Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 47
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Veldu HITACHI
og þú hefur
tæknina
í hendi þér
raeeíMHi]
Nú bjóðast þér
0HITACHI
tækin
á sérstöku kynningarverði
/Ö/*RONNING
•//f// heimilistæki
KRINGLUNNI OG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
KJMðtel
68 5168.
HÁIR VEXTIR OG OKUR AFSLATTUR
Til Velvakanda.
Allmiklar umræður hafa verið að
undanfömu um peningamál, vexti
og okur. Þannig hefur það sennilega
verið um aldir og árþúsundir. A
fyrrihluta þessarar aldar var það
talið okur á íslandi ef vextir voru
hærri en 4 %. í eftirfarandi grein
er bent á nokkra staði í Biblíunni
þar sem fjallað er um þessi mál.
Allar skammstafanir eru tilvitnanir
í Biblíuna.
Lán
Menn fengu lánaða peninga 2. M
22:25; Neh 5:4, verkfæri 2. Kon
6:5; brauð LK 11:5. Eingöngu fá-
tækt fólk tók lán og af því mátti
ekki taka vexti 2. M 22:25. Frá
Babýlóníu þekkja menn aftur á
móti dæmi um allt að 40 % vexti.
ísrael var fyrir herleiðinguna í
Babel alls engin verslunarþjóð. Þess
vegna höfðu þeir ekkert lánakerfi
til þess að reka verslunarhreyfingu.
Sjöunda hvert ár skyldi fella niður
allar skuldir 5. M 15:1. Ef menn
tóku veð fyrir láni urðu þeir að
sýna lántakandanum tilhlýðilega
nærgætni sbr. 5: M 24:17.
Jesús kennir lærisveinum sínum
að hjálpa náunganum þegar hann
þarfnast þess, Mt 5:42, jafnvel þó
að menn gætu átt von á því að fá
ekkert aftur, Lk 6:34. Þessi orð
þýða auðvitað ekki að kristinn mað-
ur eigi án undantekningar að lána
sérhverjum þeim sem vill fá lán hjá
honum. Hann á að veita lán þegar
kærleikur Krists krefst þess sbr.
Mt 7:12.
Bann Gamla testamentisins við
vöxtum er tengt því að á þessum
tíma var ísrael alls engin verslunar-
þjóð. Ranglega hefur því stundum
verið haldið fram, að þessi fyrir-
mæli eigi að vera bindandi fyrir þá,
sem kristnir eru. „Að vilja yfírleitt
ekki taka vexti jafngildir því að
taka engin laun fyrir vinnu sína því
peningamir samsvara vinnuafli sem
ég fel öðrum að ráða yfír.“ (Frank).
í Lk. 19:23 er gert ráð fyrir því sem
sjálfsögðu að menn leggi peninga
í banka og fái vexti. En jafn ljóst
er að kristnir menn mega ekki gera
sig seka um okur. „Okrarinn er
morðingi. Sá sem stelur daglegu
brauði frá einhveijum öðrum hann
fremur morð á sama hátt og sá sem
lætur einhvem deyja úr hungri og
farast. Einmitt þannig ber okrarinn
sig að og samt situr hann ömggur
og fastur á sínum stól þó að hann
ætti réttilega að hanga í gálganum
og verða uppétinn af hröfnum jafn-
mörgum og þeim sem hann hefur
rænt gullinu." (Luther).
Okrarinn notfærir sér nefnilega
neyð annarra, léttúð eða fákunnáttu
til að draga sér ósanngjaman hagn-
áð með því að þvinga þá til að borga
hærri vexti en þá sem aðrir þyrftu
að borga við eðlilegar aðstæður.
Úlfljótur G. Jónsson þýddi lauslega úr
„Biblisk uppslagsbok. Handbok för
bibellásare".
ÚlQjótur G. Jónsson
DULRÆN FYRIRBÆRI
Til Velvakanda.
