Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 12
12 Sumarið og fotluð börn eftirAstuB. Þorsteinsdóttur Nú þegar sumra fer og æska landsins flykkist úr skólum og leit- ar sér að starfi til þess að bæta fjárhagsafkomu sína og til að fást við eitthvað nytsamlegt í löngu sumarleyfi, berast þær fréttir að atvinnuástand sé það bágborið í landinu að litla sem enga atvinnu að fá fyrir stóra hópa ungs se um fólks. Hafa yfirvöld fjallað þetta mál og reynt að finna lausn- ir á þessum mikla vanda. Forsvars- menn Reykjavíkurborgar ætla að leggja fram 55 milljónir til þessa 43307 641400 íf Hvammar Kóp. - 2ja hb. Rúmg. 75 fm (brt.) íb. á 1. hæð í tvíb. Alit sér. V. 4,5 millj. Hlíðarvegur Glæsil. íb. á 1. hæð í nýl. húsi. Stórar suöursv. V. 5,5 millj. Þverholt Mos. - 3ja Til sölu í nýja miðbænum nokkr- ar 3ja herb. íb. Afh. tilb. u. trév. Mjög góð greiðslukjör. Maríubakki - 3ja Snotur ca 80 fm (nettó) íb. á 1. hæö. Þvottaherb. og búr inn af eldhúsi. V. 4,9 m. Astún - 3ja Mjög glæsil. nýl. íb. á 3. hæð (a-íbúð). Stórar vest- ursv. V. 5,4 millj. Kópavogsbraut - 3ja-4ra Snotur 100 fm íb. á jarðhæð í þríb. Allt sér. V. 5,8 millj. Efstihjalli - 4ra Góð íb. á 1. hæð í tveggja hæða blokk. Stutt í alla þjónustu. V. 6,0 millj. Engihjalli - 5 herb. 107 fm endaíb. á 2. hæð í tveggja hæða blokk. Mik- ið áhvíl. Furugrund - 5 herb. Falleg 110 fm íb. á 1. hæð ásamt 32 fm aukaherb. m/eld- húskrók. Mikið áhv. V. 7,2 millj. Hjallabrekka - sérh. Falleg hæð ásamt bílsk. Digranesvegur - einb. 220 fm hús á tveimur hæðum. Mikið áhv. V. 8,5 millj. I smíðum Trönuhjalli Til sölu 2ja, 3ja og 4ra herb. íb. Afh. tilb. u. trév. og fullfrág. sameign. Fagrihjalli - parh. Til sölu á besta stað við Fagra- hjalla hús á tveimur hæðum. KiörByli FASTEIGNASALA Nýbýlavegi 14, 3. hæð Sölustj. Viðar Jónsson Rafn H. Skúlason lögfr. verks og hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir. Einn er sá hópur ungmenna sem hefur átt erfitt með að finna sér viðfangsefni í löngu sumarleyfi, en það eru fatlaðir. Og hafi það verið þessum hópi erfitt hingað til, hefur sá vandi aukist til muna nú í ár vegna boðaðs 4% sparnað- ar á launakostnaði á vegum ríkis- ins. Þetta hefur haft það i för með sér að þeir staðir sem hingað til hafa boðið fötluðum börnum og ungmennum til dvalar, þjálfunar og e.t.v. skemmtunar í löngu sum- arleyfi hafa stórlega dregið úr þjónustu sinni. Sumir hafa ekki treyst sér til að taka við þeim sem mest eru fatlaðir þar sem stjórn- endur þeirra hafa ekki eygt mögu- leika á að ráða til sín nauðsynleg- an mannafla til að annast þessi ungmenni. Enn aðrir staðir svo sem skammtímaheimili fyrir fatlaða hafa séð þann kost vænstan að loka fyrir starfsemi sína. Verndað- ir vinnustaðir þurfa sumir hveijir að loka tímabundið, og svo mætti lengi telja. Það er öllum Ijóst sem til þekkja að slíkur sparnaður skapar geysi- 62-42-50 Vantar allar stærðir og gerðir fasteigna á söluskrá Hringbraut — 2ja 60 fm fullb. vönduð íb. í nýl. húsi ásamt stæði í bílageymslu. Suöur- svalir. Parket. Verð 4,6 millj. Fornhagi — 3ja Góð 85 fm íb. á 1. hæð. Suðursv. Sameign ný tekin í gegn. Verð 4,9 m. Laugarnesvegur — 3ja 85 fm íb. 3ja-4ra herb. á jarðhæð. Verð 4,8 millj. Kleppsvegur — 4ra Mjög góð íb. ca 100 fm á 2. hæö. Allt í mjög góðu ástandi. Suðursv. Dúfnahólar — 5 herb. Mjög góð 5 herb. íb. ca 120 fm nettó. 4 góð svefnherb., sjónvarpshol, stór stofa. Frábært útsýni. Vestursv. Seljahverfi — raðh. Hús á tveimur hæöum, 155 fm nettó m. góðu stæði í bílageymslu. Góöar innr. Verð 8,5 millj. Heiðargerði — einb. Mjög fallegt og vel staðsett 130 fm einbhús á tveimur hæðum ásamt 34 fm bílsk. Fallegur garður. Verð 9,0 m. Víðihvammur — einb. á tveimur hæðum. Ca. 40 fm bílskúr og 30 fm lítilli íb. við hliðina. Allt í mjög góðu ástandi. Bein sala. Stórglæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúð- ir í 4ra íb. húsi við Frostafold. Skilast tilb. u. trév. (júlí 1989, lóö með grasi, gangstígar steyptir og malbikuð bíla- stæði. Frábært útsýni. Suðursv. Byggmeistari Arnljótur Guðmundsson. Vesturbær — 3ja 110 fm íb. á 4. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Til afh. nú þegar tilb. undir trév. Verð 5,5 millj. © FJÁRFESTING FASTEIGNASALAP Borgartúni 31,105 Rvk., s. 624250. Lögfr.: Pétur Mr Sigurösson hdl., Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Til sölu samkomuhús við Skipholt (áður Tónabíó). Eignin selst með eða án sýningarvéla og sæta. Aðstaðan hentar vel hverskonarfélagastarfsemi. Leiga kemurtil greina. Upplýsingar veita: Árni Guðjónsson hrl., Garðastræti 17, sími 29911. Kjartan Reynir Óiafsson hrl., Háaleitisbraut 68, sími 83111. legan vanda fyrir fjöldamörg heimili víðs vegar um land og sum hver eru alls ekki í stakk búin til að takast á við þennan vanda. Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands hafa í ályktun til stjórnvalda lýst þung- um áhyggjum vegna þessa máls og bent á það að slík sparnaðará- form bitna hvað harðast á fötluð- um, og erfitt er að sjá hvernig hægt er að spara meira og draga úr starfsemi t.d. heimilanna. Formenn þessara tveggja heild- arsamtaka fatlaðra í landinu áttu þess kost að eiga samráðsfund með Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra miðvikudaginn 31. maí, þar sem við komum þeirri tillögu okkar á framfæri við ráð- herra að vandamál þessara tveggja hópa sem um getur hér, þ.e. atvinnulausra ungmenna svo og þeirra fötlúðu ungmenna sem einnig sjá fram á algjört aðgerðar- leysi í sumar, mætti leysa sameig- inlega. Það mætti gera á þann veg að þau störf sem yrðu sköpuð til að bæta úr atvinnuleysinu sem við blasir væru skipulögð þannig að Ásta B. Þorsteinsdóttir þau um leið komi fötluðum-börnum og ungmennum til góða. Það er því gleðiefni að sjá að félagsmálaráðherra Jóhanna Sig- urðardóttir hefur tekið þessari ábendingu á þann veg sem raun ber vitni og kemur fram í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag, en þar segir að þau störf sem skapist vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar skuli verða unnin á ríkisstofnun- „Það er ástæða til að hvetja alla sem starf- rækja stofiianir fyrir fatlaða og hafa séð sig tilneydda til verulegs samdráttar á starfsem- inni nú í sumar að huga að auglýsingu frá fé- lagsmálaráðuneyti um sumarstörf.“ um. Það er ástæða til að hvetja alla sem starfrækja stofnanir fyrir fatlaða og hafa séð sig tilneydda til verulegs samdráttar á starfsem- inni nú í sumar að huga að auglýs- ingu frá félagsmálaráðuneyti um sumarstörf. Þannig er von til þess að íslensk ungmenni muni vinna að því að rækta fleira en blóm og tré í sum- ar, því með þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar verður væntan- lega ræktað fegurra mannlíf á íslandi í sumar. Við þökkum það sem vel er gert. Höfundur er formaður Landssam- takanna Þroskahjálpar. Dansað á landamæmmim Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Elísabet Jökulsdóttir: DANS í LOKUÐU HERBERGI. Ljóð. Eigin útgáfa 1989. Stutt ljóð í bók Elísabetar Jökuls- dóttur, Dans í lokuðu herbergi, seg- ir margt um ljóð hennar og skáld- skaparviðleitni. Ljóðið kallast Vörð- ur á leið og er aðeins fjórar línur: Djúpt djúpt inni í mér Þar sem tilgangsleysið býr á lífskrafturinn heima Vörður á leið má vissulega túlka með fleiri en einum hætti, en freistandi er að segja sem svo að vegna tilgangsleysisins vakni lífskrafturinn. Skáldið færir hugs- anir sínar í ljóð og vel að merkja reynslu. Ljóð Elísabetar Jökulsdóttur .eru þannig að ýmist hálfkveðið eða opinskátt dregur hún upp einkaleg- an heim sem oft nær því að verða meira en persónubundinn. Ekki er fjarri lagi að líta á hana sem full- trúa rótslitinnar kynslóðar. En ljóð- in leita fótfestu, vissa um staðfestu er aldrei langt undan. Angistin hefur orðið mörgum uppspretta skáldskapar. Svo er einnig um Elísabetu Jökulsdóttur. En viss kaldhæðni veldur því að ljóð hennar verða allra síst sorgbitin: „Ég verð að vera/ Hluti af ein- hveiju/ Sagði hún/ Og ældi/ og ældi/ og ældi.“ í sama ljóði er því lýst hve gott- -er „að vera foss og gera ekkert nema / steypast". Eftirfarandj línur eru eins konar huggun: „Ég er mikill foss og ég á þetta hyldýpi./ Sem hefur fallið í aldir og aldir." Svo snjallt er eftirfarandi erindi að ekki er unnt að stilla sig um að birta það: Ef ljóðin mín væru fyrir mig Hvernig væri þá að brosa Setja upp hatt og dansa við eldinn... endilanga rigninguna Þegar ljóðin eru óljós, torráðin, líkt og skrifuð ósjálfrátt (ekki beinlínis súrrealísk) eru í þeim myndir sem gæða þau lífi. Ég nefni sem dæmi um þetta Línu dans, Ekki dans, „A grin without a cat“ og Numin. Sum ljóðanna fjalla um glötuð tækifæri, það sem ekki kemur aft- ur. Mörg eru draumkennd og líka afar holdleg þótt þau séu ekki ber- orð. Elísabet kann vel þá list að segja mikið á milli línanna, gott dæmi er ljóð samnefnt bókinni. í upphafi þess er skýrt frá svefni í Elísabet Jökulsdóttir síðu hári og draumi um elskhuga. Hver draumur rætist aðeins einu sinni er boðskapur ljóðsins. Hér er eitt erindið látið tala sínu máli: Fléttar harið og klippir við ræturnar. Ber brunasmyrsl á líkamann. Og vefur hvítan dans í lokuðu herbergi. Dansar dans í lokuðu 'herbergi og hafið brennur og brennur og hárið fellur að aftur og aftur. Prósaljóð bókarinnar gefa til kynna að Elísabetu lætur vel að tjá sig í því formi. Draumkennd skynj- un og kaldur veruleiki renna saman í þessum ljóðum. En það er líka tilgangur þeirra. Elísabet Jökulsdóttir yrkir mikið um einfara í Dansi í lokuðu her- bergi. Henni er umhugað um þá sem staddir eru utan hringsins og vita reyndar ekkert um hvaða leið beri að velja. Aftur á móti verður nær- vera barna, túlkun hugarheims þeirra til þess að ljóðin komast í jarðsamband. Raddir barna heyrast víða í bókinni og auka á fjölbreytn- ina. Reyndar má segja um Dans í lokuðu herbergi að bókin sé efnis- mikil og síður en svo „lokuð“. Benda má á ljóð í henni sem eru ekki sér- staklega veigamikil. Sum þeirra eru of tækifærisleg fyrir eiginlegt um- hverfi bókarinnar, samanber ísa- fjörður. En í heild er hér um verk að ræða sem er að öllum líkindum upphaf merkilegs skáldskaparferils. Ég vitna að lokum til áletrunar á gulu skilti (sjá Leik fanga ljóð): Aðganpr bannaður nema þeim sem gera það sem þeir vilja. Nema þeim sem þora að dansa á landamærunum. Utanríkisráðuneytið: Æfingar á vegum Atl- antshafsbandalagsins Morgunblaðinu hefúr borist eftirfarandi athugasemd frá ut- anríkisráðuneytinu: Hjörleifur Guttormsson, alþingis- maður, ritaði grein í Morgunblaðið 31. maí síðastliðinn undir fyrirsögn- inni „Heræfingar og kjarnorkuvíg- búnaður", þar sem hann víkur m.a. að „Wintex-heræfingu" Atlants- hafsbandalagsins 1989. Þar sem ýmis ummæli þingmannsins varð- andi eðli æfingarinnar og tilgang virðast á misskilningi byggð vill utanríkisráðuneytið benda á eftir- farandi: Wintex-Cimex-æfingarnar, sem haldnar eru með reglubundu milli- bili í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins, eru ekki heræfingar. Við æfingar þessar styðst banda- lagið hvorki við herlið né vopn. Markmið Wintex-Cimex-æfing- anna er einkum að æfa samráð og ákvarðanatöku á hættu- og ófrið- artímum, annars vegar milli aðild- arríkja í Atlantshafsráðinu og hins vegar milli pólitískra yfirvalda og hermálayfirvalda í ráðinu og innan hvers aðildarríkis. Æfingar þessar eru því í eðli sínu fyrst og fremst „ skrifborðsæfingar“. Til að ná markmiðum æfinganna, þ.e. að æfa ákveðna þætti samráðs og ákvarðantöku, er stuðst við til- búinn, ósannsögulegan söguþráð, sem á engan hátt er ætlað að endur- spegla raunverulega atburði. Af þessu leiðir að varhugavert er að draga ályktanir af Wintex- Cimes-æfingum varðandi fram- kvæmd varnarstefnu bandalagsins í raun, svo sem gert er í fyrr- nefndri grein Hjörleifs Guttorms- sonar.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (08.06.1989)
https://timarit.is/issue/122561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (08.06.1989)

Aðgerðir: