Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 MORGJJNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍfy89 1f * W.V » •'ki .IV $ j’T’ff ---2.7 'f'TTIT—1 iKtrgmmMalíil* Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. . Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Ótrúleg úrslit í Póllandi Itilefni af úrslitum þing- kosninganna í Póllandi, þar sem frambjóðendur Sam- stöðu unnu glæsilegan sigur og frambjóðendur kommún- istaflokksins og stjórnarinnar lágu í valnum, jafnvel þótt þeir væru einir í kjöri, er ástæða að -spyija: Á komm- únistaflokkur eftir að afsala sér alræðisvaldi í frjálsum kosningum? Kosningarnar í Póllandi eru skref í þá átt. Skrefið er hins vegar ekki stigið til fulls. Stjórnlög og kosningalög Póllands eru sniðin með það fyrir augum að kommúnista- flokkurinn, gamla valdastétt- in, hafi áfram tögl og hagld- ir. Þannig er um hnúta búið að kommúnistum eru tryggð 60% sæta í neðri deild pólska þingsins, hinn opinberi kaþ- ólski flokkur fær 5% og stjórnarandstæðingar, Sam- staða, mega ekki hafa fleiri þingmenn en 35%. Frambjóð- endur allra þurftu hins vegar að fá stuðning meira en 50% kjósenda til að ná kjöri. Þann- ig virðist hafa farið í fyrri umferð pólsku kosninganna á sunnudag, að enginn fram- bjóðandi kommúnista hafi náð þessu fylgi, en þeir eiga alls 299 sæti í deildinni. Allt annað var uppi á teningnum hjá frambjóðendum Sam- stöðu, þeir flugu inn í neðri deild þingsins í 160 af 161 sæti stjórnarandstöðunnar. Fulltrúar Samstöðu skipa auk þess 92 af 100 sætum í efri deild þingsins. Efri deild hef- ur neitunarvald gegn frum- vörpum sem samþykkt eru í neðri deild en neðri deildin getur brotið neitunarvaldið á bak aftur, ef'% þingmanna í deildinni sameinast um það. Það er hlutverk beggja deilda þingsins að kjósa forseta, sem hefur víðtæk völd, til dæmis til að ijúfa þing og stöðva framgang laga. Séu hins veg- ar Áþingmanna í neðri deild- inni andvígir því, hvernig for- seti fer með neitunarvald sitt fellur ákvörðun hans úr gildi. Sigur Samstöðu er miklu meiri en nokkur vænti. Fyrir kosningarnar sagði Lech Walesa, Samstöðuleiðtogi, að hann yrði ánægður, ef Sam- staða fengi 70% sæta í efri deild þingsins og 25% í neðri deild. Og hann bætti við: „Ég held þó að við fáum færri sæti.“ Á kjördag sagðist hann ekki aðeins hafa greitt fram- bjóðendum Samstöðu at- kvæði sitt heldur einnig 35 manna lista kommúnista og stuðningsmanna þeirra, sem var einn í kjöri á landsvísu. Þann lista skipuðu ýmsir for- ystumenn kommúnista- flokksins svo sem Mieczyslaw Rakowski forsætisráðherra og bendir allt til að enginn þeirra hafi náð kjöri. Átti fyrirkomulagið þó að tryggja öllum þessum mönnum ör- ugga kosningu. Meirihluti kjósenda gerði sér einfaldlega lítið fyrir og strikaði þá alla út. Hafa forystumenn Sam- stöðu látið í ljós áhyggjur yfir útreið þessa lista og ótt- ast að niðurlæging þeirra sem á honum voru kunni að tefja fyrir frekari þróun í átt til lýðræðis. Samkvæmt kosningaregl- unum sem gilda í Póllandi átti sérstaða kommúnista- flokksins og forystumanna hans að vera tryggð. And- staða fólksins við valdastétt- ina var á hinn bóginn meiri en hún vænti. Svarið við spurningunni sem varpað var fram hér í upphafi er því brýnna en áður. Pólskir vald- hafar standa uppi fylgislaus- ir. Frá því að kommúnistar náðu völdum í Póllandi