Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 8. JÚNÍ 1989 23 Hlynnt að slösuðum Skaðbrenndur maður, sem lifði af járnbrautarslysið í Sovétríkjunum um síðustu helgi, sést hér á sjúkrabör- um í gær. Sjö létust af af- leiðingum slyssins í gær og er tala látinna sögð vera meira en 400 og mörg hundruð manns enn í lífshættu. Reuter Sovétríkin: Æviutýra- legur flótti Anchorage. Reuter. TVEIMUR sovéskum námsmönn- um í blaðamannaskóla í Moskvu heíur verið veitt hæli í Banda- rikjunum. Að sögn annars þeirra fóru þeir yfír ísilagt hafið milli Siberíu og Alaska á hundasleðum með leiðangri vísindamanna. Anatolíj Tkatsjenko og Aleks- ander Genkin sögðu að bandaríska útlendingaeftirlitið hefði veitt þeim landvistar- og vinnuleyfi í Banda- ríkjunum. Tkatsjenko sagði að þeir hefðu falsað bréf þar sem þeir fóru fram á leyfi, í nafni skóla síns, til að slást í för með sovéskum blaða- mönnum sem áttu að greina frá leiðangri sovéskra og bandarískra vísindamanna á hundasleðum yfir Beringssund. Streita vekur upp sjálfsmorðs- hugleiðingar meðal lækna Danmörk: EINN af hverjum tíu ungum læknum i Danmörku hefiir leitt hugann að því að fremja sjálfsmorð, að því er fram kemur í ný- legri rannsókn, sem Berlingske Tidende sagði frá fyrir skömmu. Að áliti eins þeirra er ástæðan meðal annars eins konar sam- viskubit gagnvart sjúklingunum. Um það bil tíundi hver ungur læknir hefur hugleitt sjálfsmorð, og er sú hugsun sérlega algeng meðal þeirra, sem sjá eftir að hafa valið læknisstarfið. Þetta kemur fram í rannsókn, sem birt- ist í nýjasta hefti Vikurits lækna. Merete Nordentoft, sem sjálf er ungur læknir, var einn þátttak- endanna í rannsókninni. Og hún þekkir þau vandamál, sem fylgja læknisstarfinu: „Mér líður oft eins og ég hafi slæma samvisku gagn- vart sjúklingunum,“ segir hún, „af því að þess er enginn kostur að sinna þeim eins vel og æskilegt væri. Ég hef til dæmis staðið sjálfa mig að því að leggja að aðstandendum að taka sjúkling heim, jafnvel þótt vitað sé, að þeim sé það ómögulegt." „Starfið getur tekið á taugarn- ar, en auðvitað má maður ekki vera yfirþyrmdur alla daga,“ seg- ir Merete Nordentoft enn fremur. „Þó er það svo, að oft syrtir að í kringum mann.“ Hún telur það einnig valda erf- iðleikum, að læknar verði sífellt að vera að hugsa um starfsframa sinn: „Læknirinn verður að tryggja framtíð sína í starfmu. Það verður einungis gert með því að stunda rannsóknir — og rann- sóknarstarfinu er þó meira sinnt af nauðsyn en áhuga. Það kom fram í sérstakri könnun, að aðeins 17% lækna stunda rannsóknir af áhuga einum saman." Að áliti Merete Nordentoft er læknisstarfið mikill streituvaldur: „Það eru gerðar svo miklar kröfur til lækna,“ segir hún. „Oft kemur það fyrir, að læknir, sem er á stofugangi, þarf skyndilega að sinna einhverju öðru. Augnabliki síðar á hann ef til vill að fylla út útskriftargögn. Það er svo margt, sem kallar að í einu.“ Fram kemur einnig í fyrr- nefndri rannsókn, að einn af hveijum 200 ungum læknum hef- ur raunverulega reynt að fremja sjálfsmorð. Meðaltalið hjá öðrum stéttum er einn af hveijum 300. ESPADRILLUR Grunnlitir: Grænt, bleikt, svart og fjólublátt. Stærðir: 36-41. Verð kr. 295,- Ath.: Mikið magn af öðrum tegundum af espadrillum. Póstsendum samdægurs. KRINGMN KÖHeNM S. 689212 TOPP »—'SKORINN VELTUSUNDI 1 21212 lorts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.