Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTODAGUR 8.: JÚNÍ 1989 25 Páfí í Kaupmannahöfii: Varar við bili milli ríkra og fátækra ríkja 0m á Jótlandi. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgnnblaðsins. JOHANNES PALL páfi II sagði á fundi með sendiherrum erlendra ríkja í Danmörku í gær að stöðugleika í heimsmálum væri ógnað af síauknu bili milli ríkra og fátækra ríkja í heiminum og sagði þá þróun ekki eiga rætur sínar að rekja til óviðráðanlegra afla heldur ákvarðana einstaklinga og hópa. Hinn heilagi faðir talaði um mikilvægi siðfræði í alþjóðastjórnmálum og vitnaði meðal annars í páfabréfið um félags- mál, en það olli nokkrum usla á Vesturlöndum þegar það kom út árið 1987, afþví að páfi virtist þar leggja Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu. Christer Pettersson íyrir rétti: Segist hafa dáð Palnie Stokkhólmi. Reuter. CHRISTER Pettersson, sem gefið er að sök að hafa myrt Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á öðrum degi réttarhaldanna að hann hefði alla tíð borið mikla virðingu fyrir Palme. Hann sagði hrifii- ingu sína á Palme eitt sinn hafa fengið sig til að stela mynd af ráð- herranum. Einnig sagðist Pettersson ávallt hafa kosið jafnaðarmenn. Fyrir rétti sagði Petterson að hann eytt löngum tíma ævi sinnar í svall Reuter Um fjórtán þúsund manns biðu páfa og veifuðu fánum Samstöðu, Danmerkur *bg Vatíkansins þegar hann hóf messusöng í mildu veðri í skógarlundi í 0m á Jótlandi, síðdegis í gær. Komu páfa seinkaði um nokkr- ar mínútur þar sem lögregla þurfti að vísa svifflugu á brott frá svæðinu þar sem messan fór fram. Munkaklaustur var í 0m fyrr á öldum en staðurinn er nú annar helsti mótstaður kaþólikka í Dan- mörku. Um 28.000 kaþólikkar búa í landinu. Fjöldi vestur-þýskra kaþól- ikka sótti einnig messuna í 0m. Páfi átti samkirkjulegan fund með fulltrúum langflestra trúfélaga Dan- merkur í gærmorgun. Henrik Christ- iansen, biskup þjóðkirkjunnar í Ala- borg, flutti ávarp og var mildari í orðum en Ole Bertilsen, Kaupmanna- hafnarbiskup, var á fundi lútersku biskupanna með páfa í Hróarskeldu á þriðjudag. Það er útbreidd skoðun meðal fréttamanna er fylgja páfa að Bertilsen og dönsku biskuparnir hafi orðið sér til skammar með því að eiga ekki samkirkjulega bænastund með páfa og með framkomu sinni á fundi með honum. Enn hefur ekki tekist að fá álit páfahirðaririnar og opinbers fylgdarliðs hans á móttök- um dönsku biskupanna en í lok mess- unnar í 0m ávarpaði páfi lúterska bræður sína og systur í trúnni sér- staklega og þakkaði þeim fyrir vin- samlegar móttökur í Danmörku. Prestur í biskupsdæmi Bertilsens hefur nú verið í hungurverkfalli í Stj órnarskrárvandi í Póllandi: þrjá daga. Hann vill vekja athygli á og mótmæla því að sóknarnefnd hans vill setja hann af þar sem trúarsiðir hans þykja helst til kaþólskir. Síðasti hluti Norðurlandaheim- sóknar arftaka Péturs postula hefst í dag, fimmtudag, er hann heldur til Svíþjóðar. Hann flýgur heim í Vatíkanið á laugardag. hefði safnað myndum og fyrirsögn- um dagblaða um morðið á Palme og sagði hann það bera vott um virðingu hans fyrir forsætisráðherranum og Jafnaðarmannaflokknum. Hann sagði jafnframt að tryggð sín og virð- ing fyrir Palme hefði verið slík að hann hefði ort ljóð til hans í samúðar- bók sem lá frammi á opinberum stöð- um skömmu eftir morðið. Pettersson sagði að hann hefði með drykkjufélögum í úthverfi Stokkhólms. „Mér telst til að ég hafi stolið hátt í 400 áfengisflöskum úr áfengisverslunum rikisins," sagði Pettersson. Aðalvitni sækjanda er Lisbeth Palme, ekkja forsætisráðherrans, sem við sakbendingu taldi sig þekkja Pettersson sem manninn er flúði af morðstað kvöldið örlagaríka. IGARDINN Tréúr Hallormsstaðarskógi Lerki, blágreni, broddfura, stafafura, lindifura og stórar aspir. EINSTAKT TÆKIFÆRI TAKMARKAÐ MAGN MATJURTAPLONTUR Þingmenn offéirsakir útstrikana Varsjá. Reuter. LEIÐTOGAR Póllands reyndu í gær að finna lausn á þeim stjórn- arskrárvanda sem ósigur sljórnar- liða hefúr haft í för með sér. 35 frambjóðendur kommúnista á svo- nefndum landslista náðu ekki kjöri vegna útstrikana kjósenda enda þótt mótframbjóðendur væru eng- ir gegn þeim. Fulltrúar sljórn- valda og Samstöðu munu funda í dag, fimmtudag, til að leita lausna á málinu. Samkvæmt sljórnar- skránni skulu þingmenn neðri deildar þingsins vera ekki færri en 460. Fjölmargir kjósendur notuðu tæki- færið og strikuðu yfir nöfn allra frambjóðenda á landslistanum en skilyrði þess að hljóta kosningu í fyrri umferð kosninganna var að frambjóðandi fengi að minnsta kosti 50% atkvæða. Ætlunin var að tryggja frambjóðendunum 35 kosn- ingu með því að hafa enga mót- frambjóðendur á listanum en á hon- um voru meðal annarra Mieczyslaw Rakowski forsætisráðherra og inn- anríkisráðherrann, Czeslaw Kiszc- zak. Samstaða bauð aðeins fram í 161 kjördæmi neðri deildarinnar þar sem kommúnistar höfðu áskilið sér hin 299 sætin fyrirfram, þ. á m. sætin á landslistanum. Samstöðuframbjóð- endur fengu þegar meirihluta alls staðar þar sem þeir buðu fram að einu kjördæmi undanskildu og auk þess. meirihluta í 92 af 100 sætum í hinni nýju öldungadeild. Mögulegt er að þeir vinni fullnaðarsigur, þ.e. sætin níu sem á skortir, í seinni umferð kosninganna 18. júní. Eigum mikið úrval af grænmetis- plöntum s.s. rófuplöntur, blóm- kólsplöntur, grænkólsplöntur, hvítkólsplöntur, kínakól, broccoli o.fl.,o.fl. sss bl ómouol Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.