Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JUNI 1989 Morgunblaðið/RAX Leikhópurinn Perlan fer á morgnn til Bandaríkjanna til að taka þátt í listahátíð í Washington. Efri rðð f.v.: Sigríður Eyþórsdóttir, leiksljóri, Helga Guðmundsdóttir, kennari og aðstoðarmaður, Birg- itta Harðardóttir, Sigfus Svanbergsson, Eyþór Arnalds, aðstoðarmaður, Gunnar Gunnbjömsson, Freyja Þorvaldsdóttir, aðstoðarmaður og Hildur Óskarsdóttir. Neðri röð f.v.: Jóhanna S. Guðmunds- dóttir, Þorbjörg Guðlaugsdóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Hildur Davíðsdóttir og Ingibjörg Ámadóttir. Leikklúbburinn Perlan á leik- listarhátíð í Bandaríkjunum LEIKKLÚBBURINN Perlan heldur til Washingtonborgar á morg- un, föstudag, til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð á vegum samtak- anna „Very Special Arts“. Þetta er listahátíð fatlaðra og þroska- heftra víðs vegar að og munu skráðir þátttakendur vera um fimm þúsund. Að sögn leikstjórans, Sigríðar Eyþórsdóttur, mun Perlan sýna „Síðasta blómið í heimi“ og „Sólina og vindinn". Sigríður segir undirbúning far- arinnar hafa staðið í ár og hópur- inn sem fari utan sé fullur tilhlökk- unar. „Verkin verða fiu't á ensku og það eitt er afrek hjá fólkinu. Mikil vinna liggur í undirbúningn- um, en þetta hefur verið skemmti- legt og margir lagt hönd á plóg- inn, bæði vinnu og fé.“ Perlan hefur sýnt leikverkin tvö, sem farið verður með til Washing- ton, víða um land og í Osló síðasta sumar. „Síðasta blómið í heimi“ er ljóðaþýðing Magnúsar Ásgeirsson- ar á verki James Thurber, við tón- list Eyþórs Amalds. „Síðasta blóm- ið fjallar um stríð og lífsins gang,“ segir Eyþór Amalds. „Boðskapur þess á erindi til margra og verður enn sterkari í flutningi þessa fólks, sem stendur á margan hátt utan við þjóðfélagið þó að það ætti ekki að gera það.“ „Sólin og vindurinn“ er frums- aminn leikur Sigríðar Eyþórsdóttur við tónlist úr Hnotubijótnum eftir Tsjajkovskíj. Þar er að sögn Sigríð- ar fengist við að hægt sé að vera sterkur á fleiri en einn hátt. Þetta er táknað með baráttu sólarinnar og vindsins. Leikendur Perlunnar, nfu talsins, fara til Bandaríkjanna ásamt Sigríði og þremur aðstoðarmönn- um. Listahátíðin, þar sem frægir kvikmyndaleikarar kynna dag- skrána, hefst eftir helgi og stendur í hálfan mánuð. Að sögn Sigríðar hefur Perlunni verið boðið að heini'- sækja Hvíta húsið og áður en hóp- urinn kemur heim er ætlunin að skoða New York. Kristinn Pétursson, alþingismaður: Mikil brotalöm á fram- lagningu íjámukalaga KRISTINN Pétursson, alþingismaður, fór í þinglok fram á það í bréfi til fjármálaráðherra að lrumvarp til fjáraukalaga íyrir árið 1989 verði lagt fram strax og þing kemur saman í haust. Ennfremur gerir hann athugasemdir með formlegum hætti vegna þess að frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1988 var ekki lagt fi-am á því þingi, sem lauk í vor. Kristinn telur það brot á stjórnarskrá landsins að svo skuli ekki hafa verið gert. Hann bendir auk þess á það í samtali við Morgun- blaðið, að frumvörp til fjáraukalaga fyrir árið 1979 og árin 1981 til 1987 hafi ekki verið lögð fram fyrr en á síðasta þingi. Framreiknað á verðlagi dagsins í dag nemi fjárhæðir, sem greiddar hafi verið úr ríkis- sjóði án heimilda, um 100 milljörðum króna um síðustu áramót. Kristinn Pétursson er annar þing- um leið hefst alls konar spákaup- maður Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi. Hann bendir, máli sínu til staðfestingar, á 41. grein stjómarskrárinnar, en þar stendur: „Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða aukafjárlögum.