Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1989
Félagsstoftiun stúdenta vegna byggingar stúdentagarða;
Leitað til þrettán sveitarfélaga
á Norðurlandi með flárframlög
Akureyrarbær hefiir ákveðið að
leggja fímm milljónir til verkeftiisins
FÉLAGSSTOFNUN stúdenta
hefúr leitað til fyrirtækja og
þrettán stærstu þéttbýlisstað-
anna á Norðurlandi varðandi
flárhagslega fyrirgreiðslu vegna
byggingar stúdentagarða. Bæj-
arstjórn Akureyrar samþykkti á
fundi sínum í fyrradag að leggja
fram tii þessa verkefhis 350 krón-
ur á hvern bæjarbúa, en það
gerir tæpar fimm milljónir
króna. Þá var einnig samþykkt
að veittur yrði gjaldffrestur á
greiðslu byggingargjalds og
tengigjöldum til RafVeitu og
Dalvíkurskóli:
Þórunn
ráðin
skólastjóri
ÞÓRUNN Bergsdóttir hefúr
verið ráðin skólastjóri
Dalvíkurskóla, en Trausti
Þorsteinsson, sem verið hef-
ur skólastjóri um árabil, hef-
ur tekið við starfi fræðslu-
stjóra á Norðurlandi eystra.
Umsækjendur um stöðuna
voru tveir, Þórunn og Sturla
Kristjánsson, en hann dró um-
sókn sína til baka.
Þórunn hefur starfað sem
kennari í 14 ár. Hún hefur ver-
ið yfirkennari Dalvíkurskóla
síðastliðin tvö ár. Þar áður
kenndi hún við Lundarskóla á
Akureyri í tvö ár og í tíu ár
kenndi hún við Bamaskóla
Akureyrar og var yfirkennari
þar í eitt ár.
Hitaveitu samtals tæpar tvær
milljónir króna.
Sigurður P. Sigmundsson for-
maður Félagsstofnunar, sagði styrk
Akureyrarbæjar myndarlegan og
að af honum væri mikill stuðning-
ur. Hann sagði að uppbygging
Háskólans á Akureyri væri byggða-
mál fyrir alla Norðlendinga og því
hefði verið leitað til sveitarfélag-
anna þrettán varðandi aðstoð, enda
sagðist hann hafa orðið var við
mikinn skilning manna á þessu
máli.
Samkvæmt áætlun Háskólans er
gert ráð fyrir að fjöldi nemenda
næsta skólaár verði um 120, sem
er tvöföldun frá síðasta vetri, og
skólaárið 1990-91 er gert ráð fyrir
165 nemendum við skólann og rúm-
lega 200 árið 1991-92. Ein af
grundvallarforsendum ffyrir því að
þessi áætlun standist er að það ta-
kist að byggja upp húsnæði fyrir
nemendur, en gert er ráð fyrir að
um 60-70% stúdenta verði utan-
bæjarmenn.
Félagsstofnun undirritaði samn-
ing við fyrirtækin SS-Byggi hf. og
Möl og sand hf. um byggingu stúd-
entagarðs við Skarðshlíð í byrjun
mai og miðar verkinu vel áfram.
Um er að ræða þriggja hæða hús
með vistarverum fyrir 34 fullorðna
íbúa og skal verktaki skila íbúðum
og herbergjum fullfrágengnum 1.
október næstkomandi. Byggingar-
kostnaður nemur um 76 milljónurh
króna, en Húsnæðisstofnun lánar
85% af byggingarkostnaði. Félags-
stofnun þarf að fjármagna um 16
milljónir króna, eða 21% byggingar-
kostnaðar. í bréfi Félagsstofnunar
til forsvarsmanna sveitarfélaganna
er lagt til að framlög bæjar- og
sveitarfélaga verði 300 kr. á íbúa,
en framlag Akureyrarbæjar 350 kr.
á íbúa. Greiða má upphæðina með
skuldabréfi til tveggja eða þriggja
ára sé þess óskað.
Fjáröflunarnefnd Skjaldar, fé-
lags áhugamanna um eflingu HA
hefur leitað til fyrirtækja varðandi
stuðning við bygginguna og verður
sá háttur hafður á, að fyrirtækjum
er boðið að fjármagna þann kostnað
herbergja eða íbúða sem ekki er
lánað út á, þ.e. 21%. Fyrirtækin
fengju þá skjöld með nafni sínu á
einstök herbergi eða íbúðir ef þau
svo vilja. Þau fyrirtæki sem leggja
vilja fram lægri upphæðir fengju
nafn sitt á sameiginlegan skjöld.
