Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 47
 4*7 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ir Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmœli minu meÖ gjöfum, blómum, heillaskeytum og annarri vinsemd. Torfi Ólafsson. Þessir hringdu .. . Stjórnvöld eiga sökina Einar hringdi: „Ég er hissa á þessu upphlaupi ASÍ og BSRB sem hafa beint því til fólks að kaupa ekki mjólk og mjólkurvörur í þijá daga. Þetta er aðför að bændum fyrst og fremst. Það ætti að gera aðför að milliliðunum og stjórnvöldum sem eiga sök á hækkununum. Það eru stjórnmálamennirnir sem eiga sökina og þeir eru ekki þekktir fyrir að kaupa mjólk heldur brennivín á lágu verði.“ Bröndótt læða Lesandi hringdi: „Lítil bröndótt læða sem við eigum fór að heiman frá Njörva- sundi hinn 29. maí. Vinsamlegast hringið í síma 34317 ef hún hefur einhvers staðar komið fram. Þá vil ég hvetja fólk til að hringja í Dýraspítalann eða Kattavinafé- lagið ef það hendir að keyrt sé yfir kött. Kattareigendum stendur ekki á sama um að vita af þessum dýrum á flækingi og vilja gjanan vita hvað hefur hent þau.“ Kettlingfur Tveggja mánuða kettling, sem er vel vaninn, vantar gott heimili. Upplýsingar í síma 75692. Áskorun ASÍ og BSRB; Fólk kaupi ekki] mjólk í þrjá da| | Á FUNDUM miðstjómar ASÍ og stjóraar BSRB í gærdag var saml I þykkt að hvetja almenning til þess að kaupa ekki mjólk og mjólkurvör J ur næstu þijá daga þ.e. í dag, miðvikudag og fimmtudag. Þetta vail ákveðið til að knýja á um að ríkisstjórnin dragi hækkanir á land ' búnaðarvörum til baka í samræmi við gefin loforð i síðustu kja : og mjólkuQÍÍBuJiffkkuðii um i Kettlingar Fjórar gullfallegar sjö vikna læður þurfa að komast á gott heimili. Upplýsingar í síma 23505 eftir kl. 19. Burt með áfengi og reyk Ellen hringdi: „Hvers vegna er verið að bjóða áfengi í flugvélum? Það ætti að banna bæði reykingar og áfengis- neyslu í flugvélum, eða er þarna um einhveija tekjulind að ræða sem flugfélögin vilja ekki sjá af?“ Smjörlíki Gyða Jóhannsdóttir hringdi: „Ég hef ekki góða reynslu af Remiasmjörlíkinu sem flutt er inn frá Hollandi. Ég ætlaði að brúna upp úr því en það er svo vatnsmik- ið að sjóðheitar gusur slettust af pönnunni. Þetta smjörlíki er óhæft til að brúna úr því en vel má vera að það sé nothæft í bakstur." Póstkort með páfanum Bangsi hringdi: „Væri ekki viðeigandi að gefið yrði út póstkort af páfanum í til- efni af heimsókn hans hingað til lands. Þetta var einstakur at- burður sem vert er að minnast. Póstkortasafnarar vildu gjarnan eiga slíkt póstkort í safni sínu.“ Kettlingar Tveir átta vikna, fallegir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar í síma 672715. Góður þáttur Kona hringdi: Ég var mjög ánægð með þátt- inn Þjóðarsálina sem var í umsjá Sigríðar Einarsdóttur 25. maí sl. Hún vakti athygli á mjög góðu en vanræku máli, málefnum aldr- aðra. Ég vil beina því til sjónvarps og blaða að vekja meiri athygli á málefnum aldraðra. Það er stór blettur á þjóðinni hversu illa er búið að öldruðum í dag.“ Þarft framtak Til Velvakanda. Landgræðsluátak það sem nú er á döfinni á örugglega eftir að bera mikinn árangur. Þar sem land er friðað fyrir beit má ótvírætt ná miklum árangri því íjölmargar tijá- tegundir og plöntur þrífast vel hér þrátt fyrir erfitt veðurfar. Þetta má sjá i Heiðmörk. Þar voru til skamms tíma uppblásnir melar en nú þekur gróskumikill skógur stór- an hluta landsins þar. Það er þarft framtak að græða landið og æski- legt væri að sem flestir tækju þátt í því. Ræktunarmaður BOSCH GERIÐ VERÐSAMANBURÐ varist eftirlíkingar BRÆÐURNIR (©) ORMSSON HF Lágmúla 9, sími: 38820 oM Á yC OAgS DAGSKRÁ FRÁ (« S<* (o lomhjólp Styrktaráskrift Aðstoð þín er ómetanleg t)agskrá frá Samhjálp er vandað tímarit um trúmál sem kemur út 4 sinnum á ári. Samhjálp leitar aðstoðar þinnar með styrktaráskrift fyrir aðeins 720 krónur. fomhjólp SAMHJÁLP HVÍTASUNNUMANNA Hverfisgötu 42, 101 Reykjavík, Sími 91-11000 og 91-666148 Hagstætt verð Hvíldarstóll m/skammeli, leðurá slitflötum. Litur: Brúnt eða svart. Verð aðeins kr. 25.000,- stgr. 27.700,- afb. mmm Kreditkortaþjónusta. VALHÚSGÖGN Ármúla 8, símar 82275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (08.06.1989)
https://timarit.is/issue/122561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (08.06.1989)

Aðgerðir: