Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 41

Morgunblaðið - 09.10.1990, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 1990 41 I FÆST I BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖDINNI, . KASTRUPFLUG VELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Æskulýðsleiðtogar Hjálpræðishersins heimsækja Island INGER og Einar Höyland, majórar, sem eru æskulýðsfulltrúar Hjálpræð- ishersins í Noregi, Pæreyjum og Islandi, halda samkomur á ísafirði þriðjudaginn 9. október, á Akureyri miðvikudag og fimmtudag 10. og 11. október, á báðum stöðum í samkomusölum Hjálpræðishersins, og koma svo til Reykjavíkur föstudaginn 12. október. Æskulýðsleiðtogarnir Inger og Einar Höyland. í Reykjavík munu þau tala á sam- komum fyrir foringja Hjálpræðishers- ins í Færeyjum og á íslandi á foringj- aráðstefnu, sem stendur yfir föstu- daginn og laugardaginn. Sunnudag- inn 14. október verða svo almennar samkomur í Herkastalanum kl. 11.00 og 20.30, þar sem allir foringjar Hjálpræðishersins á íslandi og í Fær- eyjum taka þátt ásamt þeim hjónum Inger og Einar Höyland. Inger og Einar Höyland þekkja land og þjóð mjög vel. Þau veittu forstöðu starfinu hér í Reykjavík á árunum 1961-1964, en þar á undan höfðu þau ábyrgð á starfinu í Þórs- höfn í Færeyjum. Síðan hafa þau oft komið hingað í heimsókn. Leiðtogi Hjálpræðishersins í Fær- eyjum og á íslandi, majór Daníel Óskarsson, verður með þessum hjón- um á ferðalagi þeirra. Viljum við ein- dregið hvetja sem flesta að koma á Her og hlusta á þessa fagnaðarboða Drottins. (Fréttatilkynning) hjá afa og ömmu af öllum bama- börnunum, sem nú era átta. Áður hafði Þórður eignast son með Krist- jönu Hjartardóttur frá Hnífsdal, Grétar Þórðarson, skipstjóra á ísafirði, kvæntur Katrínu Jónsdótt- ur, húsmóður, og eiga þau tvo syni. Þórður Bogason var sannur Breiðfirðingur í húð og hár og mik- ill átthagaunnandi. Það kom best í Ijós með starfí hans í Barðstrend- ingafélaginu um árabil og þá ekki síður með stofnun svo nefnds Átt- hagamóts eyjamanna, þar sem hann ásamt fleiru dugmiklu fólki úr Flat- ey hafði staðið að skemmtisamkom- um eyjamanna hér í Reykjavík í fjöldamörg ár. Rúmri viku áður en Þórður lést heimsóttum við hjónin hann í sjúkrahúsið og var hann þá örþreyttur og fársjúkur, en eitt af því sem hann sagði og var skýrt. Nú verður eyjamannamótið fyrr en áður. Daginn eftir andlát hans kom svo bréf frá undirbúningsnefnd um væntanlegt átthagamót, mánuði fyrr en venjulega. Þar vantaði eitt nafnið í undirskriftina, sem áður hafði verið, og er nú skarð fyfir skildi á þeim vettvangi. Saman stóðu þau Lóa og Þórður í blíðu og stríðu og reyndist hún honum hinn besti lífsföranautur í 47 ár. Oft var erfitt er baksjúkdóm- urinn hijáði Þórð sem mest og var það einmitt þegar verst stóð á er þau voru að koma sér upp íbúðinni við Rauðalæk og bömin vora ung. Má segja að það hafa nánast verið kraftaverk að það tókst svo giftu- samlega, enda bæði hjónin lagin og hagsýn. Heimili þeirra átti eftir að vera athvarf svo margra góðra vina og skyldmenna, enda vora þau hjón- in fádæma vinamörg og gestrisin. Að leiðarlokum getum við ekki ann- að en kvatt vin' okkar, Þórð Boga- son, með þakklæti og söknuð í huga. Öllum ástvinum Þórðar Boga- sonar vottum við innilegustu sam- úð. * Díana og Ari, Unnur og Ingólfur (Míljttfl'? Iblíiliití Electrolux kr. 174.100,- stgr, ísskápar ★ Klakavél ★ Kaltdrykkjarvatn ★ Engin affrysting ásamt öðrum Electrolux gæðum ★ Hljóðlátur ★ Góðeinangrun ★ Lengsta ábyrgð á íslandi fyrir kælitæki ★ Lipur þjónusta ★ Sjón er sögu ríkari Landsins mesta úrval af kæli- og frystitækjum Eru þetta ekki kælitæki, sem þú vilt hafa á þínu heimili? Heimasm Kringlunni, sími 685440 Electrolux B3I Þar sem gæðin sjóst É; HÚSASMIÐJAN HF. Skútuvogi, sími 687700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.