Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8..JUNI 4 Hörpudeild - Kaplakrikavðllur - FRAM í kvöld kl. 20.00. Qo . <UQ Utvegsbanki Islandshf IÞROTTADAGURINN -10. JUNI Almenningsíþróttir í öndvegi Sérstakur íþróttadagur verður haldinn í nokkrum sveitarfé- lögum landsins á laugardaginn. Markmiðið er að fá sem flesta til að taka þátt í útivist eða ein- hveijum íþróttum, og hvetja þann- ig til þess að fleiri njóti íþrótta og útivistar. Reykjavíkurborg gekkst fyrir íþróttadegi í fyrra, og reyndist uppátækið mjög vinsælt með borgaranna. Fólk hefur úr mun meiru að velja nú, en nefna má sem dæmi að í Reykjavík gefst fólki kostur á að fá Ieiðsögn í sundi, skokki, tennis, körfuknatt- leik, keilu, golfi, blaki og sigling- um, auk þess sem Heilsuhlaup Krabbameinsfélagsins fer þar fram og boðið verður upp á gönguferðir. Morgunblaðið hefur, í tilefni af íþróttadeginum, rætt við nokkra trimmara og Jóhann Heiðar Jó- hannsson læknir hefur skrifað grein um heilsurækt sem birt er á síðunni hér til hliðar. íþróttadagur verður einnig haldinn á Seltjamarnesi, í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Akureyri. ■a morgun í blaðinu á morgun verður fjallað nánar um íþróttadaginn, birt dag- skrá í hverju sveitarfélagi og fleiri viðtöl við trimmara. Kópavogsvöllur 2. deild Breiðablik - Tindastóll Sauðárkróki í kvöld kl. 20:00 BYKO AUK/SlA k10d11-150 Toppleikur í kvöld VALUR - \l BilVCaR á Hlíðarenda kl. 20 Allir á Hlíöarenda. Suðurlandsbraut 4 og Síðumúla 39. Umboðsmenn um allt land. 99 Margrét Sæmundsdóttir fóstra: Háð sundinu11 HUISI Margrét Sæmundsdóttir segist ekki vera nein íþrótta- manneskja en hún syndir, hjól- ar, gengur og fer á skíði, þann- ig að erfitt er að trúa þeirri staðhæfingu hennar. Hins veg- ar ber hún því við að hafa aldr- ei lagt stund á neinar keppnis- íþróttir og því telur hún sig ekki geta gengist við þeim titli. Margrét fékk í bakið fyrir sjö árum síðan, og hófst þá þramm á milli lækna og sjúkraþjálf- ara, og eitthvað komu nuddarar þar við sögu einnig. Að því loknu sagð- ist Margrét hafa komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt að ætlast til að aðrir læknuðu sig, ef hún legði ekkert sjálf af mörkum, og því var það að hún tók til við að stunda heilsurækt. „Eiginlega má segja að ég sé orðin háð sundinu. Ég fer í sund á hveijum degi og syndi þá um 500 m. Sundið er allra meina bót, og eitthvað það albesta sem gert hefur verið fyrir Reykvíkinga eru sund- laugarnar. Margrét lætur sér hins vegar ekki nægja að synda því hún hjólar alltaf til vinnu þegar veður og færð leyfir. „Ég er u.þ.b. 15 mínútur að hjóla í vinnuna og 20 mínútur til baka, og ég hef reiknað það út, að ef ég færi akandi í bíl, myndi það einung- is spara mér fjórar mínútur. Það er nefnilega allsstaðar hægt að stytta sér leið, og ekki þarf að bíða á rauðum ljósum ef hjólað er á gangstéttunum, eins og ég geri. Þá geng ég einnig mikið og á vet- urna fer fjölskyldan töluvert á skíði, en við eigum .bæði gönguskíði og svigskíði. Margrét Sæmundsdóttir. „Fólk hreyfir sig alls ekki nógu mikið. Bílar og lyftur eru þau hjálp- artæki sem alltaf er stuðst við þeg- ar fólk fer um, og það situr eða liggur þegar færi gefst. Að lokum fær fólk svo í bakið eins og ég. Það ætti hreinlega að ala börn upp í því að hreyfa sig. Með því móti venjast þau á að reyna á sig og finna þá að þau geta ekki án þess verið,“ sagði Margrét. EiríkurSmith, listmálari: „Félagsskapur- inn í golfinu hefur sitt að segja“ „ÉG kynntist golfinu fyrir rúmlega tuttugu árum. Vini mínum Gísla Sigurðssyni, sem nú ritstýrir Lesbók Morgunblaðsins var gefið hálft golfsett og við fórum að notaþað. Þá gleypti ég bakt- eríuna og hef ekki losnað við hana síðan“ segir Eiríkur Smith, listmálari glettnislega. Eiríkur, sem er búsettur í Hafnarfirði, var einn af stofn- endum Golfklúbbsins Keilis og æfir aðallega á vellinum í Hafnar- firði. Hann segir það nokkuð mis- jafnt hversu mikill tími fari í golf- iðkun. „Vegna starfs míns hef ég sveigjanlegan vinnutíma og sund- um kem ég á morgnana og slæ nokkra æfingabolta en yfirleitt kem ég á völlinn klukkan svona í i fjögur eða fimm og hitti þar félag- ana. Það er ekki bara, að maður njóti hollrar hreyfingar og útiveru í golfinu, heldur hef ég einnig kynnst mörgu góðu fólki. Félags- skapurinn hefur sitt að segja“ segir Eiríkur en hann spilar mikið með þeim Tómasi Ámasyni Seðla- bankastjóra, Gísla Sigurðssyni umsjónarmanni Lesbókar Morg- unblaðsins og Sveini Snorrasyni lögmanni. Eirkur segist spila að jafnaði þijá til §óra klukkutíma í hvert skipti, stundum daglega en stund- um líði lengra á milli. „Á veturna er þetta erfiðara. Þó reynir maður að mæta öðru hvoru þegar færi gefst. Mér finnst þó óþægilegt að geta ekki slegið nokkur högg og þess vegna hef ég freistast til að taka nokkur högg á vinnustofu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.