Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8.-JUNI 1989 21 A Alyktun sljórnar ABR: Lýst fiirðu á afskiptum for- manns Alþýðubandalagsins Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi nýkjörinnar sljórnar Al- þýðubandalagsins i Rcykjavík, 6. júní síðastliðinn. í tilefni af blaðaviðtölum við Árna Pál Ámason og fleiri vegna síðustu atburða í Alþýðubandalaginu í Reykjavík, svo og vegna yfirlýsinga Ólafs Ragnars Grímssonar formanns Alþýðubandalagsins, telur stjórn ABR nauðsynlegt að gera eftirfar- andi ályktun: 1. Það er í fullu samræmi við lög og stefnu Alþýðubandalagsins að stofna málefnahóp innan Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík (ABR). Ýmsar yfirlýsignar nokkurra félaga í ABR undanfarið sem varða stofnun nýs pólitísks félags í Reykjavík eru hins vegar villandi og ósæmilegar. Niðrandi ummæli um ABR félaga og meint ólýðræðisleg vinnubrögð í ABR verða vart flokkuð undir annað en klofningsiðju. Stjórnin bendir framkvæmdastjóm og miðstjórn á hversu alvarlegir atburðir það em, þegar minnihlutahópur í pólitískum efnum gengur úr flokksfélagi í því yfirlýsta skyni að leysa ágreinings- efni utan flokksfélagsins með aðstoð utanflokksmanna. 2. Röksemdir hópsins fyrir aðgerð- um sínum em rangar og ósannar. Forystumenn hópsins segjast ekki geta „rætt pólitík" í flokksfélaginu þótt augljóst sé að þeir hafa þar sama málfrelsi og aðrir flokksfélag- ar. Hitt er svo annað mál að ýmsar skoðanir forystumanna þess hóps hafa ekki hlotið hljómgrann eða þeim hafnað í lýðræðislegri umræðu á vettvangi ABR. Alþýðubandalagið í Ryekjavík vill gott og málefnalegt samstarf við Alþýðuflokkinn á flokkslegum jafiiréttisgrundvelli bæði í hreyfingu launafólks sem og í ríkisstjórn og borgarstjórn, þar sem það er til hagsbóta fyrir launafólk í landinu en hafnar skipulagslegum ruglingi við Alþýðuflokkinn undir núverandi forystu þess flokks. I því samstarfi á ABR að halda á lofti pólitískum steftiumiðum Alþýðu- bandalagsins eins og þau hafa verið ákvörðuð af landsfundum og miðstjórn flokksins. 3. Stjórn ABR furðar sig á því að formaður fiokksins Olafur Ragnar Grímsson skuli hafa reynt að 'gera aðalfund og löglega kjörna stjórn ABR tortryggilega og tekið afstöðu og jafnvel hvatt til stofnunar nýs félags hér í Reykjavík — ef marka má ummæli sem höfð vom eftir hon- um í DV. 4. Þær aðgerðir og yfirlýsignar sem hér hefur verið lýst, era ekki til þess fallnar að auka samheldni í Alþýðubandalaginu eða styrkja það til að vinna að framgangi mikilvægra stefnumála flokksins. 5. Stjórn ABR hefur í undirbún- ingi viðamikið starf og umræðu í félaginu og hvetur alla félaga ABR til að taka virkan þátt í því. Halldór Halldórsson, fyrsti íslenzki hjartaþeginn. Fegiim að hjarta fannst í tæka tíð - segir Halldór Halldórsson, fyrsti íslenzki hjartaþeginn „ÉG er feginn að það skuli hafa náðst í tæka tíð að finna hjarta handa Helga. Það mátti ekki tæpara standa,“ sagði Halldór Halldórsson lungna- og hjarta- þegi er Morgunblaðið spurði um viðbrögð hans við fregnum af öðrum íslenzka hjartaþeganum, Knappur flárhagur og átök marka útgáfii Þjóðviljans - útg-áfufrelsi dagblaða að mestu í höndum auglýs- enda, segir Árni Bergmann ritstjóri Þjóðviljans „STAÐA Þjóðviljans er afar erfið í dag. Þar veldur mestu knappur Qárhagur, útgáfan hefiir verið dregin saman og starfsmönnum verið fækkað. Ein afleiðing þess er brotthvarf tveggja ritstjóra, þó fleira komi reyndar þar við sögu. Mér þyk- ir leiðinlegt að svona skuli hafa farið því samstarf okkar þriggja var með ágætum. Nú stend ég einn uppi hér með rit- stjóranafnbót, en sannleikurinn er sá, að ég hafði ráðið mig hér sem eins konar varaskeifu. Á