Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 34
34 ‘MORGUNBLAÐIÐ' PIMMTUÖÁÉUR' 8Í 3ÚNÍ 1989 Kjartan Jónsson kristniboði skrifar frá Kenýu: Grasalæknirinn Janet grasalæknir með leirkerið, sem hún sýður ræturnar í. Svo lengi sem menn hafa lifað á þessari jörð hafa þeir glímt við óvin, sem ógerlegt hefur reynst að sigrast á, heilsuleysi. Hjá þjóð- um heimsins hefur safnast saman reynsla og þekking í baráttunni við þennan óvin, sem hefur geng- ið í arf kynslóð fram af kynslóð aukin og efld. Þrátt fyrir ótrúlegar framfarir í læknavísindum á þessari öld, eru enn ótalmargar gátur óleystar og nýjar skjóta sífellt upp kollinum. Á hinum ýmsu menningar- svæðum hafa þróast margvíslegar læknisfræðihefðir og -skólar. Nálastunguaðferðir Kínveija erí gott dæmi um þetta, en t.d. Ind- veijar eiga einnig miklar hefðir í þessu sambandi. I hinum svokall- aða þriðja heimi hafa ýmsar ríkis- stjómir reynt að nýta sér þekk- ingu kynslóðanna og komið á fót stofnunum, til þess að rannsaka heimatilbúin meðöl og læknisað- ferðir, sem notaðar hafa verið mann fram af manni. Að sjálf- sögðu er margt lítils virði, en ýmislegt hefur fært læknisfræð- inni nýja þekkingu. Hér í Kenýu gefa yfirvöid grasalæknum mik- inn gaum, en vara þá við því að segjast geta læknað sjúkdóma, sem þeir ráða ekki við og hafa almenning á þann hátt að féþúfu. Tilveran ein heild Hjá þjóðum Afríku er tilveran ein heild. Þar er það gjörsamlega framandi að skipta lífinu í verald- legan og trúarlegan eða andlegan hluta. Þess vegna eru sjúkdómar oft taldir eiga sér rætur í hinum andlega hluta tilverunnar. Svarta- galdurssæringar eru oft taldar vera orsakir alvarlegra sjúkdóma og margra dauðsfalla. Gruni menn, að þeir hafi orðið fyrir slíkum særingum verða þeir að hafa upp á seiðmanni, sem getur gert hin illu skeyti skaðlauS. Seið- menn eru því mjög mikilvægir í mörgum samfélögum álfunnar. Af þeim stendur mikill ótti og fyrir þeim er borin óttablandin virðing. Þeir eru misjafnir eins og gengur með manninn almennt, en helst hefur maður það á tilfinn- ingunni, að þeim sé mest í mun að auðga sjálfa sig og halda stöðu sinni í samfélaginu. Mistakist þeim í starfi, þ.e. ef áætlaður árangur næst ekki, hafa þeir allt- af skýringar á reiðum höndum varðandi ástæðuna. Að öllu jöfnu er það skjólstæðingurinn eða að- standendur hans, sem eiga sök- ina. Hann sjálfur er alltaf sak- laus. Almenningur vogar sér sjaldan að setja spurningarmerki við ágæti þessara manna af ótta við hefnd eða höfnun síðar meir, þegar vanda ber að höndum. Það er því enginn öfundsverður, sem býr afskekkt og á ekki kost á annarri hjálp í neyð sinni en úr- ræðum töframannsins. í þessu samhengi verður fullyrðingin um, að hver sé sæll í sinni trú afar hjáróma. Fyrir Islendingum er tal um töframenn og svartagaldur mjög „Er ég fer út í skóg til þess að ná í lækn- ingajurtir, bið ég Guð að hjálpa mér til að nota þær öðrum til góðs. Ég lít á starf mitt sem kristilega þjónustu við náung- ann.“ óraunverulegt, nánast á sama plani og ævintýri. Við býsnumst oft yfir galdrabrennum miðalda og við kristnir menn skömmust okkar fyrir þennan kafla í kirkju- sögunni. En kannski er hluti af vandlætingu okkar til kominn af skilningsleysi og vantrú á, að um raunverulegan vanda hafi verið að ræða. Hér í Afríku er svarti- galdur slíkur veruleiki, að jafnvel hámenntaðir menn með doktors- gráður eru logandi hræddir við hann. í þessu landi eru þeir, sem fremja slíkan seið, réttdræpir án dóms og laga ef upp um þá kemst. Almenningur er hvattur til að leggja sitt af mörkum til að útrýma þessu eitri í samfélag- inu. Á sumum svæðum er sam- félagið gegnsýrt af þessum ófögn- uði. Maður með kennaramenntun, er starfar sem skólastjóri, sagði mér um daginn, að ef töframaður kynni vel til verka, liðu 1 til 2 mánuðir frá því hann fremdi seið sinn og þar til fórnarlambið dæi. Hann tók sem dæmi, að algengt væri, að gamlir menn tækju sér ungar konur í ellinni. Þar sem þeir væru ekki færir um að sinna eiginmannsskyldum sínum við þær sem skyldi, fengju þær sér stundum unga ástmenn á laun. Kæmist sá gamli að þessu, vissi hann, að hann gæti ekki sigrast á ástmanninum í bardaga. Þess í stað tæki hann geit og færi til töframannsins með beiðni um að særing verði framin með dauða hins unga að markmiði. — Skóla- stjóranum var full alvara! — Það er því ekki að undra, þótt margir verði óttaslegnir, er þeir verða veikir. Það fyrsta, sem kemur upp í hugann, er spurningin, hvort einhver óvildarmaður hafi orsakað sjúkdóminn með svartagaldri. Læt hér fylgja frásögn af fólki í neyð, sem leitaði til töfralæknis- ins síns. Hjá töfralækninum Það var nótt og myrkrið eins svart og það getur orðið í hitabelt- inu. Suð engisprettanna og kvak nokkurra froska, sem höfðu fund- ið sér stóran forarpoll, rufu kyrrð næturinnar. Annars var allt kyrrt. Enginn var á ferli nema þessi litli hópur, sem fór hægt yfir landið, enda með sjúkling á heimatilbún- um börum. Hann stundi þungan af sársauka. Það var mikið af honum dregið. Fylgdarliðið var hrætt, því að það óttaðist um líf hans. Kýr var með í för því að ekki þýddi að biðja töframanninn ásjár án þess að færa honum eitt- hvert „lítilræði". Hópurinn nálg- aðist hús töframannsins. Það varð að vekja hann varlega, svo að hann vísaði gestunum ekki frá. Um síðir kom hinn mikli maður út og aðkomumenn stundu upp erindinu með sárarþjáningarstun- ur sjúklingsins í bakgrunninum. Sá fjölkunnugi var stuttur í spuna og talaði hranalega við almúgann. Hann hafði mestan áhuga á naut- gripnum, sem aðkomumenn höfðu meðferðis. „Þetta er nú auma horgrindin,“ sagði hann reiðilega. „Ef þið viljið einhveija hjálp hjá mér, skuluð þið gjöra svo vel og koma með almennilegt naut hing- að.“ Að svo mæltu strunsaði hann inn í kofann sinn. Fólkið leit skelf- ingu lostið hvert á annað. Það hafði komið um langan veg með dauðvona mann, sem varð sífellt máttfarnari. En hér þýddi ekki að góna út í loftið. Tveir hraust- ustu bræðurnir voru valdir til að hlaupa heim og ná í stórt naut, sem bar af öðrum hvað holdafar og fríðleik snerti. Reyndar áttu þau það ekki sjálf, en nágranninn myndi vera fáanlegur til að láta það af hendi fyrir tvær mjólkur- kýr fyrst svona stóð á. Bræðurnir náðu heimili töframannsins með nautið góða, þegar fyrsta morg- unskíman braust inn í þétt nátt- myrkrið. Sjúklingurinn stundi ekki lengur. Hann lá hreyfingar- laus á börunum. Er