Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8, JUJ)II ,lfl89
9
GUÐRÚN GRÍMSDÓTTIR,
FÉLAGSFRÆÐINEMI SPYR:
/
E
EININ G ABRÉF
OG HEF
HINGAÐ TIL
GEYMT ÞAU
HEIMA EN EKKI í NEINU SÉR-
STÖKU ÖRYGGISHÓLFI. HVAÐ
GERIST EF ÞAU GLATAST?
TAPA ÉG PENINGUNUM
MÍNUM?
HELGI SIGURÐSSON, HDL.,
LÖGFRÆÐINGUR
KAUPÞINGS SVARAR:
„Öll Einitigabréf eru skráð á nafn viðkomandi kaupanda. Kaup-
þing geymir afrit af öllum Einingabréfum, svo og afrit af kvittun.
Þegar Einingabréf eru innleyst verður eigandi þeirra að framvísa
persónuskilríkjum. Með þessu er reynt að tryggja að einungis kaup-
endur Einingabréfa eða þeir sem hafa umboð frá þeim geti innleyst
Einingabréfin. Ef Einingabréf glatast h/utast Kaupþinghf. til um að
fá skjalið ógilt með dórni. Gera má ráð fyrir að ógildingardómur
liggi fyrir innan 5 mánaða ft/i þvt að Kaupþingi berst beiðni um ó-
gildingu, og getur viðkomatidi þá innleyst Einingamar. Kaupþing
býður Eininga- ogSkammtímabréfaeigendum upp á vörslu verðbréfa
þeirra. “
Lesandi góður, ef þú hefur spumingar um verðbréfamarkaðittn eða
fjármál almennt þá veitum við þér fúslega svör og aðstoð. Síminn
okkar er 686988, en við tökum líka gjamatt á móti þér á 5. hœð í
Húsi verslunarinnar t Nýja miðbeenutn við Kringlumýrarbraut.
SÖLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 8. JÚNÍ1989
EININGABRÉF 1 3.897,-
EININGABRÉF 2 2.166,-
EININGABRÉF 3 2.551,-
LlFEYRISBRÉF 1.344,-
SKAMMTlMABRÉF 1.959,-
KAUPÞING HF
Húsi verslunarinnar, sími 686988
G Á NOKKUR
Kristinn Pétursson,
alþingismannur
Misréttið aukið
Staksteinar staldra í dag við forystugrein
Félagstíðinda, blaðs Starfsmannafélags
ríkisstofnana, stærsta félagsins innan
BSRB. Þar fær ríkisstjórnin heldur betur
á baukinn. Sagt er að launamunur og
kjaramisrétti hafi aukizt í tíð hennar,
þvert á gefin loforð. Þá er gluggað í þing-
ræðu Kristins Péturssonar, alþingis-
manns, þar sem hann gagnrýnir sitthvað
í málsmeðferð húsbréfa á Alþingi.
Nýir tímar
í samn-
ingamálum
I forystugrein Félags-
tíðinda SFR segir m.a.:
„SFR átti frumkvæði
að því að opinberir starfs-
menn tóku tillit til stað-
reynda efnahagslífsins,
samdráttar þjóðartekna,
og lögðu megináliezlu á
að bera högg af þeim sem
minnst mega sin. Það var
gert með jafnri krónu-
töluhækkun launa sem í
reynd gaf þeim lægst
launuðu fímmfalda
hækkun á við þá hæst-
launuðu.
Þessi stefha, að veija
Iægstu launin með krónu-
töluhækkun, hlaut ekki
aðeins mikinn stuðning
ráðherra, sem töluðu um
nýja tíma í samningamál-
um, heldur einnig víð-
tækan stuðning meðal
launafólks."
Ríkisstjórnin
bregst
Siðan segir:
„Þegar um 80-90%
launþega í landinu höfðu
samþykkt þessa stefiiu
fyrir sitt leyti gengu
stjórnvöld í lið með há-
skólamenntuðum mönn-
um til að btjóta hana nið-
ur. Háskólamenn, sem
eru hátt launaðir miðað
við aðra opinbera starfs-
menn og verkafólk á al-
mennum vinnumarkaði,
fengu prósentuhækkanir
á laun sin. Þeir sem höfðu
hæstu launin fengu mest-
ar hækkanir. Stjómvöld,
sem höfðu samið við
launþega almennt, um að
draga úr launamun, sam-
þykktu nú prósentu-
hækkanir sem juku
launamuninn vemlega.
Rikisstjómin hét líka há-
skólamönnun hækkunum
umfram aðra á komandi
ámm.“
Afstaða til
ábyrgðar
Loks segir málgagn
Starfsmannafélags rikis-
stofiiana:
„Til að kóróna verkið
hefiir ríkisstjómin í
reynd vísitölutryggt laun
háskólamanna. Sú vísi-
tala, sem á verður byggt,
miðast þó ekki við verð-
lag heldur afraksturinn
af kjarabaráttu láglauna-
fólksins í landinu á kom-
andi ámm. Það hlýtur
að teljast lágkúra lág-
kúrunnar, að háskóla-
menn skuli með þeim
hætti skríða upp á hrygg
láglaunafólksins í
landinu. Það er gert með
stuðningi „vinstri stjóm-
ar“ sem sendir launþeg-
um um . leið þann boð-
skap, að þeir sem taki
tillit til þjóðarhags við
gerð kjarasamninga,
skuli gjalda þess með lak-
ari samningum en hinir
sem enga slíka ábyrgð
sýna.“
Húsbréfin,
Seðlabankinn
ogefiiahags-
stefhan
Kristiim Pétursson, al-
þingismaður, gagnrýndi
harðlega í þingræðu, að
ekki hafi verið leitað
umsagnar Seðlabankans
um húsbréfafrumvarpið,
sem Iögum samkvæmt á
að vera ráðgefandi um
peningamagn í umferð
og framboð lánsQár sem
og mótun og framkvæmd
efiiahagsstefiiu stjóm-
valda.
Kristinn vakti athygli
á því að ráðstöfunarfé
lífeyrissjóða fari yfir 17
milljarði 1989, í tæpa 19
miHjarði 1990 og rúma
23 milljarði 1991. Ef 55%
af þessu ráðstöfúnarfé
gangi til Husnæðisstofii-
unar verði það 9.500
m.kr. 1989, 11.000 m.kr.
1990 og 13.000 m.kr.
1991. Hvar er heildar-
stefnan í peningamálum
við hliðina á þessum
markmiðum, að Hús-
næðisstofhun ráðstafi svo
miklu Qármagni? Hver
verða áhrifin á þenslu og
verðbólgu í landinu?
Hver verða áhrifin á al-
menna vexti og atvinnu-
lífið? „Skyldi nú engan
fara að undra þótt allt sé
í klúðri í peningamálum
í íslenzku þjóðfélagi, ef
vinnubrögðin em svona
víða?“
Framsalá
ríkisábyrgðum
Orðrétt sagði Kristinn
Pétursson:
„Svo finnst mér stór
spuming í sambandi við
rikisábyrgð á húsbréfiim,
eins og hugmyndir em
um . . .: Getur Alþingi
Islendinga framselt leyfi
handa opinbemm stofn-
unum til að gefa út ríkis-
ábyrgðir? Mér er spum.
Það hafa verið flutt frum-
vörp um ríkisábyrgðir í
einstökum neyðartilfell-
um, t.d. varðandi Amar-
flug og Flugleiðir. En er
hægt að gefa út eitthvert
framsal handa opinbem
stofiiun, sem á að gefa
út ríkisábyrgðir á hús-
bréf.“
Opiðí
alla enda
Þá sagði Kristinn í
ræðu sinni:
„Svo er það samkomu-
lagið við Kvennalistami
þar sem fram kemur að
það verði 600 m.kr. raun-
aukning á framkvæmda-
fé til félagslega hluta
íbúðarkerfisins. Eg er
hræddur um að blessaðar
konumar í Kvennalistan-
um hafi látið plata sig,
vegna þess að fráleitt er
að framkvæmdavaldið
eða cinhveijir menn geti
samið við þær um hluti
sem er í raun Alþingis
að semja um. Alþingi
ákvarður þetta á næstu,
fjárlögum. Það getur
engin samið um það
núna, einhvers staðar úti
í homi, hvað mikið skuli
vera gert á næstu fiárlög-
um, þannig að þetta er
opið í báða enda . . .“
0DEXION
IMPEX
hillukerfi
án
boltunar
LANDSSMIÐJAN HF.
Verslun: Sölvhólsgötu 13
Sími (91)20680
Dyrin og við
Fjölskylduhátíð
í Reiðhöllinni í Víðidal,
Reykjavík, 10.-11. júní.
Skemmtun og fróðleikur fyrir unga sem aldna.
Ein fjölbreyttasta dýrasýning, sem haldin hefur
verið á íslandi.
Hestar, hundar, kalkúnar, kálfar, kettir, dúfur,
skrautfuglar, fiskar og margt fleira.
Skemmtilegar uppákomur á tveggja tíma fresti.
Aðgangseyrir kr. 200 fyrir börn og kr. 400 fyrir
fullorðna.
Laugardag frá kl. 13-22
Sunnudag frá kl. 10-22
Foreldrar! Gleðjist með börnunum í töfra-
veröld dýranna!