Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 52
SAGA CLASS FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Heimtir úr helju SKIPVERJARNIR tveir sem björguðust þegar Kolbrún ÍS hvolf- di við ísafjörð í fyrrakvöld hafa náð sér. Þeir fengu að fara af sjúkrahúsinu í gær, en í fyrrakvöld tók Gísli Úlfarsson fréttarit- ari Morgunblaðsins á ísafírði þessar myndir í sjúkrahúsinu. Á myndinni til vinstri hlynnir Friðgerður Ómarsdóttir að unnusta sínum, Gísla Jóni Kristjánssyni og á myndinni til hægri fylgist Anna Guðmundsdóttir með líðan sonar síns, Haralds Konráðsson- ar. Sjá samtöl bls. 2Q. Morgunblaðið/Glsli Úlfarsson Atvinnuley sistry ggingarsj óður: Greiðslur í janúar námu alls 100 milljónum króna Atvinnuleysi heldur áfram að aukast GREIÐSLUR úr Atvinnuleysis- tryggingarsjóði námu alls 100 milljónum króna í janúar og hafa ekki verið meiri á síðasta áratug Reykvíkingiir til tannlækn- is á Selfossi Selfossi. UNGUR Selfyssingur, búsett- ur í Reykjavík, varð á laugar- dagskvöld, þrátt fyrir ófærð, að sækja bráðaþjónustu til tannlæknis á Selfossi vegna þess að enga slíka þjónustu var að fá í Reykjavík. Þegar maðurinn hringdi í neyðarvakt tannlækna á laugar- dag fengust þær upplýsingar af símsvara að hún væri ekki starf- andi en bent á læknavakt. Hjá þeirri vakt fékk ungi maðurinn lyf en þegar þau ekki dugðu hafði hann samband við tann- lækni á Selfossi sem tók á móti manninum um miðnæturbil og gerði ráðstafanir sem dugðu. — Sig. Jóns. Sjá frétt í miðopnu. í þessum mánuði ef frá er talið árið 1984. Samkvæmt upplýsing- um frá Eyjólfi Jónssyni fram- kvæmdastjóra sjóðsins hafa. greiðslur úr sjóðnum farið ört vaxandi síðan í nóvember á síðasta ári. Þá námu þær 27 millj- ónum króna og í desember fór þessi tala upp í 60 milljónir króna. Sjóðurinn á nú tæpa 2 milljarða króna. Tölur fyrir það sem af er febrúar liggja ekki fyrir en Eyjólfur segir að sér sýnist sem atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Undir þá skoðun taka þeir Gunnar Helgason for- stöðumaður Ráðingarskrifstofu Reykjavíkur og Þorleifur Þor Jóns- son starfsmaður Atvinnumála- nefndar Akureyrar. Gunnar Helgason segir að nú séu 720 atvinnulausir á skrá í Reykjavík. Af þeim eru 448 karlar og 272 konur. Mesta atvinnuleysið er hjá verslunar-og þjónustufólki eða 160 en næst koma verkmenn sem eru 149 á skrá. „Þetta ástand fer versnandi og atvinnuleysið eykst jafnt og þétt,“ segir Gunnar Helgason. „Atvinnu- lausum fór að fjölga'hjá okkur í nóvember á síðasta ári og sem dæmi um fjölgunina má nefna að um áramótin voru 457 á skrá hjá okkur. Þeim hefur því fjölgað um rúmlega 250 síðan þá. Ég veit ekki dæmi um svona mikið samfellt at- vinnuleysi síðan 1968.“ Þorleifur Þor Jónsson segir að atvinnulausir á skrá á Akureyri séu nú 216 talsins og þarf að leita langt aftur til að finna sambærilegar töl- ur. Mest er atvinnuleysið á Akur- eyri hjá ófaglærðu iðnverkafólki og verlsunarfólki. „Það sem er alvarlegast við þess- ar tölur og áhyggjuefni er að af þessum fjölda eru 68 undir 25 ára aldri. Unga fólkið sem lokið hefur skólagöngu sinni virðist því ekki fá neitt að gera,“ segir Þorleifur Þor Jónsson. Lágmarksskilyrði þess að hægt sé að fá atvinnuleysisbætur er að viðkomandi sé í stéttarféiagi og hafí unnið 425 dagvinnustundir síðustu 12 mánuði. Fullar bætur fást ef viðkomandi hefur unnið 1700 dagvinnustundir eða meira. Fullar atvinnuleysisbætur nema nú 1676 krónum á dag en auk þess eru greiddar 67 krónur með hveiju bami undir 18 ára aldri sem við- komandi hefur á framfæri sínu. Slasaðist á vélsleða ÖKUMAÐUR vélsleða slasaðist rétt vestan við Hveragerði laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. Hann var fluttur með þyrlu á Borgarspítalann. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var einn á sleðanum en sonur hans stóð hjá þegar óhappið varð. Tildrög slyssins vom ekki fullljós í gær- kvöldi en gangtruflana hafði orðið vart í sleðanum. Jafnvel er talið að bensíngjöfín hafí frosið föst á hæstu inngjöf. Við það hafí maðurinn misst vald á sleðanum og ekið á gijót. Maðurinn missti meðvitund um tíma og kenndi sér meðal annars meins í baki. Hann var fyrst fluttur á Selfoss en þangað sótti þyrla Land- helgisgæslunnar hann og flutti til aðgerðar í Reykjavík. V-þýskum ráðamönnum skrifiið bréf „FORSETI íslands, forsætisráð- herra, utanrikisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra hafa skrifað vestur-þýskum kollegum sínum bréf. í þeim lýsa þeir áhyggjum sínum af þeim viðskiptaþrýstingi sem við íslendingar erum beittir vegna hvalveiða okkar,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson, aðstoð- armaður sjávarútvegsráðherra. „í opinberri heimsókn forseta ís- lands og þáverandi utanríkisráðherra til Vestur-Þýskalands í sumar lýstu forseti og kanslari Vestur-Þýska- lands sérstökum velvilja og skilningi á málefnum íslands. Vestur-þýski sendiherrann á íslandi taldi því ekki óeðlilegt að íslenskir ráðamenn skrif- uðu kollegum sínum bréf, þar sem þeir bentu á að þessi viðskiptaþrýst- ingur gæti skaðað vinsamleg sam- skipti þjóðanna," sagði Hermann. Mótmæli í Luxemborg- Luxemborg. Frá Halli Þorsteinssyni blaðamanni Morgunblaðsins. FLUGLEIÐIR fluttu í gær form- lega aðalskrifstofu sína í Luxem- borg frá flugvellinum og inn í miðbæ, þar sem Ferðamálaráð íslands er með skrifstofu auk Flugleiða. Viðstaddir opnun nýju skrifstof- unnar voru ráðherrar frá Luxem- borg og frá íslandi samgönguráð- herra, Steingrímur J. Sigfússon. Um 30 manns stóðu fyrir utan bygginguna, dreifðu mótmælapés- um gegn hvalveiðum íslendinga og héldu á líkkistu, sem sporður stóð upp úr. Mótmælin fóru friðsamlega fram. V estmannaeyjar: Fundu loðnu við Ingólfehöfða Vestmannaeyjum. LOÐNUBÁTAR fundu í gær loðnu rétt vestan við Ingólfs- höfða. Engin loðna hafði þá veiðst siðan um miðja síðustu viku en í gærkvöldi höfðu tveir bátar tilkynnt afla til loðnu- neflidar. Loðnubátar hafa verið að leita síðan á mánudag en þá héldu þeir til veiða á ný eftir að hafa legið í höfn í nokkra daga vegna brælu. í gærmorgun fannst lítill flekkur 10 mflur vestan við Ing- ólfshöfða. Gott veður var á miðun- um en erfítt að eiga við veiðamar þar sem loðnan var á litlu svæði uppi í harða fjöru. I gærkvöldi höfðu tveir bátar tilkynnt afla til loðnunefndar. Guðmundur VE 870 lestir, sem hann ætlaði með til Vestmanna- eyja, og ísleifur 740 lestir, sem hann ætlaði með til Færeyja. Loðnan er nú komin í frysting- arhæft ástand og í morgun hófst loðnufrysting í Hraðfrystistöðinni í Eyjum. Grímur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.