Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1989 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Sambandið: Guðjón vann þessa orrustu en bíður hans styijöld? ÞAÐ VERÐUR ekki sagt um 87. aðalfund Sambands íslenskra samvinnufélaga, að hann eigi effcir að lifa í minningu manna íyrir þær sakir að um litríkan og tíðindamikinn fund væri að ræða. Miklu fremur eiga menn eftir að minnast fundarins fyrir það sem ekki var sagt. Ólafiir Sverrisson, nýkjörinn formaður Sambandsstjórnar, þakkaði Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra, ekki störf hans og samstarf. Guðjón minntist í ræðu sinni Qölmargra, einkum starfsmanna Sambandsins með þakk- læti, áður en harin ,í lok ræðu sinnar, þakkaði samstarfið við Sambandssljórn, með einni setningu, en hann þakkaði ekki Vali Arnþórssyni fyrir samstarfið. Valur þakkaði ekki heldur Guðjóni, þegar hann flutti langa kveðjuræðu seinni fundar- daginn. Það var flestum ljóst, sem þennan fund sátu að sætt- ir stríðandi fylkinga höfðu ekki tekist, en á hinn bóginn var gert óopinbert samkomulag um vopnahlé til eins árs. Flestir aðalfundarfulltróar virtust gera sér fulla grein fyrir því að samvmnuhreyfíngin er í sárum, með hroðalega af- komu liðins árs á bakinu. Tapið nam tæpum 1.200 milljónum og eigið fé Sambandsins rýmaði um nálægt 50% . Því hafí þessi stund ekki verið vel til átaka fallin. Að vísu hvein hraustlega í ein- staka manni á fundinum, en sá skilningur var lagður í slíkar rokur að menn væru að fá útrás fyrir uppsafnaðan pirring og hreinsa andrúmsloftið. Vopnahlé í eitt ár Veigamikill þáttur í því vopna- hléi, sem nú hefur verið gert, er kjör Ólafs Sverrissonar sem for- manns Sambandsstjórnar. Ólaf- ur, sem áður var kaupfélags- stjóri Kaupfélags Borgfirðinga, heyrir tvímælalaust til þeim hópi samvinnumanna sem ber hag kaupfélaganna úti á landi fyrir bijósti. Hann er náinn vinur Vals Arnþórssonar, fyrrverandi stjómarformanns, og breytingar á stjórn undir hans formennsku verða litlar frá því sem var hjá Vali. Því er reyndar haldið fram af ákveðnum mönnum að Valur stýri ennþá Sambandinu að hluta til, í gegnum Ólaf. Þó er líklegt að friðurinn milli forstjóra og framkvæmdastjóra Sambands- ins annars vegar og stjómar Sambandsins hins vegar, verði meiri en verið hefur að undanf- ömu, þar sem persónulegri an- dúð manna í milli er ekki fyrir að fara í sama mæli og í stjórnar- formennskutíð Vals. Það hefur ekki farið leynt á undanförnum árum að köldu hafí andað milli þeirra Guðjóns og Vals. Kjör Ólafs einkennist líka af því, að samvinnuhreyfíngin hef- ur ekki fundið sér þann kandídat til formennsku, sem breið sam- staða er um. Árið, sem framund- an er, verður því notað til þess að leita ljósum logum að manni sem verður að vera fær um að sameina ólík sjónarmið dreifbýlis og þéttbýlis. Það er ekki lítið verk, því hafsjór skilur á milli þeirra samvinnumanna sem tala fyrir málstað samvinnubænda og þeirra sem tilheyra neytenda- kaupfélagi eins og KRÖN. Þá þarf að ná sáttum um verslunar- deild Sambandsins og með hvaða hætti viðskipti kaupfélaganna verði við deildina. Á fundinum komu fram miklar óánægjuradd- ir með viðskipti við deíldina, og ar tískuorð á fundinum.) Þó var bent á, að þótt nú hefði skapast það sem starfsmenn Sambands- ins nefndu „vinnufriður", þá væri enginn fullnaðarsigur unn- in. Hann ynnist aðeins með rekstri sem skilaði hagnaði, en enn væri langt í land að svo væri. Guðjón gerði grein fyrir af- komu Sambandsins fyrstu fjóra mánuði þessa árs, og í máli hans kom fram að heildartap á rekstr- inum var 58 milljónir, miðað við 210 milljónir í fyrra. Þessu virt- ust fundarfulltrúar fagna, en dæmið er ekki jafneinfalt og virðast kann í fljótu bragði. Ríkisstjómin felldi gengið um 4% 2. janúar síðastliðinn og sú geng- isfelling kostaði Sambandið síðasta árs var hreint veltufé orðið neikvætt um 983 milljónir króna, sem þýði það í raun og veru að fyrirtækið sé nálægt því að vera komið í greiðsluþrot. í árslok árið 1987 var hreint veltufé jákvætt um 172 milljónir og versnaði því á þessu ári um 1.155 milljónir króna. Ólafur. Sverrisson fékk við formannskjörið tæp 76% at- kvæðanna og er það ólík niður- staða frá því sem verið hefur þegar Valur Amþórsson hefur verið lqörinn stjómarformaður, en þá hefur hlutfallið verið afar nálægt 100%, þannig að hann hefur ávallt hlotið kosningu sem gjaman er nefnd „Rússakosn- ing“. Morgunblaðiö/Sverrir Er Ólafúr Sverrisson, stjómarformaður Sambandsins ekki að bjóða Guðjóni B. Ólafssyni, forstjóra í nefið? Þeirra bíður mikið og erfitt verk næsta árið, og mun þeim jafiigott að gera einkunnarorð 87. aðalfundar Sambandsins að sínum, en þau sjást hér að baki þeirra. gengu menn svo langt að hóta að segja sig úr verslunardeild- inni, ef kaupfélögin hefðu ekki meiri hag af viðskiptum sínum við hana, en nú er. Þröstur Ólafs- son, forstjóri KRON, sagði að KRON fengi hagstæðari kjör hjá öllum öðmm heildsölum en KRON fengi hjá sinni eigin heild- sölu, verslunardeildinni. Á sama tíma og þessi mikli þrýstingur er settur á breytta og bætta til- högun hjá verslunardeildinni blasir það á hinn bóginn við að hún tapar stórfé. Guðjón styrkti stöðu sína Flestir viðmælenda minna á fundinum vom sammála um að Guðjón B. Ólafsson, hefði styrkt stöðu sína á fundinum. Vissulega hafi tapið á liðnu ári verið mikið reiðarslag, en það sé ekki við hann að sakast, heldur íslenskt efnahagsumhverfi. (Þetta orð, efnahagsumhverfi, var einskon- hvorki meira né minna en 120 milljónir króna í gengistapi. Þetta gengistap kemur hins veg- ar ekki inn í efnahagsreikning þessa árs, heldur síðasta árs. Gengistap Sambandsins á liðnu ári var 677 milljónir króna, að þessum 120 milljónum meðtöld- um, en afkoma fyrstu fjóra mán- uði þessa árs, væri ekki svona miklum mun betri en í fyrra, ef þetta 120 milljón króna tap þessa árs væri reiknað inn í efnahags- reikning þessa árs. Þá væri tap- ið 178 milljónir króna. Það er því síður en svö hægt að fullyrða að SÍS-skútan sé að komast á lygnan sjó, enda herma heimildir mínar að annað reiðar- slag bíði samvinnumanna, þegar afkoma Sambandsins í maímán- uði verður gerð opinber. Hreint veltufé neikvætt um tæpan milljarð Jafnframt er bent á að í árslok Þröstur Ólafsson, forstjóri KRON (Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis) fékk 14 atkvæði við formannskjörið, og er talið fullvíst að þessi 14 atkvæði séu öll frá aðalfundarfulltrúum KRON. Við stjómarkjör, á hinn bóginn, fékk Þröstur glæsilega kosningu, 91 atkvæði. Hann fékk næstflest atkvæði við stjómarkjör, en Gunnar Sveins- son, kaupfélagsstjóri í Keflavík fékk flest atkvæði, eða 93. Þröst- ur kemur því inn í Sambands- stjóm sem nýr stjórnarmaður og tekur sæti Ingólfs Ólafssonar, sem ekki gaf kost á sér til endur- kjörs. Það sést best af kosningu Þrastar, um hvað er búið að semja