Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 22
82 22 Flóðí Sri Lanka Kegalle. Reuter. Samkvæmt opinberum tölum hafa í það minnsta 310 manns farist og 100.000 manns slas- ast í mestu flóðum.í Sri Lanka í yfir 40 ár. Flóðin hófust fyr- ir sex dögum og hafa 200.000 þúsund manns misst heimili sín. Opinberir embættismenn sögðu að flóðið væri í rénun sumsstaðar en í vexti annars- staðar. íbúar höfuðborgarinn- ar Colombo eru nú í hættu því vatnsborð árinnar Kenali sem rennur í gegnum borgina er 25 cm yfir hættumörkum. Um 30.000 íbúar sem búa við bakka árinnar hafa flúið heim- ili sín. írland: Haughey spáð 47% fylgi Dublin. Reuter. Vinsældir Charles Haugheys, forsætisráðherra írlands, hafa dvínað ef marka má skoðana- könnun sem birt var í dag- blaðinu Irish Independent á þriðjudag. Haughey boðaði til kosninga 15. júní nk. eftir að minnihlutastjórn hans beið lægri hlut á írska þinginu í sjötta sinn á tveimur árum. Samkvæmt skoðanakönnun- inni hafði flokkur Haugheys, Fianna Fail, fylgi 47% að- spurðra sem er 7% fylgistap frá því í skoðanakönnun blaðs- ins í síðasta mánuði. í könnun- inni kom fram að 6 af hverjum 10 Irum íhuguðu að flytja úr landi á síðasta ári. Atvinnu- leysi er hvergi hærra innan EB en á írlandi. 30.000 manns flytjast úr landi á hvetju ári. Noregur: F-16 þota springur Bode. Reuter. Orrustuþota af gerðinni F-16 í eigu norska flughersins sprakk í loft upp á þriðjudag þegar verið var að prófa hreyfla hennar á jörðu niðri, að sögn talsmanns norska vamarmálaráðuneytisins. Slys urðu ekki á mönnum. Norskir embættismenn hafa lýst yfir efasemdum um ágæti hinna bandarísku F-16 orrustuþotna. Af 72 þotum sem Norðmenn keyptu á áttunda áratugnum hafa 11 farist. Sovétríkin: Hungurverk- fall hjóna Gcnf. Reuter. Sovétmaðurinn Vladímír Balakhonov, sem í 15 ár sat í fangelsi og vinnubúðum í Sov- étríkjunum sakaður um land- ráð og undirróðurstarfsemi, lýsti því yfir á þriðjudag að hann og kona hans, Gaiína, hefðu hafið hungurverkfall til knýja sovésk stjórnvöld til að leyfa henni að yfirgefa Moskvu og fara á sinn fund í Genf í Sviss. Balakhonov var látinn laus í apríl sl. en stjórnvöld hafa þrisvar sinnum hafnað bón konu hans um brottfarar- leyfi á þeim forsendum að hún búi yfir ríkisleyndarmálum. Balakhonov sagðist hafa ritað Helmut Kohl, kanslara Vest- ur-Þýskalands, bréf og beðið hann um að tala máli sínu við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleið- toga sem er væntanlegur í opinbera heimsókn til Bonn í þessum mánuði. Q86i ÍHÚl. .8 JWOACITJTMMi'3 (HCtAJHláUQíiOM ' MORGUNBLABIÐ FÍMMTUDAGUR-8. JUNI 1989 Reuter Hundruð þúsunda manna voru við minningarathafnir um Khomeini í gær en allt að 11.000 manns hafa slasast í troðningnum og ótiltek- inn fjiildi látið lifið. * Iran: 200 ára afinæli frönsku byltingarinnar: Öll hótelherbergi í París fiillbókuð Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÞAÐ fer hver að verða síðastur að tryggja sér hótelherbergi sem ætlar sér að fylgjast með hátíðarhöldunum í París í júlí vegna 200 ára afmælis frönsku byltingarinnar. Samkvæmt könnun sem ferða- málaráð Parísar framkvæmdi á dögunum í kjölfar beiðni frá menning- ar- og ferðamálaráðuneytinu, eru öll þau 85.000 herbergi, sem er að finna á hinum 1.865 hótelum Parisar, fullbókuð og rúmlega það. Enn virðist vera hægt að krækja eru nú óðum að fyllast. Talið er að í herbergi í 25-30 kílómetra fjar- nokkuð sé um tvöfaldar bókanir af lægð frá borginni en jafnvel þau öryggisástæðum en einnig hefur --------------------- borið á því að herbergi hafi verið pöntuð af mönnum einungis í