Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1'989 19 Fúkyrði og rangfærslur Jóns Armanns duga skanunt eftir Guðmund Oddsson Jón Ármann Héðinsson skrifar- grein í Morgunblaðið 24. maí sl. þar sem hann reynir að færa rök fyrir nauðsyn á lagningu Fossvogs- brautar. Vitaskuld verða menn að fá að hafa sínar skoðanir á þessu máli, en hitt hafa menn ekkert leyfi til, að halda fram röngum stað- hæfingum og jafnvel tómum lygum í leit sinni að einhveijum rökum fyrir skoðunum sínum. Raunar er það nú svo að tilgang- ur með þessum skrifum Jóns Ár- manns er mér engan veginn ijós. Hann byijar á að lýsa andstöðu við þá ákvörðun bæjarstjórnar Kópa- vogs að lýsa samkomulag milli Kópavogs og Reykjavíkur úr gildi fallið. Síðan kemur frasi um ijár- hagsstöðu Kópavogs þar sem bæj- arstjóm er að eyða umfjöllun um slæma stöðu bæjarsjóðs með því að æsa upp tii átak og átthagarígs með viðkvæmu máli. Hvað gengur þér til Jón Ármann? Hvers konar röksemdarfærsla er þetta eiginlega? Hvað veist þú um fjárhagsstöðu Kópavogsbæjar og hvemig tengist hún lagningu Foss- vogsbrautar? Ég minnist þess að hafa heyrt eitthvað svipað haft eft- ir borgarstjóranum í Reykjavík. Þið emð augljóslega skoðanabræður í þessu máli og báðir virðist þið hafa það meginmarkmið að koma óorði á bæjarstjóm Kópavogs. Ég skal fúslega játa það, Jón Ármann, að viðhort þín gagnvart stjómendum Kópavogsbæjar koma mér á óvart. Auðvitað muna flestir eftir þátttöku þinni á Borgaralistanum 1978, en sá þáttur jók heldur lítið hinn pólitíska orðstir þinn, ertu virkilega ennþá í pólitískri fýlu? Hvernig ber að skilja eftirfar- andi: „þegar staða bæjarsjóða Kópavogs er orðin slík, að starfs- menn verða oft að leggja fram úr eigin vasa peninga, svo ekki komi til vandræða við rekstur.“ Er það virkilega svo, að fyrrverandi al- þingismaður hefur enga hugmynd um hvernig sveitarfélög afla sinna tekna. Hefur það aldrei hvarflað að þér, Jón Ármann, að íbúarnir í hveiju sveitarfélagi fjármagna að mestu leyti allan rekstur sveitarfé- lagsins. Það er með öðrum orðum farið ofan í þeirra eigin vasa eftir peningum. Þetta gildir ekki aðeins í Kópavogi heldur í öllum sveitarfé- lögum á landinu. Þú, Jón Ármann, reynir hins vegar að gera þinn eig- in heimabæ tortryggilegan. Það lýs- ir einungis þínu eigin geðslagi. Samstarf íþróttafélaganna Það er auðvitað í takt við annað í þessari grein Jóns Ármanns þegar hann segir bæinn vera að spilla samstarfi íþróttafélaganna ÍK og HK. Þarna helgar tilgangurinn meðalið sem fyrr. Jóni til upplýsing- ar skal þess getið, að breyting á svæðum félaganna var gerð í fullu samráði við þau og það var einnig þeirra ákvörðun að sameinast ekki heldur starfa áfram á sömu nótum „Umferðarvandamál þessa svæðis verða ekki leyst með Fossvogs- braut. Það er einungis tímasóun að þvarga frekar um það, því ýms- ar aðrar lausnir eru til.“ og áður. Bæjarstjórn Kópavogs kom þar hvergi nærri. Jarðræktarþekking Jóns Ármanns Það hlýtur öllum að vera Ijóst sem lásu grein Jóns að þekking hans í jarðfræði er ekki burðug. Hann lætur að því liggja að nauð- synlegt sé að ræsa landið fram til sjávar ef þar á að byggja íþrótta- völl, en ekki ef Fossvogsbraut verð- ur grafin niður. Samkvæmt fyrstu hugmyndum um uppbyggingu íþróttasvæðisins í Fossvogsdal er alls ekki gert ráð fyrir neinni framræslu. íþrótta- mannvirkin verða byggð á svæðinu norðan og austan við Snælands- skóla og vellirnir þar fyrir norðan og austan. Gömul skipulagsmistök Það er hálfdapurt að sjá það á