Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 Átökín í framhaldsskólunum Þáttur flölmiðla og annarra er hlut áttu að máli eftir IngólfA. Þorkelsson Sagt er að fjölmiðlar hafi mestan áhuga á æsifregnum og upphlaup- um og hafi það sannast rækilega í þeim átökum sem nýlega urðu í framhaldsskólunum á Reykjavíkur- svæðinu. Nokkuð er til í þessu en hinu má ekki gleyma að sumir viðmæl- endur fréttamanna áttu líka hiut að máli með ótímabærum yfirlýs- ingum sem hrundu ólgunni af stað og kyntu undir ófriðarbálinu. Og auðvitað gleyptu íjölmiðlar við slíkum yfirlýsingum án þess þó beinlínis að smjatta á þeim. Undirróður Sumir léku þann leik að koma fréttum í ijölmiðla sem ekki var ætlað að fara þangað. Hér á ég t.d. við bréf frá Félagi framhalds- skóla (FF) til samninganefndar HÍK og ríkisins. Tveir nemendur, annar úr Menntaskólanum í Reykjavík og hinn úr Verslunarskólanum, fóru með þetta bréf í Rúgbrauðsgerðina og lásu það fyrir formann HÍK og fjármálaráðherra árdegis og af- hentu það svo síðdegis á sama stað skömmu eftir verkfall. Nemandinn úr MR, Þórir Auðólfsson, staðfesti þetta sem ég hef nú skrifað í símtali 28. maí, og hann sagðist ekki hafa sett bréfið í blöðin enda hafi það ekki verið ætlun stjórnar FF. Mér er og kunnugt um að hvorki for- maður HÍK né ijármálaráðherra gerðu það. Úr því fyrrnefnt fólk kom bréfinu ekki í Morgunblaðið, hver gerði það þá? Ekki neinn frið- flytjandi því tónninn í umræddu bréfi er mjög harður í garð HIK, og stjórn þess svaraði fullum hálsi sbr. Morgunblaðið 23. maí. Hér var bersýnilega ætlunin að koma höggi á HÍK og efna til meiri ófriðar. Þetta eru vinnubrögð sem vart þola dagsins ljós, að mínum dómi, ein- mitt þegar nauðsynlegt var að lægja öldurnar. Nemendur létu ekki rugla sig í ríminu í MK og víða annars staðar var reynt að lægja öldurnar með því Ingólfúr A. Þorkelsson „Ég tel að ótímabærar yfirlýsingar og undir- róður hafi kynt undir því ófriðarbáli sem log- aði í skólunum eftir umrætt verkfall — yfir- lýsingar sem fjölmiðlar tíunduðu ótæpilega.“ að spara yfiriýsingar og gefa sem minnst upp meðan leitað var lausna á vandanum innan skólanna. Ég neitaði t.d. fréttamönnum útvarps tvisvar um viðtal áður en nemenda- fundur hefði rætt málin og tekið afstöðu til samþykktar kennara- fundar um óskir nemenda og tilboðs kennara um vissar tilhliðranir. Nemendafundurinn var haldinn í hádeginu 22. maí að viðstöddum fréttamönnum frá ríkissjónvarpinu og Stöð tvö sem birtust allt í einu með myndavélar eins og skrattinn úr sauðarleggnum er fundur nem- enda hófst. Mér leist satt að segja ekki vel á að nemendur tækju af- stöðu fyrir ' framan sjónvarps- myndavélar því slíkar aðstæður ýta oftast undir sýndarmennsku hörð- ustu mótmælenda og slá á afstöðu ábyrgra samningamanna sem vilja fara hinn gullna meðalveg. En ég segi nemendum það til hróss að þeir létu ekki rugla sig í ríminu og samþykktu hvorki útgöngu né setu- verkfall, er sumir stungu uppá, heldur kusu þeir sjö manna nefnd einróma til frekari viðræðna við skólameistara og kennara. Þessar viðræður fóru fram að kvöldi sama dags og þar náðist gott samkomu- lag er samþykkt var á nemenda- fundi í hádeginu daginn eftir, þriðjudaginn 23. maí. Fréttamaður frá Þjóðviljanum og annar frá Morgunblaðinu sögðu ólgu vera í MK en ólga merkir uppnám eða æsingur. Ekki veit ég hvaðan þess- um mönnum kom vitneskjan. Allir þeir sem horfðu á fréttir frá fyrrnefndum fundi í sjónvarpsstöðv- unum tveim, að kvöldi mánudagsins 22. maí, sáu það svart á hvítu að hér var farið með rangt mál því að nemendur voru rólegir og hlustuðu kurteislega á tilkynningu mína í upphafi fundar. Auk þess var eftirtektarvert, að sumir fréttamenn og dagskrárgerð- arfólk á smástöðvunum fjölluðu um þessi átök á óábyrgan hátt, að ég tel, hringdu í einstaka nemendur og hentu á lofti slúður og birtu „fregnir" af uppþotum sem ekki var flugufótur fyrir. Goppaðist ekki óskhyggjan uppúr honum? Mér fannst athyglisvert hvað einn fréttamaður útvarps lét sér um munn fara er ég neitaði að tjá mig fyrr en að títtnefndum nemenda- fúndi loknum. Hann þrýsti nokkuð á mig að tala en ég harðneitaði þá og sagðist myndu segja á lofti löng tíðindi að samningum og fundum loknum þegar endanleg niðurstaða lægi fyrir. Þá hrökk upp úr frétta- manninum: „Hvað er þetta? Er allt að verða vitlaust hjá ykkur?!“ Var það ekki óskhyggjan sem goppaðist þarna uppúr fréttamanninum? Það er með fréttamenn eins og aðra að meðal þeirra er misjafn sauður í mörgu fé. Sumir eru vandaðir í fréttaflutningi sínum en aðrir sækj- ast eftir æsifréttum og láta vaða á súðum. Lokaorð Ég tel að ótímabærar yfirlýsingar og undirróður hafi kynt undir því ófriðarbáli sem logaði í skólunum eftir umrætt verkfall — yfirlýsingar sem ijölmiðlar tíunduðu ótæpilega því tilefnið var vissulega töluvert svo ekki sé meira sagt. A hinn bóg- inn var lítill fótur fyrir öðrum frétt- um er birtust í blöðum, t.d. „ólg- unni“ er sögð var ríkjandi sums staðar. Þá sýndu þolendurnir, nem- endur a.m.k. nokkurra skóla, meiri stillingu í átökunum en búast mátti við. Nú er stormurinn liðinn hjá og við erum reynslunni ríkari. Vonandi lærum við af henni. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Sambyggðar trésmíðavélar Hjólsagir, bandsagir, spónsagir, ÞAD GENGUR MED Ginge er val hinna vandlátu - gæðanna vegna. Athugaðu að fyrirtækið er flutt úr Kópavogi í Nútíðina, Faxafeni 14, Skeifunni. Ginge Park 46 BL drífvél Ginge P 420 □ Vönduð, létt og lipur □ kraftmikill Briggs & Stratton Quantum mótor □ 42 sm hnífur □ þægileg hæðarstilling í einu handfangi □ grassafnari sem lætur ekki sitt eftir liggja Ginge Park 46 BL drifvél □ Fagmennirnir kalla hana „Rolls Roys“ sláttuvélanna □ valsasláttuvél; 46 sm vals, klippir grasflötina listavel □ Briggs & Stratton mótor Góð varahluta- og viðhaldsþjónusta. Sparaðu þér sporin og komdu beint til okkar. $ •o Ilátiuwéla_ A markaðuiinn G.A. Petursson hf. Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.