nautið hafði verið afhent, gekk töframaðurinn til og leit á sjúklinginn. Hann útbjó lækningardrykk, sem reynt var að koma ofan í hann meðvit- undarlausan, en allt kom fyrir ekki. Sá sjúki gaf upp öndina, áður en eiexírinn náði að gera sitt gagn. En í stað þess að sýna meðaumkun, rauk töframaðurinn upp öskureiður. „Það er allt ykkur að kenna, hvernig komið er,“ sagði hann við aðstandendur hins látna. „Þið hafið brotið af ykkur gegn öndunum. Þetta er hefnd þeirra. Komið ykkur í burtu undir eins,“ hrópaði hann. — Litli hópur- inn mjakaðist af stað, með líkið á börunum. Framundan var löng leið heim. Konurnar grétu. — Nautið varð eftir. Janet Einn af nágrönnum mínum er mjög merkileg kona. Hún stundar grasalækningar. Frá því hún var ung hafði hún áhuga á þessum málum og aflaði sér þekkingar á lækningarmætti jurta í umhverfi sínu. Nú kemur fólk til hennar hvaðanæva af landinu. Eg heimsótti hana fyrir nokkru, og þá sagði hún mér margt af sjálfri sér. Þetta er mjög greind kona, þótt hún hafi aldrei fengið tækifæri til að fara í skóla. Það er sjaldgæf reisn yfir henni. Allt fas hennar er höfðinglegt. Hún gæti verið um sjötugt, en hún veit aldur sinn ekki nákvæmlega; menn höfðu ekki not fyrir slíkt í hennar ungdæmi. Hagstofan var heldur ekki komin til sögunnar í þá daga. Þó man hún mikinn jarð- skjálfta, sem sagður er hafa átt sér stað árið 1928 (skv. bókum), en þá var hún barn. Stórskornir andlitsdrættir hennar minna á indíána, sérstaklega arnarnefið, - sem er áberandi. Augun eru hlý- leg. Útistandandi eyrun eru al- þakin götum, sem minna á fyrri tíma, er málmhringir héngu í þeim. Hún er þéttvaxin og sterk- leg; hefur þótt góður kvenkostur á yngri árum, enda fer orðt af dugnaði hennar til vinnu. Ég hafði ekki búið lengi hér í Chepareria, er ég tók eftir henni á almennum fundi. Karlarnir sneru sér til henn- ar af mikilli virðingu, sem þeir gera almennt ekki, ef um konu er að ræða. Fyrr á árum umskar hún stúlk- ur svo hundruðum skipti. Er hún varð kristin fyrir rúmum 20 árum, hætti hún því, þegar hún gerði sér grein fyrir, hve slæmt það var. Hún aðal ljósmóðirin hér um slóðir og margar konur fæða heima hjá henni, enda nýtur hún mikils trausts. Þekking hennar á heimatilbúnum meðölum hefur aukist með árunum. Hún notar rætur tijáa, tijábörk og ýmsar jurtir, sem vaxa villtar í skógin- um. Ekki verður hún svo heim- sótt, að ekki sé þar fyrir aðkomu- fólk, margt langt að komið, auk nágranna, sem koma með marga kvilla svo sem malaríu, orma, munnangur o.s.frv. Kona með mikið hálsskraut úr plastperlum bjó hjá henni um þessar mundir ásamt manni sínum. Heimkynni þeirra voru 130 km þaðan. Vandi þeirra var barnleysi. Sá, sem ekki getur eignast afkvæmi er illa staddur í Afríku, hvort sem það er karl eða kona. Hann er einskis virði. Enginn afkomandi mun minnast þeirra að þeim látnum og halda nafni þeirra á lofti. Það er glötun á afríska vísu. Þau skortir afkomendur, syni, til að sjá um sig í ellinni. Janet hefur orðið víðfræg fyrir árangur sinn í glímunni við þetta vandamál. Fjöldi fólks hefur komið til hennar barnlaust, en farið frá henni með barni. Flestir hafa áður farið til „nútíma“ lækna og reynt margt án þess að fá hjálp. Er ég spyr hvar allt þetta fólk búi, hlær hún. „Það býr hjá okk- ur, í húsinu okkar.