Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 HLAÐBORÐ, HIÁTUROG HÖRKUBAIL Jólahlaöborð kl. 19. Dansleikur frá kl. 22. Aðgangseyrir 750 kr. Frítt á dansleik fyrir matargesti. ÓMAR RAGNARSSON mætir kl. 23 og leysir frá skopskjóðunni. HLJÓMSVEITIN EINSDÆMI leikur á fuilum dampi til kl. 3. SKOÐANIR OG SKÁLDLEG TILÞRIF Bókmenntir ErlendurJónsson Bjarni Bjarnason: ÓTAL KRAFTAVERK. 70 bls. Augnhvíta. 1989. Ólafiir Haraldsson: ÞÖGN. Saga. 95 bls. 1989. »Við byggjum allt upp rangt.« Þannig hefst síðasti kaflinn í Otal kraftaverk. Bjarni Bjarnason er ádeiluhöfundur. Meining hans sýn- ist vera sú að úr því hið illa sé til í veröldinni — og meira en svo — sé eins gott að það láti á sér kræla. Og hvimleiður er þessi heimur, svo mikið er víst: »Mönnum líður illa, sama hvað þeir gera.« Texti Bjarna er kraftmikill, og víða er skörulega að orði komist. Ótal kraftaverk er heimsádeila sem byggir á lífspekilegum, pólitískum og sögulegum grunni: »Engan efni- við hefur iðnaðarsamfélagið fært okkur sem við getum notað umfram þann efnivið sem Shakespeare hafði að moða úr.« Þó sitthvað megi að þessari bók Bjarna Bjarnasonar finna — aðallega þó frágangi text- ans — stendur af henni kaldur og vekjandi gustur. Þögn Olafs Haraldssonar inni- heldur minni íhugun eíi stefnir því meir í átt til skáldlegra tilþrifa. Að hætti margra nútímahöfunda rýnir Ólafur í hið tímalausa andartak og leitast við að draga upp raunsannar myndir úr hversdagsleika nútíma manneskjunnar. Eins og margur ungur höfundur bregður hann á leik annað veifið til að sanna að hann sé hvorki klassískur né gamal- dags heldur töff og svalur. Annars er texti hans með köflum kunnáttu- legur og að mínum dómi skemmti- legur. Sér í lagi getur Ólafi tekist að skrifa samtöl sem sum hver eru nöturlega raunsönn. Báðar eru bækur þessar offset- fjölritaðar og láta lítið yfir sér. Eigi að síður standa þær efnislega á sporði mörgu sem meira er borið í. Báðir hafa höfundarnir metnað til að láta að sér kveða. Eigin útgáf- ur af þessu tagi eru oft fátækleg- ar, t.d. sýnast höfundarnir sjaldan njóta aðstoðar við prófarkalestur. En þær veita höfundunum á hinn bóginn frelsi til að segja það sem þeim býr í bijósti — tæpitungulaust! Skáldsaga eftir Sig- ríði Guimlaugsdóttiir ÚT ER komin skáldsagan, Lífsþræðir, eftir Sigríði Gunn- Iaugsdóttur. Þetta er fyrsta bók höfundar en áður hefúr birst eft- ir hana smásaga í safninu Hauk- ur í horni. Sigríður hlaut 1. verð- laun í skáldsagnasamkeppni IOGT fyrir þessa sögu. í kynningu utgefanda segir um söguefnið: „„Átturnar" voru þær kallaðar, átta skólasystur á Laugar- vatni. Samheldinn hópur. Leiðir skildu eftir stúdentspróf. Hver hélt í sína átt. Síðan eru liðin tuttugu ár. Ein úr hópnum býður hinum heim. Minningar vakna. Ýmislegt hefur á daga drifið, margt farið öðruvísi en ætlað var, annað eins og að var stefnt. Það er tilhlökkunarefni að hitt- ast. Samt reynist sumum það sárt. Lífsþræðir eru stundum einkenni- lega ofnir. Höfundur lýsir tilfinningum af næmleik og dregur upp skýra mynd af átta konum og ástvinum þeirra. Sagan er spennandi og einkar vel sögð.“ Bókin er 190 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Útgef- andi er Æskan. ^ Ármúla 29 símar 38640 - 686100 £ ÞORGRÍMSSON & CO Armstrong LDFTAPLÖTUR kork □ plast GÓLFFLÍSAR TJabmaplast EINANGRUN GLERULL STEINULL isiendinga á erindi við alla sem hafa áhuga á framfórum í atvinnulífi og iðnaði; alla sem þekkja til gamalla vinnubragða eða vilja kynnast iðnmenningu okkar. „Frá eldsmíði til eleksírs" Iðnsaga Austurlands er fórða bókin í þessu merka ritsafni. Meðal annars er þar fallað um Gosdrykkjaverksmiðju Seyðisfarðar, brjóstsykursverksmiðj- urnar á Fáskrúðsfrði og Eskifrði, vöggu btlaviðgerða á Austurlandi, kynjalyfð Kínalífseleksír ogframleiðslu þess,fyrstu prentsmiðjuna á Austurlandi og svo mcetti lengi telja. Bókin crfróðleg og í henni eru margar skemmtilegar frásagnir. Hún er prýddfölda Ijósmynda og þœrsegja líka sína sögu. inga ætti að vera til á hverju heimili og bókin um Iðnsögu Austurlands á sérstakt erindi við alla , _ Hið íslenzka Austfirðinga. bókmenntafélag Þingholtsstræti 3, pöntunarsími 21960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.