Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8..JÚNÍ 1989
Að axla ábyrgðina
eftirKalman
Stefánsson
í áramótaávarpi sínu 31. desember
1961 segir Bjarni Benediktsson þá-
verandi forsætisráðherra:
„Engir eru fremur seldir undir
gagnrýni en stjórnmálamenn. Sém
betur fer gera þeir sér sjálfír flestum
fremur grein fyrir sínum eigin ann-
mörkum. Vafalaust á gagnrýnin, sem
á okkur dynur, sinn þátt í því, enda
vildum við víst fæstir án hennar vera,
e.t.v. þó ekki einkanlega vegna hinna
hollu uppeldisáhrifa, heldur ekki
síður vegna þess, að þá fer fyrst al-
varlega um okkur, ef andstæðingun-
um þykir ekki lengur taka því að
skamma okkur. Hófleg gagnrýni og
andstaða er undirstaða lýðræðis. Það
hvílir á þeim sannindum, að enginn
hefur enn höndlað allan heimsins
vísdóm og viðfangsefnirí horfa mjög
ólíkt við eftir því, hvaðan á þau er
litið. Þessi sannindi mega ekki draga
úr dug neins til þess að beijast fyrir
sannfæringu sinni, en þau eiga að
hvetja hann til skilnings á því, að
sannfæring annarra er þeim jafn ein-
læg og hans sannfæring er sjálfum
honum. Menn geta virt andstæðing
sinn og haft á honum mætur, þótt
þeir séu skoðunum hans innilega
ósammála.
Sjaldgæft er, að venjulegir kjós-
endur geri sér það að varanlegu
þykkjuefni eða ástæðu til slita á vin-
áttu eða samskipti, þótt þeir séu
andstæðingar í stjórnmálum. En hví
skyldu þá hinir svokölluðu forystu-
menn gera það. Þeir sem öðrum
fremur ættu að hafa yfirsýn og vita,
að flest orkar tvímælis þá gert er.
Er og ekki ólíkt skemmtilegra fyrir
þá sjálfa, sem ýmist eru ofan á eða
verða að láta undan síga, að gera
ráð fyrir að þeir eigi í höggi við
menn, sem eru a.m.k. upp undir það
eins ágætir og hver telur sjálfan sig.
En sleppum því. Hitt er víst, að þá
lágmarkskröfu verður þjóðin að gera
til þeirra, sem hún hefur öðrum frem-
ur veitt trúnað og traust, að þeir
láti ekki persónulegan fjandskap eða
metnað ráða gerðum sínum, heldur
málefnaleg rök. Mun það og sönnu
nær, að íslenskir stjómmálamenn
hafi þá skoðun hver á öðmm, að
enginn, hversu harður andstæðingur
sem er, vilji illa þótt honum kunni
mjög að missýnast um hvað til heilla
horfi og hætti við að telja að tilgang-
urinn helgi meðalalið."
Þessi ummæli em þeim mun at-
hyglisverðari, að hér mælir sá stjórn-
málamaður sem flestir munu sam-
mála um að hafi verið einn sá merk-
asti s_em þjóðin hefur eignast á öld-
inni. í ræðu sem flutt var af svölum
Alþingis 17. júní 1945, segir Bjarni
meðal annars: „Þeir em alitof marg-
„Ábyrgðarleysi þeirra
sem aldrei hafa þurft
að axla það að stýra
landi elur á óbilgirni
þeirra sem í kjaradeil-
um eiga til tjóns fyrir
þá sem fyrir verða og
þjóðarbúið allt.“
ir, ekki síst á opinberum vettvangi,
sem hafa tamið sér það að tala svo
um andstæðinga sína sem þeir væm
samblönduð hjörð fábjána og misind-
ismanna. Og venjulega verða lýsing-
arnar á andstæðingunum þeim mun
heiftúðlegri sem ljóst er, að meiri
hluti þjóðarinnar, hefur fest trúnað
við þann, sem á er deiit. Það er að
vísu mannlegt, að mönnum mislíki
við þann, sem er á annarri skoðun.
Og sjálfsagt meina þeir ekki nema
lítið af öllum þeim stóryrðum, sem
þeir láta fjúka hver um annan. Engu
að síður, þá er sú dómharka, sem
svo mjög tíðkast í opinberum umræð-
um hér á landi, um marga hluti
hættuleg. E.t.v. er það aukaatriði,
en þó ekki alveg einskisvert, að með
slíku hátterni grafa stjórnmálamenn-
irnir smám saman, á víxl en þó sam-
eiginlega, undan stöðu sinni í vitund
almennings. Það er erfitt að taka
þátt í opinberum málum á íslandi til
lengdar, án þess að verulegur hluti
þjóðarinnar trúi því um hvern og
einn, þó ekki allir hinir sömu um
þann sama, að hann sé annað hvort
óþokki eða honum sé verulega áfátt
um almenna greind."
Þessara orða hins vitra stjórn-
málamanns mættu stjórnmálamenn
samtímans minnast betur en þeir
gera. Fúkyrði úr ræðustól á Alþingi,
rýra bæði virðingu þess er þau mæl-
ir, sem og stjórnmálamanna almennt.
Nú að undanförnu hefur staðið
yfir hörð kjaradeila í landinu á milli
Bandalags háskólamanna í ríkis-
þjónustu og ríkisins. Er það skemmti-
leg tilviljun að þar hafa staðið í for-
ystu fyrir efnahagsstjórn þjóðfélags-
ins, ýmsir þeir sem á undanförnum
árum hafa látið hæst um, að vanda-
laust væri að hækka laun til flestra
stétta í landinu. Það er þessum
mönnum til lofs, að þegar þeir eru
komnir til valda, gera þeir sér grein
fyrir, að þeirra fyrri málflutningur
var rangur og eru menn til að haga
sér samkvæmt því, þó það kunni að
kosta vinsældir í bili. Því enn eru
ýmsir aðilar á Alþingi sem kunna
því vel að físka í gruggugu vatni og
halda því að landsmönnum, að auð-
velt sé að hækka kaupgjald í
landinu ... Það að gera það ekki sé
aðeins að kenna illvilja þeirra sem
ráða. Hætt er við að þessir aðilar
yrðu eins og núverandi ráðamenn,
að horfast í augu við raunveruleikann
og éta ofan í sig fyrri stóryrði um
kjaramálin, kæmi það í þeirra hlut
að ráða fyrir landi. En á meðan svo
er ekki vinna þeir illt verk með því
að blekkja þjóðina.
Sannleikurinn er auðvitað sá að á
undanförnum mjög mörgum árum
hefur alltaf verið skammtað meira
en til var í búinu. Afleiðingin er sú
sama og hjá einstaklingi sem svo
hagar sér og lýsir sér í skuldastöðu
þjóðarinnar.
En ábyrgðarleysi þeirra sem aldrei
hafa þurft að axla það að stýra landi
elur á óbilgirni þeirra sem í kjara-
deilu eiga til tjóns fyrir þá sem fyrir
verða og þjóðarbúið allt.
Höíundur er bóndi í Kalmans-
tungu.
Svar til Jóns Oskars skálds
eftir Agnar Þórðarson
í grein Jóns Ósk'ars skálds í
Morgunblaðinu 24. maí gætir nokk-
urs miskilnings sem ber skylda til
að leiðrétta. I grein minni hafði ég
minnst á Stalinisma í sambandi við
þröngsýni manna og skort á um-
burðarlyndi, en því fer víðsfjarri að
ég hafi á nokkurn hátt verið að
gefa í skyn að Jón Óskar hafi verið
hallur undir Stalinisma á sjötta ára-
tugnum eða síðan. Orðrétt segi ég:
„Stalinisminn lifði lengi eftir að sá
gamli hafði verið borinn fúinn út
úr leghöllinni á Rauða torginu og
grafínn utan garðs.“
Slíkt andlegt fár getur alltaf
blossað upp þegar einræðisstjórn
óttast um völd sín. í pistli mínum
sagði ég ennfremur að fróðlegt
myndi verða að fylgjast með at-
burðunum í Kína næstu vikur og
mánuði. Þetta var skrifað skömmu
fyrir heimsókn Gorbatsjovs þangað
og andófsaðgerðir milljóna manna
bæði í Peking og víðar sem mikið
hefur verið fjallað um í fjölmiðlum.
Aðalheimildir mínar um heims-
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Helstu Shell-
ög Esso
-stöðvar og helstu
byggingavöruverslanir.
Dreifing: Hringás hf.