eftir lok síðari heimsstyijaldarinn- ar hafa engin kosningaúrslit sýnt raunverulegan hug fólksins. Verði úrslitin nú höfð að engu, af því að þau endurspegla vilja almenn- ings, sannast enn að komm- únisminn er samur við sig. Að þessar kosningar skuli hafa farið fram í Póllandi er næsta óraunverulegt, þær eru tákn um svo mikla breytingu í kommúnísku ríki. Láti Sov- étmenn þróun sem hafnar stjórnkerfi kommúnisma í Póllandi afskiptalausa mun talsmönnum lýðræðis vaxa ásmegin annars staðar, í Eystrasaltslöndunum, Aust- ur-Þýskalandi og jafnvel Úkraínu. Menntaskólinn á Egilsstöðum: 28 stúdentar brautskráðir Egilsstöðum. TÍUNDA starfsári Menntaskólans á Egilsstöðum er lokið. í vetur stun- duðu um 200 nemendur reglulegt nám í skólanum á 8 brautum. Þessu til viðbótar stunduðu 60 nemendur nám í öldungadeild skólans.I vor brautskráðust 28 nýstúdentar frá skólanum. Á þessu tíunda starfsári var í fyrsta sinn kennt í þartilgerðum kennslustofum en ekki bráða- birgðahúsnæði eingöngu. Vilhjálmur Einarsson skólameist- ari sagði þetta ár á ýmsan hátt merkilegt í starfssögu skólans. í vetur hafði skólinn í fyrsta sinn afnot af sérhæfðu kennsluhúsnæði en síðastliðið haust var tekinn í notkun hluti kennsluhúss sem er í byggingu. Fengust þar 5 kennslu- stofur en fram til þessa hefur ein- göngu verið kennt í húsnæði heima- vistar. Var það í upphafí ætlað til allt annarra nota og því óhentugt. Næsta vetur verða til viðbótar tekn- ar í notkun 4 nýjar kennslustofur auk tveggja sérhæfða raungreina- stofa. Að þeim áfanga loknum og þegar heimavistarhúsnæði væri komið í varanlegt horf taldi skóla- meistari að húsnæðismál skólans væru í allgóðu lagi miðað við núver- andi nemendafjölda. . Hinsvegar væri ljóst að fjölgun yrði í skólanum á næstu árum. Síðastliðinn vetur hefði orðið veruleg fjölgun í öld- ungadeild en þá hefðu 60 manns stundað þar nám. Einnig hefði 61 nemandi stundað nám á fyrsta ári en 38 á fjórða ári og gera yrði ráð fyrir að sú þróun héldi áfram. Skólameistari sagði að það hefðu verið hrein ólíkindi hve vel'gekk að taka þráðinn upp á nýju í skóla- starfinu að afloknu verkfalli. Nú væri útlit á að friður ríkti um skóla- starfið næstu ár og yfir því hlytu allir að gleðjast. Að þessu sinni brautskráðust 28 nýstúdentar frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Af félagsfræðibraut brautskráðust 10, af hagfræðibraut 7, af málabraut 4, af náttúrufræði- braut 4, 1 af tölvuviðskiptabraut, 1 af tölvuraungreinabraut og 1 af íþróttabraut. Fiestar viðukenningar Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson. fyrir námsárangur hlaut Hlín Hjart- ar Magnúsdóttir frá Egilsstöðum. í skólaslitaræðu gerði Vilhjálmur Einarsson skólameistari nokkra grein fyrir góðu samstarfi fram- haldsskólanna á Austurlandi og samræmdum námsáföngum sem þar er starfað eftir. Veitir þetta nemendum tækifæri til að hefja framhaldsnám á nokkrum stöðum á Austurlandi en ljúka því við Menntaskólann á Egilsstöðum. Af þeim 28 nemendum sem nú luku stúdentsprófi frá skólanum hófu 11 það við Menntaskólann á Egilsstöð- um, 7 við Alþýðuskólann á Eiðum, 4 við framhaldsdeild í Austur- Skaftafellssýslu, 1 á Seyðisfirði en hinir komu annars staðar frá. í vetur voru kennarar við Menntaskólann á Egilsstöðum 18 auk skólameistara. Sagði Vilhjálm- ur Einarsson að nú létu óvenju margir kennarar af störfum við skólann. Taldi hann það lán skólans hve heppinn hann hefði verið með kennara í því mikla uppbyggingar- starfí sem þar hefði verið unnið. Kvaðst Vilhjálmur bjartsýnn á að áfram tækist að manna skólann hæfum kennurum. Hinsvegar sagði hann það brýnt að menntastofnanir sættu ekki afgangi þegar keppt væri um vinnuaflið. - Björn Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Jón Bjarnason skólastjóri með nýútskrifiiðum nemendum af búfræði- og fiskeldisbraut. Bændaskólanum að Hólum slitið: Stærsti útskriftarárg,angurinn Sauðárkróki. SKÓLASLIT Bændaskólans á Hólum fóru fram laugardaginn 27. maí sl. í dómkirkju staðarins. Vígslubiskup sr. Sigurður Guðmundsson flutti helgistund og kirkjukór Hóladómkirkju söng udnir stjórn Rögn- valdar Valbergssonar. Jón Bjarnason skólastjóri skýrði i skólaslita- ræðu sinni firá því helsta og því sem hæst hefði borið á nýafstöðnu skólaári. í ræðu skólastjóra kom fram að starfið gekk vel í vetur þrátt fyrir erfítt tíðarfar og verkfall kennara, sem hafði nokkur áhrif, meðai ann- ars þau að tveir nemendur luku ekki prófum, en munu væntanlega fá að Ijúka þeim í haust. Þá voru í vetur haldin ýmis lengri eða styttri námskeið, sem fjölluðu meðal ann- ars um loðdýra- og hrossarækt, bændabókhald, skógrækt, tölvu- notkun og ýmislegt fleira. Alls tóku 246 þátt í þessum námskeiðum. Sú nýtbreytni var tekin upp í vetur að kúabú staðarins var lagt niður, en öli kennsla tengd þessari búgrein fór fram við hið þekkta kúabú Sverris Magnússonar bónda að Efra-Ási í Hjaltadal. Fram kom í máli Jóns Bjarnason- ar skólastjóra að allmiklar fram- kvæmdir verða á Hólastað í sumar, meðai annars er áætlað að hefja viðbyggingu við hesthús staðarins, reiðskemmu, sem nýtast á við verk- lega kennslu í hestamennsku. Þá verður áfram unnið við endurbætur á skólahúsinu og á dómkirkju stað- arins en nú er stefnt að því að ljúka viðgerð kirkjunnar að utan. Þá verður unnið við skipulag skóla- svæðisins, lagfærðar götur og bíla- stæði. Á sl. hausti voru 49 nemendur skráðir við skólann, og er það mesti fjöldi nemenda fram til þessa. Af þessum nemendum voru 19 í efri deild sem útskrifuðust í vor, 12 af fiskeldisbraut og 7 af búfræði- braut. Sagði skólastjóri þetta vera hámarksfjölda nemenda við þær aðstæður sem á Hólum væru nú. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Matthildur Hjálmarsdóttir, og afhenti Hjörtur Eldjárn Þórarinsson henni bókaverðlaun í tilefni þess, gefin af Búnaðarfélagi íslands. Hæstu einkunn á fiskeldisbraut hlaut Ólafur Guðmundsson og af- henti Tumi Tómasson honum bóka- verðlaun gefin af Veiðimálastofnun. Ýmsar aðrar viðurkenningar voru veittar fyrir marga þætti skólastarfsins, og var hlutur þeirra Matthildar og Ölafs stór í þeim nemendahópi sem skiptu verðlaun- unum, því auk viðurkenningar fyrir hæstu einkunnir- hlaut Matthildur sjö aðrar viðurkenningar en Ólafur tvær. Að aflokinni verðlaunaafhend- ingu flutti Sveinbjörn Eyjólfsson fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu kveðjur frá Steingrími Sigfússyni landbúnaðarráðherra, sem ekki átti þess kost að vera viðstaddur skóla- slitin vegna annarra starfa. Viðstaddur skólaslitin var Guð- mundur Jónsson, útskrifaður bú- fræðingur frá Hólum vorið 1921 og síðar skólastjóri að Hólum 1926-’27, og færði hann skólanum bókagjöf í tilefni þessa. Þessu næst sleit Jón Bjarnason skóla og þágu nemendur kennarar og gestir kaffiveitingar í boði skólans. - BB Stýrimannaskólanum í Vestmaimaeyjum slitið Dúxinn með hæstu meðaleinkunn frá skólanum fyrr og síðar Vestmannaeyjum. Stýrimannaskólanum í Vest- mannaeyjum var slitið í 23. sinn nýlega. 