Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 24
24 M0RGUN15IAÐIÐ FIMMTUDAGUK 8. JÚNÍ 1989 UPPREISNIN í KÍNA Bandaríska sendiráðið: Andófs- leiðtoga veitt hæli KÍNVERSK stjórnvöld sögðu í gær að Bandaríkja- menn hefðu gerst sekir um íhlutun í inn- anríkismál Kínveija með því að skjóta skjólshúsi yfir kínverska andófsmanninn Fang Lizhi í bandaríska sendiráðinu í Peking. Sjónvarpið í Peking hefúr skýrt irá því að Fang hafi óskað eftir vernd í bandaríska sendiráð- inu í Peking og bandarískir emb- ættismenn í Washington segja að sendiráðsmenn hafi orðið við þeirri beiðni á mánudag. „Fang Lizhi hefur á undanförnum árum haldið ræður, sem bandarískir og aðrir erlendir fréttamenn hafa síðan notfært sér, í því skyni að grafa undan á kommúnismanum í landinu, ráðast á flokkinn og stjórnina," seg- ir í yfirlýsingu frá fréttastofunni Nýju Kína. „Bandaríkjamenn þekkja mæta vel stöðu Fangs og eins og ástandið í landinu er nú eru afskipti bandaríska sendiráðsins í Peking íhlutun í innanríkismálefni Kínverja." Fang, sem er 53 ára stjameðlis- fræðingur, er einn af atkvæðamestu andófsmönnum Kína. Hann hefur líkt Peking. Reuter. Fang Lizhi. N.KOBM MONGÓLÍA • Xlang Shan Skriödreka- sveit hefur búisttil varnar hér Héraö 38. herfylkisins Hór er 38. herfylkiö háskóli HEBEI- HÉRAÐ Keisaraborgin A— T —8orgin forboöna » SHANXI- HÉRAÐ Nanjlng Héraö 27. herfylklsins 27. herfylkiö framdi fjöldamoröin hér f Torg h í himneska Hangzhou YTRI MiÐBORGIN 10 km Changsha (§ VÍETNAM W Guangzhou^ Hanol •Mótmæli hafa oröiö héi OHöfuöborgir 'Wm' ■■m Landsbyggðin í uppreisnarhug Andófið gegn kínverskum stjórnvöldum breiðist nú út um landið allt og í gær var athafnalíf í helstu borgunum lamað. Mikil mót- mæli voru þá í Shanghai en þar hafði járnbrautarlest verið ekið á námsmenn, sem sátu á teinunum, með þeim afieiðingum, að sex létu lífið. Svöruðu mótmælendur fyrir sig með því að kveikja í lestinni. Þá bárust einnig fréttir af upplausnarástandi í borgun- um Chengdu, Kanton, Xian, Lanzhou, Wuhan, Changchun og mörgum fleiri. Hafa mótmælendur komið fyrir vegartálmum til að tefja för hersins til borganna og á sjúkrahúsum er mikill við- búnaður vegna hugsanlegra átaka og blóðbaðs. KRTN íslendingarnir samferða öðrum Norðurlandabúum Reuter Lögregla beitir táragasi íHongKong Lögreglan í Hong Kong beitti í gær kylfúm og táragasi til að brjóta á bak aftur mótmæli í borginni og skipuleggjendur þeirra hættu við allsheijarverkfall og fjöldagöngur, sem fyrirhuguð voru til að mót- mæla fjöldamorðunum í Peking. A myndinni bera lögreglumenn starfsbróður sinn, sem varð fyrir meiðslum í átökum við mótmæl- endur. Orðrómur var á kreiki í Hong Kong um að kínversk stjórn- völd ætluðu að loka landamærunum að nýlendunni. Hong Kong-búar fá ýmsar nauðsynjar frá Kina, allt ft-á vatni og rafinagni til hrísgrjóna og grænmetis. Qiao Shi, nýr leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins: marxismanum við gamlan og snjáðan fatnað, sem þurfi að henda, og hefur hvað eftir annað reitt kínverska valdamenn til reiði með baráttu sinni fyrir lýðræði. Hann var rekinn úr kommúnistaflokknum árið 1987 og allt frá því hefur honum verið bann- að að ferðast erlendis. Yuan Mu, talsmaður kínversku stjórnarinnar, hefur sakað Fang um að hafa hvatt kínverska námsmenn áfram í baráttu þeirra fyrir lýðræði í landinu. Hann sagði erfitt að átta sig á ástandinu í Kína út frá því sem er að gerast í Peking, þar sem um 80% þjóðarinnar byggju í dreifbýli. í Pek- ing væru fyrst og fremst verkamenn og menntað fólk og meðal borgarbúa gætti einskis klofnings í afstöðunni til lýðræðiskröfunnar; því væri varla hætta á eiginlegri borgarastyijöld þar. Hins vegar sagðist Stefán ekk- ert vita um afstöðu bænda. Úr því sem komið væri ylti framvindan því mest á hernum og valdabaráttu inn- an kommúnistaflokksins. Ekki er vitað hve norrænir ríkis- borgarar eru margir í Kína en Jens Odlander, talsmaður sænska ut- anríkisráðuneytisins, sagði, að Svíarnir væru 250 talsins, 150, sem byggju þar um stundarsakir