Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 39
MQKqUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGVR jB. JÚNj ,1989 Afinæliskveðja: Aðalsteinn Jóhanns- son á Skjaldfönn Tíminn líður hratt, einnig á köldu vori við ísafjarðardjúp og menn ræða tíðarfarið og muna vart annað eins, enda minni á veður misjafnt, og ef til vill muna sumir liðin harð- indavor þótt þeir muni þau ekki. En einn af gleggstu bændum Djúps- ins varð áttræður hinn 16. maímán- aðar, maður með trútt minni og hefur lifað mörg vor blíð og stríð hér á slóð, Aðalsteinn Jóhannsson bóndi á Skjaldfönn áratugum sam- an og þar runninn upp; er það mín meining fullkomin að orðum hans megi treysta í þessu efni sem öðr- um. Bændaættir standa að Aðalsteini og bjuggu foreldrar hans á Skjald- fönn, Jóhann Ásgeirsson og kona hans Jóna Jónsdóttir ljósmóðir, enda mun búskapur hafa staðið næst hjarta hans sem sá atvinnu- vegur, er hann helzt vildi stunda, ekki þó með gróðasjónarmið í huga heldur öllu fremur köllun, hald- reipi, lífsstíll eins og sagt er nú á dögum. Hitt er annað mál, að það sem vel er hirt gefur góðan arð, og engum fær dulizt, er heim að Skjaldfönn kemur hvílík snyrti- mennska þar ríkir og hver regla þar er á öllum hlutum. Getur vart fegurra býli hér á slóðum og þótt víðar væri um skyggnzt, fer þar saman fallegt bæjarstæði, eldfornt, hinn vinalegi burstabær svo og umgengi öll og sú prýði er í öllu Vitni vantar mætir auga. Skammt til jökuls, en Selá liðast neðan túns. En eigi er Aðalsteinn allur í bónd- anum séður og hafa margir þessa varir orðið, innlendir menn og aðrir af fjörrum löndum, er hingað kómu að efla sig í náttúruvisindum og þjóðlegum fróðleik. Kann Aðal- steinn hin beztu skil á ýmsu því, er hér til heyrir og sóttu fræðimenn ótæpilega í þann brunn er hann var og er. Mun örnefnasöfnun hans í landi Skjaldfannar til fyrirmyndar að vexti og trúverðugleika og vel man undirritaður útskýringar hans á notkun og heitum ýmissa amboða og áhalda er nútíminn hefur lagt fyrir óðal, drögur, vögur, líkberi... Má af þessu ráða og fleiru, að vel hefði Aðalsteinn sómt sér sém verkmaður á akri íslenzkra fræða, og enda þótt sá sé vel plægður, mundi hafa munað um hann á þeim reit og eigi ólíklegt, að hann hefði þar brotið nýtt land að nokkru, hlið- stætt því er hann gert hefur á búi SÍnu, en ræktunarmaður lands hefur hann verið, bæði í miklum mæli og vel að unnið. Bækur hafa verið honum innan seilingar jafnan, og er Skjaldfönn mikið bókaheimili, og finnst þar bæði gamalt og nýtt í skápnum. Kemur mér vitanlega í hug, hvort Aðalsteinn muni ekki meðal hinna síðustu í bændastétt er sinna á stopulum stundum fræð- um í einhverri mynd og að ein- hverju marki, um leið og þess skal vænzt að hugboð þetta reynist rangt. Má vissulega segja, að hann sé í þessu efni sómi stéttar sinnar eigi síður en í búskap öllum. Eitt sinn er við gengum völl frá kirkju á Melgraseyri til húss, vék hann tali sínu að brjóskmynduní efra skolti nautgripa og hafði um þetta fáheyrt orð, þjarkur, að mig minnir, en eigi kannaðist ég við, hvorki vöxt þennan né heiti hans og sann- aði Aðalsteinn mér enn á ný hið fornkveðna, að margt er skrýtið í kýrhausnum. Aðalsteinn er hinn mesti gæfu- maður, farsæll í starfi og kvæntur hinni mestu myndar- og greindar- konu Hólmfríði Indriðadóttur skálds frá Fjalli, Þórkelssonar, og má með sanni segja að svo sem allt er í reglu og röð utanhúss á býli þeirra, þá er og hið sama á teningi uppi hvað varðar umgengni innanhúss. Ber allt þar blæ snyrtimennsku, hreinlætis og menningarlegrar um- gengni. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og býr Indriði — eidri sonur- inn — á ættaróðalinu, mjög „of ið sama far“, svo notað sé fornt orða- lag, allt með festu og öllu vel í horfi haldið, ræktun ij'ár og jarðar, sem öðru, og mun afmælisbarninu þykja betra en ekki að svo er, þekki ég rétt til. Hin börnin eru Kristín gift í Svíþjóð, íslenzkum manni, og Jóhann er býr í Reykjavík. Grein þessi er síðbúnari en ég hefði viljað, en með því eigi mun um fengizt verða sleppi ég afsökun- ar að biðja, en hún á að flytja Aðal- steini og Hólmfríði þakkir okkar hér í Vatnsfirði fyrir góða viðkynn- ingu og traust, er við öll höfum verið samtímis við Djúp, en það er nú orðið á fjórða tug ára. — Við óskum þér góðra ára, hlýrra vora með sóley í varpanum, mikillar gleði er dalinn og ána ber fyrir augu, landið, sem hefur ætíð verið þinn heimur og hýsir draum þinn allan. — Lifðu heill! Síra Baldur Vilhelmsson prófastur, Vatnsfirði. Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn- um að því er Fiat 127 fólksbíl var ekið á ljósastaur á Sætúni, móts við Frakkastíg, um klukkan hálffjögur á laugardag. Bílnum var ekið eftir hægri ak- rein og gefur ökumaður þá skýrngu á óhappinu að hvítri Ford Sierra bifreið hafi skyndilega verið beygt í veg fyrir sig, því hafi hann beygt undan en lent á staumum. Þeir sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu eru beðnir að hafa samband við lögregluna. Amerískir 25% VERÐLÆKKllN í NOKKRA ÐAGA! / / / TILBOÐ A KILOPAKPIINGIJM: KR. 497,50 AÐURKR. STEYPUSKEMMB? II stfiiprýði B THORO—efnin eru viðurkennd um allan heim sem framúrskarandi fljótharðnandi við- gerðarefni fyrir múr og steinsteypu. THORO—efnin eru vatnsþétt en hafa sömu öndun og steinsteypa Ef um steypuskemmd er að ræða, hafðu þá samband við okkur. Við hjálpum þér. THORITE — STRUCTURITE — WATERPLUG — THORGRIP Stangarhyl 7, sími: 672777.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.