Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.06.1989, Blaðsíða 46
46 MQRG.UNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989 „ komdu saeil! Ég er nýj'i nágrcwninn hér hinum rnegin v’lcS gangmm 'tzO) e<~ frtiskiLinn^Vo þiéskxiluó ekki vertx Kissa þ>ó éjj koml hinga^> a.matmálstlmum// Maður tekur ofan fyrir konum á fornum vegi... Þetta er upptökutækið sem er tengt rex- og pex- deildunum. HÖGNI HR.EKK.VÍSI 4 Páfastóll viður- kennir kirkjudeild- ir mótmælenda Til Velvakanda. Jóni Hilmari Magnússyni var upp- sigað við páfa í Velvakandabréfi sl. sunnudag (4. júní) og færði npkkur rök máli sínu til stuðnings. Ég er að vísu ekki fullgildur katóli en get þó hrakið öll rök Jóns því að þau virðast byggjast á fordómum og fá- fræði. í fyrsta lagi hefur Páfastóll ekki aðeins fyrir löngu viðurkennt kirkju- deildir mótmælenda, heldur hafa katólar tekið margt upp sem tíðkast í lútherskum sið s.s. að messa á móðurmálinu. Katólar vilja meira að segja koma til móts við mótmælend- ur — og hvernig er hægt að koma til móts við eitthvað sem maður við- urkennir ekki? í öðru lagi viðurkennir Jóhannes Páll II. biskupinn yfir íslandi þótt páfadómur hafi ekki viðurkennt Lúther á sínum tíma. Síðan er langt um liðið og mörg kirkjuþing hafa verið haldin. Þótt Hitler hafi verið nasisti þá er ekki þar með sagt að Þjóðveijar nútímans séu nasistar. Þeir hafa, þvert á móti, fullkomna andstyggð á nasisma. í þriðja lagi eru engin áform um það í Páfagarði að innlima lúthersku kirkjuna inn í þá katólsku. Aftur á móti vilja katólar — og margir mót- mælendur líka — leysa ýmis ágrein- ingsmál. Það er meðal annars vegna þessara ágreiningsmála sem írsku Sýnið frá tón- leikum U2 Kæri Velvakandi. Við erum hér tvær stúlkur sem viljum koma á framfæri beiðni til sjónvapsstöðvanna hér á landi, Ríkis- sjónvarpsins og Stöðvar 2, um að flytja ekki eingöngu þá tónlist sem er á toppnum á hveijum tíma, heldur hafa eídri tónlist með líka. Það sem sýnt er höfðar eingöngu til krakka á aldrinum 10 til 14 ára. Svo viljum við spyija að því hvort ekki sé hægt að sýna tónleika eða umfjöllun um U2. Að endingu viljum við hvetja alla unnendur góðrar tónlistar að styðja okkur og skrifa líka. Þökkum kærlega fyrir Prins-tón- Ieikana sem sýndir voru nýlega. U2 aðdáendur þjóðirnar tvær geta ekki sameinast. I írska lýðveldinu býr katólsk þjóð en mótmælendur eru í miklum meiri- hluta á Norður-írlandi. Mótmælend- ur geta auðvitað ekki hugsað sér að verða minnihlutahópur í sameinuðu írlandi og þar stendur hnífurinn í kúnni. í fjórða lagi eru það engin ný sann- indi hjá páfa að Guð sé sá sami, hver svo sem trúarbrögðin eru. Að vísu hafa hindúar fjölgyðistrú og nirvana-ástand búddhatiúarmanna er okkur framandi en það breytir engu. Múslimar trúa á sama Guð og kristnir menn og gyðingar. Þeir líta meira að segja á Krist sem mikinn spámann. Hinsvegar viðurkenna hvorki múslimar né gyðingar að Kristur sé fulltrúi Almættisins á jörð- inni og þar með Guð mannkynsins. í fimmta lagi hvetur páfinn ekki til hjáguðadýrkunar. Dýrlingar kat- ólsku kirkjunnar eru fyrst og fremst fyrirmyndir. Mótmælendur _þekkja líka til svona fyrirmynda og sækja, margir hveijir, styrk í framliðna menn. Gott dæmi hér á íslandi er séra Hallgrímur Pétursson. En úr því að minnst er á séra Hallgrím, sakar ekki að geta þess að íslensk menning á katólskunni ýmislegt að þakka. Islendingasögurnar voru rit- aðar af katólskum mönnum og Snorri Sturluson var að sjálfsögðu katólsk- ur. Satt að segja hafa þrír frægustu rithöfundar landsins verið katólskir menn; Snorri Sturluson, Jón Sveins- son (Nonni) og Halldór Laxness. Mér finnst Jón Hilmar Magnússon taka stórt upp í sig þegar hann held- ur því fram að kenningar katólskunn- ar séu villukenningar. Marteinn Lút- her lét afnema margt úr trúarsiðum katóla. Satt að segja var ekki van- þörf á því, enda var spilling allsráð- andi í Páfagarði á þeim tíma (fyrir hálfri fimmtu öld — ekki í dag). En lútherstrúarmenn létu fjarlægja nokkur rit úr Biblí unni og smám saman komst allskyns hentisemi inn í trúaraðferðir mótmælenda. Með tímanum spruttu ýmsir sértrúarsöfn- uðir upp úr lútherstrúnni en slíkt tíðkast ekki meðal rómverskra ka- tóla. A sínum tíma var margt gott og nauðsynlegt í siðbótum Lúthers. Katólar hafa á síðari tímum tekið upp margt af því en fella sig aftur Eigum við aðj bjóða páfa velkominn? Til Velvakanda. Þegar nú páfinn vitjar þessal lands, hafa menn þá gert sér' grein fyrir því hvem þeir bjóða vel- kominn og það með nær 30 milljón króna austri úr sjóði skattborgara, sem nær allir eru mótmælendur? Hver er hann? Jú: 1) Maður sem I viðurkennir ekki kirkjudeildir I mótmælenda. 2) Maður sem viður-1 ( kennir ekki vígslu biskupsins yfir LÍslandi. 31 Maður sem vinnur að á móti ekki við allt. Það má t.d. benda mótmælendum á að Guð var ekki skapaður fyrir mennina, heldur voru mennirnir skapaðir af Almætt- inu fyrir Almættið. Þorsteinn Eggertsson Kvæði Til Velvakanda. Fyrirspurn frá Hilmari Jenssyni um kvæði birtist í Velvakanda 6. júní. Kunni hann eitt erindi sem hefst þannig: „Þið munið fá að súpa á sjó“. Hilmar spyr um höfund og tilefni kvæðisins. Kvæðið er eftir Grím Thomsen og tilefnið er sögn um Skúla fógeta Magnússon þegar hann var í 14. ferð sinni milli landa. Skipið lenti í ofviðri og kvæðið lýsir viðbrögðum Skúla og eru fleiri orð um það óþörf. Salómon Einarsson 4 4 4 4 i i Víkveiji skrifar Veltiskilti er nýtt fyrirbæri við stræti Reykjavíkur. Þetta eru auglýsingaskilti með þremur mis- munandi flötum, sem birtast með vissu millibili. Slíku skilti hefur ver- ið komið upp á Kringlunni 4 og er það kóka kóla-framleiðandinn Vífil- fell, sem þar auglýsir. Þau mistök hafa átt sér stað að ein auglýsingin er setning á ensku, þekkt slagorð fyrir kóla-drykkinn. Það er hreint út sagt ömurlegt að sjá amerísk slagorð á risaletri á íslenzku húsi. Forráðamenn Vífil- fells ættu strax að skipta um aug- lýsingu og leiðrétta þetta hneyksli. I leiðinni ættu þeir að afmá þetta sama slagorð af bílum sínum. xxx eir eru eflaust margir sem fagna því framtaki Samvinnu- ferða- Landsýnar að banna reyking- ar um borð í flugvélum í sólarlanda- flugi. Vonandi er þetta fyrsta skref- ið að því sem koma skal og að inn- an fárra ára verði algerlega bannað að reykja í flugvélum. Víkverji fór í fyrra til Banda- ríkjanna og neyddist til þess að sitja í þeim hluta flugvélarinnar, þar sem heimilt var að reykja. í næsta ná- grenni reyktu auðvitað flestir og ekki nóg með það, því stöðugur straumur var aftur í vélina af fólki sem var að fá sér smók. Þeir reynd- ust sem sagt vera furðu margir sem bókuðu sig í reykiausa hluta vélar- innar en komu svo aftur í reyk- hluta vélarinnar, fengu sér þar sæti og reyktu af áfergju! XXX Islandsmótið í knattspyrnu er hafið fyrir nokkru. Heldur lítil reisn hefur verið yfir byijun mótsins enda fyrstu umferðarnar leiknar á malarvöllum í miklum kulda. Það er skoðun Víkveija að ís- landsmótið hefjist of snemma. Nær væri að hefja mótið í júní og láta það standa lengur fram á haustið. I Asama tíma og íþróttaþjónusta Ríkissjónvarpsins hefur batn- að hefur þjónusta Stöðvar 2 versn- að. Það gengur t.d. ekki að sýna mönnum hálfs árs gömul golfmót viku eftir viku. Það gengur heldur ekki sýna sama körfuboltaleikinn aftur viku seinna þótt mistök hafi átt sér stað við útsendingu í fyrra skiptið. Sjálfsagt var að endursýna leikinn en það átti einnig að sýna nýjan leik. Svona hlutum verður að kippa í liðinn. Og meðal annarra orða. Hvers vegna hætti RUV skyndilega við golfþætti sína skýr- ingalaust? xxx Nýlega var það nefnt á þessum stað að Rúgbrauðsgerðin væri hallærislegt nafn á veizlu- og ráð- stefnusölum ríkisins við Borgartún. Ein uppástunga hefur komið um nafn. Hafa fleiri fram að færa til- lögur að stuttu og hentugu nafni yfir þetta hús?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.