þessum skrifum Jóns Ármanns að hann hefur alls ekki gert sér í hug- arlund hveiju Fossvogsbraut átti að þjóna. Brautin átti aldrei að fá neina tengingu úr Kópavogi nema inni í Smiðjuhverfi svo erfitt er að átta sig á þeirri fullyrðingu að hún komi til með að auðvelda Jóni för sína úr Birkigrundinni. Er það kannski meginástæða fyrir áhuga þínum á Fossvogsbrautinni, Jón Ármann, að þú hélst að þú hefðir sjálfur einhver not af brautinni? Það má vel vera að það séu gömul skipu- lagsmisstök að þú skuiir eiga erfitt með að komast leiðar þinnar, en trúðu mér, Fossvogsbraut myndi aldrei laga þau mistök. Eiga svo Kópavogsbúar að borga? Jón Ármann vill að Kópavogur og Reykjavík skipti með sér kostn- aði við lagningu Fossvogsbrautar. Þessi mikli ijármálaspekúlant lætur sig ekki muna um það, að þrátt fyrir slæma fjármálastöðu Kópa- vogs, sem hann fullyrðir að sé, þá eigi bæjarbúar hér í Kópavogi að greiða að hluta lagningu vegar sem aldrei myndi þjóna Kópavogsbúum, heldur einungis vera innanbæjar- vegur í Reykjavík. Ég held að skatt- greiðendur hér í Kópavogi muni ekki láta bjóða sér svona stjórnvisku og ég vona að þú skiljir nú betur en áður hvers vegna Kópavogsbúar höfnuðu þér og félögum þínum á Borgaralistanum forðum daga. Að ná sáttum um hvað? „Það yrði báðum aðilum til sóma að ná sáttum í málinu“, segir Jón Guðmundur Oddsson Ármann í margnefndri grein. Sam- kvæmt hugmyndum hans væru þær sættir einar í málinu að leggja Foss- vogsbraut. Slíkt kemur aldrei til greina. Fossvogsbraut verður aidrei lögð. Það er margyfirlýstur vilji bæjarstjórnar Kópavogs. Það er hins vegar nöturlegt að vita til þess, að jafnvel íbúi í Foss- vogsdal skuli vera með þær hug- myndir sem fram koma í grein Jóns Ármanns. Kópavogsbúar eiga ekki að vera að karpa innbyrðis um þetta mál, heldur að sýna öðrum að þeir standi fast saman og láti ekki hroka og yfirgang annarra hræða sig. Umferðarvandamál þessa svæðis verða ekki leyst með Fossvogs- braut. Það er einungis tímasóun að þvarga frekar um það, því ýmsar aðrar lausnir eru til. Höfundur er formaður bæjarráðs í Kópavogi. Pönk og astraljass Smokie í Hót- el íslandi Mental Hackers Breska rokksveitin Smokie, sem flestum ætti að vera kunn, er væntanleg til íslands til tón- leikahalds á Hótel íslandi um næstu helgi. Ekki getur verið mikil þörf á að kynna Smokie sérstaklega, því sveitin var óhemju vinsæl hér á landi á áttunda áratugnum með lög eins og Living Next Door to Alice og If You Think You Know How to Love Me. Smokie var stofnsett snemma á áttunda áratugnum af þeim Chris Norman, Alan Silson og Terry Utt- ley og starfaði undir ýmsum nöfn- um fram til 1974 að sveitin hóf samstarf við Nicky Chinn og Mike Chapmann, sem fjöldaframleiddu vinsæl lög fyrirt.a.m. Suzy Quatro. Fyrsta Chinn og Chapman-lagið sló í gegn 1975 og eftir það var sveitin nær einráð á vinsældalist- um í Norður-Evrópu og Bretlandi næstu þrjú árin. Meðal annars kom sveitin til íslands á Listahátíð og lék í fullri Laugardalshöll 1980. 1982 ákváðu sveitarmenn að slíta samstarfinu, því alla langaði þá að reyna eitthvað nýtt. 1986 varð stórbruni á knatt- spyrnuvelli í Bradford, heimabæ Smokie, og hljómsveitin kom sam- an í góðgerðaskyni. Þeir tónleikar lukkuðust það vel að sveitin ákvað að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og hélt í tónleikaferð um Evrópu. Að þeirri för lokinni sagði Chris Norman skilið við sveitina, til að sinna sólóferli sínum, en í hans stað kom Alan Barton. Eftir frekari mannabreytingar komst núverandi skipan á hreint, en í sveitinni eru nú Alan Silson, Terry Uttley, Alan Barton, Martin Bullard og Steve Pinnell. Smokie sendi nýverið frá sér nýja breiðskífu, Boulevard of Broken Dreams. Tónleikalíf f Reykjavík er með fjörlegasta móti um þessar mundir og breiddin er mikil. í kvöld og næstu tvö kvöld verða tónleikar f Duus, Casablanca og Tunglinu þar sem pönki, keyrslu- rokki, astraljass, brotajárnstón- list, og gítarrokki bregður fyrir. í Duus í kvöld halda tónleika sveitirnar Dýrið gengur laust, Október og Ottó og nashyrning- arnir. Dýrið er keyrslurokksveit af bestu gerð með þá Jón, fyrrum Sogblett, Pétur og Jóhann, fyrrum Óþekkt andlit, og Gunnþór, sem áður var með Q4U og ótal öðrum sveitum, innanborðs. Október er skipuð tónlistarmönnum sem tóku virkan þátt í pönkbyltingunni á sínum tíma og gestur sveitarinnar í kvöld verður Mike Pollock. Októ- ber er nú í óða önn að búa sig undir tónleikaför til Sovétríkjanna með ýmsum sveitum íslenskum. Ottó og nashyrningarnir er nýleg sveit, að vísu eldri en Dýrið, en skipuð nýliðum í rokkinu. Sveitin ætlar sér samt stóra hluti og held- ur til Garðaríkis í haust líkt og Október. Húsið opnar kl. 22.00. Föstudagskvöld Föstudagskvöldið næsta heldur Smekkleysa skemmtikvöld í Casablanca. Þar koma fram tvær sveitir; Daisy Hill Puppy Farm og sænska sveitin Mental Hackers. Daisy Hill kynnir á tónleikunum fjögurra laga EP-plötuna Sprayc- an, sem breska fyrirtækið Lake- land Records gefur út eftir helgi, en platan verður gefin úr hér á landi á sama tíma. Mental Hack- ers, er tiltölulega ný sveit, sem stofnuð er af Christian Falck, fyrr- um meðlimi sænsku rokksveitar- innar Imperiet, en Falck hefur starfað mikið með Bubba Morth- ens, nú síðast að LP-plötu sem gefin verður út í haust. Aðrir með- limir í sveitinni, Zbigniew Karl- owski, Johan Söderberg, sem sér um áslátt á Bubbaplötunni, og Jo- hnny Axelsson, eru allir hámennt- aðir tónlistarmenn og tónskáld, en sveitin byggir tónlist sína á þeirri trú að nauðsynlegt sé að endur- vekja hreina helga tónlist sem byggist á fornum menningararfi. Til þess notar sveitin ýmis ásláttar- hljóðfæri auk tölvutækni og hefð- bundnari hljóðfæra. Tónleikarnir hér á landi verða fjórðu opinberu tónleikar sveitarinnar, en áður hef- ur hún leikið í Svíþjóð og á Wiener Fest Woche í Austurríki. Næstu tónleikar hennar eru fyrirhugaðir í Bandaríkjunum og Nicaragua. Skemmtikvöldið hefst kl. 23.00, en húsið opnar kl, 22.00. Laugardagur Laugardagskvöldið heldur astr- al stór/stormsveitin Júpíters tón- leika íTunglinu. Júpíters, sem skip- uð er tólf hljóðfæraleikurum, hefur vakið mikla athygli áheyrenda og gagnrýnenda fyrir óvenjulega tón- list, sem hentar einkar vel til dans- æfinga. í sveitinni eru Abdou Dho- ur ásláttarmaður, Birgir Bragason kontrabassaleikari, Bryndís Braga- dóttir básúnuleikari, Halldór Lár- usson trymbill, Haraldur „Stráksi" Tryggvason tenórsaxafónleikari og kynnir, Hjalti „Armsterki" Gíslason fortrompetleikari, Hörður „BlórrT Bragason hljómborðsleikari, Jón Ólafsson altsaxófónleikari, Krist- inn Árnason „Kræstler" gítarleik- ari, Þorgeir Kjartansson tenór- saxófónleikari og Örn Hafsteins- son trompetleikari. Þetta kvöld verða þó Bryndís básúna og Örn trompet stödd ytra og í skarðið hlaupa Einar Jónsson á trompet og nafni hans Einar Jónsson á básúnu. Þá mun sérstök gesta- stjarna syngja með sveitinni þetta kvöld, en tónleikarnir hefjast kl. 23.15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.