Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 41
MOKGUNBl-AÐIÐ 'FIMMTTIJDAGÖR &; JUNJí 1989 m undrunárefni, þegar grafin voru þarna undirgöng vegna verslunar- samstæðu í Kringlumýrinni. Þá voru til peningar, en það virðast aldrei hafa verið til peningar til að bjarga mannslífum gegnum tíðina þar uppi yfir. — Ég hefi bent mörgu ungu fólkinu á þessa staðreynd og Ólöfu einnig. Þetta skilur allt venju- legt fólk. Eg vona að þjöðfélagið greiði það gjald og heiðri þannig minningu Ólafar Kristjánsdóttur að byggð verði brúarmannvirki á þess- um stað. Þá hafa aðrir ekki heidur fallið þarna til einskis. Ég vil senda samúðarkveðjur mínar til foreldra, systra, annarra aðstandenda og vina Ólafar. Jafn- framt til vinar hennar Jóhanns Birgis Magnússonar og hans ijöl- skyldu, ennfremur til stúlknanna tveggja sem þarna áttu hlut að máli. Gylfi Guðjónsson, öku- kennari, Mosfellssveit. Stundum er sagt með hálfgerðu kæruleysi að „enginn viti ævi sína fyrr en öll er“, en ógurlega bregður manni þegar þér er tjáð að einhver nákominn hafi slasast lífshættulega í bílslysi og sé ekki hugað líf. I fyrstu neitar maður að trúa, en smám saman kemur viðurkenning á staðreyndum og sorgin. Þegar mér var sagj; af því að Ólöf Krist- jánsdóttir hefði slasast lífshættu- lega, gerði ég mér skyndilega grein fyrir því, hvílíkur tollur umferðar- menning okkar íslendinga er. Þú lest næstum daglega um einhver umferðaróhöpp í dagblöðunum, um dauðsföll í því sambandi, en áttar þig ekki á því í raun fyrr en það snýr að þér. Þannig fór fyrir mér. Það er verulegt áfall þegar ungling- ur í blóma lífsins hverfur skyndilega út úr lífi þínu svona fýrirvaralaust. Það er nú eini sinni svo að „maður er manns gaman“ og eitt það skemmtilegasta í tilverunni er að sjá heilbrigt og athafnasamt barn vaxa og dafna og stíga sín fyrstu skref á vandrötuðum vegi pkkar fullorðnu. Þannig var um Ólöfu. Ég kom inn í líf fjölskyldu hennar fyrir 10 árum, en þá var Ólöf átta ára. Náin tengsl hafa verið með okkur síðan, þó breyting á fjöl- skylduhögum hefði átt að breyta þar einhveiju um. Þvert á móti juk- ust tengslin ef eitthvað var. Ólöf var ákaflega réttsýnn krakki og hafði óhemju sterka réttlætis- kennd. Minnist ég margra rök- ræðna við hana um lífið og tilver- una þar sem ég mátti hafa mig allan við að fara ekki halloka í bar- áttunni um hvað væri rétt eða rangt. Kannski hefur hún oftar haft rétt fyrir sér þar sem réttlætis- kennd okkar fullorðinna er títt brengluð, en það stakk mig oft að svona lítill krakki skyldi hafa svo ríka réttlætiskennd og það mikla sannfæringu að baki um það, að það sem hún héldi fram væri rétt. Það má segja að þessi sterka rétt- lætiskennd hafi verið grunneðli Ólafar og á henni byggðist áhugi hennar á dýrum. Á þeim hafði hún mikinn áhuga og henni var í blóð borin hugsunin að fara vel með þau og láta þau ekkert skorta. Það er dálítið skrýtið hve þessi áhugi er mismikill milli systkina, en það virð- ist sem Ólöf hafi erft stóran hluta þess skerfs. Oft var hún ekki heima og þegar spurt var hvar hún væri var svarið iðulega: „Hún er uppi á Hrísbrú". En þangað leitaði hún stöðugt og þótti móður hennar stundum nóg um, því auðvitað var heimalærdómurinn látinn bíða. Áhuginn á hestum var mikill og má segja að það hafi verið sameig- inlegt áhugamál Ólafar og foreldra hennar og þegar eitthvað bjátaði á hin síðari ár var það hún sem hafði samband við mig sem dýralækni. Enda var það orðið svo að þetta var orðið eingöngu mál milli mín og hennar. Þeir eru orðnir margir reiðtúrarnir sem hún fór um Mos- fellssveit þrátt fyrir ungan aldur og á ég ákaflega auðvelt með að sjá hana fyrir mér ríðandi á rauðri meri á fyrirferðarmiklu tölti. Eitt er ég því sannfærður um að þar misstum við mikla hestakonu, sem hefði stundað hestamennsku alla sína ævi með miklum ágætum. Síðasta árið virtist áhuginn heldur minni, en hitt kynið átti allan áhug- ann, en reynsla min af þessu þróun- arskeiði er sú að nokkrum árum seinna koma þessar stúlkur aftur inn í hestamennskuna á fullum krafti og þá með maka. Viss er ég um að þetta hefði gerst með Ólöfu, enda stefndi allt í það. Heimilishundurinn í Víði, Polli, var ákaflega hændur að Ólöfu og sat um hvert tækifæri til að fá að sofa inni í herberginu hennar á nóttunni. Ævi Polla og þeirra systra er í mínum huga ein, og ákaflega margar myndir eru til af þeim sam- an. Þegar Polli dó fyrir aldurs sak- ir var talað um að ekki yrði tekinn annar hundur í staðinn og virtust allir sammála um það nema Ólöf. Einn góðan veðurdag birtist hún með hvolp upp í Víði og þrátt fyrir fyrri samþykktir varð hann strax einn af fjölskyldunni. Rósi verður fyrir_ mér sem gangandi minning um ólöfu meðan hann lifir. Ólöf var ákaflega dugmikil og atorkusöm og átti auðvelt með að umgangast menn og málleysingja. Hún hafði sérstakt lag á börnum og kom sá eiginleiki fljótt fram. Oft passasði hún dætur mínar af stakri snilld og þó erfitt sé frá að segja, fannst mér hún hafa meira lag á þeim en ég þótt hún væri ung að árum. Vil ég þakka henni það. Ólöf vildi alltaf hafa eitthvað að gerast í kringum sig og henni fylgdi líf. Þetta kom svo greinilega í ljós þegar hún dvaldi við nám í Skóga- skóla, en iðulega dró hún með sér fjölda manns hingað suður um helg- ar og minnist ég þess að stundum var fullt hús af ókunnugum ungl- ingum í Víði. Sem barn var Ólöf að sögn mik- ið veik í langan tíma og varð for- eldrum hennar ekki svefnsamt heil- an vetur af þeim sökum. Yfir þetta erfiðleikaskeið komst hún skyndi- lega, en þær voru margar bylturnar sem hún hlaut á stuttri ævi. Alltaf var hún dettandi, enda prílandi upp um allt, eins og fylgir athafnasöm- um krökkum. Þá gleymdi hún því alltaf að hún mætti ekki skíta út fínu fötin, en það skeði iðulega að fljótlega eftir að hún var komin í þau voru þau orðin drullug. Þær eru örugglega orðnar ófáar þvotta- vélarnar sem móðir hennar hefur mátt þvo af Ólöfu gegnum stutta ævi, enda hafði hún það oft á orði. Á svona stund sem þessari verð- ur manni óneitanlega hugsað til þess, hvort það sé tilviljun að dauð- inn svipti okkur stöðugt athafna- sömum, kærleiksríkum einstakling- um i blóma lífsins. En þetta er að gerast allt í kringum okkur. Eitt vona ég, að þar sem ólöf er nú, sé sú birta í kringum hana, sem ein- kenndi hana í hinu jarðneska lífi. Ég vil votta Eygerði móður hennar, Kristjáni, Bóel, Steinunni, Ingu og Margréti innilega samúð mína og dætra minna. Ég er sannfærður um það á þessari stundu að við munum alltaf minnast Ólafar með hlýju og hugsa um þá birtu sem hún gaf okkur þrátt fyrir allt á stuttri ævi. Helgi, Eyja og Fjóla „Við grátum það sem var gleði okkar.“ Það er erfitt að standa hérna eftir og geta engu breytt. Örlögin eru staðreynd. Ólöf fæddist 27. apríl 1971 í Reykjavík, dóttir Eygerðar Ingi- mundardóttur frá Hrísbrú í Mos- fellsdal og Kristjáns Ólafssonar frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum. Þegar Ólöf var þriggja ára flutti fjölskyldan upp í Mosfellsdal og átti hún heima þar alla tíð síðan. Átti það vel við hana, en hún var mikið náttúrubarn og var nálægðin við sveitina henni mikil gleði. Hest- arnir áttu hug hennar allan og ann- aðist hún þá af mikilli nærgætni og röggsemi, dáðist maður oft að þeirri lífsgleði og atorku sem hún hafði í svo ríkum mæli. Ólöf hafði sterka réttlætiskennd og er mér efst í huga eitt hið síðasta samtal sem við áttum saman, hversu ákveðna skoðun hún hafði á hlutun- urn, alltaf varði hún þá sem minna máttu sín. Eitt af hennar stóru gæfusporum var þegar hún hóf nám við Skóga- skóla, og talaði hún alltaf um skólann með mikilli virðingu. Eign- aðist hún þar marga góða vini og var aðdáunarvert að sjá þennan mjög svo samstillta hóp. Það verður erfitt að sætta sig við að Ólöf