“ Húsið hennar er lítið tveggja herbergja leirhús með bárujárnsþaki. Er ég spyr, hvað hún taki fyrir að halda fólki uppi, oft í marga mánuði og gefa því meðöl allan tímann, hlær hún aftur. „Ekkert. Ef fólk býður borgun, þigg ég hana,“ segir hún, „en margir fara án þess að greiða nokkuð, þótt þeir séu orðnir al- heilbrigðir, aðrir koma með eitt- hvert lítilræði. Annars lækna ég ekki nokkurn mann. Guð hefur skapað allar plönturnar í kringum okkur með möguleikum þeirra til lækningar sjúkdóma. Er ég fer út í skóg til þess að ná í lækninga- jurtir, bið ég Guð að hjálpa mér til að nota þær öðrum til góðs. Ég lít á starf mitt sem kristilega þjónustu við náungann." Það skal tekið fram, að hún hefur ekkert á móti læknum og sjúkrahúsum. Sjái hún fram á, að hún ráði ekki við sjúkdómstilfelli, sem henni eru færð, sendir hún sjúklingana um- svifalaust á spítala. Ekki er að efa, að Janet gæti orðið forrík á lækningum sínum, sérstaklega á barnleysi. Hún er fagurt dæmi til eftirbreytni á tímum græðgi og sérgæsku. Góðar fréttir Kristinn maður þarf ekki að óttast særingar vondra manna né illa anda. Hann er í hendi hans, sem sigraði vald hins illa, Jesú Krists, og á von um tilveru, þar sem hinn síðasti óvinur, dauðinn, verður sigraður. í Afríku er þessi boðskapur góðar fréttir, sem leysir fólk undan ánauðaroki ótta og öiyggisleysis. Skagaströnd: Kvenfélagið Eining gefur heilsugæslustöðinni tæki Skagaströnd. KONURNAR í kvenfélaginu Ein- ingu á Skagaströnd hafa verið duglegar á undanförnum árum að gefa tæki til heilsugæslustöðv- arinnar á staðnum. 31. mai héldu kvenfélagskonur kaffisamsæti þar sem þær afhentu gjafabréf yfir tæki sem þær hafa gefið stöð- inni nú nýverið. í raun er það sjúkrasjóður sem starfar innan kvenfélgsins sem fjármagnar gjafírnar en sjóðurinn var stofii- aður 24. júlí 1947. Fjármunum safnar sjóðurinn með kaffi- og merkjasölu auk sölu minn- ingarkorta. Einnig hafa sjóðnum borist gjafir frá fyrirtækjum og ein- staklingum. Verðmæti tækjanna sem nú voru afhent er í kringum 500 þúsund og eru þau einkum notuð við endur- hæfingu með geislum og bylgjum. Má segja að konurnar séu með gjöf- um sínum á undanfömum árum Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson. Stjórn sjúkrasjóðs við hluta tækjanna sem verið var að afhenda. búnar að byggja upp nokkurs konar endurhæfingarstöð innan heilsu- gæslustöðvarinnar. Guðmundur Sigvaldason sveitar- stjóri veitti gjafabréfinu viðtöku fyrir hönd heilsugæslustöðvarinnar og þakkaði kvenfélaginu fyrir allan stuðnjng við stöðina á undangengn- um árum. í núverandi stjórn sjúkrasjóðs kvenfélagsins sitja: Soffía Lárus- dóttir, Ása Jóhannsdóttir og Birna Blöndal. Konurnar í kvenfélaginu eru aðeins 16 talsins en nýverið breyttu þær lögum félagsins á þann veg að nú geta karlmenn einnig orðið félagar í kvenfélaginu Ein- ingu. Núverandi formaður félagsins er Guðrún Soffía Pétursdóttir. - Ó.B.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 127. tölublað (08.06.1989)
https://timarit.is/issue/122561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

127. tölublað (08.06.1989)

Aðgerðir: