Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAPIP FIMMTUDAGUR. 8. JUNI 1989 29 „De Kongelige Svende“ Danskur karlakór í Óperunni 10 MANNA karlakór sem kallar sig „De Kongelige Svende“ frá Konunglegu óperunni í Kaup- mannahöfr halda tónleika í Is- lensku óperunni, laugardaginn 10. júní klukkan 16. Hér er um að ræða atvinnu- söngvara, sem starfa í Kór Kon- unglegu dönsku óperunnar ásamt stjórnandanum Steen Lindholm. Á dagskránni verða m.a. verk eftir Grieg, Heise, Britten, Weill, Bemstein, Verdi, Mozart o.fl. Einsöngstónleik- ar í Norræna húsinu INGUNN Ósk Sturlu- dóttir, mezzósópr- an, mun halda ein- söngstón- leika í Nor- ræna húsinu laugardag- inn 10. júni, klukkan 5 síðdegis. Undirleikari á tónleikunum er Dagný Björg- vinsdóttir, píanóleikari. Á efnisskránni eru antík-aríur, ljóðaflokkurinn Vier emste Ingunn Osk Gesange eftir Brahms, lög eftir Mahler, spænsk og íslensk lög og óperuaríur eftir Saint-Saens og Bizet. Ingunn Ósk er Reykvíkingur. Hún stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan 8. stigi í söng árið 1987. Undanfarin 2 ár hefur Ingunn Ósk verið við fram- haldsnám í London. Kvöldganga um Miðneshrepp Náttúruvemdarfélag Suðvest- urlands stendur fyrir gönguferð um Miðneshrepp í dag, fimmtu- daginn 8. júní. Farið verður klukkan 21 frá Grunnskólanum og gengið suður að Býjaskeijum (Bæjarskeijum) og síðan með ströndinni að Sandgerð- ishöfn. Þaðan farið með tjörnunum og áfram ofan Uppsala að Gullá. Göngunni lýkur við Gmnnskólann um klukkan 23. Skoðuð verður einnig merkileg sýning sem nemendur Grannskól- ans hafa sett upp. Sýningin nefnist „Miðneshreppur, umhverfi og íbú- ar“ og fjallar um náttúrafar, stað- fræði og sögu svæðisins. Hún verð- ur opin næstu sunnudaga fyrir ferðamenn. Leiðrétting I frétt í þriðjudagsblaði um bílveltu í Borgarfirði á laugardag var rang farið með bæjarnafn. Bærinn heitir Refsstaðir í Hálsa- sveit, en ekki Refsstaður. Ferð eldri borgara Kiwanisklúbburinn Eldborg Haftiarfirði býður eldri borgur- um til hinnar árlegfu vorferðar laugardaginn 10. júní. Farið er frá íþróttahúsinu klukk- an 13. Allir velkomnir. Guðrún Guðmundsdóttir við eitt verka sinna. Guðrún Guð- mundsdóttir sýn- ir í FIM-salnum GUÐRÚN Guðmundsdóttir held- ur sína fyrstu einkasýningu hér- lendis í FIM-salnum, Garða- stræti 6, dagana 9. til 27. júní nk. Guðrún er 28 ára ísfirðingur og hefúr stundað nám í Dan- mörku og Bandaríkjunum und- anfarin 6 ár. Hún hefur áður haldið einkasýn- ingu í Bandaríkjunum og verk eftir hana voru nýlega valin á stórar sýningar þar í landi, þ. á m. á al- þjóðlega sýningu á pappírsverkum, en öll verk hennar í FÍM-salnum era þrívíðar veggmyndir úr pappír sem hún hefur unnið sjálf. Salurinn er opinn virka daga klukkan 13 til 18 og klukkan 14 til 18 um helgar. Dýrasýning í Reiðhöllinni SÝNINGIN „Dýrin og við“ hefst í Reiðhöllinni í Víðidal í Reykjavík laugardaginn 11. júní. Sýningin stendur yfir í tvo daga, en henni lýkur á sunnudags- kvöldið. Tilgangur sýningarinn- ar er að skemmta fólki og miðla fróðleik um samskipti manna og dýra segir í fréttatilkynningu.. Á sýningunni gefst bömum tækifæri til að komast í kynni við íslensku húsdýrin, til dæmis geita- íjölskyldu, hryssu með folaldi, kálfa, kalkúna, hænuunga og fleira. Mikið úrval skrautfugla verður til sýnis í skemmtilegu um- hverfi, allt frá finkum og dverg- páfagaukum upp í risavaxnar dúfur og stóra páfagauka, að ógleymdum bréfdúfum, margverðlaunuðum meisturam í flugíþróttinni. Skraut- fiskar synda um í rúmum 3 tonnum af vatni, og auk þess verða á sýn- ingunni eldisfiskar í stóra keri. Kanínur, hamstrar, angóragrísir og fleiri nagdýr verða einnig á sýning- unni. Stjörnulið Hundaskólans sýn- ir áhorfendum hversu náið og ánægjulegt samspil dýra og manna getur orðið fyrir báða aðila. Ýmsar tegundir og litbrigði katta og kettl- inga. Auk sérstakra sýningaratriða í hestaíþróttum