Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 14
14
MttRGUNBLAÐÍ©; FIMMTUÐAGUR’ 8. .IÚNÍ )lðS9.
Hljóðlát bylting í augn-
lækningum á Islandi
Rætt við Ingimund Gíslason augnlækni, forseta 29. þings norrænna
augnlækna, sem fram fer að þessu sinni í Reykjavík
ERLENDAR kannanir sýna að hvað varðar almennt heilbrigði
og lífsins gæði óttast almenningur fátt meira en blindu og að
sýkjast af krabbameini. Sambærilegar kannanir hafa ekki verið
gerðar á íslandi en af niðurstöðum slíkra kannana erlendis má
draga þá ályktun að íslendingar skeri sig tæpast frá öðrum þjóð-
um að þessu leyti. Örar framfarir hafa átt sér stað í greiningu
og meðferð augnsjúkdóma hér á landi á undanfomum ámm. Er
nú svo komið að Islendingar standa jafiifeetis og að ýmsu leyti
framar Norðurlandaþjóðunum á þessu sviði. Ingimundur Gíslason
augnlæknir „hljóðláta byltingu" hafa orðið í faginu. Þessi bylting
sé ekki sist tilkomin sökum þess mikla starfs sem fjölmörg líknar-
félög hafi unnið hér á landi við söfiiun fjármuna til tækjakaupa.
Jafiiframt sé hér um að ræða svar við kalli tímans. Breytingar á
þjóðfélagsháttum og Qölgun aldraðra hér á landi kalli bæði á
aukið forvamarstarf og fiillkomnari og ódýrari meðferðarform.
Þetta verður m.a. tekið til umræðu á þingi norrænna augn-
lækna, sem hefst í Reykjavík sunnudaginn 18. júní. Ingimundur
Gíslason er forseti þingsins sem verður hið fjölmennasta sinnar
tegundar er haldið hefúr verið hér á landi.
Rúmlega 440 augnlæknar taka
þátt í þinginu að þessu sinni en
ráðstefnur sem þessar hafa verið
haldnar á tveggja ára fresti allt
frá síðustu aldamótum. Virtir er-
lendir sérfræðingar munu halda
fyrirlestra auk þess sem tækninýj-
ungar í greininni verða kynntar.
Á þinginu verður einnig fjallað
um einstök meðferðarform og
framfarir í augnskurðlækningum
m.a. á sviði svonefndra smásjár-
skurðaðgerða í lokuðu auga en
þessi aðferð hefur gjörbylt með-
ferð við tilteknum sjúkdómum er
valda blindu. Frumkvöðull slíkra
aðgerða Dr. Robert Machemer
mun flytja fyrirlestur um þetta
efni. Að auki verður efnt til um-
ræðufundar um svonefndar sjón-
lagsbætandi aðgerðir sem eru
nokkurt álitamál innan greinar-
innar en þær hafa einkum verið
gerðar vegna nærsýni og, sjón-
skekkju. „Það þykir nokkuð um-
hugsunarefni hvort gera beri
slíkar aðgerðir þar eð þær fela í
sér að framkvæmdur er uppskurð-
ur á auga sem samkvæmt hefð-
bundnum skilgreiningum telst
heilbrigt," segir Ingimundur
Gíslason.
Biðtíminn hvergi styttri
„Á íslandi starfa nú 25 augn-
læknar, sem þýðir að hér er að
finna einn lækni á hveija 10.000
íbúa,“ segir Ingimundur og bætir
við að hann telji að hlutfall þetta
muni frekar fara minnkandi á
næstu árum. „í Skandinavíu er
hlutfallið annað þó það sé breyti-
legt eftir löndum. I Finnlandi er
það einna lægst en þar er að fínna
einn augnlækni á hverja 15.000
íbúa, í Svíþjóð eru á að giska
18.000 íbúar á hvem augnlækni.
Jú, ég kannast við það að menn
kvarti yfir því að erfítt sé að fá
tíma hjá augnlæknum hér á landi
en staðreynd málsins er sú að
biðtíminn er að öllu jöfnu um tvær
vikur. í Noregi þurfa menn að
bíða í sex mánuði og fólk sem
þjáist af alvarlegum augnsjúk-
dómum á borð við gláku kemst
einfaldiega ekki í reglubundið eft-
irlit. í Svíþjóð þykjast menn
heppnir ef þeir fá tíma innan
þriggja mánaða. Því má fullyrða
að augnlæknisþjónusta á íslandí
er í það minnsta jafngóð ef ekki
betri en gerist í öðmm Evrópul-
öndum almennt og aðgangur fólks
að augnlæknum hér er betri en
nokkurs staðar á Norðurlöndum.
Þá er vert að nefna séríslenskt
fyrirbrigði sem em augnlækn-
ingaferðirnar út á land. Ég veit
ekki til þess að þetta fyrirkomulag
þekkist annars staðar. Hér er einn
augniæknir ábyrgur fyrir tilteknu
landssvæði og hann sinnir því
fólki sem þar býr vetur, sumar,
vor og haust. Þetta er mjög mikil-
vægt ekki síst í ljósi þess að með
þessu móti er unnt að halda uppi
reglubundnu eftirliti og sinna fyr-
irbyggjandi starfí.“
Eftirlit og fyrirbyggjandi
meðferð
Ingimundur víkur að því að
umfang auglæknisþjónustunnar
hér á landi segi ekki alla söguna
því gæði hennar og skipulag hljóti
að vera mikilvægustu þættirnir.
„Ég vil nefna reglubundið eftirlit
með sykursýkissjúklingum.
Skipulag þeirrar þjónustu hér á
Iandi er mjög viðunandi og enginn
vafi leikur á því að nágrannaríki
okkar standa okkur langt að baki
að þessu leyti. Eftirlit með sykur-
sýkissjúklingum er sérlega mikil-
vægt því sykursýkisskemmdir í
augnbotnum em helsta orsök
blindu hjá fólki á besta aldri
þ.e.a.s. á bilinu frá tvitugu til
fímmtugs. Þetta er ört vaxandi
vandamál hér á landi en okkur
er ekki fyllilega ljóst hvernig beri
að skýra það. Sykursýki hefur
fram til þessa verið góðkynja sjúk-
dómur á íslandi en það hefur af
einhveijum sökum gjörbreyst á
síðustu fimm ámm eða svo. Vax-
andi fjöldi sykursýkissjúklinga
fær nú fylgikvilla sem sjúkdómn-
um fylgja svo sem nýrnabilun,
háþrýsting, fjöltaugabólgur og
sjúkdóma í sjónhimnu. Við höld-
um uppi skipulegu eftirliti með
þessu á augndeildinni _á Landa-
koti vegna þess að breytingarnar
em þannig að sjúklingurinn veit
ekki af þeim fyrr en í óefni er
komið. Með þessu eftirliti gefst
tækifæri til fyrirbyggjandi að-
gerða og þannig er hægt að hindra
vemlega sjónskerðingu hjá fólki
á starfsaldri, því sjálfu og þjóð-
inni til ómetanlegs gagns. Hið
sama gildir raunar um gláku.
Sjúklingarnir em á skrá og þeir
em kallaðir í reglubundið eftirlit
og reynist það nauðsynlegt er
gripið til skurðaðgerðar. Þannig
er yfirleitt hægt að ná til þessa
fólks í tíma og þar með koma í
veg fyrir blindu.“
Ingimundur segir að hugtakið
„fyrirbyggjandi meðferð" eigi sér-
lega vel við augnlækningar á Is-
landi og að árangurinn sé öldung-
is greinilegur. Þetta eigi ekki síst
við eftirlit með börnum, sem em
send í sjónmælingu og svonefnda
fjögurra ára skoðun. Fyrirbyggj-
andi eftirlit með miðaldra fólki
beinist einkum að því að koma í
veg fyrir sykursýkisskemmdir í
augnbotnum, sem em algengasta
orsök sjóndepm og blindu hjá fólki
á þessu aldursskeiði en hvað varð-
ar eldra fólk beinist fyrirbyggj-
andi meðferð einkum að því að
koma í veg fyrir gláku.
„Á þessu sviði hefur átt sér
stað mjög merkileg þróun,“ segir
Ingimundur. „Þegar Guðmundur
Bjömsson prófessor gerði athug-
un á helstu blinduorsökum hér á
landi í kringum 1950 kom í ljós
að gláka var algengasta orsökin.
Nú hefur þetta gjörbreyst og það
er mest því að þakka að fólk hef-
ur orðið að fara til augnlæknis
þegar það hefur þurft á lestrar-
gleraugum að halda. Gagnstætt
því sem tíðkast í öðmm löndum
hefur fólk ekki þurft að leita til
gleraugnasala til að fá gerða sjón-
lagsmælingu. Frá árinu 1973 hef-
ur verið starfrækt glákudeild á
Landakoti þar sem haldið er uppi
skipulegu eftirliti með fólki sem
hefur sýnt merki um hækkandi
augnþrýsting eða sem tilheyrir
ættum þar sem gláka er algeng.
Með þessu móti hefur, líkt og gild-
ir um sykursýkina, verið unnt að
grípa til fyrirbyggjandi aðgerða
og um mikilvægi þeirra þarf tæp-
ast að fjölyrða. I athugun sem
prófessor Guðmundur Björnsson
gerði árið 1979 kom í ljós að svo-
nefnd hægfara gláka var orðin
þriðja algengasta blinduorsökin á
Islandi, sem er mjög óvanalegt.
Helstu orsakir blindu reyndust
vera ellirýmun í miðgróf sjónu,
sem er hrörnunarsjúkdómur og
meðfæddir sjúkdómar. Við teljum
engan vafa leika á því að þennan
árangur megi rekja til þessarar
starfsemi og fyrirbyggjandi með-
ferðar auk þess sem fullyrða má
að fyrirkomulag gleraugnasölu
hér á landi, þar sem sjónmælingar
allar eru í höndum augnlækna,
hafa jafnframt vegið þungt á
metunum." Ingimundur segir að
batahorfur sjúklinga sem þjáist
af sykursýkisskemmdum í augn-
botnum hafi einnig gjörbreyst til
hins betra á undanfömum tíu
árum, bæði með tilkomu leysi-
tækni og smásjárskurðlækninga
inni í lokuðu auga.
Framlag líknarfélaga og
hlutur ríkisvaldsins
Ingimúndur leggur áherslu á
að framfarir þær sem orðið hafa
á sviði augnlækninga hér á landi
megi ekki síst þakka óeigingjömu
starfa líknarfélaga. Unnt hafi ver-
ið að kaupa nauðsynlegan tækja-
búnað fyrir fé sem félög þessi
hafi safnað og í raun megi segi
að þjóðin öil standi í mikilli þakk-
arskuld við þau. „Húsnæði það
sem augndeildimar ráða nú yfir
er mestmegnis fengið fyrir gjaf-
afé. Fólk hefur t.a.m. arfleitt
augndeild Landakotsspítala að
húseignum sínum, aleigu sinni,
sem er vitaskuld alveg einstakt.
Fyrir þetta fé ‘hefur m.a. verið
ráðist í stækkun göngudeildar
augndeildar að Öldugötu 17.
Framlög ríkissjóðs til uppbygg-
ingar á sviði augnlækninga hafa
einkum verið fólgin í niðurfellingu
á tollum á tækjum, sem keypt
hafa verið fyrir gjafafé. Einnig
hefur ríkissjóður kostað stofnun
Sjónstöðvar íslands, en þangað
getur sjónskert fólk Ieitað og
fengið margvíslega hjálp, þjálfun
og ráðgjöf. Stjómvöld reiða sig
þannig á líknarfélög til uppbygg-
ingar sérhæfðar læknisþjónustu
fyrir landsmenn og áætlanir um
frekari framgang fagsins em ekki
til.“
Gjörbreyttar batahorfur
„Að mínu viti verður þeim
geysilegu framfömm sem hér
hafa átt sér stað á allra síðustu
ámm ekki líkt við neitt annað en
byltingu. En hún hefur verið
hljóðlát einkum vegna starfs
líknarfélaganna sem jafnan fer
ekki mikið fyrir en skilað hefur
ótrúlegum árangri. Þetta á eink-
um við greiningu og meðferð
augnsjúkdóma. Árið 1987 fór
fram 521 augnskurðaðgerð hér á
landi þar sem beitt var leysi-
tækni en það tæki var keypt fyrir
gjafafé. Þar af var tækinu beitt
379 sinnum vegna meðferðar við
hægfara gláku. Áður fyrr þurfti
mun oftar að skera upp við gláku
en nú er hægt beita Ieysi-tækni
og aðgerðin tekur aðeins um tíu
mínútur. Þannig hafa þeir sem
gáfu tækið sparað ríkisvaldinu
stórfé, hreint ótrúlegar upphæðir
satt að segja, í formi legukostnað-
ar fyrir utan það, auðvitað, hvem-
ig tækið hefur getað gjörbreytt
lífi manna“.