“ Hann hefur uppreiknað hallan á fjárlögum hvers árs umrætt tímabil til verðlags um þessar mundir. Samkvæmt því hefur hallinn verið mestur 1983,18,9 millj- arðar og næstmestur 1986, 14,3. Minnstur var hallinn 1984, 6,3 millj- arðar, en annars hefur hann verið um 10 milljarðar hin árin. Kristinn segist ekki vera að ásaka neinn sér- stakan aðila, heldur benda á, að það grundvallaratriði stjómarskráinnar að framkvæmdavaldið leiti sér heim- ilda fyrirfram hjá löggjafarvaldinu til greiðslna úr ríksisjóði, hafi ekki verið virt. „Ætli framkvæmdavaldið hér á landi í raun að ná tökum á efnahags- vandanum verður það að byija á því að gera hreint fyrir eigin dyrum og virða stjórnarskrána. Taka verður ríkisfjármálin til gagngerrar endur- skoðunar með það að markmiði að stöðva verðbólguna og koma jafn- vægi á ríkisbúskapinn. Það, sem er að tortíma framleiðsluatvinnuvegun- um hér, er virðingarleysi fram- kvæmdavaldsins gagnvart löggjafar- valdinu og agaleysi í ríkisfjármálum. Þetta er aflvaki verðbólgunnar og mennska, eyðsla og sóun. Offjárfest- ing er afleiðing agaleysis og verð- bólgu, en ekki orsökin. Þegar ég gagnrýndi starfsaðstöðu þingmanna í vetur og óskaði eftir því að ráðgjaf- arfyrirtæki yrði fengið til að taka út rekstur Alþingis, var ég fyrst og fremt að gagnrýna þetta, en ekki að biðja um einhver fínheit fyrir sjálf- an mig. Samskipti framkvæmda- valdsins og löggjafarvaldsins verður að taka til endurskoðunar af hlut- lausum aðila. Frá árinu 1987 heyrir Ríkisendurskoðun undir Alþingi, ekki framkvæmdavaldið eins og áður. Hún hefur í vaxandi mæli gagngrýnt starfshætti framkvæmdavaldsins við dræmar undirtektir þess. Ég fagna þessari gagniýni, því hún á ekki aðeins fyllilega rétt á sér, heldur er hún nauðsynleg líka,“ sagði .Kristinn Pétursson. Samstaða um að lengja við- miðunartímabil skiptikjara SAMSTAÐA er um það á milli bankastjóra viðskiptabankanna og Seðlabankans að lengja viðmiðun- artímabil innlánsreikninga með svokölluðum skiptikjörum í eitt ár frá næstu áramótum að telja. Á fúndi í Seðlabankanum á mánu- dag vildu bankastjórar Seðlabank- ans einnig vita hvort viðskipta- bankarnir treystu sér til að af- nema skiptikjarareikninga, en fengu neikvæð viðbrögð. Niður- staðan var að fela nokkrum fúll- trúum frá viðskiptabönkunum að skoða skiptikjarafyrirkomulagið með fiiiltrúum Seðlabankans og ljúka þeirri vinnu í mánuðinum. Formaður Sambands íslenskra viðskiptabanka, Stefán Pálsson, sagði í samtali við Morgunblaðið að skiptikjarareikningamir væru að vissu leyti erfiðir og vildu menn kanna möguleika á breytingum. Hins vegar væri þetta mjög vinsælt spam- aðarform og væru menn hræddir við að gera einhliða miklar breytingar á þeim. Þess vegna væri þessi vinnu- hópur skipaður. Á skiptikjarareikningum fær sparifjáreigandinn nafnvexti eða verðtryggingu og vexti eftir því hvort formið gefur betri ávöxtun. Það get- ur því skipt hann verulegu máli hvort viðmiðunartímabilið er stutt eða langt. Eftir því sem uppgjör fer oftar fram aukast ltkur á að innistæðueig- andinn fái betri ávöxtun peninga sinna. Viðmiðunartímabilið er nú sex mánuðir að lágmarki, var lengt um síðustu áramót. Áður var algengasta tlmabilið þrír mánuðir en fór allt nið- ur í einn. Nú er samstaða um að lengja það í eitt ár frá næstu áramót- um. Stefán sagði að með því að lengja tímabilið kæmust menn hjá mestu dölunum og toppunum í verð- bólguþróuninni. Ástæða þess að rætt er um að afnema eða breyta skiptikjarareikn- ingunum er 600-700 milljóna króna tap bankanna fyrstu þijá mánuði ársins. Stefán sagði að afkoma bank- anna væri' nú komin í jafnvægi. Hann sagði að nafnvextir hefðu ekki fylgt verðbólgunni í upphafi ársins, meðal annars vegna þrýstings frá stjórnvöldum, og stór hluti útlánanna því verið með neikvæðum raunvöxt- um, á meðan innlán með skiptikjör- um hefðu verið með fullri verðtrygg- ingu og vöxtum. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra: Vaxtastefiian ekki óraunhæf JÓN Sigurðsson segir að vaxta- stefna ríkisstjórnarinnar, um lækkun raunvaxta, sé ekki óraun- hæf þótt Búnaðarbankinn hafi hækkað raunvexti á útlánum um 1% um síðustu mánaðamót. Hann segist aftur á móti telja vaxta- hækkun Búnaðarbankans óraun- hæfa. „Það hefur orðið veruleg lækkun raunsvaxta á undanförnum mánuð- um á fijálsasta hluta peningamark- aðarins. Ég bendi einnig á yfirlýsingu Seðlabankastjóra á ársfundi bankans í lok apríl, um að ekki hefði áður verið jafn gott jafnvægi á lánamark- aði frá því vaxtafrelsið var innleitt. Allt þetta bendir til þess að unnt ætti að vera að lækka vextina," sagði viðskiptaráðherra. Hann sagði það eina sem mælti gegn vaxtalækkun, væri að vextir færu nú hækkandi á erlendum lána- mörkuðun. Um það tjóaði ekki að fást. „Ég tel þó að ákvörðun Búnað- arbankans um vaxtahækkun tengist einungis fjárhagsmálefnum þess banka,“ sagði viðskiptaráðherra. Þegar viðskiptaráðherra var spurður hvort hann teldi að eðlilegra hefði verið hjá bankanum að lækka innlánsvextina frekar en hækka útl- ánsvextina, sagðist hann að minnsta kosti telja fullkomna ástæðu til að athuga hvemig bregðast ætti við markaðsaðstæðum á þann hátt að vextir færu lækkandi en ekki hækk- andi. „Það hefur verið á það bent, að skiptikjarareikningakerfið felur í sér nokkra skrúfu í vaxtakerfinu, þegar verðbólga er mikil. Það eru í gangi viðræður milli Seðlabanka og banka og sparisjóði, sem snúast um hvernig á að komast út úr þeirri skrúfu," sagði viðskiptaráðherra. Ekki reynt að stinga eign- um undan -segir kaupfélags- stjórinn á Flateyri Kaupfélagsstjórinn á Flateyri, Einar Harðarson, segir að unnið hafi verið að því að breyta bæði versluninni og fiskverkuninni i hlutafélög að undanfornu. Ekki hefði verið reynt að stinga eignum undan vegna yfirvofandi inn- heimtuaðgerða sýslumanns, er verslunin var leigð eiginkonu hans og annarri konu. Þar hafi verið um að ræða að þær sem starfsfólk verslunarinnar tóku við rekstrin- um til að hann legðist ekki alfarið niður. Einar segir að aðdraganda þessa máls megi rekja til síðustu áramóta er sótt var um lán til Atvinnutrygg- ingasjóðs. Umsókninni var hafnað en þess óskað að rekstrinum yrði breytt í hlutafélag. Önnur umsókn liggur nú fyrir hjá Atvinnutrygginga- sjóði og telur Einar það undarlegt að sýslumaður beið ekki, eins og fjár- málaráðuneytið óskaði eftir, þar til sú umsókn hefði hlotið afgreiðsiu. Hvað þátt eiginkonu hans í málinu varðar segir Einar að ljóst hafi verið að kaupfélagið gat sjálft ekki haldið verslunarrekstrinum áfram. Lager verslunarinnar stóð ekki undir veði sem banki hafði í honum og hún var þar að auki orðin vörulítil. I samráði við bankann var ákveðið að starfs- fólkið tæki við rekstri verslunarinnar og stefnt að því að gera hana að hlutafélagi. Forsætisráðherra á aðalfimdi VSI: Óskynsamlega haldið á málum STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, segist geta tekið und- ir að stjórnvöld hafi á undanfornum árum átt að gera margt með öðr- um hætti en gert var, en það sé hins vegar billegt að kenna ríkinu einu um, því afar víða í þessu þjóðfélagi hafi verið haldið óskynsamlega á málum. Þetta kom fram í ávarpi hann á aðalfundi Vinnuveitendasam- bands íslands á þriðjudaginn. Steingrímur spurði til dæmis hvort það hefði verið skynsamlegt að fjölga vinnslutogurum á sjó úr þremur í yfír tuttugu frá 1985-87 og gera ekki um leið nauðsynlegar ráðstafan- ir í landi, því augljóst hefði verið að þetta hlyti að leiða til þess að minni afli yrði til skiptanna. Hann spurði einnig hvort það væri skynsamlegt að kappkosta svo að flytja út aflann að það yrði hrun á erlendum mörkuð- um á sama tíma og hráefni skorti frystihúsum hér. Steingrímur sagði það hárrétt að fjárfesting í atvinnulífi væri hættu- lega lltil. En hún hefði verið mikil sums staðar, til dæmis I verslunar- og skrifstofuhúsnæði, þar sem hún hefði þrefaldast á þessum. upp- gangsárum. Hann spurði hvort þetta hefði verið skynsamleg fjárfesting óg hvort ríkisvaldið hefði átt að grípa í taumana. Hann væri þeirrar skoð- unar að afskipti ríkisvaldsins ættu að vera sem allra minnst, en menn hefðu treyst á það í blindni að háir vextir á markaðnum kæmu í veg fyrir að menn leggðu út í slíkar fjár- festingar. „Við höfum alls ekki lært að taka á þessum gífurlegu sveiflum sem fylgja okkar atvinnusamsetningu. Við höfum aldrei lært að taka af toppunum og reyna að geyma til erfiðu áranna. Mér er til dæmis sagt eftir mjög góða vertíð I Vestmanna- eyjum nú, þá fari þeir um landið og kaupi báta. En þeir ætla ekki að borga neinar skuldir. Þeir ná í báta þar sem erfiðlega gengur og menn ætla aftur í lotteríið og treysta á að næsta vertíð verði góð,“ sagði Steingrímur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (08.06.1989)
https://timarit.is/issue/122561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (08.06.1989)

Aðgerðir: