Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐŒ) IÞROI I IR FTMMTUDAGUR 8: JÚNÍ 51 Páll aftur tilKR PÁLL Kolbeinsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, mun leika með KR-liðinu að nýju eftir þriggja ára hlé. Hann hefur verið við nám í Bandaríkjunum en er nú kominn heim og farinn að æfa með KR- ingum. Páll var einn besti leikmaður KR áður en hann fór út og lék 19 leiki með íslenska landsliðinu. Þess má geta að hann er sonur Kolbeins Pálssonar, formanns Körfuknattleiks- sambands Islands. KR-ingar hafa misst tvo sterka leikmenn, ívar Webster er farinn aftur til Hauka og Jó- hannes Kristbjörnsson mun líklega leika með liði Njarðvíkur næsta vetur. „Þetta kemiir okk- ur ekki á óvart. Við höfum misst tvo til fjóra leikmenn úr byijunarliðinu á hverju ári og erum Páll Kolbeinsson. orðnir vanir þessu,“ sagði Ómar Scheving, formaður Körfuknattleiksdeildar KR. KR-ingar hafa einnig í hyggju að fá erlend- an leikmann og hafa sett sig í samband við nokkra. Það er þó enn á byijunarstigi. ■ Yang Yang, frá Kína sigraði Icuk Sugiarto frá Indónesíu í undanúrslitum heimsmeistara- keppninnar í hniti, sem fram fór í Jakarta. Loturnar fóru 13:15, 15:7 og 15:9. Þá sigraði Ardy Wiran- ata, frá Indónesiu landa sinn Eddy Kurniawan 14:18, 15:10 og 15:13. Það voru því Yang og Wiranata sem léku til úrslita fóru leikar þann- ig að Yang sigraði. Hann vann fyrstu lotuna 15:10, tapaði annarri lotunni 2:15 og í þeirri þriðju sigr- aði hann 15:5. í undanúrslitum í kvennaflokki sigraði Li Lingwei frá Kína löndu sína Tang Jiuhong og Huang Hua, Kína, vann Sar- wendah Kusumawardhani frá Indónesiu.í úrslitaviðureigninni Sigraði svo Li Lingwei strax í fyrstu tveimur lotunum. „Best að hamra jámið á meðan það er hei - segir EinarVilhjálmsson, sem fertil Japan til að keppa við nýju spjótkastsstjörnuna Kazu- hiro Mizoguchi íTókýó 17. júní „ÉG hef ákveðið að taka boðið frá Japan og keppa í Tókýó 17. júní. Þetta verður ævintýraferð - ég hef aldrei áður keppt í Japan og það er alltaf skemmti- legt að koma á nýjar slóðir,11 sagði Einar Vilhjálmsson - íþróttamaður ársins 1988, sem mun keppa þar við nýjustu stjörnuna í spjótkasti, Kazuhrio Mizoguchi, 27 ára sölumann, sem kastaði spjórtinu 87.60 m á dögunum, sem er aðeins sex sentimetrum styttra en heims- met Tékkans Jan Zeleznys. Japaninn er heitasta járnið í eld- inum þessa dagana. Það er besta að hamra jámið á meðan það er heitt,“ sagði Einar, sem hefur æft á fullum krafti undanfamar þijár vikur, eða eftir að hann lauk prófum í háskóla í Bandaríkjunum. „Ég hef ekkert keppt - aðeins hugsað um að byggja mig vel upp fyrir sumarið, en ég verð á ferð og flugi um Evrópu í sumar og tek til dæmist þátt í níu Grand Prix- mótum. Eg stefni á að komast í góða kastæfingu í lok júní, eða áður en ég keppi í Nice í Frakk- landi. Áður en ég fer þangað mun ég vera í æfingabúðum í Stokk- hólmi,“ sagði Einar. Einar sagði að árangur Japanans væri athyglisverður. „Hann kastaði spjótinu 84.16 m í San Jose í Kali- fomíu fyrir tveimur ámm og á dög- unum kastaði hann 87.60 á sama stað, en það er mjög gott að kasta spjóti í San Jose. Tveimur vikum áður en hann kastaði 87.60 m, kast- aði hann spjótinu 83.50 m í Japan. Ég er að komast í ágætis æf- ingu. Takmarkið er að komst í úrsli- takeppni Grand Prix í Mónakó 1. september og