Sem dæmi er tekið að 20,6% kostn-
aður við eitt herbergi með hús-
búnaði er 475 þúsund krónur, deilt
er í með tveimur og fjárframlag
fyrirtækis yrði þá 237.500 krónur.
Þau sveitarfélög sem leitað er til
auk Akureyrar, eru Húsavík, Sauð-
árkrókur, Siglufjörður, Dalvík,
Ólafsijörður og Blönduós. Stærstu
hrepparnir eru Höfðahreppur,
Hvammstangahreppur, Skútu-
staðahreppur, Grýtubakkahreppur,
Raufarhafnarhreppur og Þórshafn-
arhreppur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þórsarar safina dósum
Akoplast og knattspymudeild
Þórs hafa gert með sér sam-
komulag sem felst í því að Ako-
plast selur knattspyrnudeild-
inni áprentaða poka til dreif-
ingar á félagssvæði Þórs. Þess-
ir aðilar fara þess síðan á leit
við íbúa Glerárhverfis að þeir
safiii áldósum í pokana og skili
að Hamri, félagsheimili Þórs,
en einnig bjóðast Þórsarar til
að sækja pokana ef um það er
beðið. Markmið samstarfsins er
þríþætt, að stuðla að hreinu
umhverfí, öflun Qár til knatt-
spyrnudeildarinnar og einnig
veitir það félögum Sjálfsbjarg-
ar vinnu við frágang og pökkun
á pokum. Á myndinni em þeir
Sigurður Arnórsson formaður
knattspymudeildar Þórs og
Davíð Jóhannsson sölumaður,
sá stutti er sonur Sigurðar.
Ört vaxandi heimahjúkrun:
Veikara fólk heima
vegna sparnaðar á FSA
Heilsugæslustöðin fær aukafí ár veiting-u
BÆJARSTJÓRN Akureyrar
samþykkti á fúndi sínum í fyrra-
dag einnar milljón króna auka-
fjárveitingu til Heilsugæslustöðv-
arinnar svo hægt verði að ráða
einú sjúkraliða í heimahjúkrun
Ferðaskrifstofan Nonni stoftiuð:
Markmiðið að byggja upp ferða-
mannaþjónustu á Norðurlandi
- segir Helena Dejak framkvæmdastjóri
og einn ritara að Heilsugæslu-
stöðinni frá miðju ári vegna ört
vaxandi heimahjúkrunar og rit-
arastarfa.
Ingvar Þóroddsson, yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar, sagði að
um áramót hefði sú breyting orðið
að boðið var upp á helgarþjónustu
fyrir þá sem á þurfa að halda og
þjónustan þar með aukin.
Hann sagði að vegna samdráttar
og sparnaðar á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri væri fólk útskrif-
að mun fyrr en áður og því væri
veikara fólk heima sem þyrfti á
aukinni þjónustu að halda. Það
væri hins vegar ódýrara að sinna
fólkinu heima en inni á sjúkrahús-
Ingvar sagði heimaþjónustu hafa
farið mjög vaxandi á Akureyri. Á
síðasta ári voru skráðar 13.849 vitj-
anir og alls nutu 240 einstaklingar
heimaþjónustunnar, 169 konur og
71 karl. Hann sagði ástand í heima-
þjónustumálum vera í þokkalega
góðu horfi og hægt væri að sinna
flestum þeim beiðnum sem inn
kæmu um slíka þjónustu, en hluti
þjónustunnar væri unnin á vegum
Félagsmálastofnunar.
„Nú er farið að veita meiri þjón-
ustu á dagvistinni á Dvalarheimil-
inu Hlíð sem gerir að verkum að
það léttir á heimaþjónustunni, en
aftur á móti hefur þeim fjölgað
mjög sem veikastir eru og það eyk-
ur álagið," sagði Ingvar.
STOFNFUNDUR Ferðaskrif-
stofúnnar Nonna var haldinn
að Pétursborg í Glæsibæjar-
hreppi fyrir skömmu, en hlut-
hafar eru Iðnþróunarfélag
EyjaQarðar, Ferðaskrifstofan
Atlantik og ferðaskrifstofan
Kompas í Júgóslavíu, auk He-
lenu Dejak og Guðrúnar Hallgr-
ímsdóttur á Akureyri. Helena
er framkvæmdasljóri Ferða-
skrifstofúnnar Nonna, en
Kristín Sigíúsdóttir er formað-
ur stjórnar.
Helena sagði markmiðið með
stofnuninni að byggja upp ferða-
mannaþjónustu á Norðurlandi og
reyna að laða fleiri útlendinga
norður í Iand, auk þess að gerast
tengiliður fyrir þá Islendinga sem
hyggja á Júgóslavíuferðir og einn-
ig fyrir þá Júgóslava sem halda
vilja hingað til lands. Kompas
myndi sjá um þá hlið málsins, en
sú ferðaskrifstofa er ein sú
stærsta í Júgóslavíu og hefur um
4.000 manns í vinnu á sínum
snærum á 15 skrifstofum víða um
heim.
Á vegum ferðaskrifstofunnar
verður boðið upp á gönguferðir í
nágrenni Akureyrar og verða þær
fyrstu á dagskránni fljótlega. Áuk
þess verður sumarhótelið að Þela-
mörk rekið af ferðaskrifstofunni,
en þar er pláss fyrir um 150
manns í allt. Helena hefur starfað
sem svæðisstjóri fyrir Ferðaþjón-
ustu bænda á Norðurlandi í 8 ár
og rekur slíka þjónustu að Péturs-
borg. Þar sagði hún að hægt
væri að pantajúgóslavneskan mat'
fyrir smærri hópa og frá því í
febrúar sagðist hún ekki hafa
getað annað eftirspurninni, svo
mikil væri ásókn Ákureyringa í
matinn. „Mitt markmið er að veita
góða þjónustu, að gera fólk án-
ægt, það er besta auglýsingin,“
sagði Helena.
Listsýning kvenna frá
Islandi og Minnesota
Gamli bærinn í Laufási opinn
GAMLI bærinn í Laufási við
Eyjaflörð var opnaður 1. júní
síðastliðinn og verður hann opinn
til loka ágústmánaðar.
Bærinn er fyrst og fremst sýni-
bær, þ.e. reynt er að hafa þar allt
innanstokks eins og tíðkaðist á þeim
tíma er hann var byggður, á árun-
um 1860-1870. Jafnframt er hægt
af skoða gömlu kirkjuna, en hún
er byggð árið 1865. í kirkjunni eru
margir merkir gripir og má þar
nefna að stóllinn er ævaforn, frá
árinu 1698.
Séra Bolli Gústafsson í Laufási
segir aðsókn, jafnt útlendinga sem
íslendinga, vera mikla og fara
sívaxandi ár frá ári.
Gamli bærinn er opinn alla daga
nema mánudaga frá kl. 10.00-18.00
og eftir samkomulagi.
SAMTOKIN „Minnesota World-
wide Women" ætla að efiia til
sýningar á Iist kvenna frá Islandi
og Minnesota í tengslum við
heimsókn Kvennalistakvenna í
mars 1990. Efúi verkanna á að
endurspegla félagslegt, stjórn-
málalegt og menningarlegt um-
hverfi listamannsins.
Þær listakonur sem áhuga hafa
eru beðnar að senda allt að 6
skyggnur af nýjum tvívíddarmynd-
verkum frá árunum 1985 til þessa
dags. Skulu skyggnurnar merktar
nafni listamanns, heiti verksins
umfangi þess og aðferð. Yfirlit yfir
listferil höfundar fylgi.
Verkin verða valin af „Second
Wave Women’s Art Collective“ og
sýnd í þekktum sýningarsal í
Minneapolis-borg. Þau verða einnig
birt í myndbæklingi sem verður
útbúinn í tenglsum við ferð Kvenna-
listakvenna.
Sýningin er einungis ætluð
íslenskum Iistakonum. Frestur til
að senda umsóknir um þátttöku er
til 15. júlí 1989.
Rangt farið
með nafn
Litli drengurinn sem drukkn-
aði í Glerá hét Bjarmar Smári
Elíasson, en ekki Bjartmar
Smári Elísson eins og sagði í
frétt í gær. Upplýsingar sem
Morgunblaðið fékk um nafn
drengsins reyndust rangar.
Morgunblaðið biður aðstand-
endur innilega afsökunar á
þessum leiðu mistökum.