áður en kosningin sjálf fer fram. Uppi höfðu verið raddir um það að ef Þröstur ekki yrði kjörinn formaður Sambands- stjórnar, þá gæfí hann ekki kost á sér í stjóm. Annað hvort voru þessar sögusagnir rangar, eða Þresti snerist hugur, því hann, alþýðubandalagsmaðurinn, fékk greinilega fjölmörg atkvæði framsóknarmanna á fundinum. Kommi getur ekki orðið stjórnarformaður Þrátt fyrir ágreining innan samvinnuhreyfíngarinnar, em flestir samvinnumenn þeirrar skoðunar að útilokað sé að gera Þröst Ólafsson að stjómarfor- manni Sambandsins. Sambandið hefur jú á sér afar sterkt fram- sóknaryfírbragð og svo hefur jafnan verið. Framsóknarrfienn heQast til valda innan samvinnu- hreyfíngarinnar, hvort sem það er hjá Sambandinu eða kaup- félögunum. Þeir segja einfald- lega að það sé alveg sama hvort Þröstur Ólafsson sé hæfur mað- ur eða ekki. Hann sé alþýðu- bandalagsmaður, og það nægi til þess að útiloka hann frá slíku virðingarstarfí sem starf for- manns Sambandsstjómar sé. Þar að auki em fjölmargir samvinnumenn sem hafa hálf- gert horn í síðu KRON. Þeir telja KRON vera vigtarlítið neytenda- kaupfélag vinstri manna á Reykjavíkursvæðinu. Era margir aðalfundarfulltrúa ósáttir við þá vigt sem KRON hefur á aðal- fundum, en nú átti KRON 39 fulltrúa af 131. Félagsmenn í KRON vom um síðustu áramót 16.783, og það er þessi mikli fyöldi sem gerir það að verkum að félagið á svona marga aðal- fundarfulltrúa. Hvort hægt er að setja hreinan alþýðubanda- lagsstimpil á félagið, skal ekkert um sagt hér, en ekki þarf annað en renna augum yfír nafnalista aðalfundarfulltrúanna til þess að þekkja þar mörg kunn alþýðu- bandalagsnöfn. Þar em nöfn eins og Þröstur Ólafsson, Þómnn Klemensdóttir, (eiginkona Þrast- ar), Kjartan Ólafsson, Guðmund- ur Jónsson, Ólafur Jónsson, Baldur Óskarsson, Siguijón Pét- ursson og Jón- Thor Haraldsson. Þetta era aðeins nokkur nafn- anna, en fullyrða má að yfír 20 af 39 fulltrúum frá KRON em ýmist flokksbundnir alþýðu- bandalagsmenn eða sterklega tengdir flokknum. Það eitt næg- ir til þess að samvinnumenn vilja veg KRON ekki meiri en hann er innan Sambandsins. Nú má ekki gleyma því að þeir Þröstur Ólafsson og Guðjón B. Ólafsson hafa átt hið ágæt- asta samstarf og segja kunnugir að hlýtt samband sé þeirra í millum. Guðjón mun því fagna því að Þröstur sé kominn í stjóm Sambandsins og treysta á stuðn- ing hans. Vilja ungan og frískan kaupfélagssljóra Það mun nánast vera ákveðið, að leita að næsta stjómarfor- manni Sambandsins í röðum kaupfélagsstjóra landsbyggðar- innar. Þannig telja menn að best verði tryggð bætt sambúð eig- endanna (kaupfélaganna) við Sambandið. Enginn ákveðinn kaupfélagsstjóri hefur verið sér- staklega orðaður við formennsk- una, en menn virðast gera sér vonir um að ungur, sprækur, hæfur kaupfélagsstjóri fáist til starfans. Einn af forkólfum sam- vinnuhreyfingarinnar sagði við mig að helst væri rætt um að reyna að fá Hermann Hansson, kaupfélagsstjóra á Höfn í Homa- fírði til þess að taka að sér stjórn- arformennskuna, en kunnugir telja ólíklegt að Hermann fengist til þess. Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, er ekki talinn ólíklegur kandídat. Sömu- leiðis ekki þeir Þórólfur Sigurðs- son, kaupfélagsstjóri á Sauðár- króki og Þórir Páll Guðjónsson í Borgamesi, en fátt virðist enn vitað um það hvort þeir væra reiðubúnir til starfans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.