Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 42
42 ^qyiSBLA^ÐjtMMTEffWWft .My*P W9 KEÐJU- TALÍUR G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18360-13027 PHILCO W 393 ÞVOTTAVÉLIN NÚNA Á MJÖG GÓÐU VERÐI • Þvottakerfi viö allra hæfi, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • lOOOsnúningavinda • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleösla: 5 kg (af þurrum þvotti) • Sparnaðarrofi • Tekur inn bæöi heitt og kalt vatn • Ryðfrítt stál á ytri og innri belg • H:85, B:59.5, D:55cm. Verð kr. 49.880. Heimilistæki hf • SætúmB • Kringlunni • SIMI6Í15 00 SÍMI6Í1S20 t/ó) vuuk, svtýjfanÉajiii C samHÚujtuK fclk í fréttum íslendingar erlendis DOKTOR í SÁLARFRÆÐI Ásdís Sveinsdóttir með Qölskyldu sinni. Asdís Sveinsdóttir frá Egils- stöðum fluttist til Banda- ríkjanna árið 1958. Fólki ífrétt- um hafa borist þær fregnir af Ásdísi að hún hafí í júlí á síðasta ári hlotið doktorsgráðu í sálar- fræði. Ásdís er dóttir Sveins Guð- brandssonar og Steinunnar Gunn- laugsdóttur. Hún hefur ferðast víða um heim með manni sínum Gail Pierce sem er doktor í sálar- fræði. Þau hjónin hafa eignast þijár dætur: Nínu, Elínu Pilar og Alytu Leah. Eiginmaður Ásdísar hefur starfað sem ráðgjafi við skóla í ýmsum herstöðvum Bandaríkjamanna. Pjölskyldan bjó meðal annars ein átján ár á Filippseyjum. Þar á eyjunum tók Ásdís til við að nema sálarfræði og í júlí á síðasta ári varði hún ritgerð sína við háskólann þar. Doktorsritgerð Ásdísar er um námsvenjur og hugsanagang fatl- aðra barna sem hún telur ekki vera í neinum meginatriðum frá- brugðin venjum ófatlaðra. Síðustu mánuðina hefur Ásdís ásamt fjölskyldu sinni verið bú- sett í Woodbridge á Englandi en nú í sumar halda þau til Kali- forníu og munu setjast þar að. WASHINGTON Perukaup Islendings Washington. Frá ívari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Hörður Karlsson, fyrrverandi starfsmaður Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, kmst í blöðin í Washington nýlega vegna þess að hann reyndist ófús til þess að greiða 2 dali fyrir ljósaperu, sem kostar 1 dal og fimm sent. Frá þessu er sagt í rabbdálki í stórblaðinu Washington Post, sem kunnur dálkahöfundur, Bob nokkur Levey, skrifar. Hörður þurfti peru í ískápinn sinn, sem ekki fæst hvar sem er. Hann leitaði því fyrir sér í sérverslun, þar sem seld eru rafmagnsáhöld. Af- greiðslumaðurinn sagði Herði að slík pera væri föl og verðið væri einn dalur og fimm sent. Hann bætti þó við að Hörður yrði að greiða tvo dali, því fyrir minni pening mættu viðskiptavinir verslunarinnar ekki kaupa. Hann spurði því hvort Hörður vildi ekki kaupa tvær perur. Nei, Hörður þurfti aðeins á einni peru að halda. „Má bjóða þér rafmagnsvír- spotta, eða rafnmagnseinangrun?" spurði sölumaðurinn. Nei, Hörður vildi ekki kaupa neitt annað en eina peru. Þegar hér var komið var kallað á verslunarstjórann, sem staðfesti regluna um tveggja dala lágmarkið. „Það borgar sig ekki að vafstrast í þessu,“ sagði verslunarstjórinn. „Verslunin gæti misst af 1.000 dala kaupum rafmagnsfyrirtækis á með- an afgreiðslumaðurinn færi niður í kjallara til að sækja eina peru.“ Verslunarstjórinn var spurður hvort ekki væri betra að fá ágóðann af einni peru en engri ef enginn kæmi til að kaupa vörur fyrir stórfé á meðan afgreiðslumaðurinn væri að sækja peruna. Verslunarstjórinn sat við sinn keip og sagði að það væri sama hvernig á það væri litið, það borgaði sig ekki að hagnast um 20 sent fyrir sölu á einni ljósaperu - og þar við sat. Gjallartiom Útihátíðir — Félagsheimili — Útisamkomur Höfum fyrirliggjandi gjallarhorn og hátalarakerfi fyrirstórhátíöir - jafnt úti sem inni. Heimilistæki hf SÆTUNi 8-SÍMI 69 1500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.