Morgunblaðið - 05.12.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 05.12.1989, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 HLAÐBORÐ, HIÁTUROG HÖRKUBAIL Jólahlaöborð kl. 19. Dansleikur frá kl. 22. Aðgangseyrir 750 kr. Frítt á dansleik fyrir matargesti. ÓMAR RAGNARSSON mætir kl. 23 og leysir frá skopskjóðunni. HLJÓMSVEITIN EINSDÆMI leikur á fuilum dampi til kl. 3. SKOÐANIR OG SKÁLDLEG TILÞRIF Bókmenntir ErlendurJónsson Bjarni Bjarnason: ÓTAL KRAFTAVERK. 70 bls. Augnhvíta. 1989. Ólafiir Haraldsson: ÞÖGN. Saga. 95 bls. 1989. »Við byggjum allt upp rangt.« Þannig hefst síðasti kaflinn í Otal kraftaverk. Bjarni Bjarnason er ádeiluhöfundur. Meining hans sýn- ist vera sú að úr því hið illa sé til í veröldinni — og meira en svo — sé eins gott að það láti á sér kræla. Og hvimleiður er þessi heimur, svo mikið er víst: »Mönnum líður illa, sama hvað þeir gera.« Texti Bjarna er kraftmikill, og víða er skörulega að orði komist. Ótal kraftaverk er heimsádeila sem byggir á lífspekilegum, pólitískum og sögulegum grunni: »Engan efni- við hefur iðnaðarsamfélagið fært okkur sem við getum notað umfram þann efnivið sem Shakespeare hafði að moða úr.« Þó sitthvað megi að þessari bók Bjarna Bjarnasonar finna — aðallega þó frágangi text- ans — stendur af henni kaldur og vekjandi gustur. Þögn Olafs Haraldssonar inni- heldur minni íhugun eíi stefnir því meir í átt til skáldlegra tilþrifa. Að hætti margra nútímahöfunda rýnir Ólafur í hið tímalausa andartak og leitast við að draga upp raunsannar myndir úr hversdagsleika nútíma manneskjunnar. Eins og margur ungur höfundur bregður hann á leik annað veifið til að sanna að hann sé hvorki klassískur né gamal- dags heldur töff og svalur. Annars er texti hans með köflum kunnáttu- legur og að mínum dómi skemmti- legur. Sér í lagi getur Ólafi tekist að skrifa samtöl sem sum hver eru nöturlega raunsönn. Báðar eru bækur þessar offset- fjölritaðar og láta lítið yfir sér. Eigi að síður standa þær efnislega á sporði mörgu sem meira er borið í. Báðir hafa höfundarnir metnað til að láta að sér kveða. Eigin útgáf- ur af þessu tagi eru oft fátækleg- ar, t.d. sýnast höfundarnir sjaldan njóta aðstoðar við prófarkalestur. En þær veita höfundunum á hinn bóginn frelsi til að segja það sem þeim býr í bijósti — tæpitungulaust! Skáldsaga eftir Sig- ríði Guimlaugsdóttiir ÚT ER komin skáldsagan, Lífsþræðir, eftir Sigríði Gunn- Iaugsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hefúr birst eft- ir hana smásaga í safninu Hauk- ur í horni. Sigríður hlaut 1. verð- laun í skáldsagnasamkeppni IOGT fyrir þessa sögu. í kynningu utgefanda segir um söguefnið: „„Átturnar" voru þær kallaðar, átta skólasystur á Laugar- vatni. Samheldinn hópur. Leiðir skildu eftir stúdentspróf. Hver hélt í sína átt. Síðan eru liðin tuttugu ár. Ein úr hópnum býður hinum heim. Minningar vakna. Ýmislegt hefur á daga drifið, margt farið öðruvísi en ætlað var, annað eins og að var stefnt. Það er tilhlökkunarefni að hitt- ast. Samt reynist sumum það sárt. Lífsþræðir eru stundum einkenni- lega ofnir. Höfundur lýsir tilfinningum af næmleik og dregur upp skýra mynd af átta konum og ástvinum þeirra. Sagan er spennandi og einkar vel sögð.“ Bókin er 190 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Útgef- andi er Æskan. ^ Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR kork □ plast GÓLFFLÍSAR TJabmaplast EINANGRUN GLERULL STEINULL isiendinga á erindi við alla sem hafa áhuga á framfórum í atvinnulífi og iðnaði; alla sem þekkja til gamalla vinnubragða eða vilja kynnast iðnmenningu okkar. „Frá eldsmíði til eleksírs" Iðnsaga Austurlands er fórða bókin í þessu merka ritsafni. Meðal annars er þar fallað um Gosdrykkjaverksmiðju Seyðisfarðar, brjóstsykursverksmiðj- urnar á Fáskrúðsfrði og Eskifrði, vöggu btlaviðgerða á Austurlandi, kynjalyfð Kínalífseleksír ogframleiðslu þess,fyrstu prentsmiðjuna á Austurlandi og svo mcetti lengi telja. Bókin crfróðleg og í henni eru margar skemmtilegar frásagnir. Hún er prýddfölda Ijósmynda og þœrsegja líka sína sögu. inga ætti að vera til á hverju heimili og bókin um Iðnsögu Austurlands á sérstakt erindi við alla , _ Hið íslenzka Austfirðinga. bókmenntafélag Þingholtsstræti 3, pöntunarsími 21960

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.