og 100 ferðamenn. Flest sendiráð í Peking hafa þegar gert ráðstafanir til þess að koma þegnum sínum úr landi, en það hefur ekki auðveldað brottflutninginn að óeirðir hafa brotist út við flugvöllinn. Ástralir hafa þegar haft sig á brott og Bretar, Bandaríkjamenn, Vestur- Þjóðveijar og fleiri þjóðir eru búnar að gera ráðstafanir til að tryggja flug fyrir ríkisborgara sína. Gert er ráð fyrir því að brottflutningunum ljúki fyrir helgi. ÞEIR tveir íslendingar, sem staddir eru í Peking, hafa verið fluttir í hverfi stjómarerindreka, en til stbndur að _Norðurlandabúar í Kína hverfi frá landinu á næstu dögum. Stefán Ulfarsson, annar íslensku námsmannanna í Peking, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að flugvél SAS myndi flytja velflesta Norðurlandabúa frá Peking í dag, fimmtudag. Hann sagði að ástandið í borginni væri mjög óöruggt og engin leið að spá fyrir um framvindu næstu daga. kínverskir umbótasinnar hafa hald- ið á lofti á undanförnum vikum. Lítið er vitað um feril Qiaos og störf. Hann verður 65 ára á þessu ári og hefur lengi verið talinn dygg- ur stuðningsmaður Dengs Xiaop- ings, hins eiginlega leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins. Hins vegar var hann á sínum tíma talinn fylgja umbótasinnanum Hu Yaobang að málum en honum var komið frá völdum árið 1987 og sagður hafa vanrækt að beija niður mikil mótmæli kínverskra náms- manna. Qiao Shi sækir völd sín og áhrif til leyniþjónustunnar. Á opinberum vettvangi hefur hann hins vegar hvatt til þess að gerðar verði rót- tækar breytingar á dómskerfinu í Kína auk þess sem honum hefur orðið tíðrætt um nauðsyn þess að spilling verði upprætt í landinu. Qiao gegndi ýmsum embættum á sjötta og sjöunda áratugnum. Á árum menningarbyltingarinnar 1966 til 1969 spurðist ekkert til hans en árið 1978 kom hann aftur fram á sjónarsviðið og tók þá að klífa metorðastigann. Hann tók Leyniþjónustumaður og andvígur lýðræðiskröfiim Pcking. Reuter. sæti í miðstjórn flokksins árið 1982 og var kjörinn í stjómmálaráðið þremur árum síðar. Arið 1987 var hann gerður að félaga í fastanefnd stjórnmálaráðsins og var þar með kominn í hóp helstu ráðamanna. TALIÐ er að Qiao Shi, sem sagður er heyra til harðlínu- manna innan forystusveit- ar kínverska kommúnista- flokksins, hafí tekið við stöðu flokks- leiðtoga af Zhao Ziy- ang. Líkt og gildir um fjölmarga kínverska ráðamenn er Qiao hálfgerður huldumaður en talið er að hann hafi stjómað öryggis- sveitum kinverska kommúnista- flokksins og leyniþjónustu Iands- ins. Qiao hefur verið nefndur „lög- regluforingi flokksins" en talið er að hann sé hlynntur hægfara breyt- ingum í umbótaátt á vettvangi efnahagsmála. Hann er á hinn bóg- inn sagður öldungis andvígur breytingum á stjómmálasviðinu, ekki hvað síst kröfum um aukið lýðræði og frelsi í landinu sem í opinberri ævisögu Qiaos Shis segir að hann sé maður víðsýnn. Hann sé ætíð tilbúinn til að hlusta á skoðanir annarra og kosti jafnan kapps um að sætta andstæð sjónar- mið. Þess er getið að Qiao fari jafn- an á fætur klukkan sex að morgni og vinni yfirleitt tíu klukkustundir á degi hveijum. Kínverskir fjölmiðlar skýrðu frá því á síðasta ári að Qiao hefði far- ið til Tíbet er þjóðernissinnar þar risu upp gegn yfirráðum Kínveija. Hefði hann gert forystumönnum flokksins þar ljóst að ekki bæri að sýna tíbetskum aðskilnaðarsinnum neina miskunn. Þá er vitað að Qiao var einn fjögurra ráðamanna sem ræddu við námsmenn á Torgi hins himneska friðar þann 20. maí, skömmu áður en herlög voru sett í Peking. „Það veit eiginlega enginn hvað gerist næst,“ sagði Stefán. „Síðustu daga hafa sendiráðin verið að safna sínu fólki saman. Margir eru þegar farnir og aðrir bíða í sendiráðunum eða á hótelum í nágrenninu. Það er SAS-flug fyrir alla Norður- landabúa frá Peking til Kaupmanna- hafnar á morgun. Ómögulegt er að segja fyrir um hvað gerist næst. Þetta er svo óöruggt ástand. Það er mjög mikil spenna í loftinu og það getur allt gerst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.