25 nemendur voru í skól- anum í vetur, 10 á 1. stigi og 15 á 2. stigi. Á þeim 23 árum sem skólinn hefur starfað hefur hann útskrifað 275 nemendur með pró/ frá 1. stigi og 273 frá 2. stigi. Á skólaslitin voru mættir fulltrúar nemenda sem útskrifuðust fyrir 10 og 20 árum. Færðu þeir skólanum kveðjur frá árgöngum sínum og afhentu pen- ingagjafir í minningarsjóð Steingríms Arnar, sem var kennari við skólann í mörg ár. Friðrik Ásmundsson skólastjóri, kom víða við í skólaslitaræðu sinni. Hann minntist á erfitt tíðarfar í upphafí vertíðarinnar og hversu mikil áhætta fylgdi sjómennskunni. Hann hvatti nemendur sína til að sýna aðgæslu í starfi, gæta vel að nýliðum um borð í bátum sínum og hafa öryggi skips og skipshafnar ætíð að leiðarljósi. „Siglið djarft en gætilega, megi guð og gæfan fylgja ykkur í starfi,“ voru lokaorð Frið- riks. Hæstir á 1. stigi voru Halldór J. Gunnarsson, Vestmannaeyjum, með meðaleinkunn 8,81, Jóel Eyj- ólfsson, Vestmannaeyjum, með 8,71 og Stígur Hannesson, Reykjavík, með 8,67. Allt 1. ein- kunnir. Meðaleinkunn á 1. stigi var 8,0. Á 2. stigi voru hæstir Sigurður Ingi Ólafsson, Vestmannaeyjum, með meðaleinkunn 9,79. Óli Hans Gestsson, Neskaupstað, með 9,54 og Gunnar Þór Friðriksson, Keflavík, með 9,13. Allt ágætisein- kunnir. Meðaleinkunn á 2. stigi var 8,11. Einkunn dúxins, Sigurðar Inga Ólafssonar, er sú hæsta sem tekin hefur verið frá Stýrimannaskólan- um í Eyjum frá upphafi. Sigurður var með 10 í einkunn í 19 greinum af 24, sem hlýtur að teljast frábær árangur. Mörg verðlaun voru veitt fyrir námsárangur. Sigurður Ingi hlaut Verðandaúrið og loftvog frá Sigurði Einarssyni fyrir hæstu meðalein- kunnina. Óli Hans Gestsson fékk Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nemendur Stýrimannaskólans sem útskrifuðust af 2. stigi með prófskírteini sín að skólaslitum loknum. ÓIi Hans Gestsson var dúx Stýri- mannaskólans með hæstu meðal- einkunn sem nokkur nemandi skólans hefúr fengið fyrr og síðar. Hann fékk fjölda verðlauna fyrir árangurinn. sjónauka frá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja fyrir hæstu eink- unn í siglingafræði. Þá fékk Óli einnig bókaverðlaun fyrir ástundun og framfarir í námi. Þess var sér- staklega getið, er þessi verðlaun voru afhent, að Óli Hans hefði mætt í alla tíma í vetur og skilað öllum verkefnum á tilsettum tíma. Þó hafí hann unnið alla daga og langt fram á kvöld eftir skóla og væri búinn að hafa yfir hálfa millj- ón í tekjur með náminu í vetur. Að lokum fengu Sigurður Ingi, Óli Hans og Gunnar Þór bókaverð- laun fyrir hæstu einkunn í íslenskri ritgerð. Mikið fjölmenni var við skólaslit- in og var hvert sæti í salnum skip- að. Konur úr slysavarnardeildinni Eykyndli buðu að venju viðstöddum upp á kaffi og meðlæti að skólaslit- um loknum. Grímur AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÓLA BJÖRN KÁRASON Bandaríkj aþing: Wright varð of þungur baggi fyrir demókrata Tom Foley. Jim Wright. Veistu hvað Dukakis þýðir á grísku? Gárungarnir í Boston eru ekki lengi að svara þessari spurningu: Mondale. Demókratar hafa aðeins unnið forsetaembættið einu sinni frá 1968. Michael Duk- akis, sem er af grískum ættum, og Walter Mondale, fyrrverandi varaforseti, eru orðnir samnefnar- ar fyrir vanmáttuga baráttu demó- krata fyrir forsetaembættinu. En demókratar hafa getað huggað sig við það að hafa góðan meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Vandræði Jims Wrights, þingfor- seta, geta hins vegar stefnt meiri- hlutanum í hættu, eða svo vona repúblikanar að minnsta kosti, sem í 35 ár hafa háð árangurslausa baráttu gegn demókrötum í full- trúadeildinni. Jim Wright hefur sagt af sér sem forseti fulltrúadeildarinnar en Tom Foley, fyrrum leiðtogi demó- krata í þingdeildinni, hefur tekið við embætti hans. Aldrei fyrr hefur forseti deildarinnar hrökklast úr embætti. Hann hefur þegar til- kynnt að hann muni láta af þing- mennsku í lok þessa mánaðar og þar með lýkur áratuga löngum þingmannsferli valdamesta demó- kratans í Bandaríkjunum. Wright var kjörinn leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni árið 1977 og nokkrum árum síðar tók hann við forsetaembættinu af Thomas „Tip“ O’Neill. Wright er því enginn venjulegur þingmaður. Siðanefnd fulltrúadeildarinnar sakaði Wright um brot á regium þingsins í 69 atriðum en ljóst er að Wright hefði þurft að veijast fleiri ákærum ef hann hefði ekki sagt af sér. Jafnvel þótt Wright hverfi af þingi kann hann að sæta rannsókn dómsmálaráðuneytisins vegna hugsanlegra lagabrota. Wright var allt fram á síðasta dag reiðubúinn til að beijast fyrir pólitísku lífi sínu, en hann sann- færðist að lokum um að það væri ógjörningur. Samheijar hans höfðu misst móðinn og æ fleiri kölluðu opinberlega á afsögn hans sem forseta. Fréttaskýrendur eru almennt sammála um að Wright hafí sannfærst um að taflið væri tapað þegar Tony Coelho, þriðji valdamesti demókratinn í fulltrúa- deildinni, ákvað að segja af sér í kjölfar uppljóstrana um vafasöm kaup hans á ótryggum skuldabréf- um. Coelho hafði fram að þeim tíma verið talinn einn efnilegasti stjórnmálamaður flokksins. Jim Wright hefur alla tíð haldið því fram að hann sé saklaus og hafí í engu brotið gegn reglum þingsins, — hann sé í versta falli sekur um slæma dómgreind. Demókratar jafnt sem repúblikan- ar í siðanefnd þingsins voru hins vegar sammála um að ákæra Wright. Albert R. Hunt, yfirmaður fréttastofu The Wall Street Jour- nal í Washington, segir að enginn geti haldið því fram, eftir að hafa lesið skýrslu nefndarinnar, að Wright sé saklaust fórnarlamb. Eiga repúblikanar möguleika? Demókratar sökuðu repúblikana um siðblindu í forsetakosningunum á síðasta ári og bentu m.a. á Iran- kontra málið og Oliver North, auk máls Eds Meese, fyrrum dóms- málaráðherra. Vandræði Johns Towers, fyrrum þingmanns frá Texas, fyrr á þessu ári virtust aðeins staðfesta fullyrðingar demókrata. Tower, sem George Bush útnefndi sem varnarmálaráð- herra, var sakaður um drykkju- skap, kvennafar og vafasöm tengsl við hergagnaiðnaðinn. íran-kontra málið og Ed Meese komu ekki í veg fyrir stóran sigur George Bush í forsetakosningun- um á síðasta ári, en vandræði Jims Wrights geta hins vegar haft alvar- legar afleiðingar fyrir demókrata. Repúblikanar hafa verið staðráðnir í því að nota Wright-málið í ref- skák stjórnmálanna, en þeim hefur ekki tekist að hnekkja meirihluta demókrata í fulltrúadeildinni í 35 löng ár. Newt Gingrich, fulltrúadeildar- þingmaður repúblikana, telur að siðferðisbrestur sé fyrst og fremst vandamál Demókrataflokksins og bendir á að af þeim 35 þingmönn- um sem siðanefnd deildarinnar hafi rannsakað á undanförnum árum hafi 30 verið demókratar. Gingrich segir að níu eða tíu demó- kratar séu á lista sem hann hefur látið útbúa yfir þá sem hugsanlega hafí brotið reglur þingsins. (Gingrich sendi siðanefndinni beiðni 26. maí 1988 um að rann- saka Wright.) Eitt aðalvandamál repúblikana er að 99% af þingmönnum eru endurkjörnir og því er nær útilokað fyrir þá að vinna meirihlutann. Þeir benda á að vald spilli og að 35 ár hafi spillt demókrötum í full- trúadeildinni. Aukið vantraust al- mennings á þingmönnum gæti því komið repúblikönum vel. Skoðana- kannanir benda til þess að álit kjós- enda á þingmönnum sé lítið. Erfitt að fá unga menn Það er ljóst að siðferðiskröfurn- ar sem gerðar eru til stjórnmála- manna í Bandaríkjunum hafa auk- ist á síðustu árum. Það sem lá í þagnargildi fyrir áratug er dregið fram,í dagsíjósið af fjölmiðlum, samtökum ýmiskonar eða af þing- mönnum sjálfum. Þeir fréttaský- rendur sem hvað lengst hafa fylgst með störfum Bandaríkjaþings halda því fram að núverandi þing- menn séu heiðarlegri en nokkru sinni áður og að Jim Wright sé aðeins undantekning. Auknar siðferðiskröfur gera mörgum þingmanninum lífið leitt, eins og von er. Margir stjórn- málamenn benda einnig á að gangi kröfurnar út í öfgar muni verða nær ógjörningur að fá unga og hæfileikaríka menn til að gegna þingmennsku. Og demókratar hafa þegar orðið fyrir barðinu á þessu, ekki vegna Jims Wrights heldur vegna þess hve illa þeim gengur að vinna forsetaembættið. Ef Ge- orge Bush situr' á forsetastóli næstu átta árin, sem ekki er ólík- legt, verða sextán ár frá því að Jimmy Carter, demókrati, sat í Hvíta húsinu. Og þeir demókratar sem gegndu trúnaðarstörfum þar verða á sextugs- og sjötugsaldri þegar og ef George Bush lætur af embætti árið 1996. Ungt fólk, sem venjulega laðast að Washington í leit að pólitískum frama, á litla möguleika sem demó- kratar á meðan repúblikanar sitja á forsetastóli. Margir hæfileikarík- ir ungir demókratar verða þvi að gefa vonir um stjórnmálaframa uppá bátinn. Hneykslið í kringum Wright gerir stjórnmál ekki eftir- sóknarverð fyrir þá sem eftir standa. Enginn veit hvort og þá hvernig Jim Wright á eftir að koma demó- krötum illa á komandi árum. Það veltur fyrst og fremst á tveimur mönnum, líklega Thomas Foley og Richard Gephardt. Thomas Foley, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild- inni, hefur nú verið kjörinn forseti deildarinnar. Foley tók formlega við embættinu á þriðjudagskvöld og hvatti í ræðu sem hann hélt við það tækifæri til þess að endi yrði bundinn á misklíð og væringar innan veggja Bandaríkjaþings. Hann er sagður gáfumaður og líkiegur til þess að endurreisa virð- ingu embættisins. En það sem skiptir mestu máli fyrir demó- krata, Foley nýtur virðingar jafnt innan þings sem utan, ekki síst hjá fjölmiðlum. Richard Gephardt, sem sóttist eftir útnefningu demó- krata til forseta á síðasta ári, mun að líkindum taka við fyrra starfi Foleys. Og demókratar binda vonir við að þeim tveimur takist að snúa vörn í sókn. Höfundur er tréttaritari Morg- unblaðsins íBoston í Banda- ríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.