Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 4
4 MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 SH og Sambandið: Unníð að aukinni físk- sölu til Sovétríkjanna FULLTRÚAR SH og Sambandsins vinna um þessar mundir að því að ná samningum sölu á auknu fiskmagni til Sovétríkjanna. Um er að ræða alls 5.500 tonn umfram það, sem áður var samið um til afhendingar á þessu ári. Vonir um að samningar náist eru tak- markaðar. Fulltrúar Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða- deildar Sambandsins, Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjófi og Benedikt Sveinsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri, voru í Moskvu alla síðustu viku til viðræðna við fyrirtækið Sovrybflot um sölu á frystum fiskafurðum til Sovétríkj- anna til afgreiðslu tímabilið ágúst - desember á þessu ári. Alls voru haldnir 6 fundir með fulltrúum Sovrybflot, ýmist á skrifstofu fyr- irtækisins eða í íslenzka sendirrða- inu í Moskvu á skrifstofu Tómasar Á. Tómassonar, sendiherra. Ekki náðust samningar í við- ræðunum, en fulltrúar SH og SÍS skildu eftir tilboð upp á sölu á 5.000 tonn af flökum og 500 af heilfrystum fiski. Magn það, sem hér er verið að bjóða til viðbótar því, sem áður hafið verið samið um, er undir ákvæðum, viðskipta- samnings landanna. Áhugi var á frekari kaupum hjá Sovrybflot en þeir báru við gjaldeyrisskorti og engin loforð' voru gefin af hálfu þeirra um frekari kaup á þessu ári. Samningum var þó ekki slitið og munu báðir aðilar leita frekari leiða til að framleiðsla fyrir Sov- étríkin geti haldið áfram. Nær lok- ið er framleiðslu upp í gildandi samning sem undirritaður var í desember síðastliðnum ‘ upp á 9.700 tonn að verðmæti 20,8 millj- ónir dollara, 1,2 milljarðar króna, til afgreiðslu fyrstu 7 mánuði þessa árs. Um er að ræða bæði flök og heilfrystan fisk. Neðri mörkin í viðskiptasamninga land- anna eru 20.000 tonn af flökum og 6.000 tonn af heilfrystum fiski. / DAG kl. 12.00. Heimild: Veðurslofa islands (Byggl á veöurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 8. JUNI YFIRLIT í GÆR: Milli fslands og Skotlands er hægfara hæðar- hryggur en 996 mb lægð um 200 km suðaustur af Hvarfi þokast austur. SPÁ: Suðaustan gola vestanlands en suðvestan gola eða hæg breytileg átt um austanvert landið. Skýjað en þurrt að kalla við suðurströndina en sums staðar léttskýjað í öðrum landshlutum. Hiti 9-14 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað en þurrt að mestu á Suður- og Suðaustur- landi en öllu bjartara veður norðanlands og vestan. Hiti 8-15 stig.. Heldur vaxandi austanátt við suöurströndina á laugardag. x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. rii lllt Rigning lil * i * i*i* Slydda i*i * * * * * * * Snjökoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 11 alskýjað Reykjavík 8 skýjað Bergen 13 skúr Helsinki 16 alskýjað Kaupmannah. 14 skýjað Narssarssuaq 15 skýjað Nuuk 1 alskýjað Ósló 17 skýjað Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 21 léttskýjað Amsterdam 10 skúr Barcelona 20 léttskýjað Berlín 19 léttskýjað Chicago 19 léttskýjað Feneyjar 21 léttskýjað Frankfurt 13 skúr Glasgow 15 hálfskýjað Hamborg 17 hálfskýjað Las Paimas 23 léttskýjað London 15 skýjað Los Angeles 15 alskýjað Lúxemborg 9 haglél Madrid vantar Malaga 25 skýjað Mallorca vantar Montreal 17 skýjað New York 17 rigning Orlando 23 hálfskýjað Parfs vantar Róm 22 heiðskirt Vin 19 hálfskýjað Washington 18 skúr Winnipeg vantar Arinbjörn fékk á sig brot við Víkurál: Héldu áfram veiðum með tækin ónýt Morgunblaðið/Einar Falur Sævar Björnsson stýrimaður um borð í brúnni. Eins og sjá má er búið að rífa fiest tækin úr henni. TOGARINN Arinbjöm RE-54 fékk á sig brotsjó vestur af Víkurál fyrir nokkm. Við þetta óhapp eyðilögðust öll tæki í brúnni. Samt sem áður héldu skipverjar áfram veiðum þótt einu tækin sem virkuðu væm handstýrið og dýptarmælirinn að háliu. Arinbjöm var á grá- lúðuveiðum á svokölluðu Hamp- iðjutorgi er