Morgunblaðið - 16.02.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1989
37
Þegar 1 króna verð-
ur að 600 krónum
eftirPétur
Pétursson
Margt er nú rætt og ritað um
lánskjör, vísitölu og vexti, gráan
markað og hvaðeina, er snertir
lífskjör og afkomu almennings.
Forsætisráðherrann hótaði nýverið
hnútasvipu í baráttu sinni við „verð-
bólguvandann". Hvort honum tekst
betur með því verkfæri en þeim sem
áður kváðust ætla að „koma bönd-
um á verðbólgubálið" skal ósagt
látið. Svo eru margir, sem hafa
talað um að „slá á verðbólguna".
Kunningi minn einn sem lenti í
harðbráki á gamlárskvöld fyrir all-
mörgum árum kvaðst ekki hafa
komist hjá því að stilla til friðar er
handalögmál upphófust á miðnætti,
(í gestaboði og boðflenna spillti
friði) rétt í þann mund er bálköstur
logaði glatt í nágrenni. Hann gekk
þannig frá friðarspilli, að eigin
sögn, að þar sem munnbólgunni
sleppti, þar tóku glóðaraugun við,
en þar sem nefíð hafði verið, þar
var hola. En það er allt önnur saga.
Við samanburð á vöxtum og
bankakostnaði er gilti í tíð ráðu-
neytis Hermanns Jónssonar árið
1942 og kjara þeirra er lántakendur
búa við nú má nefna eftirfarandi
dæmi. Þau sýna forvexti, stimpil-
gjöld og bankakostnað af sömu
lánsupphæð. Allar tölur eru auðvit-
að afstæðar, og samanburður allur
gerður með fyrirvara, en dæmið er
eigi að síður fróðlegt, og sannar
að fleira ber að telja til útgjalda
en vextina eina. Sagan er ekki öll
sögð með prósentutölu þeirra.
Bankakostnaður mun nú 0,65% af
víxlum er nema hærri upphhæð en
85 þúsund krónum. Fastur kostnað-
ur hinsvegar reiknaður lágmark kr.
620 og gildir þá einu hve lág skuld-
arupphæðin er. Við þetta bætist svo
stimpilgjald og vextimir sjálfir, eins
og þeir eru á hverjum tíma.
Víxilnóta frá árinu 1942 sýnir
að bankinn krafðist kr. 43,45 í
vaxtakostnað, bankaþóknun og
stimpilgjald fyrir víxilskuld að upp-
hæð kr. 2.550,- í 90 daga. Nú
krefst sami banki kr. 730,- í sama
kostnað fyrir sömu upphæð í sama
dagafjölda. Við nánari athugun
kemur í ljós að vaxtaupphæðin er
nærri þreföld nú, stimpilgjaldið nær
Pétur Pétursson
tvöfalt, en bankakostnaður rúmlega
600-faldast.
Ilöfundur er fyrrverandi þulur.
Royal Cristina
við Palmaströndina
(búðahótelið Royal Cristina er glæsilegra og betur
búið innan dyra sem utan, en flest önnur
sólarstrandahótel. fbúðirnar eru rúmgóðar og
smekklegar og allur búnaður þeirra eins og frekast
verður á kosið. Royal Cristina stendur við
Palmaflóann þar sem verslanir, veitinga- og
skemmtistaðir eru á hverju strái og 10 mín. akstur
inn til Palmaborgar.
HALL VEIGARSTÍG 1, SlMI 28388
Bók Kund-
era í ann-
arriútgáfu
BÓKAÚTGÁFA Máls og menn-
ingar hefur sent frá sér nýja
útgáfu bókarinnar „Óbærilegur
léttleiki tilverunnar", eftir
tékkneska rithöfundinn Milan
Kundera, i þýðingu Friðriks
Rafiissonar.
Skáldsaga þessi kom fyrst út
árið 1984 og var gefín út á íslensku
árið 1986. Helsta sögusvið bókar-
innar er Tékkóslóvakía árið 1968,
en leikur hennar berst víða.
Milan Kundera fæddist í Prag
árið 1929. Hann hefur fengist við
tónlist og kvikmyndir auk bók-
mennta og fengist við tónlist og
kvikmyndir auk bókmennta og hlot-
ið fjölmargar viðurkenningar fyrir
skáldverk sín. Árið 1975 fluttist
hann til Frakklands þar sem verk
hans koma út nú, þar eð þau fást
ekki birt í heimalandi hans.
þvottavélar
Úrvalsvestur-
þýskar þvottavélar.
5 gerðir
- hagstætt verð.
Góð greiðslukjör.
Einar Farestveit KCo.hf.
BORQARTÚNI28, SÍM118996.
L«IA 4 stoppar vlA dymar
ómœldri léttúð og lausung!!
Gleði- og gáskadrotthj'ngin EJsa Lxind ríður á vaðiö og lætur gámminn geysa ásamt flokki valinkunnra
gleðimanna í skammdegissprengju ársins. Sé.rstakir gestir okkar heittelskujðu^JEIsu eru m.a. galsa-
bræðurnir Halli og Laddi; raftæknirinn og stuðgjafinn Skúli Amper Oh,márssohVSmári ,,sjarmör“
Sjutt, skóari; Magnús, tjóndi; Valgerður Molíer og Leifur óheppni.
Undir og yfir og allt urp kring er svo stórsöngvarinn og feröagrínarinn Egill Óláfsson ásamt hinni
tón- og söngelsku hljómSV.eit Magnúsar Kjartanssonar. Og siðast en ekki sjst: gleðigjafinn Nadia
Banine. Stjórnandi og spennugjafi: Egill Eðvarðsson. . .'.'4" .
v
v Þriréttuö veislumáltiö aö hætti Elsu Lund. Hú,siö Opnar kl. 19.00.
Boröapantanir daglega i simum 23333 og 23335. — Elsa: ..Betra eráð gripa sima
panta i tima svo að ekki þurfi að hima úti í kulda og trekk meö mina".
v Sýningar öll föstudags- og laugardagskvöld.
Enginn býður betur en Þórscafé í vetur.