Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 52
MERKI UM GÓEAN ÚTBÚNAÐ fllf VEIÐIHJÓL OG STANGIR wgtmÞIafeifr SAGA CLASS Fyrir þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Afkoma Sambandsins í maí: Óttast að tapið sé yfir 100 milljónir SAMBAND íslenskra samvinnufélaga reynir nú að selja eignir í stórum stíl, til þess að bæta fjárhagsstöðu sína. Ólafur Sverrisson, formaður stjórnar Sambandsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að meðal þeirra eigna sem Sambandið reyndi nú að selja, væri Prentsmiðjan Edda, en ekkert tilboð hefði borist, sem talist gæti þess virði að það yrði skoðað nánar. Forsvarsmenn Sambandsins hafa miklar áhyggjur af því að tap fyrirtækisins í maímánuði hafi verið slæmt. Jafhvel er talið að tapið geti verið eitthvað á annað hundrað milljónir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ólafur sagði að enn hefði ekkert gerst varðandi kaup Osta- og smjör- sölunnar á hlut Sambandsins í því fyrirtæki, þar sem mikið bæri á milli aðila um kaupverð. Sambandið vill fá 120 milljónir fyrir sinn hlut, en Osta- og smjörsalan telur að hlutur Sambandsins sé ekki meira en 40 milljón króna virði. „Það varð því niðurstaðan, að setja þriggja manna gerðardóm," sagði Ólafur, „til þess að úrskurða um hvert kaupverðið eigi að vera. Osta- og smjörsalan tilnefndi Arnór Eggertsson, löggiltan endurskoðanda sem sinn fulltrúa og Sambandið tilnefndi Geir Geirsson, endurskoðanda Sambandsins í dóm- JSjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík: Rættumforval fuUtrúaráðsins fyrir prófkjör Fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík kom saman til fundar í gær í Valhöll þar sem ræddar vóru ýmsar hugmyndir um það hvern veg skyldi staðið að vali frambjóðenda flokksins við borgarstjórnarkosningar og al- þingiskosningar í Reykjavík. Formaður fulltrúaráðsins, Baldur *uuðlaugsson, sagði við Morgunblaðið að meðal hugmynda sem til umræðu og athugunar væru í fulltrúaráðinu væri sú að fyrst færi fram forval innan fulltrúaráðsins, sem skipað er 1.400 fulltrúum, um frambjóðendur í prófkjöri, sem bundið yrði við flokksmenn. Fulltrúaráðið myndi þannig velja ákveðinn fjölda fram- bjóðenda, sem flokksmenn röðuðu síðan upp. Til þess að þessi hugmynd nái fram að ganga þarf að breyta prófkjörsreglum flokksins, sem mið- stjórn og landsfundur hafa sett. inn og síðan þurfa aðilar að ná sam- komulagi um það hver verði odda- maður," sagði Ólafur. Hann sagðist eiga von á því að úrskurður gerðar- dóms yrði kveðinn upp, eigi síðar en í næsta mánuði. Ólafur er formaður stjórna beggja fyrirtækjanna og sagðist hann af þeim sökum ekki koma nálægt þessu máli. „Auðvitað höfum við miklar áhyggjur af útkomunni í maímánuði. Það var gengisfelling í þessum mán- uði, eins og kunnugt er og það þýðir mikið gengistap fyrir okkur hjá Sam- bandinu, sem skuldum geysilega mikið í erlendri mynt. Við erum því miður mjög svartsýnir á afkomu maímánaðar," sagði Ólafur. Sjá Af innlendum vettvangi: Guð- jón vann þessa orrustu, en bíður hans styrjöld? bls. 18. Litbrigði sumarsins Morgunblaðið/Sverrir Tún og trjágróður taka nú óðum við sér eftir harðan vetur og græni liturinn færist yfir höfuð- borgina. Fleiri litbrigði í gróðurríkinu setja nú svip sinn á Austurvöll, þar sem þessar blómarósir úr bæjarvinnunni plöntuðu sumarblómum í vikunni. Ef vel er að gáð er sumarliturinn líka farinn að sjást framan í stúlkunum eftir fyrstu sólardaga sumarsins. Fjármálaráðherra leggur í dag fram tillögur til að rétta af hallann á ríkissjóði: Skattahækkun, niðurskurð ur og aukín innlend lántaka ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðherra mun í dag leggja fyrir ríkisstjórnina tillögur um það hvernig rétta megi af fyrirsjáanlegan 3,5 milljarða halla á ríkissjóði á árinu. Hann segist munu leggja fram tillögur um aukna skattheimtu, niðurskurð og auknar lántökur innan- lands. Hins vegar verði forðazt að taka erlend lán til þess að rétta af hallann. „Ástæðan fyrir þessum halla er sú að á undanförnum vikum hafa verið teknar ákvarðanir um ýmis við- bótarútgjöld og ýmsir aðrir hlutir verið að koma í ljós," sagði Ólafur Ragnar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að stærstu liðirnir í hall- anum væru 600 milljónir í auknar niðurgreiðslur á landbúnaðarafurð- um, sem lofað hefði verið í kjara- samningum, 600 milljónir í trygg- ingabætur og auknar greiðslur til ellilífeyrisþega, og aukning upp á 300 milljónir króna í útflutningsupp- bætur á landbúnaðarafurðir. Ýmis- legt annað sagði ráðherra að kæmi til. Meðal annars væru inni í þessari tölu ýmis aukaútgjöld vegna atvinnu- mála, þar á meðal framlag til launa- greiðslna vegna sumarstarfa sumar- fólks. Talað hefur verið um að 200 milljónir þyrfti í það verkefni. Ráðherra var spurður hvort sú staðreynd, að gert var ráð fyrir 600 milljóna tekjuafgangi á fjárlögum og að á fyrsta ársfjórðungi kom 800 milljónum meira í ríkiskassann en gert var ráð fyrir, þýddi ekki að ríkisútgjöld væru samtals komin 4,9 milljarða fram yfir það, sem áætlað var í fjárlögum. „Það fer nokkuð eftir því hvernig það er reiknað," sagði ráðherra. Hann sagði að fjár- lögin sem slík hefðu staðizt nokkuð vel, en sagðist telja réttara að telja til hallans þau sérstöku útgjöld sem Komur skemmtiferðaskipa: Stefhir í fleiri farþega en áður FYRSTA skemmtiferðaskip sumarsins, Fedor Dostojewskij, kom í Reykjavíkurhöfn í gærdag en sigldi áieiðis til Akureyrar undir kvöldið. Að sögn Ólafiu Sveinsdóttur, deildarstjóra hjá Atlantik-ferðum sem hefur skip- ið á sínum snærum eins og þorra skemmtiferðaskipa sem hingað sigla í sumar, stefnir í metár hvað farþegafjölda varðar. Gera má ráð fyrir að um 12.500 ferða- Iangar, flestir þýskir, komi hing- að til lands með skemmtiferða- skipum í sumar. Þeir voru um 9.300 talsins í fyrra að sögn Birg- is Þorgilssonar ferðamálastjóra. Alls er von á um 22 skipakomum af þessu tæi í sumar, þar af eru 17 á vegum Atlantik-ferða. Ólafía seg- iU jU-» m -*»¦«», ?,*** siBwmtBtitJ&BBHt fi ::::::::: :::...:::.....: Morgunbiaðið/Júlíus Fedor Dostojewskij kom til Reykjavíkur í gær. ir tvær aðalástæður fjölgunar far- þega þær að olíuverð hafi ekki hækkað svo að áhrif hafi á verð siglinganna, og eftir fremur mildan vetur í Evrópu sæki fólk í frí norð- ur á bóginn. Þá segir hún að fjölg- un ferðamanna sem koma með skipum haldist í hendur við fjölgun flugf arþega sem koma til landsins. Um borð í Fedor Dostojewskij eru 450 farþegar, flestir þýskir, en Þjóðverjar leigja skipið af Rússum. Þetta er fljótandi lúxushótel og á hálfs mánaðar siglingu geta far- þegar stundað leikfimi og sund eða setið á börum og veitingahúsum. Að sögn Ólafíu eru þrjú af ellefu skemmtiferðaskipum sem koma á vegum Atlantikferða í eigu Þjóð- veria. Rússar eiga átta skip og leigja þau öll, eitt til Breta en öll hin til Þjóðverja. Segir Ólafía að ástæða þess að Þjóðverjar kaupi ekki skipin sé að mun ódýrara sé að reka þau með rússnesku starfs- fólki. bætzt hefðu við undanfarið. „Ut- gjaldaauki vegna aukinna launa- greiðslna í tengslum við kjarasamn- inga, sem tekjuauki kemur á móti, er dálítið annars eðlis," sagði hann. Ólafur Ragnar sagðist myndu leggja til aukinn niðurskurð á öðrum sviðum en þeim, sem útgjöld hefðu nú verið aukin til, og aukna tekjuöfl- un innanlands. „Þótt skattar séu ekki vinsælir og margir séu sann- færðir um það að hér séu háir skatt- ar, sem er þó rangt í samanburði við önnur lönd, verða menn auðvitað að horfast í augu við það að það eru ekki auknar niðurgreiðslur, ekki hækkaðar tryggingabætur og ekki lagðir fram fjármunir í atvinnulífið án þess að þeir komi einhvers staðar að," sagði ráðherra. „Þriðja leiðin er svo innlend lánsfjáröflun til þess að reyna að leysa þennan vanda á lengri tíma. En það síðasta og versta væri að fara að auka erlendu lántök- urnar. Það er bara tilkynning um það að börnin okkar eigi að borga okkar eigin eyðslu." Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og flokksbróðir fjármálaráð- herra lýsti því yfir fyrir skemmstu að skattþol almennings væri á þrot- um. Ólafur Ragnar var spurður hvort hann teldi þá ályktun ranga. Hann svaraði því til að það væri alveg rétt að skattageta láglaunafólks og fólks með miðlungstekjur væri ekki mikil. „Hins vegar eru sem betur fer ýmsir aðrir, bæði hátekjufólk, eignamenn og fjármagnseigendur, sem greiða mun lægra hlutfall af smum launum en í mörgum löndum." Ólafur Ragn- ar sagði að þegar litið væri á skatt- greiðslur eignamanna og hátekju- manna, tekjuskatt á fjármagnstekjur og gróðafyrirtæki, væri sú skatt- heimta ýmist minni hér á landi en eriendis eða engin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.