fá böm að bregða sér á hestbak. Fjölbreytt sýningar- atriði verða á tveggja tíma fresti, og bréfdúfum verður sleppt á hlaði Reiðhallarinnar báða dagana. í anddyrinu bjóða bæjarhrafnargesti velkomna báða sýningardagana, kl. 13 á laugardag og kl. 10 á sunnudag. Aðgangseyrir er 200 kr. fyrir börn og 400 kr. fyrir full- orðna. Sýningunni lýkur kl. 22 bæði kvöldin. (Úr fréttatilkynningu.) Leifur heppni og Kolumbus á sýn- ingu Fundur Ameríku heitir sýning sem hefúr verið opnuð í Sjó- minjasafiii Islands í Hafnarfirði og er opin almenningi alla daga vikunnar kl.14-18 nema mánu- daga, en sýningin er helguð Leifi heppna og Kólumbusi Árni Johnsen formaður stjórnar Sjóminjasafns íslands opnaði sýn- inguna formlega 1. júní s.l. að við- stöddum íjölda gesta. Sýningin er tvíþætt. Ánnar hluti hennar er helgaður Leifi heppna og hinum íslenska þætti í fundi Ameríku og m.a. hefur Þjóðminjasafnið lánað muni frá Víkingaöld og eftirlíking- ar eru af munum sem fundust í norrænu byggðunum á Nýfundna- landi frá 7. áratugnum ,en dr. Kristján Eldjárn tók þátt í þeim uppgreftri. Þá era ljósmyndir og tilvitnanir í íslendingasögur. Hinn hluti sýningarinnar er helgað- ur Kolumbusi og hafði Ragnar Borg aðalræðismaður Ítalíu á ís- landi forgöngu um að fá þá sýn- ingu til landsins. Hún byggist á veggsjöldum sem sýna sögu sæ- garpsins og landkönnuðarins Kol- umbusar í máli og myndum og meðal annars er á sýningunni ít- alskt kort sem sýnir að Kolumbus hefur siglt til íslands á sínum tíma. Happdrætti athvarfanna DREGIÐ hefúr verið í Ferða- happdrætti unglingaathvarf- anna í Reykjavík. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur kom á númer 813. 2. vinningur 1096. 3. vinningur 869. 4. vinningur 868. 5. vinningur 1930. 6. vinningur 1776. 7. vinn- ingur 1520. 8. vinningur 854. 9. vinningur 1823. 10. vinningur 1600. (Birt án ábyrgðar) Gyða Gunnarsdóttir safiivörður Sjóminjasafiis íslands, Árni Johnsen formaður stjórnar og Ragnar Borg aðalræðismaður Ítalíu Fiskverð á uppboðsmörkuðum 7. júní. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heiidar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 58,00 50,50 53,14 1,602 85.106 Þorskur(smár) 45,00 45,00 45,00 0,084 3.780 Ýsa 87,00 61,00 73,55 0,570 41.925 Karfi 32,00 32,00 32,00 3,756 120.188 Ufsi 27,00 27,00 27,00 0,154 4.145 Steinbítur 40,0 40,00 40,00 0,166 6.620 Lúða 70,00 70,00 70,00 0,004 280 Koli 51,00 47,00 49,10 2,829 138.885 Samtals 43,75 9,163 400.929 í dag verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski, ýsu, lúðu, kola og fleiri tegundum úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 60,00 49,00 55,89 11,362 634.982 Þorskur(smár) 12,00 12,00 12,00 0,042 504 Ýsa 82,00 53,00 71,30 9,112 649.715 Karfi 34,00 31,50 33,66 10,873 366.010 Ufsi 28,00 28,00 28,00 0,423 11.844 Ufsi(umál) 21,00 21,00 21,00 0,303 6.363 Steinbítur 38,00 38,00 38,00 0,025 950 Hlýri 37,00 37,00 37,00 0,074 2.738 Blálanga 30,00 30,00 30,00 0,677 20.310 Lúða(stór) 235,00 200,00 212,79 0,052 11.065 Lúða(smá) 205,00 205,00 205,00 0,043 8.815 Grálúða 53,50 50,50 53,18 13,623 724.461 Skarkoli 51,00 50,00 50,22 0,241 12.102 Samtals 52,21 46,961 2.451.767 Selt var úr Freyju RE, Má SH og bátum í dag verður selt ó- ákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 60,00 53,00 59,65 4,740 282.720 Ýsa 76,00 30,00 72,13 27,093 1.954.176 Karfi 49,50 49,50 49,50 3,000 148.500 Ufsi 38,00 15,00 36,91 21,533 794.745 Steinbítur 22,00 20,00 20,45 0,645 13.190 Lúða 210,00 210,00 210,00 0,064 13.440 Skarkoli 65,00 50,00 51,05 0,538 27.438 Samtals 56,14 57,613 3.234.209 Selt var aðallega úr Þuríði Halldórsdóttur GK og Hörpu GK. í dag verður selt óákveöið magn af blönduöum afla úrfærabátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (08.06.1989)
https://timarit.is/issue/122561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (08.06.1989)

Aðgerðir: