Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
t
Móðir okkar,
ELISABET EINARSDÓTTIR,
áður búsett é Linnetstíg 9b,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði hinn 14. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börnin.
t
Móðir mín,
SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR
kaupkona,
lést 6. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund-
ar, ásamt trúsystkinum úr Fíladelfíusöfnuðinum og ættingjum og
vinum, sem mundu eftir henni í veikindum hennnar.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Jóhannesson.
t
Bróðir minn,
HÁLFDÁN ÓLSEN GUÐMUNDSSON,
lést í Borgarspítalanum 14. febrúar.
Guðrún Guðmundsdóttír og fjölskylda.
t
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR SÍMONARSON,
Melabraut 5a,
Seltjarnarnesi,
lést á heimili sínu þann 14. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
VIGDÍS BRUUN MADSEN,
Hringbraut 58,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin föstudaginn 17. febrúar kl. 15.00 í Víðistaða-
kirkju Hafnarfirði.
Jens Erllngsson, Sólveig Erllngsson,
Guðrún B. Madsen, Ragnar Jónsson,
Karen B. Madsen, Sigurður Ingólfsson
og barnabörn.
t
Hjartkær eiginkona mín,
KRISTJANA H. EINARSDÓTTIR SCHMIDT,
Furugrund 66,
verður jarðsett á morgun, föstudaginn 17. febrúar kl. 10.30, frá
Fossvogskirkju.
Robert Schmidt,
Bernhard Reynir Bryndís Gfsladóttir,
Ágúst Robert, Birna Skarphéðinsdóttir,
Kristján Grétar, Vala Hallbjörnsdóttir,
Kjartan Leo, Ragnhelður Friðsteinsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir ókkar, tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN BERENTSSON,
Túngötul, ^
Sandgerði,
er lést 6. febrúar, verður jarösunginn frá Hvalsneskirkju laugardag-
inn 18. febrúar kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeir sem vildu minnast hans, vin-
samlegast láti líknarstofnanir njóta þess.
Hólmfríður Björnsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við fráfall og útför
GÍSLA KÁRASONAR
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands.
Guð blessi ykkur.
Sigrfður Jónatansdóttir,
Anna Edda Gfsladóttir, Birglr Steinþórsson,
Margrét Stefanfa Gfsladóttir,
Þórdfs Lilja Gfsladóttir, Þráinn Hafsteinsson,
Konráð Breiðfjörð Pálmason, Marfn Slgurgeirsdóttir.
Minning:
Sigurður Gísla-
son kaupmaður
Fæddur 10. apríl 1910
Dáinn 7. febrúar 1989
Það er erfitt að trúa því að hann
afi Siggi sé dáinn. Þó hann væri
búinn að stríða við erfíðan sjúkdóm
í þó nokkur ár, þá vonuðumst við
eftir að hann ætti langt eftir hér á
jörðu. En hann lést í Borgarspítal-
anum þann 7. febrúar.
Afi fæddist á Patreksfirði 10.
apríl 1910, ellefti í röðinna af 13
systkinum, og af þessum stóra hópi
eru aðeins 3 á lífi. Foreldrar hans
voru Gísli Sigurðsson trésmiður og
Kristjana Sigríður Pálsdóttir.
Um fermingaraldur fluttist hann
til Reykjavíkur þar sem hann stund-
aði ýmsa atvinnu um árahil, eða
þar til hann stofnaði Ávaxtabúðina
um miðjan fertugasta áratuginn.
Ávaxtabúðin var lengst af við Óð-
instorg, eða þar til afi hætti verzlun-
arrekstri fyrir um 15 árum.
22. októBer 1935 kvæntist hann
Jósefínu Guðnýju Björgvinsdóttur,
eða ínu ömmu eins og við krakkam-
ir kölluðum hana. Þau hjónin eign-
uðust 4 böm. Elst er Rósa móðir
okkar, gift Gunnari Jóhannessyni,
búsett í Seattle. Gísla Albert misstu
þau á unga aldri, aðeins tæpra
tveggja ára. Næst er Erla, gift Jóni
Eiríkssyni, búsett í Reykjavík,
yngstur er Gísli, einnig búsettur í
Reykjavík.
Ina amma lést fyrir aldur fram
2. maí 1982, og var það mikill miss-
ir fyrir okkur öll, sérstaklega afa.
Við bamabömin emm 7 samtals
og bamabörnin eru orðin 6.
Það er alltaf gaman að koma á
Óðinsgötuna til afa og ömmu. Þá
fór maður alltaf fyrst inn til ömmu
þar sem ýmislegt góðgæti var á
borðum og leikföngin biðu á stiga-
pallinum. Síðan var farið út í búð
að hitta afa þar sem oft var horft
löngunaraugum á sælgætisborðið
ög hafði afi gaman af, og rétti svo
mola yfir borðið. Stundum fékk
maður að hjálpa til í búðinni, þó
sjálfsagt megi deila um hversu mik-
il hjálp var í okkur, og einstöku
sinnum fengum við að fara niðrá
lager með afa að sjá ,jólasveininn“.
Jafiivel þegar við urðum eldri og
bjuggum í úthyerfum borgarinnar,
þá þótti það ekki bæjarferð vera
ef við komum ekki við á Óðins-
götunni.
Afi og amma voru alltaf mjög
stór hluti af lífi okkar. Á jólunum
komum við öll saman og hefði okk-
ur ekki fundist nein jól vera án afa
og ömmu og á afmælum okkar létu
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við frófall og jarðarför
LAUFEYJAR PÁLSDÓTTUR.
Ragna Blandon,
Sígurður Haukur Lúðvígsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls
GUNNARS HANSSONAR.
Hulda Valtýadóttir,
Kristfn Gunnarsdóttir, Stefén P. Eggertsson,
Helga Gunnarsdóttlr, Michael Dal,
Hildigunnur Gunnarsdóttlr, Ásgeir Haraldsson,
Hanna Þórðarson, og fjölskylda.
t
Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur vináttu og samúð
við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs og dóttursonar,
MAGNÚSAR GRÉTARS HEIÐARSSONAR.
Jón Heiðar Magnússon, .
Óli Þór Heiðarsson,
Valdfs Heiðarsdóttir,
Lérus Heiðarsson,
Júlfanna Guðmundsdóttir,
Kolbrún Leifsdóttir
Guðrún Sveinsdóttir,
Hörður Jónsson,
Leifur Heiðarsson,
Lérus Björnsson.
t
Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
SIGURJÓNS ÞORSTEINSSONAR,
Kleppsvegi 58,
Reykjavfk.
Ásta Haraldsdóttir,
Guðmundur Péll Jónsson, Haraldur Jónsson,
Guðrún H. Jónsdóttir, Elfsabet G. Jónsdóttir,
Helga Jónsdóttir.
t
Þökkum innilega öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð
við fráfall og útför sambýlismanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
EGGERTS LOFTSSONAR,
Kleppsvegi 6.
Mélfrfður Slgfúsdóttlr,
Matthfas Eggertsson, Margrét Guömundsdóttir,
Guðbjörg Eggertsdóttir, Kristjén Aðalbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
4
þau sig aldrei vanta. Þær voru líka
ófáar nætumar sem við fengum að
gista þar, alltaf vorum við velkom-
in, og þá var oftast farið í bíltúr,
annaðhvort eitthvað út úr bænum
eða niðrá höfn og í vesturbæinn að
kaupa ís.
Aldrei gleymast heldur veiðiferð-
imar á Amarvatnsheiðina. Við
bræðumir voram búnir að heyra
talað um þær í mörg ár af báðum
öfunum okkar og pabba, og loksins
urðum við nógu stórir til að fá að
vera með í „karlaveiðiferð". Þvílíkt
ævintýri.
Afí varð aldrei samur maður eft-
ir að amma dó, en mamma fékk
hann til að koma með sér til Seattle
um tímá, en þangað fluttum við
fyrir um 10 áram. Við reyndum öll
að stytta honum stundir eins og
hægt var, og mikið fannst honum
gaman að fá að dunda sér við að
mála húsið og grindverkið hjá
mömmu og pabba og ekki var lak-
ara að hafa billjard í kjallaranum.
Hann bókstaflega yngdist um mörg
ár við að riija upp uppáhalds tóm-
stundagamanið frá unglingsáran-
um og stóð honum enginn á sporði
í þeim leik.
Ekki leið á löngu þar til hann
lagði upp í aðra Ameríkuferð og þá
í fylgd með Gísla frænda. Það vora
ánægjuleg jól og áramót, en um
leið þau síðustu sem við höfðum
afa hjá okkur.
Afí var rólegur og þolinmóður
maður, hafði gaman af að glíma
við allskonar gestaþrautir og púslu-
spil og að spila á spil. Hann kenndi
okkur að leggja kapal og á sína
rólegu vísu var hann hrókur alls
fagnaðar.
Um áratuga skeið var hann virk-
ur meðlimur í Oddfellowreglunni, í
stúkunni Þórsteini nr. 5, og átti
hann þar margt góðra vina og fé-
laga. Það þurfti eitthvað mikið að
bjáta á til að afi sleppti stúkufundi
á fimmtudegi og sýnir það best
hversu hjartfólginn félagsskapurinn
og reglan var honum.
Við vitum að söknuðurinn er
jafnsár hjá frændum okkar og
frænku, Sævari, Sigga, Guðna og
Dagnýju, og minningamar þær
sömu sem koma upp í hugann þessa
dagana. Við höfum ekki getað hitt
afa eins mikið og við hefðum viljað,
en á svona stundum er erfítt að búa
langt í burtu. Mamma og pabbi
fylgja afa síðasta spölinn, en við
bamabömin í Ameríku, makar okk-
ar og böm eram öll með hugann á
íslandi um þessar mundir og færam
skyldfólkinu heima á Fróni okkar
innilegustu þakkir fyrir góða
umönnun og hjálpsemi við afa
síðustuárin. Nágranna hans, Hall-
dóra, færam við sérstakar þakkir
svo og Bemharði húsverði og öðram
vinum og nágrönnum í Miðleiti 5
og 7.
Fyrir stuttu fór afi að tala um
að koma í heimsókn til okkar einu
sinni enn, en þetta er löng og erfið
ferð og fannst okkur best að hann
biði fram á vor og yrði hjá okkur
í sumar, en úr því gat ekki orðið,
sláttumaðurinn mikli sá fyrir því.
Afi verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
fímmtudag, klukkan 13.30.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Sandra, Birgir
og Haukur.