því skyni að geta selt þau óforsjálum ferðamönnum á okurverði síðar. Uppgjöri klerkaflokk- anna skotið á frest Teheran, Nikósíu. Reuter. ALI Khamenei, eftirmaður Khomeinis sem leiðtogi írana, hét því í gær að víkja hvergi af byltingarbrautinni og hafa í heiðri kenningar erkiklerksins látna. Fréttaskýrendur eru hins vegar sammála um, að í svipinn að minnsta kosti séu það tiltölulega hófsamir menn, sem fari með völdin í Iran. Útför Khomeinis var gerð á þriðjudag en í gær voru enn hundr- uð þúsunda eða jafnvel milljónir manna við grafreitinn þar sem hann var jarðsettur og við minningarat- hafnir víða um Teheran. Var fjöldi sjúkrabíia á ferðinni við að flytja burt fólk, sem hafði slasast í troðn- ingnum, en talið er, að allt að 11.000 manns hafi orðið að fá lækn- ishjálp af þessum sökum og ótiltek- inn fjöldi látist. Margir höfðu búist við, að við lát Khomeinis kæmi til uppgjörs milli andstæðra klerkafylkinga og því vakti það nokkra undrun hve fljótir klerkarnir voru að koma sér saman um Khamenei sem leiðtoga. Hefur hann lengi verið í hópi fijálslyndra manna og svo er einnig um Ali Akbar Rafsanjani, forseta þingsins, sem er í raun valdameiri en Kham- enei. Klerkarnir skiptast í tvo megin- flokka og aðallega með tilliti til- efnahagsmálanna. Vill annar ríkis- afskipti á öllum sviðum en hinn vill auka hlut einkaframtaksins. Almennt er litið svo á, að dauði Khomeinis muni greiða götu þeirra síðamefndu en með erfðaskránni, sem hann skildi eftir sig, færði hann öfgamönnunum þó ýmis vopn í hendur. í henni hvetur hann landa sína til að standa vörð um „hið guðlega kerfi, sem lýtur hvorki guðleysingjunum í austri né kúgur- unum í vestri" og teija fréttaskýr- endur, að Khamenei og Rafsanjani ásamt stuðningsmönnum þeirra verði því að sýna mikla kænsku í glímunni við öfgamennina. Þeir verði að ýta þeim varlega til hliðar en ávallt með orð Khomeinis á vör- um. Ástæða þessarar miklu ásóknar í höfuðborg Frakklands í júlí má auðvitað fyrst og fremst rekja til hátíðarhaldanna í kringum bylting- arafmælið, sem ná hámarki sínu dagana 12.-17. júlí. Þá daga verður miðborg Parísar lokað fyrir allri umferð og munu þijátíu þúsund lögreglu- og slökkviliðsmenn fylgja þeirri ákvörðun eftir. Til að hvetja fólk enn frekar til að skilja bifreið- ina eftir heima verður ókeypis í strætisvagna og neðanjarðarlestar Parísar á aðalhátíðisdeginum, þ.e. 14. júlí. Yfirvöld telja það auðvitað ófært ef hótelherbergjaskortur verður til þess að fólk missi af byltingar- afmælinu og er nú verið að athuga hvort unnt verði að koma ferða- mönnum fyrir í borgum í 100-200 kílómetra fjarlægð frá París, s.s. Reims, Rouen, Troyes, Chartres og Orléans. Ef af þessu verður er ætl- unin að feija fólk fram og til baka með aukalestum bæði kvölds og morgna. Valdastöður í Sovétríkjunum: Menn Gorbatsjovs kosn- ir eftir harðar umræður Moskvu. Reuter. TVEIR stuðningsmenn Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga voru í gær tilnefndir í valdastöður af hinu nýja Æðsta ráði Sovétríkjanna. Nikolaj Ryzhkov, sem gegnt hefur embætti forsætisráðherra í fjögur ár, var endurkjörinn og Gennadíj Kolbin hlaut stöðu formanns Eftir- litsnefndar alþýðunnar sem talin er mjög valdamikil stofiiun. Margir deildu hart á Ryzhkov í umræðum í ráðinu og sögðu hann ábyrgan fyrir sleifarlagi í efiiahagsumbótum. Gorbatsjov skýrði frá því að mælt yrði með Borís Jeltsín til formennsku í nefnd ráðsins er hafa mun yfirumsjón með byggingaframkvæmdum. Ryzhkov er 59 ára gamall og tók við embætti fimm mánuðum eftir að Gorbatsjov var kjörinn leiðtogi kommúnistaflokksins. Hann er einn af fáum sovéskum forystumönnum sem ekki hófu framabraut sína í flokksstarfi en Ryzhkov starfaði í iðnaði. Hann var lengi litt áberandi en komst mjög í sviðsljós fjölmiðla er hann stjórnaði viðreisnarstarfi fyrstu dagana eftir jarðskjálftana í Ármeníu í desember síðastliðnum. Síðar hefur hann gagnrýnt harka- lega byggingafúsk sem margir telja að hafi orðið til að auka mjög mann- tjónið í Armeníu. Margir fulltrúar í Æðsta ráðinu hrósuðu framgöngu ráðherrans í Armeníu en hann var einnig brýnd- ur til átaks í efnahagsmálunum. Sumir kenndu honum um áfram- haldandi léleg lífskjör. „Þú verður að vera ákveðinn og vinna mark- visst að því að koma okkur út úr efnahagsógöngunum; venjulegt fólk getur ekki fengið einföldustu hluti í verslunum,“ sagði einn full- trúinn við Ryzhkov en umræðunni var sjónvarpað um allt landið. Ann- ar fulltrúi sagði að nýiegar skýrslur frá ríkisstjórninni bæru keim af gömlu skrifræðisstefnunni og „áróðri og slagorðum." Ryzhkov hét því að leggja megin áherslu á bætt matvælaframboð en tók fram að útilokað væri að leggja af miðstýr- ingu efnahagsmála; það myndi hafa upplausn í för með sér. Á fundi fulltrúaþingsins síðar um daginn skýrði hann frá því að lögð yrði niður sérstök deild í heilbrigðis- málaráðuneytinu sem annast hefur Nikolaj Ryzhkov. Reuter umönnun æðstu ráðamanna. Margir fulltrúar vildu að Borís Jeltsín, sem hefur verið í farar- broddi róttækra umbótasinna í kommúnistaflokknum og gagnrýnt forystuna, fengi formennsku eftir- litsnefndarinnar. Hann stöðvaði þær umræður sjálfur með því að segjast æskja samstarfs við Gorb- atsjov í von um að umbótastefnan næði fram að ganga. Jafnframt lýsti hann stuðningi við Kolbin. Ryzhkov og Kolbin voru báðir til- nefndir með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða en 17% Æðstaráðs- manna létu þó hjá líða að styðja Kolbin. Fulltrúaþingið þarf að stað- festa báðar tilnefningamar. * Israel: Arabar á Gazasvæðinu auðkenndir Gaza, Reuter. ÍSRAELAR hófú á þriðjudag áætlun, sem miðar að því að herða eftirlit með Palestínuaröbum á landamærunum við Israel. Sérstök nafnskírteini með segpilrönd hafa verið gefin út til 1.000 Palestínu- araba á Gaza-svæðinh og munu skírteinin auðvelda landamæravörð- um að hindra Palestínuaraba, sem grunaðir eru um undirróður gegn Ísraelsríki, að fara inn í ísrael. ísraelsk yfirvöld afléttu útgöngu- banni í þremur þorpum á Gaza- svæðinu, til þess að íbúum þess gæfist kostur á að fá skírteini út- gefin. Þessi ráðstöfun herðir einkum að Palestínuaröbum á Gaza-svæð- inu, en fyölmargir þeirra sækja at- vinnu til Israels. Þeir Palestínuara- bar, sem setið hafa í fangelsum í ísrael eða ekki hafa greitt skatta, fá ekki útgefin skírteini, en án þeirra munu þeir ekki fá að koma til ísraels. Gert er ráð fyrir að búið verði að gefa út skírteini til allra þeirra, sem þau fá á annað borð, eftir tvo til þijá mánuði. Palestínuarabar eru margir óánægðir með ráðstafanirnar, en áður var einu sinni búið að skipta um nafnskírteini og gera þeim að hafa sérstök bílnúmer. „Það er far- ið með okkur eins og útlenda verka- menn. Fyrst skiptu þeir um nafn- skírteini, svo var skipt um bílnúmer og nú þetta. Allt vegna intifada," sagði Palestínuarabi í þorpinu Deit Hanoun. Aðrir töldu þó að hin nýju skírteini myndu gera þeim auðveld- ara fyrir í ísrael og sögðu að nú ættu þeir að fá meiri frið fyrir lög- reglu, sem oft stöðvar þá og krefst þess að fá að kanna skilríki. Töldu þeir að tölvuvæðing nafnskírteina- kerfisins ætti að einfalda þau mál öll. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.