Nokkum veginn má trúa dulræn-
um fyrirbæmm séu þau áþekk
meðal ólíkra þjóða um alla veröld-
ina. Nútíma menntunarfólk verður
lítt vart fyrirbæra þessara, enda
oftast í ys, streitu og hávaða, með
hugann fullan, í algem tímahraki,
enda veitist ofur veniulegu fólki í
holdlíkama erfítt að ná til þess,
hvað þá öðmm vemm minna áber-
andi.
Oft hafa dulræn fyrirbæri á sér
þjóðlegan blæ eins og huldufólkið
í klettum Kópavogs, eða þegar gyðj-
an Tonantzjin (mamma litla) birtist
eimana ungum sveini í nánd við
eyddan helgistað 1531.
í flestum trúarbrögðum er gert
ráð fyrir einhvers konar sælustað
eftir líkamsdauðann, enda „f húsi
Föðurins margar vistarvemr". Að
vísu em margir sælustaðir ekki allt-
af geðþekkir þeim er aðhyllast önn-
ur trúarbrögð eða félagslegt um-
hverfí. Til dæmis hafa ekki allir
áhuga á að berjast daglangt ár og
síð og ganga ósárir að kveldi í
Valhöllu, jafnt fallnir sem sigurveg-
arar. Sum jarðnesk fyrirbæri hafa
verið talin af himneskum uppmna
t.d. Chopin-ballada eða verk fímmta
guðspjallamannsins Jóhannesar
Sebastians Bach. Ekki er sama í
hvaða landi óvita bam tekur að
ræða um fortilvem. Indland eða
Nepal em slíkum krúttum einna
hagstæðust. Helst em það fátæk
böm í tilfinningakreppu sem sjá og
heyra Maríu Guðsmóður og þarf
enginn að vera hlessa á því.
Stundum verður grandalausu
fólki mjög bilt við er það sér óvænt
svip einhvers er dáið hefur snöggum
slysadauða. Heimskulegt og hjarta-
laust er að yfirheyra slíkt fólk með
aulaspumingum sem koma málinu
ekkert við, hafí því orðið það á að
trúa einhveijum fyrir reynslu sinni.
Þeim sem haldnir em gimd, und-
irferli, græðgi, lygum og griðrofum
er ekki sælustaður ætlaður í neinum
trúarbrögðum. Þeir sem em í ofur-
valdi vímuefna fá það hlutskipti að
eigra illa haldnir innan um sína líka.
Reyndar getur hver maður athugað
mismuninn á því að eiga kyrrláta
stund í kirkju sem stendur opin, eða
dvelja í dagrökkri mannlausra
áfengisneyslustaða á meðan starf-
semi liggur niðri.
Algengt er á íslandi að menn
skynji Jesú Krist, þó tíðarandi vami
flestum að segja frá. Margir sem
sleppa naumlega úr sjávarháska
hafa frá sælustað að segja. Stúlku-
bam eitt sem hætt var komið af
hitasótt sagðist hafa borist í átt til
blárrar stjömu á bylgjum ljóss og
iita, enda tæpast nokkuð fegurra
en regnbogalitimir og ekki er það
verra ef fjórar slitróttar tónaraðir
heyrast um leið.
Bjarni Valdimarsson
SVÍNAKJÍT
GULLASCH............ KR. 696
M/KRYDDUÐUM HRÍSGRJÓNUM
SNITCHEL............KR. 895
SMÁRÉTTIR...........KR. 735
M/GRÆNMETI
KÓTILETTUR..........KR. 795
HNAKKI BEINLAUS....KR. 699
Hamborgarahryggir...KR. 655
HAMBORGARALÆRI.. KR. 595
BAYON SKINKA........KR.695
FOLALD
SNITCHEL..........KR.795
GULLASCH..........KR. 665
FILLET............KR. 820
MÖRBRÁÐ...........KR. 820
HAKK..............KR.210
SMÁSTEIK..........KR. 305
PIZZA KYNNING!
VERÐ AÐEINS
KR/STK STÆRRI GERÐ
FIMMTUDAG OPIÐ TIL 18.30
FÖSTUDAG OPID TIL 19.30
LAUGARDAG OPIÐ TIL 16.00