Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTjJDAGjLJg, JþJRÍ q989 Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Sprengjan sem kom í trollið hjá Þuríði Halldórsdóttur GK. Sprengja Vognm. ÞURÍÐUR Halldórsdóttir GK 94 fékk sprengju í trollið aðfaranótt síðastliðins laugardags þegar skipið var að veiðum úti fyrir miðj- um Faxaflóa. Lögreglan í Keflavík tók sprengj- una í sína vörslu er skipið kom að landi í Vogum á laugardagsmorgun og færði sprengjuna til geymslu í Keflavík, þar sem sprengjan verður geymd þar til sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar tekur við henni, en þessi háttur var aðeins hafður vegna þess að það væri ekki talin hætta af sprengjunni sam- kvæmt heimildum hjá lögreglunni. Andrés Guðmundsson, skipstjóri á ítrollinu Þuríði Halldórsdóttur GK, segir svo algengt að sprengjur komi í trollið á þessu svæði að það teljist vart frétt- næmt Iengur. Þeir á Þuríði Halldórs- dóttur fengu eina sprengju í fyrri viku og samtals hefur hann komið með 10 sprengjur að landi frá því hann byijaði sem skipstjóri. Hann sagði að sprengjurnar væru ekki taldar hættulegar nema þær næðu að þorna þar sem þær væru í geymslubúningi. Þá segir hann að handbók sem Landhelgisgæslan hafi gefið út um helstu sprengjur sem kynnu að finnast hér við land hafí reynst sjófarendum vel. - EG Áskorun ASÍ og BSRB; Mikill samdráttur mjólkursölu SALA á mjólkurafurðum var mjög dræm í verslunum í gær, að sögn kaupmanna sem rætt var við, og í einstaka verslunum var salan nán- ast engin. Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, sagði að í gær hefði verið pantað tæplega 60% minna magn af mjólkurvörum frá Mjólkursamsölunni miðað við miðviku- daginn í síðustu viku. Að sögn Baldurs var eingöngu um að ræða samdrátt í pöntunum frá endursöluaðilum, en ekki hefði verið merkjanlegur neinn samdráttur í pöntunum frá öðrum fyrirtækjum, svo sem mötuneytum, sjúkrastofnun- uin og veitingahúsum. Hann sagði að framleiðsla á mjólkurvörum hefði verið dregin saman í samræmi við minni eftirspurn, og væri hún nú um 45 þúsund lítrar samtals af nýmjólk, léttmjólk, undanrennu, súrmjólk og ijóma, miðað við 105 þúsund lítra á miðvikudaginn í síðustu viku. Heiðar Vilhjálmsson, kaupmaður í Straumnesi í Breiðholti, sagðist hafa pantað venjulegt magn af mjólkurvörum á þriðjudag, en salan þá verið það dræm að hann hefði ekkert pantað í gær. Hann sagði söluna í gær hafa verið nánast enga. Oðrum kaupmönnum sem haft var samband við bar saman um að salan á mjólkurvörum hefði verið mjög_ dræm, og greinilegt væri að við- skiptavinirnir keyptu mun meira af ávaxtasafa og gosdrykkjum en venjulega. Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagðist harma að þessi vara skyldi sérstaklega vera valin, og það væri harkalegt að til- taka eina tegund framleiðsluvöru á þennan hátt. „Það kemur úr hörð- ustu átt að samtök launafólks ann- arra en bænda skuli mótmæla því að bændur fái launahækkun eins og aðrir. Ég hefði gjaman viljað sjá þessum aðgerðum beitt gagnvart öðrum vörum, sem mjólkin á í sam- keppni við, og hækkað hafa meira en mjólkin, eins og til dæmis gos- drykkir hafa gert. Ef menn hefðu viljað beina þessum mótmælum gegn ríkinu hefði verið eðlilegra að grípa til mótmæla sem hittu ríkið beint fyrir, en ekki saklausan þriðja aðila eins og bændur, og nefni ég þar til dæmis áfengi, sem ríkið hefur meiri tekjur af en nokkurri annarri vöru í landinu." Vildi stöðva innflutn- ing á bensíni og olíum Á miðstjórnarfúndi Alþýðusam- bands íslands, þar sem ákvörðun var tekin um fyrstu aðgerðir gegn verðhækkunum ríkissljórnarinn- ar, lagði Sigurður Oskarsson, for- seti Alþýðusambands Suðurlands, fram tillögu um að verkalýðs- hreyfingin stöðvaði innflutning á bensíni og olíuvörum. Sigurður lagði þetta til þar sem hann var mótfaliinn aðgerðum sem bitnuðu á bændum. Tillaga hans fékk ekki hljómgrunn samkvæmt því sem hann sagði þegar Morgunblaðið leit- aði staðfestingar hans á fréttinni. Kvaðst hann hafa setið hjá við af- greiðslu ályktunar um tilmæli til fólks að kaupa ekki mjólk í þijá daga í þessari viku. Gagnlegar SUMARBÆKUR ARNARogORLYGS ÖRN OG SÍÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866 Handbækur Arnar og Örlygs gagnast allri fjölskyldunni. í þeim er að finna mikinn fróðleik og leið- beiningar. Efni þeirra er sett fram á skýran og einfaldan hátt. VEGAHANDBÓKIN Traust leiösögn um land allt. Nákvæm vegakort með fróöleik um það sem á vegi verður. LÆKNINGAHANDBÓKIN Haldgott uppsláttarrit sem ómissandi er á ferðalögum og á hverju heimili. Efnisatriðum er raðað í stafrófsröð. TRÉ OG RUNNAR Handbók ræktunarmannsins. Leiðbeiningar um ræktun og hirðingu. Með 170 fitmynd- um. PLÖNTUHANDBÓKIN Ómissandi leiðarvísir úti í náttúrunni. Lit- myndir af megin þorra íslensku flórunnar og útbreiðslukort. FUGLAHANDBÓKIN Greiningarbók um íslenska fugla. Litmyndir j af flestum íslenskum varpfuglum, vetrar- gestum far- og flækingsfuglum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.