óhappið varð. Sævar Björnsson 1. stýrimaður var einn í brúnni er brotsjórinn reið á skipinu. Brúin fylltist af sjó og segir Sævar að krafturinn hafí verið svo mikill að hann kastaðist aftur í brúnna og lenti þar upp á borði, „í einum hnút,“ eins og hann orðar það. Hann slapp samt með minniháttar skrámur. Sjórinn gekk niður allt skipið og sem dæmi um kraftinn má nefna að flísar kvörnuðust úr gólfinu á baðherbergi á dekkinu fyrir neðan brúnna. Ljóst er að tjónið af völdum þessa brots er mikið og telur Sæv- ar að togarinn verði frá veiðum næstu 4-6 vikumar. Arinbjöm landaði afla sínum á ísafírði en síðan var haldið til Reykjavíkur þar sem viðgerð fer nú fram. Leiguflug til Saar- briicken fellt niður ALLT leiguflug til Saarbriicken í sumar hefiir verið fellt niður. Þeim 900 farþegum, sem áttu bókað far með leigufluginu, verð- ur komið fyrir í áætlunarflugi til Lúxemborgar. Hér er um orlofs- ferðir á vegum stéttarfélaga að ræða fyrir milligöngu Samvinnu- ferða/Landsýnar. Hætt var við leiguflugið vegna dræmrar þátt- töku í því. Til að það hefði borg- að sig þurfti 1.400 farþega. Um var að ræða 12 ferðir með leigu- vél frá Amarflugi. Helgi Jóhannsson forstjóri Sam- vinnuferða segir að vegna þessarar breytingar á fluginu muni brott- farardagar raskast til eða frá um 1-2 daga hjá mörgum ferðamann- anna. Þó það sé að sjálfsögðu slæmt var samt talið betra að bjóða ferða- mönnunum upp á áætlunarflugið í stað þess að fella allar þessar ferð- ir niður. „Við höfum verið að vinna í því að undanförnu, í samvinnu við full- trúa stéttarfélaganna, að tilkynna viðkomandi um þessar breytingar," segir Helgi. „Við erum búnir að fara í gegnum júnímánuð og enn sem komið er hefur enginn hætt við ferð sína af þessum sökurn." í máli Helga kemur fram að Saarbriicken er skammt frá Lúxem- borg, eða 20-30 mínútna ferð með bíl. Flestir þeirra sem ætla til Saar- brucken höfðu pantað bílaleigubíl í Lúxemborg þannig að þetta er ekki mikil röskun á ferðamáta þeirra. Og meira en helmingur þeirra sem höfðu pantað þetta leiguflug ætluðu ekki að dvelja í Saarbrucken heldur ferðast um í bílaleigubíl. Heimsbikarmótið í I Rotterdam: Jóhann með 1/2 vinning Frá Margeiri Péturssyni í Rotterdam Sovétmaðurinn Anatoly Karpov er í efsta sæti á heims- bikarmótinu í Rotterdam sem hófst á laugardaginn. Hann hefur hlotið 3,5 vinning af 4 mögulegum. Jóhann Hjartar- son sat yfir í 1. umferð og hefiir síðan gert jafiiteli við Sax, en tapað fyrir Salov og Nunn og er því með 0,5 vinn- inga eftir 4 umferðir. Til stóð að 18 þátttakendur yrðu á mótinu, en aðeins 17 hófu keppni því Spassky taldi sig of þreyttan eftir heimsbikar- mótið í Barcelona um daginn. Eftir fyrstu umferðina fækkaði keppendum ennfrekar því Ro- bert Hiibner hætti keppni vegna veikinda. Tveir keppendur sitja því yfir í hverri umferð. Úrslitin í 4 umferðinni, sem tefld var í gær, urðu þau að Karpov vann Timman, Nogueir- as vann Elverst, Short vann Seravan og Salov vann Sax. Jafntefli varð hjá Van der Wiel og Lubojovich. Ríkisstjórnin: 0 r- Ahyggjur vegna stöðu atvinnuveganna RÍKISSTJÓRNIN kemur saman til fundar nú fyrir hádegi, þar sem staða atvinnuveganna verður rædd. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru skiptar skoðanir um það innan ríkissijómarinnar, til hvaða ráðstafana nauðsynlegt sé að grípa. Þingflokkur Framsóknarflokks- inn“ hafa ekki náð enn náð tökum ins kom saman til fundar síðdegis á því sem þeir eiga að gera, og var í gær þar sem þessi mál voru rædd á löngum fundi. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var hart deilt á fundinum um það hvað gera beri. Mikil óánægja kom fram með það að sjóðir þeir sem áttu að leysa það sem nefnt hefur verið „bráðavand- hlutaíjársjóðurinn sérstaklega nefndur í því sambandi. Þingmenn Framsóknarflokksins munu einnig hafa lagt til að alvar- leg vinna verði lögð í mótun at- vinnustefnu, þegar til lengri tíma er litið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.