning sorp-
pökkunarstöðvar í næsta nágrenni
við gamalgróið íbúðarhverfi sé út
í hött og skapi óþarfa mengunar-
hættu. Þann rétt til mótmæla get-
ur hvorki borgarstjóri né neinn
annar tekið af íbúunum með
hvatvíslegum ummælum á borð
við þau, sem borgarstjóri lét falla
í viðtali við Mbl.“
í svari borgarstjóra vegna bók-
unnar Alfreðs Þorsteinssonar seg-
ir: „Alfreð Þorsteinsson, vara-
áheymarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, skýtur langt yfír markið
í þessari bókun sinni. Ummæli
mín í Morgunblaðinu gefa ekki
tilefni til þeirra ámæla, sem fram
koma í bókuninni. Á hinn bóginn
kemur fram í viðtali við mig í
Morgunblaðinu að varhugavert er
að mynda sér skoðun á tilteknu
álitaefni meðan þekkingargrund-
völlurinn er í molum og jafnframt
er stórámælisvert af hálfu ein-
Þjóðleikhúsið:
Síðasta
sýninff á
Fjalla-
Eyvindi
SÍÐASTA sýning verður í
kvöld, í Þjóðleikhúsinu á verki
Jóhanns Sigurjónssonar,
Fjalla-Eyvindi og konu hans, í
leikstjórn Bríetar Héðinsdótt-
ur.
Siguijón Jóhannsson teiknaði
leikmynd og búninga, Leifur Þór-
arinsson samdi tónlist við verkið
og ljósahönnuður er Páll Ragnars-
son.
Náttsöngur og
söngdagskrá
NÁTTSÖNGUR
verður f kvöld
klukkan 21 í
Fríkirkjunni i
Hafharfirði.
Þetta er ný-
breytni i helgi-
Frfkirjan í Hafn- Safiiaðar-
arfirði. ms.
Sigurður Þórir Sigurðsson
myndlistarmaður og Gunnar
Helgason útibússtjóri.
Sýning í
SPRON
SIGURÐUR Þórir Sigurðsson
opnaði nýlega málverkasýningu
í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis að Álfabakka 14,
Breiðholti.
Á sýningunni eru 13 olíumyndir
málaðar á árunum 1986—1989 og
eru þær allar til sölu. Sýningin
stendur yfír til 31. mars nk. og
er opin frá mánudegi til fimmtu-
dags, frá klukkan 9.15—16.00 og
föstudaga frá klukkan 9.15—
18.00.
Fundaröð um
málefini grunn-
skóla
Kór kirkjunnar mun leiða söng-
inn undir stjóm organistans,
Smára Ólafssonar. Sólveig Sigríð-
ur Einarsdóttir, Magnús Gíslason
og Gunnar Jónsson, sem eru nem-
endur Snæbjargar Snæbjamar-
dóttur í söngdeild Tónlistarskólans
í Garðbæ, flytja söngdagskrá á
undan tíðagjörðinni.
Tónleikar á
Hótel Borg
SVERRIR Stormsker heldur
tónleika á Hótel Borg í kvöld.
Um það bil ár er nú síðan Sverr-
ir Stormsker hélt síðast opinbera
sólótónleika á höfuðborgarsvæð-
inu. Efnisskráin samanstendur af
frumsömdum sálmum og bama-
gælum, sem Sverrir kyijar við eig-
in slaghörpuleik. Tónleikamir hefj-
ast klukkan 22 en húsið verður
opnað klukkan 21.
Leiðrétting
í FRÉTT um íslandskeppni í hár-
greiðslu og hárskurði var rang-
lega farið með keppnisstað. Rétt
er að keppnin verður á Hótel ís-
landi sunnudaginn 19. febrúar og
hefst kl. 9 að morgni og stendur
fram til kl. 16:30.
Menntamálaráðuneytið er nú
að hefia röð fimda þar sem Svav-
ar Gestsson menntamálaráð-
herra, Guðrún Ágústsdóttir að-
stoðarmaður hans og Gerður G.
Óskarsdóttir ráðunautur ( upp-
eldis- og kennslumálum munu
ræða við skólastjóra, foreldra
og kennara f grunnskólum
Reykjavíkur. Markmið fundanna
er að gefa fólki tækifiæri á að
bera fram eigin hugmyndir um
uppeldis- og kennslumál og
hvernig nýta mætti þær i
menntakerfinu.
Fyrsti fundurinn verður haldinn
í Hagaskólanum í dag fyrir skóla-
stjóra, foreldra og kennara í Aust-
urbæjarskóla, Grandaskóla, Haga-
skóla, Melaskóla, Landakotsskóla,
Tjamarskóla og Vesturbæjarskóla.
Næsti fundur verður í Laugar-
nesskóla 21. febrúar fyrir ísaks-
skóla, Langholtsskóla, Laugalækj-
arskóla, Laugamesskóla, Voga-
skóla og Æfíngaskóla KHÍ. Þriðji
fundurinn verður í íþróttahúsi
Seljaskóla 7. mars fyrir Breiðholts-
skóla, Fellaskóla, Hólabrekku-
skóla, Seljaskóla og Ölduselsskóla.
Fjórði fundurinn verður í Hvassa-
leitisskóla 16. mars fyrir Álfta-
mýraskóla, Bústaðaskóla, Breiða-
gerðisskóla, Fossvogsskóla, Hlíða-
skóla, Hvassaleytisskóla og Rétt-
arholtsskóla. _Loks verður fimmti
fundurinn í Árbæjarskóla 4. apríl
fyrir Árbæjarskóla, Ártúnsskóla,
Foldaskóla og Selásskóla.
stakra borgarfulltrúa að ala á
ranghugmyndum og bábiljum í
sambandi við þá umhverfísbylt-
ingu, sem sorpböggunarstöð í
rauninni er. Frá borgarstjóra-
embættinu hefur margoft komið
fram, að á allar athugasemdir
verði hlýtt og margvíslegar aðrar
staðsetningar verði kannaðar. Að
öðm leyti vísa ég árásum borgar-
fulltrúa Alfreðs Þorsteinssonar á
bug.“
Bjami P. Magnússon fulltrúi
Alþýðuflokksins, lét bóka að hann
teldi að enn hafí ekki komið fram
efnisleg rök sem hreki vilyrði borg-
arráðs og beri að harma þá af-
stöðu fulltrúa íbúanna að þekkjast
ekki boð um kynnisferð til að
kanna slíkan rekstur. „Ég er þeirr-
ar skoðunar að rétt sé eftir sem
áður að kanna allar hugsanlegar
lausnir og athuga hvort ekki megi
ná fram farsælli lausn málsins.“
Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi
Alþýðubandalagsins óskaði bókað:
„Varðandi þetta mál vísa ég til
tillögu stjómarandstöðu í skipu-
lagsnefnd um meðferð málsins, en
hún er þar í frestun."
Stjörnubíó
sýnir „Mann-
ætusýkilinn“
STJÖRNUBÍÓ hefiir tekið til
sýninga myndina, „Mannætu-
8ýkiliinn“. Með aðalhlutverk
fara þau Kevin Dillon, Shawnee
Smith og Donovan Leitch. Leik-
stjóri er Chuck Russel.
í friðsælum smábæ í Banda-
ríkjunum er skyndilega allt i hers
höndum er ungir sem aldnir
hverfa á dularfullan hátt, segir í
kynningu á efni myndarinnar.
Kevin Dillon og Shawnee Smith
í hlutverkum sínum.
Kynfiræðslu-
námskeið
Kynfræðslan verður með tvö
námskeið á næstunni. í dag
hefst fimm vikna námskeið,
„Kynreynsla kvenna", fyrir
konur og í byrjun mars verður
haldið námskeið fyrir foreldra
barna og unglinga.
Leiðbeinandi á báðum nám-
skeiðunum er Jóna Ingibjörg
Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
og kynffæðingur.
Athugasemd
frá Hollustu-
vernd
DANÍEL Viðarsson hjá Holl-
ustuvernd rikisins vildi koma á
framfæri athugasemd vegna
fféttar um bann við sölu úða-
brúsa, sem birtist í Morgun-
blaðinu í gær.
í fréttinni segir að Eiturefna-
nefnd geti veitt undanþágu frá
banninu. Daníel segir að allar
umsóknir um slíkar undanþágur
verði að berast Hollustuvemdinni,
sem síðan taki ákvörðun í sam-
ráði við Eiturefnanefnd.