Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 Lögreglan í Reykjavík; Tvö ný bifhjól fyr- ir 1,2 millj. hvort UMFERÐARDEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur fengiö tvö ný Harley Davidson-bifhjól. Hvort hjólanna kostaði um 1.250 þúsund krónur og er slagrými vélanna 1.340 rúmsenti- metrar. Lögreglan í Reykjavík hefiir nú 10-11 bifhjól til umráða, að sögn Guðmundar Inga Sigurðssonar, varð- sfjóra í umferðardeild lögreglunnar. Þau elstu eru frá 1972 og einungis um helmingur frá þessum áratug. A þriðja tug lögreglumanna vinnur á hjólunum. Tvö gömul lögregluhjól, árgerð 1972, voru boðin til sölu í útboði Innkaupa- stofnunar ríkisins um síðustu helgi og er það í fyrsta skipti sem þessi hjól eru seld hér á almennum markaði. Að sögn Guðmundar I. Guðmundssonar, skrif- stofustjóra Innkaupastofnunar, barst nokkur fjöldi tilboða í hjólin og sýndist honum að hvort þeirra mundi seljast fyrir um 200 þúsund krónur. Morgunblaðið/Júlíus Hörður Þ. Hafsteinsson lögreglu- flokksljóri á eftirlitsferð um miðbæ Reykjavíkur á nýju Harley Davidson bifhjóli. Qlafsflörður, Stöðvarfjörður og Djúpivogur: Landsbankiim tekur hlut- deildarbréf upp í skuldir LANDSBANKINN hefúr ákveðið að taka hlutdeildarbréf Hlutafjár- sjóðs sem greiðslu á skuldum þriggja sjávarútvegsfyrirtækja. Þetta eru Hraðfrystihús ÓlafsQarðar, Hraðfrystihús StöðvarQarðar og Bú- landstindur á Djúpavogi. Landsbankinn er helzti lánardrottinn þess- ara fyrirtækja ásamt Fiskveiðasjóði. Stjórn Fiskveiðasjóðs hafði áður hafiiað tillögum stjórnar Hlutafjársjóðs um þátttöku í Qárhagslegri endurskipulagningu á Stöðvarfirði og Ólafsfirði, en samþykkt að taka hlutdeildarbréf sem greiðslu á skuldum Búlandstinds. Bréfin, sem Landsbankinn ætlar að kaupa, eru svokölluð a-deildar- bréf, og eru með ríkisábyrgð. Stjórn Hlutafjársjóðs gerði tillögur um að bankinn keypti bréf fyrir rúmar 13 milljónir vegna Hraðfrystihúss Stöðvaríjarðar, tæpar 17 vegna Djúpavogs og milli 33 og 34 milljón- ir vegna Hraðfrystihúss Ólafsíjarð- ar. Hlutdeildarbréfakaup Landsbank- ans nema ekki heildarskuldum fyrir- tækjanna við bankann, heldur aðeins þeirri upphæð sem Hlutafjársjóður lagði til. Hlutafjársjóður gefur út hlutdeildarbréf (skuldabréf) til greiðslu skulda fyrirtækja, en fær í staðinn hlutabréf í fyrirtækjunum. Hlutdeildarbréfín eru afborgunar- og vaxtalaus fyrstu sex árin, og samsvarar það því að um 50% skuld- arinnar séu í raun afskrifuð. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að Landsbankinn teldi skuldum þessara fyrirtækja við ban- kann betur borgið í þessum ríkis- tryggðu bréfum. „Við viljum þess vegna greiða fyrir þeirri vinnu, sem Byggðasjóður er að leggja í til að koma þessum fyrirtækjum á skrið, þótt það sé náttúrulega ekki til að efla menn í verkunum þegar aðstæð- ur eru þannig að hinn frægi rekstrar- grundvöllur virðist ekki vera fyrir hendi,“ sagði Sverrir. Guðmundur Málmquist, fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar og stjómarmaður í Hlutaijársjóði, sagði að niðurstaða Landsbankans gerði það að verkum að Byggðastofnun myndi halda áfram að reyna að koma fyrirtækjunum þremur út úr vand- ræðum. Fiskveiðasjóður hefði sam- þykkt tillögur um fjárhagslega end- urskipulagningu hjá Búlandstindi, og því stefndi í sæmilegt ástand þar. Á Stöðvarfírði gengju hlutimir vonandi upp, þótt það yrði erfiðara vegna þess að Fiskveiðasjóður vildi ekki taka við hlutdeildarbréfum upp Loðdýrarækt; Útlán Stofnlánadeild- ar umfram eigið fé STEINGRÍMUR J. Sigfússon landbúnaðarráðherra segir það vera háð vi\ja stjórnvalda hver framtið loðdýraræktar verður, en hann hyggst fljótlega kynna stöðu búgreinarinnar í ríkisstjóminni. „Það verður að meta hvort pólitískur vilji er til að leggja af mörkum það sem þarf til að forða. búgreininni frá hmni, en ljóst er að erfiðleikamir em mun meiri en við höfðum gert okkur grein fyrir,“ segir hann. Stofhlána- deild landbúnaðarins hafði um síðustu áramót lánað tæplega 1.335 milljónir króna til loðdýraræktar, og er það tæplega 100 milljónum hærri upphæð en eigið fé Stofnlánadeildarinnar var þá. í skuldir fyrirtækisins. Það væri til bóta að Hraðfrystihúsið hefði nýlega selt skip og losað þannig um skuldir. Guðmundur sagði að á Ólafsfirði væri raunar verið að hagræða með sameiningu tveggja frystihúsa, og þar væri ástandið miklu erfíðara. „Það urðu mér veruleg vonbrigði að þessi sjóður útgerðar og fískvinnslu [Fiskveiðasjóður] treysti sér ekki til að koma þar neitt við sögu,“ sagði hann. Hann sagði að ef tækist að fá Atvinnutiyggingarsjóð til að gera eitthvað, ásamt aðstoð ýmsissa fyrir- tækja, þá væri hann ekki úrkula vonar um að tækist að gera alvöru- fyrirtæki úr Hraðfrystihúsi Ólafs- íjarðar. Um 20 fýrirtæki sóttu um fyrir- greiðslu til Hlutafjársjóðs er hann var settur á stofn. Sum leystu úr málum sínum með öðrum hætti, og eru nú um 13 eftir. Guðmundur sagði að í undirbúningi væru tillögur um hlutdeildarbréfakaup lánardrottna vegna skulda tveggja eða þriggja. Að Sögn Steingríms liggur fyrir greinargott yfírlit yfír stöðuna í loð- dýrarækt, en undanfarna mánuði hefur nefnd á vegum landbúnaðar- ráðuneytisins unnið að úttekt á stöðu loðdýrabænda í tengslum við þær aðgerðir sem ákveðnar voru í vetur til aðstoðar búgreininni. Hann segir að í ljós hafi komið að erfiðleikar bænda væru mun meiri en áætlað hafí verið, og vandkvæði væru á því að þær ráðstafanir sem gripið hafí verið til gætu gengið upp. „Eg mun kynna þessa stöðu í ríkisstjóminni, og síðan verða menn að sjá til hver framvindan verður. Eg get ekki sagt á þessu stigi hver viðbrögð stjórn- valda verða, og það er einnig spum- ing hvort menn hafa úthald í þær aogerðir sem þarf eða ekki, og verð- ur niðurstaðan að ráðast af því.“ Leifur K. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Stofnlánadeildar land- búnaðarins, sagði að ef urh hrun í loðdýraræktinni yrði að ræða myndi verulegt fé tapast, en þó teldi hann líklegt að meginhluti veðkrafna Stofnlánadeildar fengist greiddur, þar sem lánin væru veitt út á 1. veðrétt í viðkomandi bújörðum. Hann sagði loðdýrabændur vera með mis- munandi mikil lán hjá Stofnlána- deildinni, en ljóst væri að ef stór hluti þeirra hætti búskap, þá myndu þeir draga hina með sér, þar sem rekstrargrundvelli yrði kippt undan fóðurstöðvunum, sem þá yrðu að hætta starfsemi. Kvennafangelsið: Fanga saknað í íimrn daga KONA um þrítugt strauk úr fang- elsinu við Kópavogsbraut síðdegis á laugardag og er enn ófúndin. Konan kom ekki fram við lok úti- vistartíma á lóð fangelsisins. Hún hefúr hlotið nokkra refsidóma og hóf afplánun 330 daga fangelsis- dóms vegna auðgunarbrota í aprílmánuði, að sögn Haralds Joh- annessen forstöðumanns Fangels- ismálastofhunar. Lögreglan leitar nú konunnar. Að sögn Haralds er það venja þegar fangar stijúka að þeir séu látnir sæta einangrun í Síðumúlafangelsi um tíma eftir að til þeirra næst. Þetta er í annað skipti sem fangi strýkur úr fangelsinu við Kópavogs- braut. Mótmælastaða við sendi- ráð Kínverja í kvöld EFNT verður til mótmælastöðu kl. 21 í kvöld við sendiráð Kínverska alþýðulýðveldisins við Viðimel vegna aðgerða hersins í Kína gegn almennum borgurum. Ungir sjálfstæðismenn gangast fyrir mótmæla- stöðunni. „Fjöldamorð kínverska alþýðu- hersins á friðsamri alþýðu er grimmdarverk, sem almenningur í lýðræðisríkjunum má ekki leiða hjá sér,“ segir í fréttatilkynningu frá ungum sjálfstæðismönnum. „Við- brögð kínverskra stjórnvalda við eðlilegum kröfum þegna sinna um frelsi og lýðræði sýna að enn er hætta á að valdafíkn og hemaðar- hyggja verði ofan á í baráttunni við mannúð og mannréttindi í heim- inum. Við skomm á íslendinga að sýna andúð sína á grimmdarverk- unum á táknrænan hátt.“ Mótmælastaðan hefst kl. 21.00 við sendiráð Kínverska alþýðulýð- veldisins á Víðimel 29. Árni Sigfús- son, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, flytur ávarp. Ljóð verða lesin og borin upp álykt- un fundarins, sem síðan verður afhent sendifulltrúa Kína. Mínútu- þögn verður í minningu fórnar- lamba kínverska hersins um leið og minningarblómsveigur verður lagður á þrep sendiráðsins. Jón Adolf Guðjónsson bankasijóri Búnaðarbankans: Vaxtalækkimin um áramót of mikil JÓN Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbankans segir að bankar hafi lækkað vexti á óverðtryggð- um útlánum of mikið um síðustu áramót, vegna þess að þeir hafi treyst um of á fyrirheit rikisstjóm- Líðan hjartaþegans fer batnandi: Móðir Helga vikur ekki frá syni sínum LÍÐAN Helga Einars Harðar- sonar, sem hjarta var grætt í fyrir þremur dögum, fer batn- andi, að sögn sr. Jóns A. Bald- vinssonar, sendiráðsprests í Lundúnum. Aðeins er farið að losna um dásvefninn eftir að- gerðina og pilturinn farinn að hreyfa sig örlítið í svefiii. Hann vaknar i fyrsta lagi í dag að sögn sr. Jóns. Helgi Einar er enn í strangri gjörgæzlu og tengdur við öndun- arvél. Móðir hans, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, víkur ekki frá syni sínum og hefur sofíð i rúmi við hlið hans allan tímann frá því að hann var fluttur á Brompton- sjúkrahúsið í Lundúnum fyrir tæpum mánuði. arinnar að verðbólgu yrði haldið í skefjum. Útreikningar Seðla- bankáns sýni að óverðtryggðir útlánsvextir banka hafi verið nei- kvæðir um 2,7% fyrstu 3 mánuði ársins, og þetta hafi valdið veru- legu rekstrartapi. Hækkun á raun- vöxtum útlána Búnaðarbankans sé að hluta til ætlað að vinna gegn þessu tapi. Forsætisráðherra gagnrýndi raun- vaxtahækkun Búnaðarbankans á aðalfundi VSÍ á þriðjudag, og sagði að bankinn hefði gripið til þessa ráðs vegna þess að dregið hafi úr innlán- um, eða í 5 milljarða, á meðan 12 milljarðar séu á verðtryggðum skipti- kjarareikningum hjá bankanum. Nær hefði verið að lækka innlánsvexti. og hverfa frá skiptikjarareikningum. Þegar þetta var borið undir Jón Adolf Guðjónsson, sagðist hann vilja lýsa furðu sinni á þessum ummælum. Staðreyndir málsins væru þær, að útlán bankans hafí numið 16 mill- jörðum um síðustu mánaðamót, og hafi þá aukist um 260 milljónir frá áramótum. Það væri hins vegar rétt, að eftirspurn eftir lánum hefði minnkað frá því sem áður var. Þegar Jón Ádolf var spurður hvers vegna það leiddi ekki til lækkunar raunvaxta á útlánum, sagði hann að umtalsvert tap hefði verið á rekstri Búnaðarbankans frá áramótum, eins og raunar annarra banka. Aðalá- stæðan væri sú, að bankarnir hefðu treyst um of á fyrirtætlanir ríkis- stjómarínnar um að halda verðbólgu í skeíjum, og lækkað vexti óverð- tryggðra lána um of. Því væri þessi vaxtahækkun að hluta til þess æt- luð, að vinna upp það tap sem hefði myndast. Að auki væru bankamir, þar á meðal allir einkabankarnir, að taka upp svokallaða kjörvexti. Það mál hefði verið til umfjöllunar í Búnaðar- bankanum en samstaða ekki náðst um að taka þá upp. Algengustu vext- ir samkvæmt þessu kerfí væru 8,25%-9,25% á verðtryggðum lánum, og á síðasta bankaráðsfundi Búnað- arbankans hefði verið ákveðið, að hækka vexti verðtryggðra útlána í 8,25%, í stað þess að taka kjörvaxta- kerfíð upp. Jón Adolf sagði síðan, að skipti- kjarareikningamir væm grundvall- aratriði til að skapa tiltrú fólks á spamaði. Þeir hefðu þann öryggis- ventil að ef auglýstir nafnvextir ná ekki að tryggja sparifjáreigendum raunvexti á innistæðuna þá tekur verðtrygging við. „Nú kemur í ljós, að verðtrygging mun gilda fyrstu 6 mánuði þessa árs á skiptikjarareikn- ingum, en það þýðir að raunvextir á þessum reikningum verða 3-3,5% á ári. Raunvextir innlána hafa sam- kvæmt þessu lækkað mjög verulega frá því sem var á síðasta ári eða um 5-6% þegar þeir voru á bilinu 8-9%. Þetta beinir athyglinni að því sem hefur verið að gerast á búi forsætis- ráðherra. Hvernig hafa raunvextir á spariskírteinum ríkissjóðs þróast á sama tíma? Ríkissjóður auglýsir enn í dag vexti á bréfum sínum um 7%, Það er lækkun um 0,5-1,5% frá því sem var á síðasta ári,“ sagði Jón Adolf Guðjónsson. Sjá einnig fréttir um vaxtamál bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.