Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.10.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTOBER 1990 19 r enda eða á að stefna að mismun- andi skólum með ólík inntökuskil- yrði? 2. Á að stefna að auknum tengsl- um við atvinnulífið og hvernig? 3. Hversu víða á að bjóða upp á hliðstætt nám sem krefst mikils og dýrs búnaðar? 4. Hve mikil á samræming náms að vera bæði hvað varðar innihald, námskröfur og próf? 5. Er hægt að gera kerfið skilvirk- ara og auka þannig laun kennara án þess að kostnaður af skólahaldi aukist? íslenskir framhaldsskólar hafa verið í deiglunni í rúman áratug. Menntamálaráðuneytið hefur horft upp á ýmsar tilraunir hér og hvar. Margt hefur verið gert sem til heilla horfir en oftast skipulagslaust eða -lítið. Fáir vita af því sem í raun er að gerast nema þeir sem næst standa. Kennslubókaútgáfa er í hreinum ólestri og kostnaður stjam- fræðilegur (a.m.k. á sænskan mæli- kvarða) sem framhaldsskólanem- endur þurfa að bera. Kennarastéttin er hundóánægð. Ef ekkert er að gert sýnist mér stefna í hið mesta óefni. Spurningin er bara sú: Hver á að gera hvað? Hefjumst handa Allir eru sammála um að stefna beri að sem bestum skilyrðum til þroska fyrir æskuna. Vítin eru mörg að varast og þróunin undanfarið uggvænleg. Styrkja ber þær stofn- anir áhugamanna og hins opinbera sem hér geta helst reist rönd við. Vinna þarf að almennum skilningi fyrir því að hér er m.a. um fyrir- byggjandi starf að ræða. Arðsemi góðra skóla eða æskulýðsfélaga hvers kyns verður aldrei mæld. Hvað sparar það þjóðfélaginu að aðeins einn unglingur, sem annars færi inn á afbrota- eða eiturlyfja- brautina verður að nýtum þjóðfé- lagsþegn. Það er mikilvægt aðfylgja eftir markmiðunum um „framhalds- skóla fyrir alla“ með víðtæku, sam- ræmdu þróunarstarfi. í þessu efni getum við mikið lært af frændum vorum Svíum. í næstu pistlum mun ég gera grein fyrir þróunarstarfi í einstökum framhaldsskólum, bæði því sem vel hefur tekist og eins hinu, sem miður hefur gengið. Sofum ekki á verðin- um, hefjum þjóðfélagsumræðu um framhaldsskólann. STRAX! Höfundur er skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum og er í ársleyfi frá störfum. Hann stundarnám í Gautaborgarháskóla íSvíþjóð. Útreikningur vaxtakostnaðar eftir Gunnar Tómasson í grein sinni um „Horfur í efna- hagsmálum" í Morgublaðinu 22. ágúst sl. gagnrýndi höfundur m.a. vinnubrögð starfsmanna Seðla- banka íslands og Þjóðhagsstofnun- ar við útreikning hlutfalls áfallins vaxtakostnaðar í landsframleiðslu. Að gefnu tilefni skal hér bent á grein hagfræðinga Seðlabankans, þeirra Bjarna Braga Jónssonar og Kristjóns Kolbeins, um viðfangs- efnið í 1.-2. hefti Fjármálatíðinda 1990, þar sem fram kemur að starfsmenn Þjóðhagsstofnunar eiga ekki aðild að málinu. „Allar lagfæringar frá efni Þjóð- hagsstofnunar,“ segja þeir Bjami Bragi og Kristjón, „eru að sjálf- sögðu á okkar ábyrgð og hagfræði- deildar, en um leið réttar og eðlileg- ar að okkar mati í samhéngi þessa verks.“ Mat seðlabankamanna á „réttum og eðlilegum" vinnubrögðum við útreikning vaxtakostnaðar gengur þvert á mat annarra fremstu sér- fræðinga heims á vettvangi þjóð- hagsreikninga, sem hinir fyrr- nefndu segjast vilja vísa af villu- brautum á eigin veg. „Því miður hafa alþjóðlegir þjóð- hagsreikningastaðlar enn ekki tekið á þessum vanda,“ segja þeir félagar til nánari útskýringar og láta þar með að því liggja að brátt kunni að bregða til betri vegar með glám- skyggni hinna erlendu lærifeðra íslenzkra þjóðhagsreikningsmanna! „Þar sem hér eru raunvextir til meðferðar er fjárhæð þeirra, en ekki nafnvaxta, dregin frá lands- tekjum til að fá fram þjóðartekjur,“ segir einnig í grein hagfræðinganna til réttlætingar þeirri samsuðu hag- stæðra á föstu verðlagi („raun'- vaxta") og verðlagi hvers árs (ann- arra tekjuliða), sem réttnefnd var „rugl“ í fyrri grein höfundar. Að lokum skal getið þeirrar meg- inreglu faglegra vinnubragða við gerð þjóðhagsreikninga, sem segir „viðbót framleiðslustyrkja" við „markaðsvirði" vera ófrávíkjanleg- an lið í áætlun „tekjuvirðis (factor cost),“ svo enn sé vitnað til orða Bjarna Braga og Kristjóns. 5 daga helgarferð til MALLORKA BEINTLEIGUFLUG Brottför miðvikudag 31. okt. - Heimkoma 4. nóv. ÓTRÚLEGT VERÐ: kr. 23.800, (4 í íbúð) kr. 26.700, (3 í íbúð) kr. 29.500, ( 2 í íbúð) Buið er í glæsilegu íbúðahóteli í baðstrandar- og verslunarborginni Magaluf rétt við höfuðborgina Palma. Þama er sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa það. Á Mallorka gerir fólk sérlega hagstæð innkaup og vetrarvörumar eru í miklu úrvali í glæsilegum verslunarhúsum. Á Mallorka kaupa Parísarbúar frönsku tískuvömmar Ódýrara en heima hjá sér. Farþegar okkar fá afsláttarkort í stærsta vöruhúsinu. íslenskir fararstjórar. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. PANTIÐ SNEMMA, ÞVÍ NÚ KOMAST FÆRRI EN VILJA — Fllir.FERDIR = SDLRRFLUG Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331 Gunnar Tómasson „Höfuiidi er algjör ráð- gáta hvers vegna hlið- stæð rök falla fyrir daufum eyrum seðla- bankamanna á vett- vangi fjármagnsmark- aðar.“ Af reglunni leiðir m.a. að opin- berir „framleiðslustyrkir" reiknast til tekna/kostnaðar í íslenskum landbúnaði, slíkt hið sama myndi gilda varðandi útreikning vaxta- tekna/vaxtakostnaðar í mynd „verðbóta", sem greiddir væru fjár- magnseigendum af almannafé. Ágætir kollegar höfundar við Seðlabanka íslands myndu ekki lækka mat sitt á tekjum, kostnaði í landbúnaði þótt „framleiðslustyrk- ir“ yrðu felldir niður gegn samsvar- andi hækkun útsöluverðs landbún- aðarafurða til neytenda. Höfundi er algjör ráðgáta hvers vegna hlið- stæð rök falla fyrir daufum eyrum seðlabankamanna á vettvangi fjár- magnsmarkaðar. Mistök eru mannleg. „Villugjarnt kann að vera í svo flóknum útreikn- ingurn" segja þeir Bjarni Bragi Jónsson og Kristjón Kolbeins um eigin vinnu og hafa þar lög að mæla. Höfundur er hagfræðingur. ÐUR OFAR ÖÐRUM -nýir og glæsilegir réttir HtlíiNÚ AUCLÝSINGASTOfA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.