sé öll, og sjá ekki þau spor sem maður beið í ofvæni eftir að "hún ætti eftir að stíga. En sú hugsun styrkir, að hún hljóti að eiga eitthvert ennþá stærra hlutverk á æðra tilverustigi. Mamma, Kristján og við Öll hin, megi Guð veita okkur styrk á þess- ari sorgarstundu. Megi Guð halda blessun sinni yfir elsku systur minni. Inga Elín Mín ástkæra vinkona Ólöf Krist- jánsdóttir er dáin. Það er erfitt að skilja tilganginn í lífinu þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifið burt. Þegar fréttin um að hún væri farin frá okkur kom, var eins og eitthvað slitnaði inni í mér. Það er sama hvernig-ég reyni að gera mér grein fyrir að hún sé dáin, minningin er svo sterk að hún mun aldrei deyja fyrir mér. Ég kynntist henni í Skógaskóla og urðum við fljótt mjög góðar vin- konur. Hún tók öllum vel og var vinur allra. Ólöf var sólargeislinn í vinahópnum, alltaf hress og kát og lét ekkert aftra sér í því sem hún ætlaði sér. Uppátæki hennar voru mörg og skemmtileg og leið mér aldrei betur en í návist hennar. Það er sagt að guð taki alltaf þá bestu til sín fyrst og það er svo sannarlega í þessu tilfelli. Ég bið guð að varðveita Ólöfu og sendi íjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur og bið guð að styrkja þau og blessa. Vertu sæl, vor litla, hvíta liija, lögð I jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (M. Joch.) Blessuð sé minning hennar. Rósa Vigfiísdóttir Hún Ólöf frænka mín er dáin. Ung og tápmikil hugljúf stúlka er kvödd burt úr þessum heimi með svo sviplegum hætti og hvern mann setur hljóðan. Undanfarin átján ár hef ég séð Ólöfu vaxa. Mjög var mislangt milli þess sem fundum okkar bar saman, en ævinlega kom hún mér fyrir sjónir sem síbrosandi og kankvís stúlka. Einu sinni spiluðum við saman fótbolta. Líklega var það á útmán- uðum fyrir rúmum þremur árum. Þá var sólskin í Mosfellsdal. í leikn- um skipaðist svo í lið að Ólöf varð andstæðingur minn. Hún gekk í leikinn svolítið ögrandi á svip og það var stutt í hláturinn. Auðvitað var hún fimari með knöttinn en ég. En hún lék af einurð og drengskap. Þannig hygg ég að hún hafi mætt hverri þeirri þraut sem for- sjónin fól henni að leysa á stuttri ævi. Brosmild, ekki laus við að vera ögrandi á svipinn, en full einurðar og drenglundar. í annað sinn man ég eftir Ólöfu leggja hnakk á hest. Kvik í hreyf- ingum, lífsglöð, svolítið ör, en með allan hugann við verk sitt. Þar komst ekki annað að en það að hún ætlaði á hestbak. Vindurinn í Mos- fellsdalnum lék i hári hennar þar sem hún girti hestinn. Nú leikur Ólöf ekki framar fót- bolta i Mosfellsdal og ekki söðlar hún aftur hestana í Víði. Skaparinn hefur ætlað henni annað hlutskipti. Um það tjáir ekki að deila. Hitt er annað að þeir sem mest hafa misst, móðir hennar og faðir, Jói vinur hennar og systur hennar hljóta að spyija um hinstu rök. Þeim spurningum kann ég ekki að svara. Ég get ekki annað en beðið þess að syrgjendum verði gefið æðruleysi til að sætta sig við þau örlög sem Ólöfu voru sköpuð. Um farnað hennar sjálfrar hvar sem hún gengur efast ég ekki. Guð blessi ástvinum Ólafar minn- inguna um hjartfólgna dóttur, vin- konu og systur. Trausti Olafsson í 2. FLOKKI 1989-1990 Vinningur til íbúðarkaupa, kr. 2.000.000 33328 Heimsreisa eftir vali, kr. 500.000 35521 Vinningur tii bílakaupa á kr. 300.000 3474 53541 54302 Utanlandsferðir eftir vali, kr. 75.000 125 77 26594 35 310 65241 71993 227 56 27910 35 704 66486 72 762 24238 33892 39177 68525 72 867 25093 35136 56634 70574 79970 Utanlandsferðir eftir vali kr. 50.000 1008 10482 17512 27494 36897 43473 50830 59671 67211 74040 1228 11185 17957 27735 37105 43541 51664 59785 67429 74218 1277 11595 18220 28524 37222 43982 51862 60037 67674 74263 1776 11752 18580 28794 37353 44046 52162 60821 68004 74363 2069 12385 18819 28928 37471 44055 52197 60849 68284 74916 2557 12401 20026 29190 37629 44126 52507 60896 68297 75001 2852 12408 20240 29403 37726 44288 52894 61273 68665 75033 4355 13213 20745 29406 38259 44507 53219 61305 68712 75932 4408 14111 21452 29774 38617 44675 53412 62074 69023 76057 5117 14257 22819 30002 38691 44900 53456 62376 69277 76224 5444 14342 23060 30331 38777 44917 53674 62551 69308 76338 6760 14433 23423 30715 39635 45565 53869 63243 69324 76363 6873 14664 23493 30799 39920 45981 53881 63384 69686 77053 7814 15103 23895 31481 40406 46762 54103 63385 69903 77572 7902 15126 23958 31662 40557 47683 54127 64464 70621 77830 7937 15203 24060 31947 40860 47709 55736 64863 71133 77959 8038 15293 24113 33459 41153 48030 56047 65036 71512 77996 8259 15674 24973 34387 41224 48184 56178 65311 72066 78135 8499 16115 25733 35543 41614 48942 57725 65340 72668 78267 8665 16140 26473 35947 41792 49471 57735 65391 72670 78387 9286 16522 26583 36410 42066 50115 58041 65812 73176 79039 9684 17128 26869 36435 42503 50215 58336 66627 73207 79048 10153 17387 27203 36820 43304 50685 59325 67122 73888 79519 Húsbúnaður eftir vali, kr. 10.000 514 10069 17121 24296 35184 43119 50714 58133 66368 72363 909 10180 17524 24409 35297 43171 50856 58529 66653 72520 969 10258 17536 24499 35421 43358 50881 59198 66757 73116 1081 10706 17550 24922 35724 43629 51022 59407 67524 73437 1839 10849 17607 25929 35744 44157 51742 59769 67849 73938 1989 11469 17799 25989 35753 44236 52183 59896 67860 74256 2147 11975 17905 26041 35883 44314 52642 60113 67934 74315 2817 12056 18295 26297 35915 44646 52705 60343 68243 74477 3362 12220 18507 26644 35916 45074 52777 60587 68316 74489 3495 12400 18641 26646 36078 45574 52987 60804 68390 74723 3666 12432 18713 27749 36098 45802’ 53005 60952 68409 74768 4028 12829 20426 28300 36793 46275 53055 60974 68459 74896 4186 13364 20748 28347 37012 46396 53159 60987 68523 74963 4397 13469 20818 28608 37083 46433 53444 61254 68532 75041 4580 13507 20853 28680 37195 46443 53546 61608 68569 75752 4584 13687 21014 28931 38035 46592 53721 61844 68984 75914 4869 13827 21128 29305 38128 46620 53870 61946 68998 76835 5074 13828 21144 29524 38545 46770 54364 61996 69298 76933 5363 13842 21403 29895 39565 46952 54846 62267 69394 77047 5557 14236 21887 29919 39801 46964 55267 62350 69634 77621 6110 14370 22068 30761 39829 47358 55484 63087 69908 77682 6427 14865 22230 30947 39862 47641 55756 63239 70140 77861 6664 14903 22454 31094 40281 48409 55812 63251 70310 78351 6762 14998 22457 31701 40858 48443 55898 63904 70365 78906 6920 15476 22590 31818 40968 48971 56158 63998 70541 79035 7188 15481 22688 32637 40995 49486 56430 64489 70602 79403 7219 15804 22842 32861 41182 49697 56525 65164 70646 79742 8463 15862 22930 32866 41508 49835 56541 65183 70918 79760 8680 16266 23119 33392 41668 49989 56671 65428 71319 79802 8714 16414 23258 33597 42327 50156 57062 65455 71440 79833 8849 16503 23370 33872 42651 50412 57396 65623 71625 8855 16593 23488 34173 42681 50427 57429 65871 71745 9261 16677 23553 34459 42686 50512 57436 65876 71968 9364 16849 23967 34741 42790 50619 57681 65884 72058 9391 17097 24084 35061 43109 50673 57781 66366 72137 Afgreiðsla utanlandsferöa og húsbúnaöarvlnninga hefst 15. hvers mánaöar og stendur tll mánaöamóta. HAPPDRÆTTI DAS t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN BJÖRNSSON, Herjólfsgötu 28, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju i Hafnarfirði föstudaginn 9. júní kl. 13.30. Ingunn Símonardóttir, Guðný Jóhannsdóttir, Berent Sveinbjörnsson, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Vilborg Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Anders Gulin og barnabörn. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir 'P og samúðarskreytingar. j#,V Sendum um allt land á opnunartíma 1ra k'- 10'21 a"a daga vikunnar. MIKLUBRAUT 68 tt 13630

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.