Ingimundur segir að hið sama
giidi um meðferð við skýi á auga-
steini. Áður fyrr hafi augasteininn
einfaldlega verið fjarlægður sem
leitt hafi til þess að sjúklingar
hafi orðið mjög fjarsýnir. Því hafi
sjúklingar þurft að notast við
geysilega þykk og óþægileg gler-
augu. „Aðgerðirnar vora ekki
gerðar fyrr en fólk var orðið mjög
sjónskert vegna þess að árangur-
inn var ekki það góður. Nú er
augasteinninn fjarlægður að hluta
til innan úr himnu sem umlykur
hann og settur gerviaugasteinn í
stað hans þannig að sjón fólksins
gjörbreytist. Ský á augasteini
hijáir eldra fólk þannig að líf þess
einfaldlega gjörbreytist eftir að-
gerð sem þessa og þetta fólk er
að öllu jöfnu þakklátustu sjúkling-
amir. Þessar aðgerðir hófust hér
á landi árið 1983 og þær em fram-
kvæmdar á Sankti Jósefsspítala í
Hafnarfirði, á Landakoti og á
Akureyri. Aðgerðirnar skila góð-
um árangri í yfir níu af hveijum
tíu tilfellum.“
Þrátt fyrir þann árangur sem
náðst hefur segir Ingimundur að
víða sé pottur brottinn í þessum
efnum hér á landi. Þrengslin á
augndeildum séu gífurleg og ekki
bæti úr skák niðurskurður sá sem
stjórnvöld hafi fyrirskipað í heil-
brigðiskerfinu. „Á augndeild
Landakotsspítala verða sex rúm
til reiðu nú yfir sumarmánuðina
en að öllu jöfnu þyrftu þau að
vera 20 til 25. Skortur á sérhæfðu
aðstoðarfólki skapar einnig nokk-
urn vanda.“
Framfarir í greiningn
Meðfæddir og ættgengir sjúk-
dómar em önnur algengasta orsök
blindu hér á landi og um marga
þeirra gildir að við þá verður ekki
ráðið. Því beinist athygli manna
að bættri greiningu og gífurlega
miklar rannnsóknir eiga sér nú
stað á þessu sviði. Þannig er nú
unnt að greina arfgengt sjónurof
á fósturstigi auk þess sem vitað
er að sjúkdómar á borð við gláku
em ættgengir, sem eykur aftur
líkurnar á að fyrirbyggjandi með-
ferð skili tilætluðum árangri. „Við
eigum gott og náið samstarf við
erlendar rannsóknarstofnanir og
möguleikarnir á sviði rannsókna
á arfgengum augnsjúkdómum
verða vafalítið miklir í framtíð-
inni“.
Ingimundur nefnir að augað
reynist oft vera lykill að öðmm
sjúkdómum. „Vegna þess að aug-
að er opið kerfi er unnt að sjá inn
í líffærið. Þannig er hægt að
skoða æðar og rennsli í æðum í
lifanda lífi en það sama gildir
ekki um önnur líffæri. Menn geta
virt fyrir sér taugavef, sem er í
raun aðeins angi af miðtaugakerf-
inu. Þannig er unnt að greina ein-
kenni um sjúkdóma í taugakerfi,
sérstaklega miðtaugakerfi, æða-
kerfi og ýmsa bandvefssjúkdóma.
Augað og augnsjúkdómar em því
oft lykillinn að sjúkdómsgreining-
um á almennum kerfissjúkdóm-
um.“
Kalli tímans svarað
Ingimundi verður tíðrætt um
breytingar á þjóðfélagsháttum á
íslandi. Mikil og almenn tölvu-
notkun einkenni upplýsingaþjóð-
félag samtímans, sem hafi í för
með sér áreynslu á augu manna
þó svo almennt virðist hún ekki
skaða sjónina. Þá hafi samsetning
aldurshópa hér á landi tekið mikl-
um breytingum líkt og átt hefur
sér stað í velflestum ríkjum Vest-
ur-Evrópu. „Almenningur á ský-
lausan rétt á góðri augnlæknis-
þjónustu. Þetta á ekki síst við um
þá sem skilað hafa sínu ævistarfi
og hyggjast njóta lífsins á efri
ámm. Það blasir við að góð sjón
og möguleikar á meðferð em al-
gjört lykilatriði fyrir fólk sem
hyggst njóta ávaxta verka sinna
og setjast í helgan stein. Fólk
hefur nú greiðari aðgang að augn-
læknum en áður og þau margvís-
legu óþægindi sem fylgdu augn-
aðgerðum á ámm áður, svo sem
löng lega á sjúkrahúsi, heyra nán-
ast sögunni til. Á þennan hátt
hefur hin hljóðláta bylting sem
hér hefur átt sér stað verið svar
við kalli tímans. Það umhverfi sem
við lifum við í dag gerir allt aðrar
kröfur til okkar en áður. Það er
einfaldlega ekki hægt að bera það
saman og það er mikilvægt að
menn geri sér ljóst að þetta á
ekki síst við um sjónina.“
Morgunblaðið/RAX
Ingimundur Gíslason augnlæknir. Reglulegt eftirlit með sykursýk-
issjúklingum fer fram á augndeild Landakotsspítala. Augnbotnar
sjúklinganna eru myndaðir í tækinu sem Ingimundur situr við
en sykursýkisskemmdir í augnbotnum eru helsta orsök blindu
hjá fólki á starfsaldri hér á landi.