Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 8. JÚNÍ hverfisskoðun eru eðlilegir þættir gönguferða, og fyrir marga eru gönguferðir í góðum félagsskap ein auðveldasta leiðin til að sinna mannlegum samskiptum og ræktun andans um leið og líkaminn er þjálf- aður. Menn fræða hver annan um umhverfið, rifja upp gamansögur og skiptast á skoðnum um daglegt líf, pólitíkina og eilfífðarmálin, hver eftir sínum smekk. Þeir sem ferð- ast einir geta einnig þjálfað hugann og hugsað sitt, oft skjóta nýjar hugmyndir upp kollinum í góðri gönguferð. En stundum er mestur ávinningurinn sá að fá næði til að geta skotið vandamálum daglegs líf til hliðar og að fá ráðrúm til að leyfa íslenskri náttúru að kyrra Heilsurækt og gönguferðir eftirJóhann Heiðar Jóhannsson Framkvæmdahópur á vegum heilbrigðisráðherra beitir sér fyrir því að haldinn verði íþróttadagur fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu laugar- daginn 10. júní nk. Tilgangur- inn með þessum íþróttadegi er sá að hvetja almenning til þátttöku í íþróttum sér til ánægju og heilsubótar. í tilefni af þessu er ástæða til að fara nokkrum orðum um heilsurækt almennings, sérstaklega með tilliti til gönguferða. Viðhorf heilbrigðisstofnana Halfdan Mahler, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar, segir í ávarpi sem birt er í tímaritinu Heilbrigðismál árið 1986: „Hugsa skyldi um þjálfun í víðtækasta skilningi. Hún nær til gönguferða og annars létts líkam- legs álags, hún hefur bein áhrif á heilsuna og er gott ráð til að bæta hana. Það er nauðsynlegt fyrir fólk í öllum aldurshópum að þjálfa sig á einhvern hátt. I æsku og á ungl- ingsárunum býr þjálfun menn undir það, sem bíður þeirra á fullorðinsá- rum. Á efri árum léttir hún hreyf- ingar og viðheldur andlegri vöku. Þá er ótalið það sem ekki skiptir minnstu, en það er gleðin sem fylg- ir því að hreyfa sig og reyna á sig, en hún eykur vellíðanina sem er grundvöllur heilsunnar." Þessi orð eru góður vitnisburður um þann áhuga og þann skilning sem stofn- anir heilbrigðismála og stjórnvöld vestrænna landa hafa á nauðsyn þess að auka heilbrigði manna með því að hvetja þá til hollra lífshátta. Eiríkur Smith, listmálari, segir golfið gefa sér aukna starfsorku. inni og komið mér upp neti til að slá kúluna í“ segir Eiríkur, sem viðurkennir þó að einu sinni hafi eitt verka hans orðið fyrir skemmdum af völdum golfkúlu. Þá hafí kúlan reyndar hafnað í höfði hans að lokum. „Golfið hefur gefið mér aukið þrek. Það finn ég meðal annars í starfi mínu. Golf getur fólk á öllum aldri stundað. Þar reynir ekki bara á kraft heldur fyrst og fremst einbeitingu" segir Eiríkur. Starf að heilbrigðismálum felst ekki eingöngu í því að líkna og lækna þá sem sjúkir eru, heldur einnig í því að efla og styrkja heilsu þeirra sem teljast heilbrigðir. Jónas Hallgrímsson, prófessor í lækna- deild Háskóla Islands, skrifar rit- stjórnargrein í sama hefti Heil- brigðismála og rifjar upp niðurstöð- ur úr vísindalegri könnun á lifnað- arháttum 17 þúsund bandarískra karlmanna: „í niðurstöðum rann- sóknanna kom meðal annars fram, að sérhver klukkustund af líkams- þjálfun væri líkleg til að lengja ævina um nær þijár klukkustund- ir.“ Það er því ekki einungis almenn skynsemi og persónuleg reynsla, sem bera vitni um góð áhrif líkams- þjálfunar, heldur einnig víðtækar rannsóknir færustu vísindamanna. Hollir lifnaðarhættir Góðir lifnaðarhættir felast meðal annars í þvi að temja sér hollt og fjölbreytt mataræði, að forðast eit- urefni hvers konar og að ástunda líkamsþjálfun reglulega. Líkams- þjálfun er sérstaklega nauðsynleg á tímum vaxandi kyrrsetu í starfí manna og vaxandi hreyfingarleysis á heimaslóðum. Þó að líkami okkar sé að flestu leyti vel gerður þá er það svo með marga lifandi vefi að þeir rýrna ef þeir fá ekki hæfílegt álag. Á hinn bóginn eflast þeir flest- ir og styrkjast við áreynslu. Áreynslan gerir efnaskipti vefjanna skilvirkari og blóðrásina betri og vefirnir byggja upp þrek ogþol, sem einnig nýtist til varnar ýmsum sjúk- dómum. Þá er það víst að hæfileg líkamsrækt og þjálfun draga úr hættu á æðakölkun og lækka of háan blóðþrýsting, en þessir sjúk- dómar eru meðal útbreiddustu heil- brigðisvandámála nútímans. Síðast en ekki síst gefur hæfileg og reglu- leg líkamsáreynsla andlega orku til að takast á við verkefni daglegs lífs, vellíðan og þrek til að veijast skaðlegu streituástandi. Heilsurækt Líkamsþjálfun til heilsubótar og ánægju getur verið með mörgu móti. Mestu máli skiptir að fínna íþrótt eða einhveija aðferð til líkamsþjálfunar sem fellur vel inn í daglegt líf manna og sem veitir þeim jafnframt ánægju. Það skiptir máli að velja íþrótt sem fellur að skaplyndi manna og fullnægir fé- lagslegum þörfum þeirra. Hlaup, skokk og iðkun gönguferða eru meðal einföldustu leiðanna til að fá hreyfingaþörf líkamans fullnægt. Sund er alhliða þjálfun sem iðka má sér til ánægju og heilsubótar með lítilli fyrirhöfn. Skíðaíþróttin hefur náð miklum vinsældum hjá almenningi á síðustu árum, sérstak- leg er gleðilegt að sjá eldra fólk sinna útiveru og líkamlegri þjálfun með því að fara á gönguskíðum á vit íslenskrar náttúru. Golf á vax- andi fylgi að fagna um land allt og þar eru nú allir aldursflokkar að verða komnir í leikinn. Svo mætti lengi telja og flest bendir til þess að heilsuræktarbylgjan svokallaða sé að vekja fólk til vitundar um gildi líkamsþjálfunar og útiveru. Hér er ætlunin að fara nokkrum orðum um gönguferðir. Gönguferðir Gönguferðir henta fólki á öllum aldri. Göngu er hægt að stunda nánast hvar sem er, í þéttbýli og utan þess, í góðu veðri og slæmu, ein(n) eða með öðrum, og göngu- ferðir af ýmsum gerðum er auk þess tiltölulega auðvelt að flétta inn í annasama starfsdaga í brauðstriti nútímamannsins. Náttúru- og um- lundina og hefja hugann á æðra svið. Útbúnaður Oft er spurt um útbúnað til skokk- og gönguferða. Það mætti sjálfsagt skrifa langt mál um allan þann útbúnað sem hugsanlega gæti komið til álita í slíkum ferðum, en reynslan er oft besti kennarinn og enginn skyldi láta val á útbúnaði tefja fyrir sér. Skófatnaðurinn er án efa það sem mestu máli skiptir, sérstaklega í lengri ferðum. Miklu máli skiptir að máta skóna vel, prófa skó af mismunandi framleið- endum, og að kaupa ekki annað en það sem fellur vel að okkar eigin fótum. Afgreiðslumaðurinn í búð- inni getur oft gefíð okkur mikilvæg- ar upplýsingar um það hvemig skórnir eru byggðir og hvernig þeir hafa reynst, en hann (eða hún) getur ekki mátað þá fyrir okkur! Undirritaður notar tvær gerðir af skóm til gönguferða. Þegar ætlunin er að fara stutt og hratt yfír á til- tölulega sléttu landi, em teknir fram skokkskórnir, en það em vandaðir og vel byggðir íþróttaskór ætlaðir fyrir skokk, en þeir geta líka komið að góðu gagni í léttum göngufeðmm. Slíkir skór fást í flestum íþróttavörubúðum í miklu. úrvali. Skokkskórnir era þó ekki góðir í hrauni eða í mýrlendi, því þeir gegnblotna auðveldlega og yfírleðrið skerst í sundur af hvöss- um nibbum. Fyrir lengri ferðir þarf sérstaka gönguskó, sem oftast em úr þykku, sérstaklega fóðruðu leðri og með stífum hrágúmmísólum. Slíkir skór eru dýrir, en með góðri umhriðu endast þeir ámm saman og veija fæturna vel á ósléttu landi. Mikilvægt er að ganga skóna til og prófa þá nokkrum sinnum í Sigrún Gísladóttir, skólastjóri: „Endurnýjast að loknu sundinu“ „EFTIR strangan vinnudag er ákaflega hressandi að fá sér góðan sundsprett. Ég hrein- lega „afstressast" og end- urnýjast að loknu sundinu", segir Sigrún Gísladóttir skólastjóri Flataskóla í Garðabæ en hún syndir reglu- lega. ÆT Eg reyni að synda á hveijum degi, að lokinni vinnu á virk- um dögum og svo einnig um helg- ar. Yfirleitt syndi ég 500 metra í striklotu. Mér finnst sem mér aukist úthald og starfsorka við sundið. Á tímabili varð ég að draga úr sundiðkuninni og fannst mér það hafa slæm áhrif á mig. Nú er ég komin á fulla ferð aftur. Sundið hentar mér vel, þar sem ég er f krefjandi starfí, hef nau- man tíma aflögu og á erfitt með að binda mig á ákveðnum tímum. Á tímabili sótti ég leikfímitíma og hafði mjög gaman af þeim, enda gömul „ballerína", en vegna tímaskorts varð ég að gefa allt svoleiðis upp á bátinn“ segir Sigr- ún. Sigrún lætur sér samt ekki nægja að synda. Hún stundar ýmsa útivera með fjölskyldu sinni þegar færi gefsj; og gengur mikið og hjólar í nágrenni heimilis síns. „Eg veit ekki hvort fólk hér á landi gerir sér nægalega vel grein fyrir því hversu heppin við emm að hafa hér hreint loft og góðar útisundlaugar. Ég hef verið mikið erlendis og þekki muninn. Hér em svo góð tækifæri“ segir Sigrún. Sigrún hefur lagt stund á íþróttir frá bamæsku. „Sennilega ráða uppeldisáhrif einhverju um þetta. Foreldrar mínir vom áhug- asamir um íþróttir og synda enn, komnir á áttræðisaldur. Allir geta stundað einhveija íþrótt. Hver einstaklingur verður Sigrún Gísladóttir, skólastjórí Flataskóla í Garðabæ, syndir yfir- leitt um 500 metra á hverjum degi. bara að finna sér þá grein sem hentar honum. Þeir sem em óvan- ir ættu fara ekki of hratt af stað til að byija með heldur stefna að því að bæta við sig smátt og smátt. En ég hvet sem flesta til að leggja stund á einhveijar líkamsæfingar“ sagði Sigrún að lokum. styttri ferðum, áður en lagt er upp í langa ferð. Blöðrur myndast fljótt hjá óvönum, en það er góð varúðar- ráðstöfun að bera feiti á tær og hæla áður en lagt er af stað og vera í hæfilega þykkum og mjúkum sokkum, helst ullarsokkum. Best er að hafa sem fæst orð um annan fatnað, reynslan má ráða og það er óhætt að fara í stutta gönguferð þó að búnaðurinn sé ekki sam- kvæmt nákvæmri forskrift. Munið þó eftir að vera alltaf vel búin því að skótt skipast veður í lofti. Húfa, hlýir vettlingar og þunnur vind- heldur galli geta verið nauðsynleg hjálpartæki á öllum tímum árs, sérstaklega þegar farið er upp til fjalla. Þessu má koma fyrr í vösun- um eða í lftilli mittistösku. Síðan má ekki gleyma því að taka góða skapið með og spara það ekki þó að bæði rigni og blási. Hvemig á að fara að? Flestir kunna að ganga en í raun- verulegri heilsubótargöngu þarf að ganga rösklega, fjaðrandi og fjálst. Léttur klæðnaður auðveldar hreyf- ingar og góðir skór auka fjaður- magn í líkamanum. Fijáls og fjaðr- andi verður gangan þegar vel er spyrnt með tám og tábergi, þegar skrefin em hæfilega löng, þegar horft er fram á veginn með slökum hálsi og herðum og þegar handlegg- irnir fá að sveiflast fram og aftur til jafnvægis við hreyfíngar fót- anna. Æskilegast er að ganga svo rösklega að menn mæðist lítillega, dragi andann djúpt og hreynsi lung- un vel. Hjartslátturinn á sömuleiðis að aukast mátulega og blóðrásin um allan líkamann að örvast. Það er ekki takmark að svitna mikið, betra er að fækka fötum þar til jafnvægi kemst á og menn ganga heitir, léttir og fijálsir. Hvar og hvenær? Stuttar, daglegar gönguferðir geta verið mikil heilsubót, sérstak- lega fyrir þá sem fá litla sem enga líkamshreyfíngu í starfí sínu. Jafn- vel tíu mínútur geta gert gagn, en hálf klukkustund af rösklegri göngu þrisvar í viku er flestum nóg. Það getur þurft talsverða hugkvæmni til að koma daglegum gönguferðum fyrir í stundaskránni og það þarf oft mikinn sjálfsaga til að tími þeirra sé ekki tekinn til annarra „mikilvægari" verka. Margir geta þó séð af 10-20 mínútum í hádeg- inu, aðrir fínna tíma snemma á morgnana eða seint á kvöldin og sumir taka sér tíma eftir vinnu á daginn. Það getur til dæmis verið sérstök upplifun að ganga heim úr vinnu einu sinni eða tvisvar í mán- uði, jafnvel þó það taki langan tíma. Fundir og ýmiss konar tveggja manna tal geta vel farið fram á gönguferð um bæinn. Það gæti verið þjóðráð að leggja bílnum langt frá vinnustað tvisvar í viku og ganga á milli. Leitið vandlega í stundaskrá vikunnar og einhvers staðar hlýtur að leynast tími sem hægt er að helga þess háttar heilsu- rækt og andlegri endurhæfingu. Gönguferðir félagshópa og með kunningjum geta verið ágæt leið til að halda sér við efnið og til að njóta fræðslu og félagsskapar. Ferðafélag íslands og Útivist skipu- leggja til dæmis ýmiss konar gönguferðir fyrir almenning um helgar allt árið um kring. Þar er hægt að sinna heilsubót og um- hverfis- og náttúmskoðun jöfnum höndum í gönguferðum sem em sagðar við allra hæfi. Gefum að lokum ísak G. Hallgrímssyni, lækni, orðið, en hann skrifaði um gildi gönguferða í Heilbrigðismál 2. tbl. 1987: „Ég ætla ekki að fara að gorta af ferðum mínum upp um hæðir og hóla, fjöll og firnindi og jökla landsins, en þegar ég stóð ásamt göngufélögum mínum á Hvannadalshnjúk í júlíbyrjun 1983, eftir að hafa hækkað mig um tvö þúsund metra á tíu klukkustundum, efaðist ég ekki lengur um gildi gönguferða. Einhvern veginn finnst mér að sá sem ekki hefur horft yfir landið af einhveiju stórfjallanna hafi ekki séð ísland.“ Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.