síðan að reyna að tryggja mér sæti í úrvalsliði Vest- ur-Evrópu, sem keppir í heims- bikarkeppninni sem fer fram í Barc- elóna 8,- 9. september. Það kemst aðeins einn spjótkastari í liðið þannig að keppnin verð- ur hörð. Ég keppi um sæti við Ólympíumeist- ara, heimsmeistara, heimsmethafa og fyrr- um heimsmethafa," sagði Einar Vilhjálms- son. Einar VII- hjálms- son verð- ur á ferð og flugi í sumar. hann tekur þátt mörgum öflugum mótum Evrópu. ItiémR FOLK ■ DIEGO Maradona lagði upp sigurmark, 1:0, Napolí gegn Sampdoría í fyrri úrslitaleik ítölsku bikarkeppninnar í gær- kvöldi - sem fór fram í Napolí. Hann sendi knött- inn til Alessandro Renica, sem skallaði knöttinn í ne- tið á 55. mín. ■ SAMPDORÍA leikur heimaleik sinn gegn Nap- olí í Mílanó, þar sem fram- kvæmdir eru hafnar við völl liðsins í Genóa, fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Leikurinn fer fram 28. júní. ■ TOMAS Skuhravy tryggði Tékkum sigur, 1:0, yfir Svisslendingum í gærkvöldi í heimsmeist- arakeppninni. Leikurinn fór fram í Bern í Sviss. HM 7. RIÐILL SVISS - TÉKKÓSLÓVAKÍA.........0:1 Morgunb./Skapti Hallgrímsson Diego Maradona sést hér eftir UEFA-leikinn gegn Stuttgart á dögunum. KNATTSPYRNA Guðmundur Torfason fór meiddur af leikvelli GUÐMUNDUR Torfason, landsliðs- maður í knattspyrnu, varð að fara af leikvelli eftir aðeins fimmán min. í leik með Rapid Vín gegn FC Admira Wac- ker á þriðjudagskvöldið. „Ég fékk spark og högg á mjöðmina,11 sagði Guðmundur í stuttu spjalli við Morgun- blaðið. Guðmundur sagði að hann hafi farið í meðferð og sprautur eftir Ieikinn. „Ég er orðinn nokkuð góður og reikna með að leika með Rapid gegn Tíról á föstudaginn. Ef ég verð ekki orðinn góður fyrir þann leik, þá mun ég ekki ieika. Ég ætla mér að vera orðinn fullkomlega góður fyrir átök- in gegn Austurríkismönnum í Reykjavík," sagði Guðmundur. Rapid Vín tapaði, 1:2. Júgóslavinn Zlatko Kranjcar hjá Rapid var rekinn af leikvelli, eftir að hann hafði hrækt á dómara leiks- ins. Kranjcar er sjötti leikmaður liðsins sem hefur fengið að sjá rauða spjaldið á keppn- istímabilinu og sá þriðji í tveimur siðustu leikjum Rapid Vín. Þrátt fyrir tapið er Rapid-liðið öruggt með UEFA-sæti næsta keppnistímabil. FRJALSAR IÞROTTIR Fj. leikja U J T Mörk Stig TÉKKÓSL 5 3 1 1 8: 2 7 BELGÍA 4 2 2 0 4: 2 6 PORTÚGAL 3 2 1 0 5: 2 5 SVISS 4 1 0 3 5: 6 2 LUXEMBURG 4 0 0 4 1: 11 0 KORFUKNATTLEIKUR KNATTSPYRNA / AGANEFND Tólf leikmenn dæmdir í bann Asíðasta fundi aganefndar KSÍ voru 12 leikmenn dæmdir í eins leiks bann vegna brottvísunar. Að sögn Gísla Sigurðar Gíslasonar, starfsmanns hjá KSÍ, hefur mála- fyöldi hjá aganefnd meira en tvö- faldast miðað við sama tíma í fyrra, en þegar hefur nefndin tekið fyrir meira en 100 mál. Tveir leikmenn í 2. deild voru dæmdir í bann. Það voru þeir Bragi Björnsson, ÍR, og Árni Sveinsson, Stjömunni. Nikulás Jónsson, Þrótti, var eini leikmaðurinn í 3. deild, sem var dæmdur í bann, en fimm í fjórðu deild fengu sama dóm; Hannes Haraldsson, Ægi, Ámi Jónsson, Hetti, Helgi Ketilsson, Ömum, Sveinn Jóhannsson, Geislanum, og Guðlaugur Rafnsson, Víkingi Ól- afsvík. Þá var einn leikmaður í 2. flokki dæmdur í leiks bann og þrír í 3. flokki. HAUKAR - SNCFiU í kvöld kl. 20 á Hvaleyrarholtsvelli. Hvetjum okkar menn til sigurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.