mínum herðum var hvorki verkstjórn né bein pólitísk stefnumótun, heldur skrif um tiltekna málaflokka. Mér líkar þetta eiginlega bölvanlega," sagði Árni Bergmann, ritstjóri ÞjóðviljanSj í samtali við Morg- unblaðið. Árni er nú einn rit- stjóri á Þjóðviljanum eftir brotthvarf tveggja kollega hans, þeirra Silju Aðalsteins- dóttur og Marðar Árnasonar. „Næstu vikur verður ný stjórn útgáfufélags Þjóðviljans að meta stöðuna og ráða nýjan aðalrit- stjóra,“ sagði Árni. „Tæpast verða tveir ráðnir vegna samdráttarins. Það eru mörg mál, sem þarf að leysa í senn, og auk ráðningar ritstjóra má nefna væntanlegan flutning í Blaðaprentshúsið, en hann er nú að nálgast. Oft er talað um að vandi Þjóð- viljans sé pólítísks eðlis og auðvit- að er nokkuð til í því. Lengi hafa verið átök innan Alþýðubanda- lagsins og meðal vinstrimanna og þau hafa að sjálfsögðu komið nið- ur á blaðinu. Samstöðuna hefur skort og blaðamenn Þjóðviljans hafa um of flækst inn í deilumar. Farsælast er, að mínu mati, að halda sig í hæfilegri ljarlægð frá slíkum eijum. Það er hins vegar alls ekki auðvelt því menn vilja ekki vera skoðanalausir. Hitt er svo að fjárhagsörðugleikar lítils dagblaðs eru í raun það, sem mestu ræður um útgáfu þess. Markaðsaðstæður eru slíkum blöðum afar óhagstæðar og hvert ár með tapi verður dýrt, þegar saman safnast. Enn fyrir nokkr- um árum lifðu smærri blöðin af meðal annars vegna þess að ódýrt var að skulda. Auglýsingaheimurinn ræður æ meira um líf og dauða fjölmiðla. Hann greiðir svo stóran hluta út- gáfukostnaðar, að sá, sem ekki nýtur hylli auglýsenda, er í mik- illi klípu. Það má nefna, sem dæmi um þetta, að mörg só- síal/demókratísk blöð á Norðurl- öndum, sem hafa átt aðgang að gildum sjóðum og skapað sé langa hefð, hafa orðið að gefast upp vegna þess að þau voru ekki sólar- megin í auglýsingaveröldinni. Borgaralegu blöðin hafa mikið forskot að þessu leyti og njóta að auki pólitísks velvilja auglýsenda. Svo annað dæmi sé nefnt: SF í Danmörku, Socialisk Folkeparti, fékk á sínum tíma 200.000 at- kvæði og náði þokkalega stóram þingflokki. Þrátt fyrir það varð SF að hætta útgáfu á blaði, sem var minna en Þjóðviljinn og var svo til auglýsingalaust. Margir átta sig ekki á því að hve miklu leyti auglýsendur hafa, ef ekki málfrelsi, þá að minnsta kosti útgáfufrelsi í höndum sér. Ég geri ráð fyrir því að útgáfu einhvers konar Þjóðvilja verði haldið áfram. Það eru nógu marg- ir, sem tengjast sósíalisma og rót- tækni, til að tryggja áframhald- andi útgáfu. Hitt er svo annað mál, að fjölmiðlaheimurinn hefur breytzt svo ört, að allar viðmiðan- ir og framtíðarspár era erfiðar. Umræðan um sameinað blað vinstri aflanna rís og fellur eftir gangi hvers og eins hinna þriggja dagblaða vinstrimanna. Hvert þessara blaða fyrir sig er það pólitískt á eigin vísu, að meiri háttar pólitíska ákvörðun þyrfti til að sameina þau. Séu menn að huga að slíku vakna auðvitað fjöl- margar spurningar um stefnu- mótun og framtíðina. Vilji menn í því tilefni vera virkilega svart- sýnir gætu þeir metið stöðuna svo, að það væri ekki endilega Arni Bergmann vandað, sameinað vinstrimanna blað, sem markaður er opinn fyr- ir, heldur eitthvert slúðurblað. Eins konar „Daily Horror“ — Dagleg hrelling. Umskipti í þessum heimi okkar eru öll svo hröð, að blöðin virðast ekki hafa náð að fylgjast með. Þau virðast í mörgum tilfellum hafa gleymt sér í daglegum frétta- flutningi, sem er aðeins einn af mörgum þáttum starfseminnar. Með það í huga, meðal annars, er mjög lítið hægt að fullyrða um framtíð Þjóðviljans. Hann á auð- vitað framtíð fyrir sér, en hver hún verður veit ég ekki. Ég ótt- ast ekki að deilur innan Alþýðu- bandalagsins gangi af honum dauðum, svo fremi sem menn verði málefnalegir í rifrildinu. Vinstrimenn eru reyndar miklu meiri einstaklingshyggjumenn en hægrimenn. Hægrimenn samein- ast í ríkjandi hefðum og hagsmun- um. Vinstri sinnar beijast fyrir minnihlutasjónarmiðum, róa gegn straumi, hver maður með sínu eigin áralagi, sem hann hefur til- einkað sér með nokkrum erfiðis- munum, og tekur því ekki í mál að sessunautur hans í vinstri bátn- um fari að leiðrétta það áralag,“ sagði Árni Bergmann. Helga Einari Harðarsyni, sem í var grætt hjarta í Lundúnum. Halldór varð fyrstur íslendinga til að fá grætt í sig hjarta í febrú- ar í fyrra. Halldór sagði að hjartaígræðslan hefði gjörbreytt sínu eigin lífi; ekki væH hægt að líkja því saman við tilvera hans áður. „Ég þekkti ekk- ert annað en að vera veikur, en mér skilst að Helgi hafí hins vegar verið hraustur þar til hann fékk hjartavírusinn, þannig að það gegn- ir dálítið öðra máli í hans tilviki," sagði Halldór. Halldór fer sjálfur út til Lundúna í næsta mánuði í eftirlit. í leiðinni hyggst hann heimsækja Helga og fjöiskyldu hans. Fyrirhugað er að Helgi verði fluttur á Harefield- sjúkrahúsið í endurhæfingu. Hall- dór var þar sjálfur eftir aðgerðina. „Fyrstu dagarnir og vikurnar skipta gífurlega miklu máli,“ sagði Hall- dór. „Það má alltaf búast við ein- hverri höfnun líkamans á hjartanu, en það eru til mjög góð lyf gegn slíku. Mér skilst líka að það sé auð- veldara að eiga við eitt ígrætt líffæri en tvö.“ Hann sagði að engin alvar- leg veikindi hefðu komið upp hjá honum sjálfum síðan hann komst í gegn um erfiðasta tímann eftir að- gerðina. Olísmál- inu frestað VALTÝR Sigurðsson borgarfógeti heftir frestað málflutningi í kröfu- gerð Landsbankans á hendur Olís. Málinu er frestað þar til mat þeirra manna, sem Valtýr hefur skipað til að fara yfir tryggingar Olís fyrir kröfum Landsbankans, liggur fyrir. Við málflutning í málinu í fyrra- dag lagði Olís fram tryggingar, sem talsmenn fyrirtækisins meta nægar fyrir þeim 75,6 milljónum króna, sem á vantaði er málflutningur hófst í síðustu viku. Þessar tryggingar vora m.a. í formi hlutabréfa og skulda- bréfa Atvinnutryggingarsjóðs auk tryggingarbréfa í fasteignum félags- ins. Landsbankinn hefur gert kröfu um kyrrsetningu í‘ eignum Olís fyrir skuld að upphæð 438 milljónum króna. Olísmenn meta andvirði þeirra trygginga sem þeir hafa lagt fram í málinu 540 milljónir króna. Hinsveg- ar er búist við að þessi upphæð lækki nokkuð í meðföram matsmannanna. BITLAVINAFELAGIÐ BÍTLAVINIR HAFA ALDREI VERIÐ BETRI EN EINMITT NÚ BANDALOG ÚTGÁFUDAGUR 20. JÚNÍ INNIHELDUR 2 LÖG MEÐ BÍTLAVINUM: ''DANSKA LAGIÐ" OG "MYND í HUGA MÉR" HLJÓMLEIKAR OG BÖLL BÍTLAVINAFÉLAGSINS INGHÓLL SELFOSSl BOLUNGARVÍK SÚGANDAFJÖRÐUR KRÚSIN, ÍSAFIRÐI STAPI HLAÐIR AKRANES PATREKSFJÖRÐUR BORG í GRiMSNESI HRiSEY SJALLINN, AKUREYRI SIGLUFJÖRÐUR ÝDALIR SÆVANGUR.HÓLMAV. MIÐGARÐUR KRÚSIN, ÍSAFIRÐI KRÚSIN, iSAFIRÐI MIÐVIKUD. 14. JÚNÍ FIMMTUD. 15. JÚNÍ FÖSTUD. 16. JÚNÍ LAUGARD. 17. JÚNÍ FÖSTUD. 23. JÚNÍ LAUGARD. 24. JÚNÍ FÖSTUD. 30. JÚNÍ LAUGARD. 1. JÚLÍ LAUGARD. 8. JÚLÍ MIÐVIKUD. 12. JÚLÍ FIMMTUD. 13. JÚLÍ FÖSTUD. 14. JÚLl LAUGARD. 15. JÚLÍ FÖSTUD. 21. JÚLl LAUGARD. 22. JÚLÍ FÖSTUD. 28. JÚLÍ LAUGARD. 29. JÚLi VERZLUNARMANNAHELGI: VESTMANNAEYJAR FÖSTUD. 11. LAUGARD. 12. FIMMTUD. 17. FÖSTUD. 18. LAUGARD. 19. FÖSTUD. 25. LAUGARD. 26. FIMMTUD. 31. FÖSTUD. 1. LAUGARD. 2. FÖSTUD. 8. LAUGARD. 9. ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST ÁGÚST SEPT. SEPT SEPT SEPT AKRANES AKRANES KIRKJUBÆJARKL. HORNAFJÖRÐUR NESKAUPSTAÐUR HLAÐIR STYKKISHÓLMUR SJALLINN DALVÍK MIÐGAROUR STAPI GLÆSIBÆR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.