S. 77878, 985-29797.
viðburði hef ég úr Parísarblaðinu
Le Monde sem ég veit að Jón Óskar
er vel kunnugur. Nú hefur komið á
daginn að sú viðvörun var ekki út
í hött og tónn yfirvaldanna þar er
smám saman að verða ískyggilegri
og hótað er að siga hernum á stúd-
enta og almenning sem krefst lýð-
ræðis. Orðavalið um gagnbyltingar-
sinna, andfélagsleg öfl og flugu-
menn frá Vesturlöndum iáta kunn-
uglega í eyrum og minnir á fyrri
tíð, þegar Búkharín og þeir félagar
voru dæmdir og líflátnir fyrir sakir
sem sagnfræðingar í Moskvu hafa
nú úrskurðaðar falskar og upplogn-
ar, á sama hátt og nú seinast fyrir
nokkrum dögum að sagt var frá
því opinberlega í Budapest að Imre
Nagy forsætisráðherra hefði verið
tekinn saklaus af lífi 1958 og graf-
inn eins og hundur í óþekktri gröf
eftir skríparéttarhöld.
Um þetta eðli Staliíiismans er
nú enginn ágreiningur lengur, ekki
einu sinni í Kreml, en á það hefur
iðulega verið bent, t.d. í Le Monde
og í Le Nouvel Observateur, að
Stalinisminn lýsi sér með ýmsu
móti enn í dag, þó að menn séu
ekki lengur réttaðir eins og áður
fyrr og gildi slík viðhorf oft hjá
ráðamönnum gagnvart listamönn-
um, rithöfundum og vísindamönn-
um og enn fleirum sem lúta ekki
geðþótta yfirvaldanna.
í huga mér komu strax upp tvö
nöfn sem mér eru sérlega minnis-
stæð frá ferðum mínum í Sovétríkj-
unum. í fyrra skiptið í ferð með
Steini Steinari, Jóni Óskari og fleir-
um árið 1956, í síðara skiptið í
nóvember 1970 þegar ég dvaldist
um tíma í Moskvu og tæpa viku í
Erivan, höfuðborg Armeníu. Þessi
nöfn eru Boris Pasternak og Alex-
ander Solzhenitzyn. Á þá mátti
ekki minnast og túlkarnir kafroðn-
uðu ef þau nöfn bar á góma. Ur
því að það var ekki hægt að koma
þeim raunverulega fyrir kattarnef
var gripið til þess ráðs að rægja
þá og sverta og þegar það dugði
ekki nógu vel að minnast aldrei á
þá, fella nöfn þeirra úr uppsláttar-
ritum, láta verk þeirra hverfa úr
bókasöfnum og bókabúðum og
síðan var þögnin látin afmá þá gjör-
samlega, líkt og þeir hefðu aldrei
verið til.
Ráðandi klíkur' í bókmenntum
víða í löndum hafa oft beitt slíku
vopni til að útiloka höfunda sem
eru þeim ekki að skapi og aðhyllast
ekki sjónarmið þeirra.
Þagnarformúlan hefur verið not-
uð gegn merkum höfundum, svo
að nöfn þeirra falli í gleymsku hjá
hinum almenna lesanda, en öðrum
hossað og komið á framfæri við
fjölmiðla. Jón Óskar þekkir þetta
að einhveiju leyti af eigin raun.
Hann segir frá því í grein sinni að
bók hans, Páfinn situr enn í Róm,
hafi vakið slíkan úlfaþyt, að bækur
hans hafi ýmist verið lastaðar eða
sniðgegnar í Þjóðviljanum: Það
kalla ég gert í anda Stalinismans.
Við Jón Óskar vorum báðir við
útför Tómasar Guðmundssonar
nóvemberdag fyrir nokkrum árum,
þegar þetta frábæra skáld og mann-
kostamaður var kvaddur hinsta
sinni af fámennum hópi í Dómkirkj-
unni, en Tómas var einn af þeim
skáldum sem lifðu í því andrúms-
lofti þar sem bestu vinir hittust eins
og framandi menn. Annað merkt
skáld sem kynntist af raun slíku
andrúmslofti var Gunnar Gunnars-
son.
í íslenskri bókmenntasögu frá
1550 fram á okkar daga sem út
kom 1978, ætluð til kennslu við
Agnar Þórðarson
„Því fer víðsfjarri að ég
hafi á nokkurn hátt ver-
ið að gefa í skyn að Jón
Óskar hafi verið hallur
undir Stalinisma á
sjötta áratugnum eða
síðan.“
menntaskóla, fyrirfinnst nafn
Gunnars Gunnarssonar ekki. Það
var furðuleg gleymska, og þó,
kannski ekki svo furðuleg þegar
betur er að gáð.
Á undanförnum áratugum hef
ég heyrt menn sem ekkert þekktu
til ritverka Gunnars Gunnarssonar
hallmæla honum sem skáldi og lasta
hann fyrir ímyndaðir sakir, en
Gunnar stundaði æðrulaus sín rit-
störf því hann vissi að sannleikur
listarinnar á hvergi rót nema í
hjarta þess sem vinnur.
í ávarpsorðum Gunnars Gunn-
arssonar, sem fyrsti formaður Al-
menna bókafélagsins, svarar hann
rætnu aðkasti í sinn garð og félags-
ins með þessum lokaorðum: „Er
gott eitt um að segja að verða fyr-
ir harðhnjaski óhlutvandra manna.“
Nú á aldarafmæli Gunnars Gunn-
arssonar var hans þó minnst í fjöl-
miðlum á verðugan hátt sem eins
mesta sagnaskálds þjóðarinnar fyrr
og síðar. Er það öllum sem unna
bókum hans mikið fagnaðarefni að
héðan frá leiki heiðríkja um nafn
höfundar Fjallkirkjunnar.
Sveinn Skorri prófessor flutti við
það tækifæri frábært erindi í Þjóð-
leikhúsinu um inntak skáldverka
Gunnars Gunnarssonar og opnaði
mörgum nýja innsýn í hugarheim
skáldsins.
Jón Óskar mun vita eins vel og
ég að ýmsir merkir rithöfundar hér
heima hafa orðið að þola þögn og
fálæti þeirra sem í orði kveðnu
þykjast bera góðar bókmenntir fyr-
ir bijósti. Oft hef ég séð gfeinar í
dagblöðum á liðnum árum og ára-
tugum eftir höfunda sem kvarta
yfir því að hafa verið sniðgegnir í
bókmenntaumfjöllun og við úthlut-
anir og önnur tilefni. Ég þykist vita
að Jón Óskar hafi mátt þola mögl-
unarlaust margt af því tagi.
Sjálfur þekki ég nokkuð til þess-
konar meðferðar, og get þá ekki
stillt mig um að nefna eitt dæmi
nýafstaðið. Tveggja mánaða starfs-
laun eiga þeir rithöfundar rétt á sem
birt hafa frumsamin verk eftir sig
á árinu áður. Ég sótti um á grund-
velli þess að á því ári hafði verið
frumflutt eftir mig útvarpsleikritið
Bláklædda konan og jafnframt
hafði komið út á vegum Menningar-
sjóðs fyrsta smásagnasafn mitt,
Sáð í sandinn, þar voru að vísu í
bland nokkrar eldri sögur, en helm-
ingur bókarinnar var alveg nýr af
nálinni. Samt var umsókn minni
hafnað. Þess konar réttlæti kom
mér þó ekki á óvart úr þeirri átt.
í grein í Morgunblaðinu nýlega
skrifar Kjartan Guðjónsson listmál-
ari snarpa ádrepu, sem eins getur
átt við bókmenntaástand okkar í
dag og um myndlistina. Þar segir
Kjartan meðal annars: „Listamenn
eru tvenns konar, tjölmiðlalista-
menn sem myndu ekki lifa af dag-
inn án pressunnar, og hinir. Það
verður mestur hávaðinn kringum
þá fyrrnefndu ... Hér heima eru
margir á hátindi starfsferils síns
ekki virtir viðlits."
Jón Óskar ætti því ekki að þurfa
að undrast það, að ég haldi því fram
að Stalinisminn sé enn við lýði, þó
að nú viiji enginn við hann kannast.
Aðferðarfræði hans lifir áfram
góðu lífi, þótt breitt sé yfir nafn
og númer. Áhrifin á ijölmiðla eru
notuð eins og í gamla daga, þögn
og áhugaleysi beitt eftir þörfum
gegn þeim sem kæra sig ekki um
forsjá annarra og vilja ekki hlíta
valdi þeirra.
Ég vil að lokum taka undir orð
Halldórs skólastjóra og leiklistar-
gagnrýnenda Þorsteinssonar í
Morgunblaðinu fyrir nokkrum
árum: „Rithöfundar og aðrir lista-
menn sem bera virðingu fyrir sjálf-
um sér, ánetjast hvorki kerfum né
klíkum, né ganga á mála hjá
pólitískum kennimeisturum. Það
sem skiptir listamann, sem vill vera
andlega sjálfstæður, höfuðmáli er
að selja sig ekki.“
Höfundur er rithöfundur.
ULTRA
GLOSS
Bílabón sem endist
langt umfram hefð-
bundnar tegundir.
Útsölustaðir: i?TTH stöðvamar.