Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 Success GUAfiANTCED ^ PERFECTIN 8MINUTES Pilaf ftíivpW u>H</CrafnfíÍM wit(\i WgntaMrí Fyrir 4 - suðutími 8 min. Heildsölubirgðir: Seglbretti Sæti, flot, aukahlutir -3KAWR FWMUR SNORRABRAUT 60 SÍM112045 „Ókristileg ferming“ eftir Ragnar Fjalar Lárusson Nýlega birtist hér i blaðinu grein eftir samhæfmgarstjórann sem nefndist: Kirkjan hefir ekki einka- leyfi á orðinu „ferming“. Grein þessi er full af órökstuddum staðhæfingum og fyrri hluta hennar er eytt í vanga- veltur um útlenda orðið eonfirmátion, það orð, sem ferming er komið af. Þetta útlenda orð skiptir í þessu sam- bandi ekki máli, því að það er ekki notað hér á landi, heldur orðið ferm- ing, sem er góð og gild íslenska og hefir svo verið um langt skeið. Ef flett er upp í íslenskri sam- heitaorðabók, segir svo um þetta orð: Ferming merkir staðfesting, tekt; lestun. Um sögnina að ferma er þetta sagt: Afdjöfla, biskupa, kristna, staðfesta; lesta, og um ferm- ast: Ganga fyrir gafl, ganga innar, komast í kristinna manna tölu. Fleiri merkingar hafa ekki verið í þessum orðum fram að þessu. Það er því alger nýlunda, ef fara á að nota þetta orð ferming um einhverja at- höfn, einskonar skólaslit, eftir ein- hverskonar uppfræðslu, sem miðar að því m.a. að útiloka áhrif kristin- dóms og kirkju á nemendur sína. Með því móti hefir þetta ágæta ísienska orð snúist upp í andhverfu sína. Kirkjan hefir ekki sótt um einka- leyfi á þessu orði, það er rétt, en íslensk tunga og íslensk málvitund hefir rétt til þess að vera ekki mis- boðið svo freklega. Það hefir stundum af barnaskap verið talað um að skíra hluti, t.d. skíra skip, skíra flugvélar, þegar þeim eru gefin nöfn. Allir, sem ein- hvern snefil hafa af þekkingu á íslenskri tungu og kristnum siðvenj- um, vita að þetta er ekki rétt, heldur á að segja: Skipinu var gefið nafn, flugvélin var nefnd o.s.frv. Orðin skírn og ferming eru bæði eingöngu kristileg og kirkjuleg hug- tök. Það er misnotkun á íslenskri tungu að gefa þeim einhveija aðra merkingu. Nokkru öðru máli gegnir um hjónavígslu og útför. Þær athafn- ir eru ekki jafn bundnar kirkjunni pg hinar, því fara fram svokallaðar borgaralegar giftingar. Það er raun- ar mjög vandræðaleg og villandi samsetning, því að hvað merkir borg- aralegur? Ef flett er upp í sömu orða- bók og fyrr, þá kemur þetta í Ijós: þegnlegur, það sem heyrir til borg- arastétt. Andhverfa verkalýðs. Þetta hugtak borgaraleg gifting hefir sennilega komið fram vegna þess, •að það er ekki vígður maður sem framkvæmir athöfnina, en engu að síður löggiltur embættismaður, sem til þess hefir hlotið réttindi. En í þessu tilfelli, hinni borgara- legu fermingu, er því ekki til að „Það er einhver út- lendingur hér „á þess- ari litlu eyju“ að nafni Hope Knútsson, titlaður sem samhæfíng'arstjóri borgaralegrar ferming- ar á Islandi. Þessi sam- hæfíngarstjóri vill kenna okkur Islending- um nýja siði og jafn- framt breyta hugtökum í móðurmáli okkar.“ dreifa. Einhverjir sjálfskipaðir aðilar eru hér á ferð, sem enga löggildingu hafa hlotið. Já, vel á minnst: Hvenær verður farið að tala um „borgaralega útför“? Kanriski þessi sjálfskipaði hópur bjóði líka uppá það? Mér finnst borgurum þessa lands, svo ekki sé talað um Borgaraflokkinn, vera sýnd dæmalaus óvirðing með þessari frá- leitu nafngift. Ef þessi samhæfingarstjóri borg- aralegrar fermingar á íslandi og hans lið vill endilega nota þetta Löng hrísgjrón með ristuðu heilvheitiklíði, núðlurn og bragðgóðu grænmeti. Ljúf- fengur fjölskylduréttur. - SEGLBRETTI Skátabúðin hefur nú sölu á seglbrettum, seglum og öðrum búnaði til seglbrettasiglinga. Eins og i öðrum vöruflokkum þá býður Skátabúðin aðeins uppá þekkt vörumerki í öllum verðflokkum. Við bendum sérstaklega á bretti og búnað frá BIC í Frakklandi en BIC er stærsti brettaframleiðandi í heiminum í dag. Eins og ávallt þá leggur Skátabúðin áherslu á góða þjónustu og leiðbeiningar reyndra manna við val á útbúnaði. Vatnið og vindurinn eru ókeypis og verðin hjá okkur virðast það líka. Byrjendapakki BIC Melody-bretti með mastri, segli og bómu á aðeins kr. 39,980,- KARL K. KARLSSQN\(X). Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 Bretti, segl Búningar Tjaldsvæðin og hjólhýsasvæðin á Laugarvatni verða opnuð 8. júní. Tjaldmiðstöðin hefur á boðstólum algengan ferða- mannavarning o.fl. Tjaldmiðstöðin, Laugarvatni. Ragnar Fjalar Lárusson kirkjulega orð um andkirkjulegar athafnir, sem mér finnst að þeir ættu að forðast og vera ekki að skýla nekt sinni með flík, sem kristin kirkja hefir ofið á aldanna rás og líkjast að því leyti úlfum í sauðargæru, þá ættu þau að koma til dyranna eins og þau eru klædd og nota orð eins og t.d. þessi: Heiðin ferming, and- kristileg ferming eða ókristileg ferming. Höfundur er sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli. Trjáplöntur 3.-18. júní seljum við sitkagrenitré, 1-1,50 á hæð, úr skógi. Verð kr. 1.500,- per. meter. Fólk stingur upp sjálft og velur úr merktum trjám. Seljum einnig upp- teknar plöntur af stafafuru, sitkagreni og lerki. Verð kr. 2.600 per. meter. Verðum einnig með ösp, birki, selju og fleira. Skógrækt ríkisins, Þjórsárdal, sími 98-66060.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.