Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1989 Psoriasis- og gigtarsjúkl- ingar við Dauðahafið eftirHuldu Jensdóttur „Kýpurber er unnusti minn hér í víngörðum í Eingedi." (Ljóðaljóðin.) Ég er stödd í gestamóttöku sa- myrkjubúsins Ein Gedi við Dauða- haf þegar stór hópur Dana kemur þar og leggur staðinn nánast undir sig. Danimir eru flestir í hvítum -göllum, með hvítar húfur sem á stendur „psoriasis smitar ekki meira en freknur". Nokkrar konur em í rauðum drögtum. Ein þeirra heldur á plastpoka sem er merktur fyrir- tæki við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Mér þykir þetta forvitni- legt og sný mér því að konunni og spyr hvort hún sé íslensk? Konan horfir á mig í fomndran og botnar ekkert í spurningunni og svarar á þann veg sem Dönum einum er lag- ið. Ég bendi henni á plastpokann, sem hún heldur á. Hún hlær dátt að þessu öllu saman og segist í raun ekki hafa hugmynd um hvemig hún hafi fengið þennan plastpoka. Við tökum tal saman. Ég spyr hana um allt sem mér dettur í hug varðandi skjólstæðinga hennar, því í ljós kem- ur að hún er fararstjórinn. Hún seg- ist koma til Ein Gedi tvisvar á ári með psoriasis-sjúklinga frá Dan- mörku. Þeir dvelji hér einn mánuð í senn. Sumir fái mjög göða bót meina sinna og allir fái einhverja hjálp, en sá sé þó gallinn á gjöf Njarðar, að endanleg hjálp fáist ekki. Ég spyr margra spurninga og tala við fleiri. Fullorðinn maður seg- ir mér að sér leiðist að vera svona Hulda Jensdóttir NY 08 KRAFTMIKIL ROKKPLATA < * (''Va <v '''<»i' ö '>■fýÁ -•' 'vi r S SMEKKLEYSA KYNNIR: TÓM h MV Tónlist eftir Þór Eldon II V | úr samnefndu leikriti HÚ I eftir Sjón. Flutt af 1 r)UA r hljómsveitinni | /_ T J Pinkowitz. m BUSBl BUBBI - HVER ER NÆSTUR? Ný hörkurokkplata með Bubba. Hér er á ferðinni þriggja laga 12 tommu plata, þar sem Bubbi og félagar snúa tímavélinni örlítið við og leika ekta rokk og ról. Titillag plötunnar er tileinkað blóðugum raunveruleika umferðarmenningarinnar. Annars hressileg og kraft- mikil plata, sem vafalítið á eftir að hljóma mikið í sumar. DAISY HILL PUPPYFARM SPRAVCAN 12*4» Ein athyglisverðasta íslenska rokksveitin sem fram hefur komið í seinni tíð með pott- þétta nýbylgjuplötu á bresku línunni. Spraycan kemur útíBretlandiseinna íþessum mánuði. RISAEÐLAN RISAEÐLAN 12“45 Liklega umtalaðasta nýsveit þjóðarinnar. Nýtt, ferskt og framandi popp. Risaeðlan er frumleg og umfram allt skemmtileg hljómsveit. Langvinsælasta nýrokk- plata síðustu mánaða. Pixi' es átti plötu ársins í fyrra. Doolittle er enn betri. Verður hún valin plata ársins 1989? Það varð byltrng í svartri tónlist þegar fyrsta plata hipparapparanna frá New York kom út. DE LA SOUL er umtalaðasta hljómsveit Bandaríkjanna og breiðskíf- an fór í efsta sæti óháða list- ans í Bredandi. Hljómfall sumarsins er komið. NÝTT/NÝKOMIÐ LARD (JELLO BIAFRA) THE POWER OF LARD SONIC YOUTH - MUDHONEY DINOSAUR JR - JUST LIKE HEAVEN MY BLOODY VALENTINE - ECSTASY & WINE CURRENT 93 EARTH COVES INDIE TOP 20 VOL.6 HUGO LARGO - METTLE BAND OF SUSANS - LOVE AGENDA PASTELS - SITTING PRETTY MICHELLE SHOCKED TEXAS CAMPFIRE TAPES DAVY SPILLANE - OUT OF THE AIR THEY MIGHT BE GIANTS - LINCOLN BEATNIGS -BEATNIGS NOMEANSNO - SMALL PARTS DEAD KENNEDYS - FRANKENCHRISTO.FL. NEW ORDER - TECHNIQUE DEPECHE MODE 101 NICKCAVE- ALLAR VIOLENT FEMMES ALLAR DANSTÓNLIST GIANTSOFRAP THE FEMALE RAPPERS ENTER THE RAP ZONE LAKIM SHABAZZ PURE RIGHTEOUSNESS THE HISTORY OF THE HOUSE SOUND OF CHICAGO TYREE’S GOT A BRAND NEW HOUSE FAST EDDIE JACK TO THE SOUND JOE SMOOTH - PROMISED JACKMASTERVOL.4 ÝMSIR - HOUSE A NEW GENERATION OF MUSIC ACTION MIX VOL. 3 SMALLTOWN BOYS - BEATSKI MIX DIE KRUPPS/NITZER - MACHINERIES OF JOY DIE KRUPPS/NITZER - MACHINERIES OF JOY (REMIX) SWEET TEE - LETT’S DANCE KRAZE - LET'S PLAY HOUSE ÝMSIR - HIP HOUSE MEGAMIX ÝMSIR - THE MONSTER MEDLEYS S'EXPRESS - THE ORIGINAL SOUNDTRACK ENDURÚTGÁFURLP & CD GRATEFUL DEAD - STEAL YOUR FACE GRATEFUL DEAD - FROM THE MARS HOTEL GRATEFUL DEAD - BLUES FOR ALLAH GRATEFUL DEAD - WAKE OF THE FLOOD JERRY GARCIA ALMOST ACOUSTIC (NÝ PLATA) THE RADIATORS - GHOSTOWN (EIN AF FYRSTU PÖNKSV.) DINOSAURS - DINOSAURS (NÝ J.CIPPOLINA O.FL.) CREEDENCE CLEARWATER REVIVAL - 8 TITLAR JOHN FOGERTY/BLUE RIDGE RANGERS HEIMSTÓNLIST LP & CD ABDEL AZIZ EL MUBARAK - SÚDAN ABDEL GADIR SALIM - NUJUM AL-LAIL (SÚDAN) J.P. LEBRIJANO - ENCUENTROS (ANDALÚSÍA/MAROKKO) DISSIDENTEN - SAHARA ELEKTRIK THE MUSIC OFZANZIBAR VOL. 1 THE MUSIC OFZANZIBAR VOL. 2 BLUESLP&CD ALBERT KING - THE BEST OF BB KING - LET'S DO THE BOOGIE JOHN LEE HOOKER THAT’S MY STORY LIGHTNING HOPKINS - WALKIN’ THIS ROAD JAZZ LP & CD SHELLEY MANN & FRIENDS - MY FAIR LADY ELLA FITZGERALD - THE BEST OF MODERN JAZZ QUARTET - THE BEST OF JOE PASS - BLUES FOR FRED COLMAN HAWKINS - BEAN STALKIN ÚTGEFAHDI: GÉÍSLÍ HEILDSOLUDREIFING: S T E I N A R PÓSTKROEUÞJÓHUSTA: 6R1MM/9M2040 lengi að heiman, en þetta sé sín eina von. Með því að koma hér tvisv- ar á ári, haldist exemið niðri og sér líði vel. En komi har.n aðeins einu sinni á ári fari allt í sama horfið eftir 6-8 mánuði. Hann staðfestir einnig það sem aðrir hafa sagt, að dönsku sjúkrasamlögin eða ömtin greiða ferðina og allan kostnað við dvölina við Dauðahafið, enda borgi það sig því einnar viku meðferð á dönskum sjúkrahúsum kosti jafnvel meira en mánaðardvöl hér í Ein Gedi. Tvö fyrirtæki sjá um skipuiagn- ingu ferðanna frá Danmörku, Dan- marks psoriasis forening, sem send- ir sitt fólk til Ein Gedi eins og áður er nefnt, 800 manns á hveiju ári, og Helserejser, sem senda sitt fólk til Hotel Lot í Ein Boked, sem er hér nokkru sunnar við Dauðahafið. í Ein Boked má segja að sé al- þjóðameðferðarstaður fyrir psorias- is- og gigtarsjúklinga. Hótelin verða sífellt fleiri og sum þeirra eru 5 stjörnu lúxushótel. Allt frá árinu 1971 hafa danskir psoriasis-sjúklingar fengið meðferð við Dauðahafið. Mismunurinn í að- stöðunni hér í Ein Gedi og í hótelun- um í Ein Boked er sá að hér bygg- ist þjónusan á að dvalargestir sjá um sín herbergi sjálfir og eru í fullu fæði. Bústaðirnir eru notaleg tveggja manna herbergi í smáhús- um. Þar er snyrtiherbergi með sturtu, smá eldhúskrókur og áhöld ásamt með kaffi, te, sykri, kakó o.fl., svo fólk geti hitað sér sopa milli máltíða, en þær eru þijár á dag, morgun-, hádegis- og kvöld- verður. Sjö sinnum á dag fer lang- ferðabíll með dvalargesti niður til Dauðahafsins, sú ferð tekur ná- kvæmlega 6 mínútur. Þar eru m.a. heitir pottar, vatnið salt og mettað efnum ur heitum uppsprettulindum. Þar eru einnig leirböð, hvíldarbekk- ir, sturtur og Dauðahafið sjálft í dýpsta dal jarðar og sjálft 400 metr- ar á dýpt, þar sem fólkið flatmagar og flýtur. Hæðarmismunurinn þegar komið er til Jersúsalem í u.þ.b. 50 km fjarlægð er 1.150 m. Þrátt fyrir sólina og hitann við Dauðahafið brennir sólin ekki því loftið er svo mettað. Dauðahafið inniheldur 30% mieralsölt. Exem- sjúklingunum er ráðlegt að vera 8 klst. í sólinni og við Dauðahafið, en að sjálfsögðu er farið hægt af stað. Lyf eru ekki notuð meðan á dvöl- inni stendur, aðeins vaselín og í undantekningartilfellum tjöru- áburður. Á kvöldin hittast dvalargestir ásamt heimamönnum, og halda saman kvöldvökur. Þar er sungið, dansað og farið í leiki. Fræðlsuer- indi flutt um staðinn og nágrenni. Auk þess er farið með fólkið í skoð- unarferðir um samyrkjubúið og sögustaðina í næsta nágrenni að ógleymdum eins dags ferðum í allar áttir, sem eru á mjög viðráðanlegu verði. Auðnin hér í Ein Gedi hefur að nýju orðið unaðsleg vin, fyrir þrot- laust starf vinnandi handa, sem margar áttu litla von til lífs, nema hér. Samyrkjubúið var stofnað 1956. Alit var frumstætt í byijun, engir vegir, engin þægindi. En hóp- ur ungs fólks sá möguleikann sem veðurfarið bauð upp á. Árið 1972 opnaðist vegurinn til Jerúsalem. Frá þeirri stundu jókst ferðamanna- straumurinn til muna, þótt hann væri allmikill allt frá byijun. Starf- ræksla gistihússins og heilsulind- anna við Dauðahafið er nú um 73% af heildartekjum samyrkjubúsins. Hingað sækja einnig gigtarsjúkling- ar víðsvegar að úr heiminum. Þótt Intifada skelii á verkföllum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr og þótt gijóthnullungum og brennandi blysum sé kastað og kynt bál með olíubornum bíldekkjum, sem brenna, særa og skaða sak- laust fólk og ekki þykir fréttnæmt og byssukúlur hitti í mark sem síst skyldi er friðurinn hér í Ein Gedi engu líkur. Hið daglega líf heldur áfram og áætlunarbíllinn um vesturbakka Jórdánár fer sína leið eins og ekk- ert hafi í skorist. Höflindur er forstööukonn Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.