Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 127. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fréttir af böðulskap kínverska hersins berast út á land: Ibúar loka borgnm víðs vegar um Kína Þúsundir manna lokuðu aðalveginum til borgarinnar Kantón, syðst í Kína, í gær. Fregnir af voðaverkum hersins í Peking berast smám saman út á land og almenningur óttast nú innrás Alþýðuhersins í stærri borgir. Kveðjuorð kínverskra námsmanna: „Segið umheiminum hvað er að gerast!“ Peking. Hong Kong. Reuter og- Daily Telegraph. ALMENNINGUR vígg-irti borgir víðs vegar um Kína í gær til að búa sig undir innrás hersins, en Peking er enn sem komið er eina borgin þar sem herinn hefúr tekið völdin. Opinberir Qölmiðlar vöruðu þegna landsins við því að loka aðgönguleiðum til borga og þar kom fram að allt athafnalíf væri lamað í mörgum stórborgum Kína. Úr nærri hverju héraði bárust fréttir um óeirðir, sem eftit var til af samúð með fórn- arlömbum blóðbaðsins í Peking um helgina. Lýsingar útlendinga sem óðum streyma úr landi á atburðum helgarinnar eru hrikalegar. Vestur- þýskir námsmenn í Kína sem komu til Frankfurt í gær fýstu trega- fúllri skilnaðarstund með kínverskum vinum sem ekkert beið nema óvissan. Að sögn voru síðustu orð kínversku námsmannanna einatt: „Farið og segið umheiminum hvað er að gerast i Kína.“ Fréttamenn Reuters-fréttastofúnnar ræddu við belgísk hjón á flugvellinum í Bruss- el sem nýkomin voru frá Kína. Þau höfðu tekið tvö kínversk börn með sér en vildu ekki segja til nafns því foreldrar barnanna voru enn í Peking. Belgísku hjónin sögðu að það sem væri að gerast í landinu væri „ótrúlegt". í Shanghai, fjölmennustu borg Kína, var rofið gat á víggirðingu almennings þegár sex manns urðu undir lest sem kom brunandi inn í borgina. Ríkisstjórn Kína hefur fyrir- skipað öllum héraðs- og sveitar- stjórnum að sjá til þess að lestar- samgöngur gangi snurðulaust. Námsmenn í Nanjing sögðust hafa heimildir fyrir því að starfsfólk sjúkrahúsa byggi sig undir að taka á móti slösuðum og látnum komi til átaka. Útlendingar sem nú eru komnir til Hong Kong eiga vart orð til að lýsa óhugnaðinum í borginni Chengdu. Kaupsýslumaður frá Italíu sagði að á sunnudag hefði hann séð hermenn reka unglingsstúlku í gegn með byssusting. Annar sagði að í borginni logaði enn allt í óeirðum. Hermenn úr 27. herfylkinu höfðu miðborg Peking á sínu valdi í gær. Þeir ganga nú undir nafninu „böðl- arnir í Peking" eftir að hafa myrt þúsundir manna á sunnudag af ótrú- legri grimmd. Sjónarvottar segja að líklega séu hermennimir að búa sig undir átök við 38. herfylkið sem tal- ið er hliðhollt námsmönnum. í gær- morgun hófu hermennirnir úr 27. herfylkinu fyrirvaralaust skothríð á byggingar í hverfi í Peking þar sem hafast við sendimenn erlendra ríkja og fréttamenn. Enginn veit fyrir víst hver heldur um stjórnartauma í Kína. Orðrómur er á kreiki um að Deng Xiaoping, leiðtogi landsins, sé fársjúkur, Zhao Ziyang, fyrrum aðalritari flokksins, sé í stofufangelsi og Li Peng forsæt- isráðherra hafi verið særður alvar- lega í skotárás. Aðrir segja að helstu ráðamenn hafi yfirgefið höfuðborg- ina og hafist nú við í herbúðum í nágrenninu. Háttsettur bandarískur embættismaður sagðist í gær líta svo á að Deng væri enn hinn raunveru- legi ráðamaður í Kína en eins og svo oft áður sæju ráðamenn þar sér hag í því að sem mest leynd hvíldi yfir störfum þeirra. Sjá ennfremur fréttir á bls. 24. Reuter 174 menn farast með DC-8 þotu í Súrinam Paramaribo, Súrinam. Reuter. ÞOTA af gerðinni DC-8 brotlenti í gær í aðflugi í svartaþoku að Zanderij-flugvellinum við Param- aribo, höfuðborg Súrinams, með Líklegra að sýktir menn . fái alnæmi en áður var talið Montreal. Reuter. NIÐURSTÖÐUR lengstu rannsókna sem farið hafa fram á sjúk- dómnum ainæmi renna stoðum undir þá kenningu að allir ein- staklingar sem á annað borð fá alnæmisveirusmit verði sjúkir af alnæmi fyrr eða síðar. Þetta kom fram í máli George Ruther- fords, sem sæti á í Heilbrigðismálaráði San Francisco-borgar, á 5. Alþjóðlegu alnæmisráðstefnunni sem sett var í Montreal í Kanada sl. sunnudag og stendur í viku. Alnæmi var ekki opinberlega talið sjúkdómur í Bandaríkjunum fyrr en 1981. Starfsmenn Heil- brigðismálaráðs San Francisco hófu hins vegar söfnun blóðsýna strax árið 1978 til að undirbúa rannsóknir á lifrarbólgu sem þá stóðu fyrir dyrum. Þessi sýni hafa komið í góðar þarfir við alnæmis- rannsóknir. Niðurstöður sýna að engar líkur eru á því að forstigs- einkenni greinist í einstaklingi einu ári eftir að smit á sér stað. Fjórurn árum eftir smit eru líkurn- ar 10% og níu árum eftir smit eru 43% líkur á því að einkenni grein- ist. 54% af 6.700 samkynhneigð- um og tvíkynhneigðum körlum sem reyndust sýktir af alnæmis- veiru fyrir tíu árum samkvæmt rannsókn á blóðsýnunum hafa a.m.k. fengið forstigseinkenni. Fyrir utan fundarstað í Montreal var krafist nafnleyndar þeirra er gangast undir alnæmispróf. þeim afleiðingum að 174 menn a.m.k. biðu bana. 14 manns voru sagðir hafa komist lífs af. Um borð voru 178 farþegar og 10 manna áhöfti. Líkur voru taldar á að bilun hefði orðið í þotunni þar sem hún hafði gert tvær árangurslausar tilraunir til lendingar á flugvellinum. Skall hún til jarðar í um þriggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum í þriðju aðflugstilrauninni. Leiðsögutæki fyr- ir aðflug er ekki á flugvellinum og verða flugmenn því að sjá hann til þess að geta lent þar. Þotan var ein rjúkandi rúst þegar björgunarmenn komust á slysstað. Verksummerki þóttu benda til þess að hún hefði endastungist eftir að hún skall til jarðar og splundrast. Þotan var frá flugfélagi Súrinam og var að koma úr áætlunarflugi frá Amsterdam í Hollandi, en þaðan er um 10 stunda flug. Sex stunda seink- un varð á brottför frá Amsterdam. Súrinam er fyrrum nýlenda Hollend- inga í norðaustanverðri Suður- Ameríku. Með þotunni fórust súrinamskir knattspyrnumenn, sem leikið hafa með atvinnuliðum í Hollandi. Enn- fremur fórst Lew Yen Tai yfirmaður herafla Súrinams og annar háttsett- ur herforingi. Olía lækkar í verði Vínarborg. Reuter. OPEC, Samtök olíuútflutnings- ríkja, sömdu í gær um nýja fram- leiðslukvóta fyrir síðustu sex mán- uði þessa árs. Heildarframleiðsla ríkjanna verður samkvæmt því 19,5 milljónir fata á dag sem er einni milljón meira en verið hefur. Olía lækkaði í verði á heimsmark- aði við þessi tíðindi. Frá því á mánudag hafa olíumála- ráðherrar OPEC-ríkja deilt um fram- leiðslukvóta í höfuðstöðvum samtak- anna í Vínarborg. Kuwait og Saudi- Arabía þrýstu einkum á um fram- leiðsluaukningu og vísuðu til þess að olíuverð hefur hækkað um allt að_50% á þessu ári. í New York lækkaði verð á fatinu af hráolíu frá Texas um 60 sent nið- ur í 19,85 dali þegar fréttist að auk- in framleiðsla OPEC-ríkja væri í vændum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.